Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2024 13:33 Fyrsta flugið til Istanbúl verður í september 2025. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur bætt nýjum áfangastað við leiðakerfið sitt, hinni sögufrægu borg Istanbul í Tyrklandi. Flogið verður til borgarinnar fjórum sinnum í viku frá 5. september 2025 og er flugtími um fimm klukkustundir og 30 mínútur. Í tilkynningu segir að samhliða beinu flugi til Istanbul muni Icelandair efla enn frekar samstarf við flugfélagið Turkish Airlines en félögin undirrituðu samning um sammerkt flug sumarið 2023. „Turkish Airlines er það flugfélag í heiminum sem flýgur til flestra landa og er beint flug Icelandair til Istanbul sérstaklega tímasett til að tengja vel við flug Turkish Airlines áfram til Asíu og Mið-Austurlanda. Þegar samstarfið hefur öðlast fullt gildi verður hægt að bjóða upp á hentugar tengingar og allt að átta klukkutímum styttri ferðatíma til og frá fjölda áfangastaða í austri. Istanbul er stærsta borg Tyrklands og liggur beggja vegna Bosporussunds, sem tengir Svartahaf og Marmarahaf. Borgin er því eins konar brú milli Asíu og Evrópu, bæði hvað varðar landafræði og menningu. Istanbul býr yfir ríkri sögu sem hægt er að rekja aftur til sjöundu aldar fyrir Krist og þar er að finna fjölda sögulegra bygginga og spennandi safna. Basarinn mikli, sem hefur starfað frá árinu 1461, er einn elsti og stærsti yfirbyggði markaður veraldar,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að Istanbul sé frábær áfangastaður og með auknu samstarfi við Turkish Airlines opnist mjög góðar tengingar til Íslands frá fjölda áfangastaða í austri. äUndanfarin ár höfum við fundið fyrir síauknum áhuga á ferðalögum á milli Asíu og Íslands og með þessum nýju tengingum eflum við sölu- og dreifikerfi okkar í Asíu. Þannig styrkjum við enn frekar okkar öfluga leiðakerfi og sömuleiðis tengingar við spennandi markaði fyrir ferðaþjónustu á Íslandi,“ segir Bogi Nils. Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Ferðalög Tengdar fréttir Taka flugið til Tyrklands Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarflugi til Antalya í Tyrklandi. Fyrsta flugið verður farið 15. apríl á næsta ári og verður flogið einu sinni í viku fram til byrjun júnímánaðar áður en áætlunin verður tekin upp að nýju í september og fram yfir miðjan nóvember. 9. október 2024 10:17 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Í tilkynningu segir að samhliða beinu flugi til Istanbul muni Icelandair efla enn frekar samstarf við flugfélagið Turkish Airlines en félögin undirrituðu samning um sammerkt flug sumarið 2023. „Turkish Airlines er það flugfélag í heiminum sem flýgur til flestra landa og er beint flug Icelandair til Istanbul sérstaklega tímasett til að tengja vel við flug Turkish Airlines áfram til Asíu og Mið-Austurlanda. Þegar samstarfið hefur öðlast fullt gildi verður hægt að bjóða upp á hentugar tengingar og allt að átta klukkutímum styttri ferðatíma til og frá fjölda áfangastaða í austri. Istanbul er stærsta borg Tyrklands og liggur beggja vegna Bosporussunds, sem tengir Svartahaf og Marmarahaf. Borgin er því eins konar brú milli Asíu og Evrópu, bæði hvað varðar landafræði og menningu. Istanbul býr yfir ríkri sögu sem hægt er að rekja aftur til sjöundu aldar fyrir Krist og þar er að finna fjölda sögulegra bygginga og spennandi safna. Basarinn mikli, sem hefur starfað frá árinu 1461, er einn elsti og stærsti yfirbyggði markaður veraldar,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að Istanbul sé frábær áfangastaður og með auknu samstarfi við Turkish Airlines opnist mjög góðar tengingar til Íslands frá fjölda áfangastaða í austri. äUndanfarin ár höfum við fundið fyrir síauknum áhuga á ferðalögum á milli Asíu og Íslands og með þessum nýju tengingum eflum við sölu- og dreifikerfi okkar í Asíu. Þannig styrkjum við enn frekar okkar öfluga leiðakerfi og sömuleiðis tengingar við spennandi markaði fyrir ferðaþjónustu á Íslandi,“ segir Bogi Nils.
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Ferðalög Tengdar fréttir Taka flugið til Tyrklands Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarflugi til Antalya í Tyrklandi. Fyrsta flugið verður farið 15. apríl á næsta ári og verður flogið einu sinni í viku fram til byrjun júnímánaðar áður en áætlunin verður tekin upp að nýju í september og fram yfir miðjan nóvember. 9. október 2024 10:17 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Taka flugið til Tyrklands Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarflugi til Antalya í Tyrklandi. Fyrsta flugið verður farið 15. apríl á næsta ári og verður flogið einu sinni í viku fram til byrjun júnímánaðar áður en áætlunin verður tekin upp að nýju í september og fram yfir miðjan nóvember. 9. október 2024 10:17