Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar 12. nóvember 2024 17:16 Útgjöld hins opinbera hafa vaxið mikið undanfarin ár. Á þetta við um nánast öll málefnasvið. Í töflunni, sem birtist í áliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlun 2025–2029, er sýnd útgjaldaþróun málefnasviða að raungildi frá árinu 2017 til ársins 2029 (1831.pdf) Í töflunni, sem birtist í áliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlun 2025–2029, er sýnd útgjaldaþróun málefnasviða að raungildi frá árinu 2017 til ársins 2029. Þrátt fyrir þetta hefur umræða síðustu ára einkennst af því að þjónusta hins opinbera fari versnandi og standist ekki samanburð við nágrannalöndin. Er því ljóst að aukning útgjalda hefur ekki endilega í för með sér bætta þjónustu, heldur þarf að tryggja að opinbert fjármagn sé nýtt á sem hagkvæmastan hátt. Sívaxandi aukning útgjalda getur ekki verið markmið í sjálfu sér. Fjármagn hins opinbera er takmarkað og mikilvægt er að stjórnvöld veiti fjármuni til verkefna sem skila auknum ávinningi fyrir samfélagið. En hvernig er hægt að tryggja að fjármunir séu nýttir á sem hagkvæmastan hátt? Kerfisbundin greining á útgjöldum hins opinbera gerir stjórnvöldum kleift að taka betri ákvarðanir um nýtingu fjármagns. Aðferðafræði OECD við útgjaldagreiningar Útgjaldagreiningar – e. spending reviews – eru kerfisbundnar greiningar á útgjöldum til málefnasviða og málaflokka með það að markmiði að ná fram aukinni hagræðingu og skilvirkni í útgjöldum hins opinbera[1]. Ísland hefur boðað innleiðingu á slíkum greiningum en verklagið hefur ekki náð flugi hérlendis, líkt og nýlega var bent á í umsögn sem Samtök atvinnulífsins birtu um fjárlagafrumvarp 2025[2]. Tilgangur þeirra er að greina leiðir til að ná árangri með sem minnstum tilkostnaði: að gera stjórnvöldum kleift að hagræða í ríkisrekstri, skapa svigrúm fyrir bætta þjónustu og aukin útgjöld til grunninnviða, og að forgangsraða takmörkuðum fjármunum. Tilgangur þessara útgjaldagreininga er ekki að skera niður grunnþjónustu eða ráðast í niðurskurð sem kemur sér illa fyrir samfélagið. Þvert á móti er tilgangurinn sá að skoða hvar fjármagn nýtist ekki sem skyldi fyrir samfélagið og skapa þannig svigrúm fyrir aukin útgjöld til málefnasviða og málaflokka sem mynda grunnstoðir samfélagsins. Nú þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum á næstu mánuðum er sérlega mikilvægt að hugað sé að bættri nýtingu fjármuna og auknum aga í fjármálum hins opinbera. Raunin er sú að það er ekki mikið svigrúm fyrir frekari skattahækkanir hjá þeirri ríkisstjórn sem mun taka við völdum, og auðveldara er að hafa stjórn á útgjaldahliðinni en á tekjuhlið ríkisfjármála. Eitt af lykilverkefnum nýrrar ríkisstjórnar verður því að lækka útgjöld á skynsaman hátt í gegnum markvissar útgjaldagreiningar, stemma stigu við sjálfvirkni útgjalda og skapa svigrúm fyrir útgjöld sem nýtast samfélaginu. Skýr rammi um útgjaldagreiningar auðveldar erfiða ákvarðanatöku Ef hagræðingaraðgerðir í fjármálum hins opinbera eru studdar með skýrum greiningum og góðum gögnum er mun auðveldara að ráðast í slíkar aðgerðir. Ef litið er yfir útgjöld síðustu ár er nokkuð ljóst að það eru víða möguleikar til bættrar nýtingar opinbers fjármagns. Í þessu samhengi er mikilvægt fyrir stjórnvöld að ráðast í markvissar útgjaldagreiningar og á sama tíma stemma stigu við sívaxandi útgjöldum svo að hægt sé að veita fjármuni í þau verkefni sem nýtast best fyrir samfélagið. Í þessu ferli er hægt að hafa nokkrar lykilspurningar í huga: Er þjónustan sem verið er að veita í samræmi við þarfir samfélagsins og er verið að veita hana á sem hagkvæmastan hátt? Ef kveðið er á um þjónustuna, t.a.m. í lögum, hefur markmiðum laganna verið náð eða er hægt að veita fjármunina í aðra þarfari þjónustu? Eru leiðir til að bæta og nútímavæða þjónustuna, m.a. með stafrænni þjónustu? Er hægt að lækka kostnað við starfsemina sem fellur undir málaflokkinn án þess að skerða þjónustu eða að það komi niður á árangri og styrkleika starfseminnar til framtíðar? Er hægt að útskýra inntak og samband árangurs og mælikvarða, eða er þörf á skýrari mælikvörðum og markmiðum fyrir þá þjónustu sem veitt er? Ef við sem samfélag værum að byrja á núllpunkti, myndum við veita fjármuni á sama hátt og gert er í dag, eða er raunin sú að fjölmörg arfleifðarvandamál eru á fjárlögum hvers árs? Eru það þarfir samfélagsins sem stýra skiptingu fjármagns eða ákvarðanir sem teknar voru þegar þarfir samfélagsins voru aðrar? Sér hver og einn ráðherra til þess að fjármagn sé veitt til verkefna sem skila auknum ávinningi fyrir samfélagið? Með bættri nýtingu fjármuna er hægt að stefna að farsælla samfélagi, þar sem þarfir skattgreiðanda eru hafðar að leiðarljósi. Höfundur er hagfræðingur hjá OECD. [1] Spending reviews | OECD [2] ZwPtLoF3NbkBW-oE_UmsögnSAumfjárlagafrumvarp2025.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Útgjöld hins opinbera hafa vaxið mikið undanfarin ár. Á þetta við um nánast öll málefnasvið. Í töflunni, sem birtist í áliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlun 2025–2029, er sýnd útgjaldaþróun málefnasviða að raungildi frá árinu 2017 til ársins 2029 (1831.pdf) Í töflunni, sem birtist í áliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlun 2025–2029, er sýnd útgjaldaþróun málefnasviða að raungildi frá árinu 2017 til ársins 2029. Þrátt fyrir þetta hefur umræða síðustu ára einkennst af því að þjónusta hins opinbera fari versnandi og standist ekki samanburð við nágrannalöndin. Er því ljóst að aukning útgjalda hefur ekki endilega í för með sér bætta þjónustu, heldur þarf að tryggja að opinbert fjármagn sé nýtt á sem hagkvæmastan hátt. Sívaxandi aukning útgjalda getur ekki verið markmið í sjálfu sér. Fjármagn hins opinbera er takmarkað og mikilvægt er að stjórnvöld veiti fjármuni til verkefna sem skila auknum ávinningi fyrir samfélagið. En hvernig er hægt að tryggja að fjármunir séu nýttir á sem hagkvæmastan hátt? Kerfisbundin greining á útgjöldum hins opinbera gerir stjórnvöldum kleift að taka betri ákvarðanir um nýtingu fjármagns. Aðferðafræði OECD við útgjaldagreiningar Útgjaldagreiningar – e. spending reviews – eru kerfisbundnar greiningar á útgjöldum til málefnasviða og málaflokka með það að markmiði að ná fram aukinni hagræðingu og skilvirkni í útgjöldum hins opinbera[1]. Ísland hefur boðað innleiðingu á slíkum greiningum en verklagið hefur ekki náð flugi hérlendis, líkt og nýlega var bent á í umsögn sem Samtök atvinnulífsins birtu um fjárlagafrumvarp 2025[2]. Tilgangur þeirra er að greina leiðir til að ná árangri með sem minnstum tilkostnaði: að gera stjórnvöldum kleift að hagræða í ríkisrekstri, skapa svigrúm fyrir bætta þjónustu og aukin útgjöld til grunninnviða, og að forgangsraða takmörkuðum fjármunum. Tilgangur þessara útgjaldagreininga er ekki að skera niður grunnþjónustu eða ráðast í niðurskurð sem kemur sér illa fyrir samfélagið. Þvert á móti er tilgangurinn sá að skoða hvar fjármagn nýtist ekki sem skyldi fyrir samfélagið og skapa þannig svigrúm fyrir aukin útgjöld til málefnasviða og málaflokka sem mynda grunnstoðir samfélagsins. Nú þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum á næstu mánuðum er sérlega mikilvægt að hugað sé að bættri nýtingu fjármuna og auknum aga í fjármálum hins opinbera. Raunin er sú að það er ekki mikið svigrúm fyrir frekari skattahækkanir hjá þeirri ríkisstjórn sem mun taka við völdum, og auðveldara er að hafa stjórn á útgjaldahliðinni en á tekjuhlið ríkisfjármála. Eitt af lykilverkefnum nýrrar ríkisstjórnar verður því að lækka útgjöld á skynsaman hátt í gegnum markvissar útgjaldagreiningar, stemma stigu við sjálfvirkni útgjalda og skapa svigrúm fyrir útgjöld sem nýtast samfélaginu. Skýr rammi um útgjaldagreiningar auðveldar erfiða ákvarðanatöku Ef hagræðingaraðgerðir í fjármálum hins opinbera eru studdar með skýrum greiningum og góðum gögnum er mun auðveldara að ráðast í slíkar aðgerðir. Ef litið er yfir útgjöld síðustu ár er nokkuð ljóst að það eru víða möguleikar til bættrar nýtingar opinbers fjármagns. Í þessu samhengi er mikilvægt fyrir stjórnvöld að ráðast í markvissar útgjaldagreiningar og á sama tíma stemma stigu við sívaxandi útgjöldum svo að hægt sé að veita fjármuni í þau verkefni sem nýtast best fyrir samfélagið. Í þessu ferli er hægt að hafa nokkrar lykilspurningar í huga: Er þjónustan sem verið er að veita í samræmi við þarfir samfélagsins og er verið að veita hana á sem hagkvæmastan hátt? Ef kveðið er á um þjónustuna, t.a.m. í lögum, hefur markmiðum laganna verið náð eða er hægt að veita fjármunina í aðra þarfari þjónustu? Eru leiðir til að bæta og nútímavæða þjónustuna, m.a. með stafrænni þjónustu? Er hægt að lækka kostnað við starfsemina sem fellur undir málaflokkinn án þess að skerða þjónustu eða að það komi niður á árangri og styrkleika starfseminnar til framtíðar? Er hægt að útskýra inntak og samband árangurs og mælikvarða, eða er þörf á skýrari mælikvörðum og markmiðum fyrir þá þjónustu sem veitt er? Ef við sem samfélag værum að byrja á núllpunkti, myndum við veita fjármuni á sama hátt og gert er í dag, eða er raunin sú að fjölmörg arfleifðarvandamál eru á fjárlögum hvers árs? Eru það þarfir samfélagsins sem stýra skiptingu fjármagns eða ákvarðanir sem teknar voru þegar þarfir samfélagsins voru aðrar? Sér hver og einn ráðherra til þess að fjármagn sé veitt til verkefna sem skila auknum ávinningi fyrir samfélagið? Með bættri nýtingu fjármuna er hægt að stefna að farsælla samfélagi, þar sem þarfir skattgreiðanda eru hafðar að leiðarljósi. Höfundur er hagfræðingur hjá OECD. [1] Spending reviews | OECD [2] ZwPtLoF3NbkBW-oE_UmsögnSAumfjárlagafrumvarp2025.pdf
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun