Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar 8. nóvember 2024 17:31 „Kjör kennara hafi vaxið langt umfram almennan markað“ Þannig hljómaði frétt Morgunblaðsins í dag. Upplýsingarnar komu úr fréttatilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ekkert viðtal fylgdi fréttinni (enda er formaður stjórnar Sambandsins gufaður upp og finnst ekki þrátt fyrir mikla leit) en þess í stað fylgdi með myndrit sem átti að sýna að á tímabilinu 2014 til (og með?) 2023 hafi laun kennara hækkað um heil 84% en laun háskólamenntaðra sérfræðinga á markaði aðeins um 50%. Þess má geta að á þessu sama tímabili hækkaði launavísitala í landinu um rúm 100%. Nema hvað. Á Vísi var sama frétt matreidd þannig að sveitarfélögin teldu sig með þessu sanna að þau hefðu unnið mjög markvisst að því að jafna laun á milli markaða – eins og þau lofuðu að gera í kjölfar lífeyrissamkomulagsins frá 2016. Hvorugur miðillinn virðist leggja í neina rannsóknarvinnu á fullyrðingum sveitarfélaganna. Það má þó segja Vísi til hróss að hann tekur viðtal. Augljóslega ekki við horfna formanninn heldur hagfræðing sem vinnur fyrir Sambandið sem segir að eftir þessar miklu launahækkanir kennara hjá sveitarfélögunum sé nú svo komið að þeir hafi litlu hærri laun en viðmiðunarhóparnir höfðu árið 2014. Með öðrum orðum. Í fyrra, eftir það sem sveitarfélögin kalla markvissa jöfnun launa yfir níu ára tímabil, voru kennarar með rétt rúmlega sömu laun útborgað og viðmiðunarhóparnir höfðu haft í upphafi. Á sama tíma hækkaði verðlag um rúm 43%. En gott og blessað. Hvenær skyldu kennarar þá ná viðmiðunarhópum með þessu áframhaldi? Hvenær er loforð um jöfnun launa uppfyllt? Eftir önnur níu ár, nítján eða níutíu og níu? Þar vandast nebblega málið. Það sem við vitum öll, en sveitarfélögin halda að við höfum gleymt, er að nú hefur um nokkuð langa hríð verið samið um krónutöluhækkanir í kjarasamningum. Það má vel föndra allskonar vafasama tölfræði í svoleiðis ástandi. Gefum okkur tvo aðila. Annar er með tæplega 60% af launum hins í upphafi. Sá sem hefur hærri launin semur við launagreiðandann um að það megi aldrei jafna launin. Bara alls ekki. Það verði alltaf að vera sami munur í krónum á milli þeirra tveggja. Launagreiðandinn leysir málið með því að hækka laun beggja alltaf um nákvæmlega sömu upphæð. Þegar hann hefur gert það nokkrum sinnum hittist svo á að laun þess sem lægri hefur tekjurnar hafa hækkað um 84% en hins um 50%. Það skiptir engu máli hve lengi er beðið, laun þessara aðila verða aldrei jöfn. Ekki á níu árum og ekki á níutíu og níu. Eina raunverulega útspil sveitarfélag á þessum átta árum sem liðin eru til jöfnunar launa er „áfangasamkomulag“ sem gert var um að eitt árið hækkuðu laun kennara aukreitis um átta til tíu þúsund krónur á mánuði. Það er um það bil ein pítsa eftir skatt. Og nú segja sveitarfélögin að svipuð veisla sé í boði fyrir samning til næstu fjögurra ára. Á slíkum ógnarhraða mun jöfnun launa milli markaða ekki taka nema 132 til 297 ár. Ef við veljum hraðari kostinn fer að verða freistandi fyrir yngsta barn mitt, sem er liðlega 14 ára, að gerast kennari. Barnabörnin hans munu, ef vel gengur, sjá fram á jöfnun launa milli markaða á hundruðustu ártíð hans. Það fer að verða okkur öllum ljóst hvers vegna kennarar þurftu að grípa til þess óyndisúrræðis sem verkföll eru. Það er stundum eins og Sambandið haldi að bæði viðsemjendur, alemnningur og fjölmiðlar séu tómir bjánar. Í stað þess að koma fram af ábyrgð og semja ólmast það í tölfræðilegum blekkingarleikjum, sem endanum hafa engin önnur áhrif en þau að enn lengra verður í lausn mála. Það er ekki von að nokkur sála, sem ber einhverja ábyrgð þar á bæ, láti ná í sig. Þetta er smánarleg framganga og lítilmannleg. Kæra Samband, setjist við samningaborðið og hættið þessu rugli. Þetta skilar engu. Höfundur er fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Sjá meira
„Kjör kennara hafi vaxið langt umfram almennan markað“ Þannig hljómaði frétt Morgunblaðsins í dag. Upplýsingarnar komu úr fréttatilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ekkert viðtal fylgdi fréttinni (enda er formaður stjórnar Sambandsins gufaður upp og finnst ekki þrátt fyrir mikla leit) en þess í stað fylgdi með myndrit sem átti að sýna að á tímabilinu 2014 til (og með?) 2023 hafi laun kennara hækkað um heil 84% en laun háskólamenntaðra sérfræðinga á markaði aðeins um 50%. Þess má geta að á þessu sama tímabili hækkaði launavísitala í landinu um rúm 100%. Nema hvað. Á Vísi var sama frétt matreidd þannig að sveitarfélögin teldu sig með þessu sanna að þau hefðu unnið mjög markvisst að því að jafna laun á milli markaða – eins og þau lofuðu að gera í kjölfar lífeyrissamkomulagsins frá 2016. Hvorugur miðillinn virðist leggja í neina rannsóknarvinnu á fullyrðingum sveitarfélaganna. Það má þó segja Vísi til hróss að hann tekur viðtal. Augljóslega ekki við horfna formanninn heldur hagfræðing sem vinnur fyrir Sambandið sem segir að eftir þessar miklu launahækkanir kennara hjá sveitarfélögunum sé nú svo komið að þeir hafi litlu hærri laun en viðmiðunarhóparnir höfðu árið 2014. Með öðrum orðum. Í fyrra, eftir það sem sveitarfélögin kalla markvissa jöfnun launa yfir níu ára tímabil, voru kennarar með rétt rúmlega sömu laun útborgað og viðmiðunarhóparnir höfðu haft í upphafi. Á sama tíma hækkaði verðlag um rúm 43%. En gott og blessað. Hvenær skyldu kennarar þá ná viðmiðunarhópum með þessu áframhaldi? Hvenær er loforð um jöfnun launa uppfyllt? Eftir önnur níu ár, nítján eða níutíu og níu? Þar vandast nebblega málið. Það sem við vitum öll, en sveitarfélögin halda að við höfum gleymt, er að nú hefur um nokkuð langa hríð verið samið um krónutöluhækkanir í kjarasamningum. Það má vel föndra allskonar vafasama tölfræði í svoleiðis ástandi. Gefum okkur tvo aðila. Annar er með tæplega 60% af launum hins í upphafi. Sá sem hefur hærri launin semur við launagreiðandann um að það megi aldrei jafna launin. Bara alls ekki. Það verði alltaf að vera sami munur í krónum á milli þeirra tveggja. Launagreiðandinn leysir málið með því að hækka laun beggja alltaf um nákvæmlega sömu upphæð. Þegar hann hefur gert það nokkrum sinnum hittist svo á að laun þess sem lægri hefur tekjurnar hafa hækkað um 84% en hins um 50%. Það skiptir engu máli hve lengi er beðið, laun þessara aðila verða aldrei jöfn. Ekki á níu árum og ekki á níutíu og níu. Eina raunverulega útspil sveitarfélag á þessum átta árum sem liðin eru til jöfnunar launa er „áfangasamkomulag“ sem gert var um að eitt árið hækkuðu laun kennara aukreitis um átta til tíu þúsund krónur á mánuði. Það er um það bil ein pítsa eftir skatt. Og nú segja sveitarfélögin að svipuð veisla sé í boði fyrir samning til næstu fjögurra ára. Á slíkum ógnarhraða mun jöfnun launa milli markaða ekki taka nema 132 til 297 ár. Ef við veljum hraðari kostinn fer að verða freistandi fyrir yngsta barn mitt, sem er liðlega 14 ára, að gerast kennari. Barnabörnin hans munu, ef vel gengur, sjá fram á jöfnun launa milli markaða á hundruðustu ártíð hans. Það fer að verða okkur öllum ljóst hvers vegna kennarar þurftu að grípa til þess óyndisúrræðis sem verkföll eru. Það er stundum eins og Sambandið haldi að bæði viðsemjendur, alemnningur og fjölmiðlar séu tómir bjánar. Í stað þess að koma fram af ábyrgð og semja ólmast það í tölfræðilegum blekkingarleikjum, sem endanum hafa engin önnur áhrif en þau að enn lengra verður í lausn mála. Það er ekki von að nokkur sála, sem ber einhverja ábyrgð þar á bæ, láti ná í sig. Þetta er smánarleg framganga og lítilmannleg. Kæra Samband, setjist við samningaborðið og hættið þessu rugli. Þetta skilar engu. Höfundur er fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun