Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar 8. nóvember 2024 10:47 Við sem samfélag horfum nú fram á risastórar áskoranir sem verða ekki leystar með yfirborðskenndum skammtímalausnum. Hvort sem um ræðir vaxandi vanlíðan og einmanaleika, skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu og húsnæði, loftslagsmál eða verðbólgu. Velsæld samfélagsins okkar til framtíðar krefst stórra lausna. Við getum náð árangri með því að fara í hnitmiðaðar aðgerðir strax en þær munu missa marks ef ekki er farið samtímis í hugarfars- og kerfisbreytingar sem ráðast að rót vandans: hagkerfisins sem hefur sett vöxt og neyslu framar öllu öðru. Við höfum skapað hagkerfi sem grundvallast á hugmyndafræði um línulegan, óendanlegan hagvöxt á plánetu sem hefur ekki yfir óendanlegum auðlindum að ráða. Við erum að stela framtíðinni, selja hana í nútíðinni og köllum það verga landsframleiðslu. Þessi skammtímahugsun grefur undan langtíma velsæld samfélagsins og þarf að tilheyra fortíðinni. Úrelt hugmynd um mannlega hegðun Efnahagskerfið okkar er byggt á hugmyndum um að mannverur hegði sér með fullkomlega fyrirsjáanlegum hætti, og vinni aðeins og alltaf að því að hámarka eigin hag, hinn svokallaði “homo economicus”. Samfélagið skiptir engu máli umfram það að vera samansafn einstaklinga sem vilja einungis hámarka eigin hag. Neyta meira og meira, meir’ í dag en í gær - til þess að smyrja hjól efnahagskerfis sem verða að snúast hraðar og hraðar. Hámörkun neyslunnar er - samkvæmt þessari úreltu hugmyndafræði - sjálfstætt og réttlætanlegt markmið, og virði einstaklinga er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geti grætt á framleiðslunni og hversu mikla neyslu þeir stunda. Hugtakið “mannauður” fær bókstaflega merkingu, mannslíf eru metin út frá peningalegu virði þeirra í hagkerfinu. Hagkerfið okkar og grunnsamfélagsgerðin hvíla þannig ekki aðeins á óumhverfisvænum og ómannúðlegum stoðum, heldur jafnframt á því sem geta ekki talist annað en úreltar og skaðlegar hugmyndir um mannlega hegðun. Samfélag án tíma er samfélag án sálar Þegar þessi hugsunarháttur ræður för verða náttúran, jöfnuður og réttlæti yfirleitt undir á kostnað hagvaxtar. Við reynum sífellt að eltast við það að setja lög, reglur og kjarasamninga sem tryggja einhvers konar lágmarksjöfnuð, en krafa hagkerfisins um vöxt er raunar sá kraftur sem stjórnar öllu. Þegar markmiðið er neysla og vöxtur, en ekki jöfnuður og velsæld verða afleiðingarnar tengslarof, sundrung, versnandi heilsa, bæði líkamleg og andleg, aukin fíknivandamál, auk alvarlegra umhverfisspjalla með ófyrirséðum afleiðingum. Við höfum skapað samfélag þar sem allir eru á hlaupum. Samfélag án tíma er samfélag án sálar. Þegar fólk er að flýta sér skortir það getu til að sýna samstöðu, styðja við hvort annað og stuðla að sameiginlegri velmegun. Samfélag á hlaupum verður aldrei samheldið samfélag. Efnahagsstefna fyrir 21. öldina Til þess að geta stigið saman skref inn í grænni og sjálfbærari framtíð velsældar þurfum við að stíga út úr hamstrahjóli hagkerfisins. Breyta forgangsröðun okkar, hlusta á náttúruna og ganga í takt við hennar hrynjanda og síðast en ekki síst - gefa okkur tíma. Við Píratar teljum mikilvægt að taka hugmyndum um skilyrðislausa grunnframfærslu alvarlega. Við vitum að þegar grunnöryggi og fjárhagslegt sjálfstæði fólks er tryggt bætir það andlega og líkamlega heilsu þeirra sem öryggisins njóta. Vellíðan foreldra skilar sér svo til vellíðunar barna. Tryggð grunnframfærsla eykur frelsi borgaranna. Samfélagsþátttaka vex og öflun þekkingar verður meira en einfalt verkfæri til að afla launa. Tími og rými gefst til þess að láta sig annað og meira varða en að draga fram lífið. Gildi fórnfýsis og umburðalyndis eflist og styrkist samhliða öflugri mannréttindavernd. 'Markmið efnahagsstefnu 21. aldarinnar þarf að vera að mæta þörfum allra innan marka nýtanlegra auðlinda, með hliðsjón af lífvænleika jarðarinnar. Við höfum alla burði til þess að skapa ríkt samfélag þar sem enginn þarf að líða skort. En það er ekki nóg að vera bara með plan, við þurfum líka að hafa ástríðu fyrir samfélaginu okkar og hafa hugrekki og framsýni til að hugsa út fyrir kassann. Það hafa Píratar. Höfundur er þingkona Pírata og frambjóðandi í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Sjá meira
Við sem samfélag horfum nú fram á risastórar áskoranir sem verða ekki leystar með yfirborðskenndum skammtímalausnum. Hvort sem um ræðir vaxandi vanlíðan og einmanaleika, skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu og húsnæði, loftslagsmál eða verðbólgu. Velsæld samfélagsins okkar til framtíðar krefst stórra lausna. Við getum náð árangri með því að fara í hnitmiðaðar aðgerðir strax en þær munu missa marks ef ekki er farið samtímis í hugarfars- og kerfisbreytingar sem ráðast að rót vandans: hagkerfisins sem hefur sett vöxt og neyslu framar öllu öðru. Við höfum skapað hagkerfi sem grundvallast á hugmyndafræði um línulegan, óendanlegan hagvöxt á plánetu sem hefur ekki yfir óendanlegum auðlindum að ráða. Við erum að stela framtíðinni, selja hana í nútíðinni og köllum það verga landsframleiðslu. Þessi skammtímahugsun grefur undan langtíma velsæld samfélagsins og þarf að tilheyra fortíðinni. Úrelt hugmynd um mannlega hegðun Efnahagskerfið okkar er byggt á hugmyndum um að mannverur hegði sér með fullkomlega fyrirsjáanlegum hætti, og vinni aðeins og alltaf að því að hámarka eigin hag, hinn svokallaði “homo economicus”. Samfélagið skiptir engu máli umfram það að vera samansafn einstaklinga sem vilja einungis hámarka eigin hag. Neyta meira og meira, meir’ í dag en í gær - til þess að smyrja hjól efnahagskerfis sem verða að snúast hraðar og hraðar. Hámörkun neyslunnar er - samkvæmt þessari úreltu hugmyndafræði - sjálfstætt og réttlætanlegt markmið, og virði einstaklinga er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geti grætt á framleiðslunni og hversu mikla neyslu þeir stunda. Hugtakið “mannauður” fær bókstaflega merkingu, mannslíf eru metin út frá peningalegu virði þeirra í hagkerfinu. Hagkerfið okkar og grunnsamfélagsgerðin hvíla þannig ekki aðeins á óumhverfisvænum og ómannúðlegum stoðum, heldur jafnframt á því sem geta ekki talist annað en úreltar og skaðlegar hugmyndir um mannlega hegðun. Samfélag án tíma er samfélag án sálar Þegar þessi hugsunarháttur ræður för verða náttúran, jöfnuður og réttlæti yfirleitt undir á kostnað hagvaxtar. Við reynum sífellt að eltast við það að setja lög, reglur og kjarasamninga sem tryggja einhvers konar lágmarksjöfnuð, en krafa hagkerfisins um vöxt er raunar sá kraftur sem stjórnar öllu. Þegar markmiðið er neysla og vöxtur, en ekki jöfnuður og velsæld verða afleiðingarnar tengslarof, sundrung, versnandi heilsa, bæði líkamleg og andleg, aukin fíknivandamál, auk alvarlegra umhverfisspjalla með ófyrirséðum afleiðingum. Við höfum skapað samfélag þar sem allir eru á hlaupum. Samfélag án tíma er samfélag án sálar. Þegar fólk er að flýta sér skortir það getu til að sýna samstöðu, styðja við hvort annað og stuðla að sameiginlegri velmegun. Samfélag á hlaupum verður aldrei samheldið samfélag. Efnahagsstefna fyrir 21. öldina Til þess að geta stigið saman skref inn í grænni og sjálfbærari framtíð velsældar þurfum við að stíga út úr hamstrahjóli hagkerfisins. Breyta forgangsröðun okkar, hlusta á náttúruna og ganga í takt við hennar hrynjanda og síðast en ekki síst - gefa okkur tíma. Við Píratar teljum mikilvægt að taka hugmyndum um skilyrðislausa grunnframfærslu alvarlega. Við vitum að þegar grunnöryggi og fjárhagslegt sjálfstæði fólks er tryggt bætir það andlega og líkamlega heilsu þeirra sem öryggisins njóta. Vellíðan foreldra skilar sér svo til vellíðunar barna. Tryggð grunnframfærsla eykur frelsi borgaranna. Samfélagsþátttaka vex og öflun þekkingar verður meira en einfalt verkfæri til að afla launa. Tími og rými gefst til þess að láta sig annað og meira varða en að draga fram lífið. Gildi fórnfýsis og umburðalyndis eflist og styrkist samhliða öflugri mannréttindavernd. 'Markmið efnahagsstefnu 21. aldarinnar þarf að vera að mæta þörfum allra innan marka nýtanlegra auðlinda, með hliðsjón af lífvænleika jarðarinnar. Við höfum alla burði til þess að skapa ríkt samfélag þar sem enginn þarf að líða skort. En það er ekki nóg að vera bara með plan, við þurfum líka að hafa ástríðu fyrir samfélaginu okkar og hafa hugrekki og framsýni til að hugsa út fyrir kassann. Það hafa Píratar. Höfundur er þingkona Pírata og frambjóðandi í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun