Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason skrifar 14. maí 2019 08:00 Íslenskir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn þurfa að vinna sex árum lengur en starfsfélagar þeirra í Noregi og Danmörku. Þessu vilja þeir fá breytt og óska eftir að fá fullan lífeyri frá 60 ára aldri. Núgildandi reglur um lífeyristökualdur slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna eru þær sömu og almennt gilda í landinu en til að geta farið á fullan lífeyri þurfa þeir að starfa til 67 ára aldurs. Reynslan sýnir að fáir nái þeim áfanga. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eru útsettir fyrir líkamlegum og andlegum áföllum vegna þeirra verkefna sem upp geta komið í störfum þeirra. Störfin eru í eðli sínu ólík en samt sambærileg að að nokkru leyti. Þeir einstaklingar sem vinna þessi störf þurfa að geta brugðist við neyð allan sólarhringinn allt árið og hafa nægan líkamlegan og andlegan styrk til að geta mætt þeim. Undanfarin ár hafa birst erlendar rannsóknir sem sýna tengsl milli slökkvistarfs og aukinnar tíðni ákveðinna krabbameina. Þetta hefur kallað á breytt verklag hjá slökkviliðum í landinu. Á vegum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) starfar sérstök krabbameinsnefnd sem fylgist vel með nýjungum í þessum efnum og stuðlar að fræðslu til félagsmanna með það að markmiði að draga úr þessari hættu. Erlendar rannsóknir á líðan þessara stétta hafa sýnt fram á aukna hættu á áfallastreituröskun. LSS hefur í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Neyðarlínuna gert samning við sálfræðinga um sálrænan stuðning. Markmiðið er að sporna gegn nýgengi áfallastreituröskunar og koma í veg fyrir brotthvarf verðmætra einstaklinga úr stéttunum. Miklar líkamlegar kröfur eru gerðar til slökkviliðsmanna. Þeir þurfa að uppfylla heilbrigðiskröfur sem settar eru í reglugerð um reykköfun en þar er enginn munur gerður á kröfum milli kyns eða aldurs. Með hækkandi aldri getur einstaklingum reynst erfiðara að uppfylla þessar kröfur sem skerðir starfsöryggi þeirra. Starf sjúkraflutningamanna krefst einnig góðs líkamlegs atgervis. Oft á tíðum þarf að lyfta sjúklingum úr erfiðum aðstæðum þar sem ómögulegt getur verið að beita réttri líkamsstöðu með tilheyrandi hættu á stoðkerfisáverkum. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eldast eins og annað fólk. Sem betur fer halda sumir góðri heilsu og þreki langt fram eftir aldri sem þakka má m.a. metnaði fyrir því að viðhalda þreki og styrk með æfingum og virkri heilsufarsstefnu sem kveður meðal annars á um reglulegar læknisskoðanir. En þrátt fyrir þetta er algengt að starfsins vegna glími einstaklingar við heilsufarsvandamál sem aukast með aldrinum og gera þeim erfiðara fyrir að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Sjaldgæft er að slökkviliðs- eða sjúkraflutningamenn klári starfsævina í vaktavinnu. Sumir færast til í starfi innan starfsstöðva ef það er í boði. Við aðra eru gerðir starfslokasamningar. Enn aðrir þurfa að láta af störfum fyrr af heilsufarslegum ástæðum þar sem erfitt getur verið að finna önnur verkefni við hæfi vegna sérhæfingar sem þessi störf krefjast. Lífeyristökualdur íslenskra slökkviliðsmanna er skv. könnun European Firefighters Network hærri en gengur og gerist í Evrópu. Hér má nefna að í Danmörku og Noregi er lífeyristökualdur slökkviliðsmanna 60 ár. Með breytingum á lögum um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins 2016 var ráðherra falið að skipa starfshóp um snemmtöku lífeyris fyrir erfið og hættuleg störf. Nefndin átti að skila niðurstöðum fyrir árslok 2017. Þessir hópar bíða enn niðurstöðu þeirrar vinnu. LSS telur afar mikilvægt að lífeyristökualdur slökkviliðsmanna verði sá sami og í nágrannalöndum okkar eða 60 ár og ekki þykir ástæða til að gera vægari kröfu fyrir sjúkraflutningamenn.Magnús Smári Smárason, formaður LSS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Íslenskir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn þurfa að vinna sex árum lengur en starfsfélagar þeirra í Noregi og Danmörku. Þessu vilja þeir fá breytt og óska eftir að fá fullan lífeyri frá 60 ára aldri. Núgildandi reglur um lífeyristökualdur slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna eru þær sömu og almennt gilda í landinu en til að geta farið á fullan lífeyri þurfa þeir að starfa til 67 ára aldurs. Reynslan sýnir að fáir nái þeim áfanga. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eru útsettir fyrir líkamlegum og andlegum áföllum vegna þeirra verkefna sem upp geta komið í störfum þeirra. Störfin eru í eðli sínu ólík en samt sambærileg að að nokkru leyti. Þeir einstaklingar sem vinna þessi störf þurfa að geta brugðist við neyð allan sólarhringinn allt árið og hafa nægan líkamlegan og andlegan styrk til að geta mætt þeim. Undanfarin ár hafa birst erlendar rannsóknir sem sýna tengsl milli slökkvistarfs og aukinnar tíðni ákveðinna krabbameina. Þetta hefur kallað á breytt verklag hjá slökkviliðum í landinu. Á vegum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) starfar sérstök krabbameinsnefnd sem fylgist vel með nýjungum í þessum efnum og stuðlar að fræðslu til félagsmanna með það að markmiði að draga úr þessari hættu. Erlendar rannsóknir á líðan þessara stétta hafa sýnt fram á aukna hættu á áfallastreituröskun. LSS hefur í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Neyðarlínuna gert samning við sálfræðinga um sálrænan stuðning. Markmiðið er að sporna gegn nýgengi áfallastreituröskunar og koma í veg fyrir brotthvarf verðmætra einstaklinga úr stéttunum. Miklar líkamlegar kröfur eru gerðar til slökkviliðsmanna. Þeir þurfa að uppfylla heilbrigðiskröfur sem settar eru í reglugerð um reykköfun en þar er enginn munur gerður á kröfum milli kyns eða aldurs. Með hækkandi aldri getur einstaklingum reynst erfiðara að uppfylla þessar kröfur sem skerðir starfsöryggi þeirra. Starf sjúkraflutningamanna krefst einnig góðs líkamlegs atgervis. Oft á tíðum þarf að lyfta sjúklingum úr erfiðum aðstæðum þar sem ómögulegt getur verið að beita réttri líkamsstöðu með tilheyrandi hættu á stoðkerfisáverkum. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eldast eins og annað fólk. Sem betur fer halda sumir góðri heilsu og þreki langt fram eftir aldri sem þakka má m.a. metnaði fyrir því að viðhalda þreki og styrk með æfingum og virkri heilsufarsstefnu sem kveður meðal annars á um reglulegar læknisskoðanir. En þrátt fyrir þetta er algengt að starfsins vegna glími einstaklingar við heilsufarsvandamál sem aukast með aldrinum og gera þeim erfiðara fyrir að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Sjaldgæft er að slökkviliðs- eða sjúkraflutningamenn klári starfsævina í vaktavinnu. Sumir færast til í starfi innan starfsstöðva ef það er í boði. Við aðra eru gerðir starfslokasamningar. Enn aðrir þurfa að láta af störfum fyrr af heilsufarslegum ástæðum þar sem erfitt getur verið að finna önnur verkefni við hæfi vegna sérhæfingar sem þessi störf krefjast. Lífeyristökualdur íslenskra slökkviliðsmanna er skv. könnun European Firefighters Network hærri en gengur og gerist í Evrópu. Hér má nefna að í Danmörku og Noregi er lífeyristökualdur slökkviliðsmanna 60 ár. Með breytingum á lögum um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins 2016 var ráðherra falið að skipa starfshóp um snemmtöku lífeyris fyrir erfið og hættuleg störf. Nefndin átti að skila niðurstöðum fyrir árslok 2017. Þessir hópar bíða enn niðurstöðu þeirrar vinnu. LSS telur afar mikilvægt að lífeyristökualdur slökkviliðsmanna verði sá sami og í nágrannalöndum okkar eða 60 ár og ekki þykir ástæða til að gera vægari kröfu fyrir sjúkraflutningamenn.Magnús Smári Smárason, formaður LSS.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun