Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar 10. nóvember 2024 15:01 Öflugt og fjölbreytt félagsstarf í heimabyggð skapar grunn fyrir einstaklinga til að blómstra og gefa af sér til samfélagsins. Ein af stóru spurningunum sem við skulum ávallt hafa í huga er „Hvernig get ég gefið af mér til samfélagsins?“ Mér þykir ekkert sjálfsagðara en að gefa af mér til samfélagsins sem ól mig upp og mótaði mig. Mín leið til að gefa af mér til samfélagsins hefur fram að þessu fyrst og fremst verið í gegnum ungmennafélagshreyfinguna. Að mínu mati er ungmennafélagshreyfingin eitthvað það besta sem við eigum í íslensku samfélagi. Út um land allt vinnur hreyfingin ómetanlegt starf sem styrkir og eflir samfélögin með frábæru og fjölbreyttu félags- og íþróttastarfi. Störf sem oft á tíðum eru unnin í sjálfboðavinnu. Enda sjálfboðaliðinn eitthvað það mikilvægasta sem til er í hverju samfélagi. Skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf er svo frábært á margan hátt en þar eru veigamestu þættirnir efling félagslegrar, andlegrar og líkamlegrar heilsu. Það er því afar mikilvægt að auka þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Samhliða því þarf að tryggja að öll börn geti stundað félags- og íþróttastarf. Í þessu samhengi munu ný stofnaðar svæðisstöðvar Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) um land allt gegna lykilhlutverki. Verkefni sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, leiddi af mikilli snilld. Eitt af megin verkefnum svæðisstöðvanna er að auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttastarfi. Þar er sérstaklega horft til fatlaðra barna, barna af tekjulægri heimilum og barna af erlendum uppruna. Stofnun svæðisstöðva er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og stjórnvalda og er jafnframt einn liður í því stóra verkefni sem stjórnvöld vinna að í lögum um farsæld barna. Einnig má líta á stofnun svæðisstöðvanna sem mikilvægt byggðaþróunarmál, þá sérstaklega fyrir minni byggðarlög sem reiða sig á fáar hendur í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Svæðisstöðvarnar munu styðja við og þar af leiðandi efla félög á hverjum stað. Ef samfélag ætlar að vaxa þarf ákveðin þjónusta að vera til staðar. Eitt af því fyrsta sem fjölskyldufólk horfir til er hvaða tómstundir eru í boði fyrir börnin. Þess vegna skiptir miklu máli að styðja við íþrótta- og æskulýðsstarf um land allt. Stuðningur við ungmennafélagshreyfinguna má ekki vera vanmetin, hann skilar sér margfalt til baka í blómlegra og heilbrigðara samfélagi. Þessi stuðningur hefur kannski aldrei verið mikilvægari en núna enda skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf einhver sú besta forvörn sem við eigum í íslensku samfélagi. Höfundur starfar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Öflugt og fjölbreytt félagsstarf í heimabyggð skapar grunn fyrir einstaklinga til að blómstra og gefa af sér til samfélagsins. Ein af stóru spurningunum sem við skulum ávallt hafa í huga er „Hvernig get ég gefið af mér til samfélagsins?“ Mér þykir ekkert sjálfsagðara en að gefa af mér til samfélagsins sem ól mig upp og mótaði mig. Mín leið til að gefa af mér til samfélagsins hefur fram að þessu fyrst og fremst verið í gegnum ungmennafélagshreyfinguna. Að mínu mati er ungmennafélagshreyfingin eitthvað það besta sem við eigum í íslensku samfélagi. Út um land allt vinnur hreyfingin ómetanlegt starf sem styrkir og eflir samfélögin með frábæru og fjölbreyttu félags- og íþróttastarfi. Störf sem oft á tíðum eru unnin í sjálfboðavinnu. Enda sjálfboðaliðinn eitthvað það mikilvægasta sem til er í hverju samfélagi. Skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf er svo frábært á margan hátt en þar eru veigamestu þættirnir efling félagslegrar, andlegrar og líkamlegrar heilsu. Það er því afar mikilvægt að auka þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Samhliða því þarf að tryggja að öll börn geti stundað félags- og íþróttastarf. Í þessu samhengi munu ný stofnaðar svæðisstöðvar Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) um land allt gegna lykilhlutverki. Verkefni sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, leiddi af mikilli snilld. Eitt af megin verkefnum svæðisstöðvanna er að auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttastarfi. Þar er sérstaklega horft til fatlaðra barna, barna af tekjulægri heimilum og barna af erlendum uppruna. Stofnun svæðisstöðva er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og stjórnvalda og er jafnframt einn liður í því stóra verkefni sem stjórnvöld vinna að í lögum um farsæld barna. Einnig má líta á stofnun svæðisstöðvanna sem mikilvægt byggðaþróunarmál, þá sérstaklega fyrir minni byggðarlög sem reiða sig á fáar hendur í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Svæðisstöðvarnar munu styðja við og þar af leiðandi efla félög á hverjum stað. Ef samfélag ætlar að vaxa þarf ákveðin þjónusta að vera til staðar. Eitt af því fyrsta sem fjölskyldufólk horfir til er hvaða tómstundir eru í boði fyrir börnin. Þess vegna skiptir miklu máli að styðja við íþrótta- og æskulýðsstarf um land allt. Stuðningur við ungmennafélagshreyfinguna má ekki vera vanmetin, hann skilar sér margfalt til baka í blómlegra og heilbrigðara samfélagi. Þessi stuðningur hefur kannski aldrei verið mikilvægari en núna enda skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf einhver sú besta forvörn sem við eigum í íslensku samfélagi. Höfundur starfar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar