Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar 14. nóvember 2024 14:30 Í þættinum Þetta helst þriðjudaginn 12. nóvember innti þáttarstjórnandi hæstvirtan dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, eftir svörum um mengandi starfsemi Bálstofunnar í bakgarði leikskóla sem rataði í alla helstu fjölmiðla landsins í síðustu viku. Í stuttu máli varpar þátturinn skýru ljósi á það hver ber höfuðábyrgð í þessu skammarlega máli. Ábyrgðin liggur hjá dómsmálaráðuneytinu. Lausnin, ný bálstofa, blasir við og dómsmálaráðuneytinu hefur verið bent á nauðsyn hennar í fjölda ára. Framkvæmdastjóri Kirkjugarðanna hefur sagt að ný bálstofa sé eina lausnin og að nú þegar séu tilbúnar teikningar af fullhannaðri bálstofu sem einungis bíði eftir grænu ljósi frá dómsmálaráðuneytinu. Sjálfseignarstofnunin Tré lífsins er líka tilbúin að reisa bálstofu og hefur fullt fjármagn til þess að hefjast handa ef einungis grænt ljós bærist frá dómsmálaráðuneytinu. Þáttarstjórnandi lýsti ástandinu svo: - Báðir aðilar bíða í raun eftir pólitískum svörum um hvernig framtíðin eigi að líta út í þessum efnum - . Svör hæstsvirsts dómsmálaráðherra voru um margt áhugaverð, sér í lagi sökum þess að þau virðast engan veginn standast skoðun. Opinber gögn eru í hrópandi mótsögn við málatilbúnaðinn, sem setur stórt spurningamerki við trúverðugleika ráðherrans. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, þú sagðir í viðtalinu að þú hefðir ekki getað (og gætir ekki) gert neitt í málinu og tilgreindir svo eftirfarandi ástæður fyrir aðgerðaleysi þínu: 1) - Í lok síðasta árs þá vorum við fullvissuð um það í ráðuneytinu eftir að það voru gerðar endurbætur á þessum ofnum að þessir ofnar gætu sinnt hlutverki sínu í einhver ár í viðbót. - Danskir sérfræðingar gerðu úttekt á ofnum Bálstofunnar árið 2021þar sem þeir lögðu ríka áherslu á að engar trygginar væru veittar, þar sem báðir ofnarnir eru mjög slitnir. Strax í kjölfar skýrslunnar tilkynntiBálstofan svo Heilbrigðiseftirlitinu aðalniðurstöður skýrslunnar í tölvupósti: að ekki væri tæknilega mögulegt að setja upp viðunandi mengunarvarnir og þar af leiðandi myndi Bálstofan aldrei geta uppfyllt starfsskilyrði Heilbrigðiseftirlitsins. Við foreldrar kynntum okkur þessa skýrslu, sem er opinbert gagn, og fengum auðveldan aðgang að ofangreindum tölvupósti sem er runninn undan rifjum Bálstofunnar sem heyrir undir þitt ráðuneyti. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. 2) - ... þá var ég með lagafrumvarp í gangi sem að nær ekki fram að ganga út af þingslitum ... - Okkur þætti vænt um að vita hvaða frumvarp þú ert að tala um og hvernig það átti að leysa okkar vanda. Á þingmálaskrá dómsmálaráðherra: https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/thingmalaskra/ er minnst á frumvarp sem er ætlað að skilgreina betur rekstrarumhverfi líkhúsa og lagt til að auka frelsi við dreifingu á ösku látinna einstaklinga. Ekki eitt orð um bálstofu. Í marga mánuði höfum við foreldrar barist fyrir velferð barnanna okkar sem er ógnað vegna mengandi starfsemi Bálstofunnar. Og þetta eru svörin frá þér? Þú gafst þér ekki einu sinni tvær mínútur til að gefa þessi loðnu svör sem ekki standast skoðun. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. Þú sagðir í viðtalinu að þér þyki leitt að heyra um kvartanir okkar foreldra. Veistu hvað, við erum líka leið. Í sannleika sagt erum við einfaldlega bálreið og krefjumst aðgerða. Öll ráðuneytin eru starfandi þrátt fyrir þingslit og mörg þeirra eru að vinna hörðum höndum að alls konar málum. Á síðustu dögum höfum við fundið fyrir einlægum vilja starfsfólks bæði Heilbrigðiseftirlitsins og Bálstofunnar til þess að finna skammtímalausn í þágu barnanna. En eins og sakir standa virðist þín arfleifð í dómsmálaráðuneytinu vera algjört aðgerðaleysi í þessum málaflokki. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. Höfundur er doktor í tölfræði og formaður foreldrafélags Sólborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Leikskólar Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kirkjugarðar Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Tengdar fréttir Við þurfum að tala um Bálstofuna Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín. 7. nóvember 2024 14:32 Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Í þættinum Þetta helst þriðjudaginn 12. nóvember innti þáttarstjórnandi hæstvirtan dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, eftir svörum um mengandi starfsemi Bálstofunnar í bakgarði leikskóla sem rataði í alla helstu fjölmiðla landsins í síðustu viku. Í stuttu máli varpar þátturinn skýru ljósi á það hver ber höfuðábyrgð í þessu skammarlega máli. Ábyrgðin liggur hjá dómsmálaráðuneytinu. Lausnin, ný bálstofa, blasir við og dómsmálaráðuneytinu hefur verið bent á nauðsyn hennar í fjölda ára. Framkvæmdastjóri Kirkjugarðanna hefur sagt að ný bálstofa sé eina lausnin og að nú þegar séu tilbúnar teikningar af fullhannaðri bálstofu sem einungis bíði eftir grænu ljósi frá dómsmálaráðuneytinu. Sjálfseignarstofnunin Tré lífsins er líka tilbúin að reisa bálstofu og hefur fullt fjármagn til þess að hefjast handa ef einungis grænt ljós bærist frá dómsmálaráðuneytinu. Þáttarstjórnandi lýsti ástandinu svo: - Báðir aðilar bíða í raun eftir pólitískum svörum um hvernig framtíðin eigi að líta út í þessum efnum - . Svör hæstsvirsts dómsmálaráðherra voru um margt áhugaverð, sér í lagi sökum þess að þau virðast engan veginn standast skoðun. Opinber gögn eru í hrópandi mótsögn við málatilbúnaðinn, sem setur stórt spurningamerki við trúverðugleika ráðherrans. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, þú sagðir í viðtalinu að þú hefðir ekki getað (og gætir ekki) gert neitt í málinu og tilgreindir svo eftirfarandi ástæður fyrir aðgerðaleysi þínu: 1) - Í lok síðasta árs þá vorum við fullvissuð um það í ráðuneytinu eftir að það voru gerðar endurbætur á þessum ofnum að þessir ofnar gætu sinnt hlutverki sínu í einhver ár í viðbót. - Danskir sérfræðingar gerðu úttekt á ofnum Bálstofunnar árið 2021þar sem þeir lögðu ríka áherslu á að engar trygginar væru veittar, þar sem báðir ofnarnir eru mjög slitnir. Strax í kjölfar skýrslunnar tilkynntiBálstofan svo Heilbrigðiseftirlitinu aðalniðurstöður skýrslunnar í tölvupósti: að ekki væri tæknilega mögulegt að setja upp viðunandi mengunarvarnir og þar af leiðandi myndi Bálstofan aldrei geta uppfyllt starfsskilyrði Heilbrigðiseftirlitsins. Við foreldrar kynntum okkur þessa skýrslu, sem er opinbert gagn, og fengum auðveldan aðgang að ofangreindum tölvupósti sem er runninn undan rifjum Bálstofunnar sem heyrir undir þitt ráðuneyti. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. 2) - ... þá var ég með lagafrumvarp í gangi sem að nær ekki fram að ganga út af þingslitum ... - Okkur þætti vænt um að vita hvaða frumvarp þú ert að tala um og hvernig það átti að leysa okkar vanda. Á þingmálaskrá dómsmálaráðherra: https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/thingmalaskra/ er minnst á frumvarp sem er ætlað að skilgreina betur rekstrarumhverfi líkhúsa og lagt til að auka frelsi við dreifingu á ösku látinna einstaklinga. Ekki eitt orð um bálstofu. Í marga mánuði höfum við foreldrar barist fyrir velferð barnanna okkar sem er ógnað vegna mengandi starfsemi Bálstofunnar. Og þetta eru svörin frá þér? Þú gafst þér ekki einu sinni tvær mínútur til að gefa þessi loðnu svör sem ekki standast skoðun. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. Þú sagðir í viðtalinu að þér þyki leitt að heyra um kvartanir okkar foreldra. Veistu hvað, við erum líka leið. Í sannleika sagt erum við einfaldlega bálreið og krefjumst aðgerða. Öll ráðuneytin eru starfandi þrátt fyrir þingslit og mörg þeirra eru að vinna hörðum höndum að alls konar málum. Á síðustu dögum höfum við fundið fyrir einlægum vilja starfsfólks bæði Heilbrigðiseftirlitsins og Bálstofunnar til þess að finna skammtímalausn í þágu barnanna. En eins og sakir standa virðist þín arfleifð í dómsmálaráðuneytinu vera algjört aðgerðaleysi í þessum málaflokki. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. Höfundur er doktor í tölfræði og formaður foreldrafélags Sólborgar.
Við þurfum að tala um Bálstofuna Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín. 7. nóvember 2024 14:32
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar