Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar 15. nóvember 2024 11:02 Farsældarlögin snúast ekki um börnin. Lögin auka ekki réttindi barna, þau auka ekki réttindi umönnunaraðila og kerfið grípur ekki öll börn sem þurfa nauðsynlega á snemmtækri íhlutun að halda. Þetta er ekki mín skoðun. Þetta hef ég meðal annars frá eftirfarandi ráðuneytum og stofnunum: Mennta- og barnamálaráðuneytið Dómsmálaráðuneytið Barna- og fjölskyldustofu(sem hefur stórt hlutverk í framkvæmd laganna) Sveitarfélögunum Reykjavík, Kópavogi og Reykjanesbæ. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (áður GEF, Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar) Réttindagæslumanni fatlaðra Umboðsmanni Alþingis Umboðsmanni Barna Ríkisendurskoðun Ég hef rætt þessi mál við fagaðila og félagsmálastjóra nokkurra sveitarfélaga og þeir veita flestir þjónustu og stuðning umfram lagaskyldur. Mikilvæg lög sem snúa að farsæld barna undanskilja hóp barna og foreldra. Lögin eru: Lög um leikskóla 90/2008 Lög um grunnskóla 91/2008 Lög um stuðning við fötluð börn 38/2018 Farsældarlögin 86/2021 Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga 40/1991. (Lögunum var breytt í júní 2022 eftir að félagsmálaráðuneytið fór úr höndum Framsóknarflokksins og í hendur VG) Ekkert jafnréttismat fór fram á farsældarlögunum Ekkert mat á jafnréttisáhrifum var gert á farsældarlögunum þrátt fyrir að ljóst væri að þau hefðu ólík áhrif á karla og konur. Lögin setja einstæðar mæður(einstæða foreldra) í hlutverk málstjóra gagnvart hinu foreldrinu og eykur álag í samræmi við það enda hafa foreldrar almennt ekki reynslu, þekkingu né menntun til að sinna þessu hlutverki. Það er eins og það sé ekki nóg fyrir foreldrið að eiga barn sem þarf á stuðningi að halda. Þetta er gert á sama tíma og allar rannsóknir sýna að umönnunarbyrði kvenna sé nú þegar of mikil. Sveitarfélög gerðu atlögu að foreldrum og ráðherrar aðgerðarlausir á Sagt er að foreldrar beri endanlega ábyrgð á börnum sínum. Þessu eru stjórnvöld, t.d. barna- og menntamálaráðuneytið ekki sammála. Árið 2019 og 2021 gerðu Reykjavík og Kópavogur atlögu að foreldrum og börnum með því að taka upp samskipta- og upplýsingakerfi í leik- og grunnskólum sem veitti ekki öllum umönnunaraðilum möguleika á eðlilegum samskiptum og miðlun upplýsinga. Kópavogsbær ætlaði að loka fyrir samskipti við hóp foreldra, jafnvel foreldra fatlaðra barna. Barna- og menntamálaráðuneytið og Umboðsmaður Alþingis sáu ekkert athugavert við þetta en eftir nokkurra mánaða harða baráttu við sveitarfélögin þá hrundu foreldrar þessari atlögu. Barna- og menntamálaráðherra hefur ekki séð ástæðu til að skerpa á ákvæðum laga um samskipti leikskóla og grunnskóla við foreldra barna. Það er því enn heimilt samkvæmt lögum að loka á samskipta- og upplýsingalausnir eins og Vala.is og Mentor án fyrirvara. Uppeldisráðgjöf fyrir foreldra Árið 2019 kom í ljós að sveitarfélög töldu sig ekki mega veita öllum foreldrum barna uppeldisráðgjöf og námskeið þrátt fyrir að bæði sveitarfélög og foreldrar teldu það nauðsynlegt til að geta stutt við þroska barna. Á meðan félagsmálaráðuneytið var í höndum Framsóknarflokksins þá gerðist ekkert. Það var ekki fyrr en ráðuneytið fór í hendur VG að lagt var fram frumvarp sem heimilaði sveitarfélögum að veita öllum umönnunaraðilum þessi nauðsynlegu námskeið. Þessi aukni stuðningur við börn og foreldra er ekki vegna farsældarlaganna. Árangur ekki farsældarlögunum að þakka Betri líðan barna er ekki vegna farsældarlaganna heldur þrátt fyrir farsældarlögin. Sveitarfélög veita mörg hver þjónustu umfram lagaskyldur. Lögum sem veitir foreldrum betri tækifæri til að styðja við börnin sín hefur verið breytt. Orðið hefur vitundarvakning meðal sérfræðinga um nauðsyn þess að styðja við öll börn umfram lagaskyldur. Að lokum hefur orðið vitundarvakning og valdefling meðal foreldra. Í stað þess að bíða eftir því að stjórnvöld hlusti og vinni með foreldrum þá hafa foreldrar einfaldlega tekið frumkvæðið og lagt stjórnvöldum línurnar. Stjórnmálamenn og ráðherrar eru oftast áhorfendur en sjaldan eða aldrei hafa þeir leitt breytingar í þágu barna. Eitt er víst, að sá hópur sem stjórnmálamenn þakka síðast eru foreldrar en stjórnmálamenn eru fyrstir til að þakka sjálfum sér fyrir annarra störf. Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Farsældarlögin snúast ekki um börnin. Lögin auka ekki réttindi barna, þau auka ekki réttindi umönnunaraðila og kerfið grípur ekki öll börn sem þurfa nauðsynlega á snemmtækri íhlutun að halda. Þetta er ekki mín skoðun. Þetta hef ég meðal annars frá eftirfarandi ráðuneytum og stofnunum: Mennta- og barnamálaráðuneytið Dómsmálaráðuneytið Barna- og fjölskyldustofu(sem hefur stórt hlutverk í framkvæmd laganna) Sveitarfélögunum Reykjavík, Kópavogi og Reykjanesbæ. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (áður GEF, Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar) Réttindagæslumanni fatlaðra Umboðsmanni Alþingis Umboðsmanni Barna Ríkisendurskoðun Ég hef rætt þessi mál við fagaðila og félagsmálastjóra nokkurra sveitarfélaga og þeir veita flestir þjónustu og stuðning umfram lagaskyldur. Mikilvæg lög sem snúa að farsæld barna undanskilja hóp barna og foreldra. Lögin eru: Lög um leikskóla 90/2008 Lög um grunnskóla 91/2008 Lög um stuðning við fötluð börn 38/2018 Farsældarlögin 86/2021 Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga 40/1991. (Lögunum var breytt í júní 2022 eftir að félagsmálaráðuneytið fór úr höndum Framsóknarflokksins og í hendur VG) Ekkert jafnréttismat fór fram á farsældarlögunum Ekkert mat á jafnréttisáhrifum var gert á farsældarlögunum þrátt fyrir að ljóst væri að þau hefðu ólík áhrif á karla og konur. Lögin setja einstæðar mæður(einstæða foreldra) í hlutverk málstjóra gagnvart hinu foreldrinu og eykur álag í samræmi við það enda hafa foreldrar almennt ekki reynslu, þekkingu né menntun til að sinna þessu hlutverki. Það er eins og það sé ekki nóg fyrir foreldrið að eiga barn sem þarf á stuðningi að halda. Þetta er gert á sama tíma og allar rannsóknir sýna að umönnunarbyrði kvenna sé nú þegar of mikil. Sveitarfélög gerðu atlögu að foreldrum og ráðherrar aðgerðarlausir á Sagt er að foreldrar beri endanlega ábyrgð á börnum sínum. Þessu eru stjórnvöld, t.d. barna- og menntamálaráðuneytið ekki sammála. Árið 2019 og 2021 gerðu Reykjavík og Kópavogur atlögu að foreldrum og börnum með því að taka upp samskipta- og upplýsingakerfi í leik- og grunnskólum sem veitti ekki öllum umönnunaraðilum möguleika á eðlilegum samskiptum og miðlun upplýsinga. Kópavogsbær ætlaði að loka fyrir samskipti við hóp foreldra, jafnvel foreldra fatlaðra barna. Barna- og menntamálaráðuneytið og Umboðsmaður Alþingis sáu ekkert athugavert við þetta en eftir nokkurra mánaða harða baráttu við sveitarfélögin þá hrundu foreldrar þessari atlögu. Barna- og menntamálaráðherra hefur ekki séð ástæðu til að skerpa á ákvæðum laga um samskipti leikskóla og grunnskóla við foreldra barna. Það er því enn heimilt samkvæmt lögum að loka á samskipta- og upplýsingalausnir eins og Vala.is og Mentor án fyrirvara. Uppeldisráðgjöf fyrir foreldra Árið 2019 kom í ljós að sveitarfélög töldu sig ekki mega veita öllum foreldrum barna uppeldisráðgjöf og námskeið þrátt fyrir að bæði sveitarfélög og foreldrar teldu það nauðsynlegt til að geta stutt við þroska barna. Á meðan félagsmálaráðuneytið var í höndum Framsóknarflokksins þá gerðist ekkert. Það var ekki fyrr en ráðuneytið fór í hendur VG að lagt var fram frumvarp sem heimilaði sveitarfélögum að veita öllum umönnunaraðilum þessi nauðsynlegu námskeið. Þessi aukni stuðningur við börn og foreldra er ekki vegna farsældarlaganna. Árangur ekki farsældarlögunum að þakka Betri líðan barna er ekki vegna farsældarlaganna heldur þrátt fyrir farsældarlögin. Sveitarfélög veita mörg hver þjónustu umfram lagaskyldur. Lögum sem veitir foreldrum betri tækifæri til að styðja við börnin sín hefur verið breytt. Orðið hefur vitundarvakning meðal sérfræðinga um nauðsyn þess að styðja við öll börn umfram lagaskyldur. Að lokum hefur orðið vitundarvakning og valdefling meðal foreldra. Í stað þess að bíða eftir því að stjórnvöld hlusti og vinni með foreldrum þá hafa foreldrar einfaldlega tekið frumkvæðið og lagt stjórnvöldum línurnar. Stjórnmálamenn og ráðherrar eru oftast áhorfendur en sjaldan eða aldrei hafa þeir leitt breytingar í þágu barna. Eitt er víst, að sá hópur sem stjórnmálamenn þakka síðast eru foreldrar en stjórnmálamenn eru fyrstir til að þakka sjálfum sér fyrir annarra störf. Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun