Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 11:16 Margir halda að þeir sem ekki hafa lokið grunn- eða framhaldsskóla eigi engan séns á að mennta sig í framtíðinni. Það er mikill misskilningur. Það eiga allir möguleika og það eru til margar leiðir. Ein leiðin er í gegnum símenntunarmiðstöðvar. Í árslok 2002 var Fræðslumiðstöð atvinnulífsins stofnuð og hefur tilvera hennar skotið föstum rótum undir starf símenntunarmiðstöðva, með því m.a. að semja og fjármagna námsskrár sem eru formlega vottaðar og veita fólki námseiningar og einnig starfsréttindi á nokkrum sviðum. Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi var stofnað árið 1999. Það hefur undanfarin 25 ár gefið fjölmörgum Sunnlendingum séns á að láta drauma sína rætast. Hvernig má það vera? Jú, með margvíslegu námsframboði, raunfærnimati og ráðgjöf. Margir hafa komið hikandi í viðtal við náms- og starfsráðgjafa og dregið eigin getu í efa, m.a. vegna slæmra minninga um skólagöngu sína. Eftir faglega ráðgjöf og hvatningu hefur viðkomandi skráð sig í nám og komið sjálfum sér á óvart. Um leið og fólk hefur sett sér markmið í námi er oftast hægt að finna leiðir til að ná þeim. Sumir fara í nám hjá Fræðslunetinu og halda síðan áfram í námi annarsstaðar. Aðrir ljúka sínu námi hjá Fræðslunetinu, fá sín starfsréttindi og öðlast í kjölfarið meiri starfsánægju og hærri laun. Fræðslunetið býður ekki aðeins uppá formlegt nám. Það sér um nám fyrir fullorðið fatlað fólk, annast námskeið fyrir fólk í endurhæfingu og sér um íslenskukennslu fyrir útlendinga. Einnig þjónustar Fræðslunetið fyrirtæki á Suðurlandi með ráðgjöf og námskeiðshaldi. Á hverju ári koma um 1.500 manns í nám af einhverju tagi hjá Fræðslunetinu og eru íbúar af erlendum uppruna stór hluti þessa hóps. Kennarar og leiðbeinendur sem koma nú að kennslunni á afmælisárinu eru yfir 60 en hafa verið allt að 100 á ári. Fræðslunetið fagnaði tímamótunum með því að bjóða upp á ókeypis fræðsluerindi með Ásdísi Hjálmsdóttur, þreföldum Ólympíufara og leiðbeinanda í hugrænni frammistöðu. Hún fjallaði um ferilinn sinn, hvernig við getum sett okkur markmið og hvernig er best að ná þeim. Erindið náði svo sannarlega til alls þess breiða hóps sem kom og heiðraði Fræðslunetið með nærveru sinni og höfðaði skemmtilega til starfs Fræðslunetsins í gegnum tíðina sem er einmitt að hjálpa fólki til að ná markmiðum sínum. Að erindi loknu var boðið uppá afmæliskaffi og nutu gamlir félagar og námsmenn þess að hittast og spjalla saman. Fræðslunetinu voru einnig færðir fallegir blómvendir í tilefni tímamótanna. Sunnlendingar geta verið stoltir af framlagi Fræðslunetsins til mannauðsmála og menntunar í 25 ár. Höfundur er verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu, símenntunar á Suðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Margir halda að þeir sem ekki hafa lokið grunn- eða framhaldsskóla eigi engan séns á að mennta sig í framtíðinni. Það er mikill misskilningur. Það eiga allir möguleika og það eru til margar leiðir. Ein leiðin er í gegnum símenntunarmiðstöðvar. Í árslok 2002 var Fræðslumiðstöð atvinnulífsins stofnuð og hefur tilvera hennar skotið föstum rótum undir starf símenntunarmiðstöðva, með því m.a. að semja og fjármagna námsskrár sem eru formlega vottaðar og veita fólki námseiningar og einnig starfsréttindi á nokkrum sviðum. Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi var stofnað árið 1999. Það hefur undanfarin 25 ár gefið fjölmörgum Sunnlendingum séns á að láta drauma sína rætast. Hvernig má það vera? Jú, með margvíslegu námsframboði, raunfærnimati og ráðgjöf. Margir hafa komið hikandi í viðtal við náms- og starfsráðgjafa og dregið eigin getu í efa, m.a. vegna slæmra minninga um skólagöngu sína. Eftir faglega ráðgjöf og hvatningu hefur viðkomandi skráð sig í nám og komið sjálfum sér á óvart. Um leið og fólk hefur sett sér markmið í námi er oftast hægt að finna leiðir til að ná þeim. Sumir fara í nám hjá Fræðslunetinu og halda síðan áfram í námi annarsstaðar. Aðrir ljúka sínu námi hjá Fræðslunetinu, fá sín starfsréttindi og öðlast í kjölfarið meiri starfsánægju og hærri laun. Fræðslunetið býður ekki aðeins uppá formlegt nám. Það sér um nám fyrir fullorðið fatlað fólk, annast námskeið fyrir fólk í endurhæfingu og sér um íslenskukennslu fyrir útlendinga. Einnig þjónustar Fræðslunetið fyrirtæki á Suðurlandi með ráðgjöf og námskeiðshaldi. Á hverju ári koma um 1.500 manns í nám af einhverju tagi hjá Fræðslunetinu og eru íbúar af erlendum uppruna stór hluti þessa hóps. Kennarar og leiðbeinendur sem koma nú að kennslunni á afmælisárinu eru yfir 60 en hafa verið allt að 100 á ári. Fræðslunetið fagnaði tímamótunum með því að bjóða upp á ókeypis fræðsluerindi með Ásdísi Hjálmsdóttur, þreföldum Ólympíufara og leiðbeinanda í hugrænni frammistöðu. Hún fjallaði um ferilinn sinn, hvernig við getum sett okkur markmið og hvernig er best að ná þeim. Erindið náði svo sannarlega til alls þess breiða hóps sem kom og heiðraði Fræðslunetið með nærveru sinni og höfðaði skemmtilega til starfs Fræðslunetsins í gegnum tíðina sem er einmitt að hjálpa fólki til að ná markmiðum sínum. Að erindi loknu var boðið uppá afmæliskaffi og nutu gamlir félagar og námsmenn þess að hittast og spjalla saman. Fræðslunetinu voru einnig færðir fallegir blómvendir í tilefni tímamótanna. Sunnlendingar geta verið stoltir af framlagi Fræðslunetsins til mannauðsmála og menntunar í 25 ár. Höfundur er verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu, símenntunar á Suðurlandi.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar