Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar 8. nóvember 2024 08:47 Upp á síðkastið hafa foreldrar barna í skólum þar sem verkföll standa yfir talað um ósanngirni í fyrirkomulagi. Verið sé að mismuna börnum, áhrifin séu bara á nokkrar fáar fjölskyldur og að ekki sé verið að hafa það sem barni er fyrir bestu í forgangi. Þetta er komið svo langt að umboðsmaður barna segir að verið sé að mismuna hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Hér er samt lykilatriði sem við erum öll sammála um og það er menntun barnanna. Við viljum auðvitað að kennsla í leikskólum fari fram því þetta er fyrsta skólastigið. Foreldrarnir segja það sjálfir að kennslan sem fer fram þar sé ekki síður mikilvægari en í öðrum skólastigum. Eiga þá ekki kennarar að sjá um að mennta börnin okkar? Ef við ræðum sanngirni þá spyr ég: er sanngjarnt að sum börn fái fagmenntaðan kennara og jafnvel marga sem taka þátt í menntun og kennslu þeirra í leikskólum meðan önnur eru á leikskóla þar sem kennarar eru færri og jafnvel engir nema þá leikskólastjórinn? Árið 2022 voru 24% þeirra sem sinntu uppeldi og kennslu í leikskólum lokið kennaramenntun. Þetta eru tæplega 1 af hverjum 4. Er þetta það sem börnunum er fyrir bestu? Ef allir leikskólakennarar fara í verkfall þá er því miður staðan sú að sum börn komast ekki í leikskólann meðan önnur geta það. Er það sanngjarnt? Mér fannst það gott sem Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, sagði í viðtali í gær við Vísi að við viljum jafna þetta frekar og fá fleiri fagmenntaða kennara í leikskólana. Við erum að hugsa um börnin og þá menntun sem við viljum veita. Við viljum að öll börn á öllum skólastigum fái viðeigandi menntun og faglærða kennara óháð búsetu og aldri. Lögum samkvæmt eiga börn rétt á því að lágmark 67% starfsmanna á leikskólum séu fagmenntaðir kennarar. Ég trúi því virkilega að ef laun kennara verði jöfnuð við laun annarra sérfræðinga eins og lofað var árið 2016 þá muni launahækkunin draga að sér bæði fleiri kennaranema sem og við fáum aftur kennara sem hafa farið í önnur störf. Ég þekki marga leiðbeinendur og starfsmenn á leikskólum sem eru frábærir í sínum störfum en þeir telja það ekki taka því að fara í námið þar sem launamunurinn sé svo lítill. Breytum þessu og fjárfestum í kennurum. Fjárfestum í menntun og fjárfestum í framtíðinni. Börnin okkar eiga það svo sannarlega skilið. Höfundur er leikskólakennari og tveggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hafa foreldrar barna í skólum þar sem verkföll standa yfir talað um ósanngirni í fyrirkomulagi. Verið sé að mismuna börnum, áhrifin séu bara á nokkrar fáar fjölskyldur og að ekki sé verið að hafa það sem barni er fyrir bestu í forgangi. Þetta er komið svo langt að umboðsmaður barna segir að verið sé að mismuna hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Hér er samt lykilatriði sem við erum öll sammála um og það er menntun barnanna. Við viljum auðvitað að kennsla í leikskólum fari fram því þetta er fyrsta skólastigið. Foreldrarnir segja það sjálfir að kennslan sem fer fram þar sé ekki síður mikilvægari en í öðrum skólastigum. Eiga þá ekki kennarar að sjá um að mennta börnin okkar? Ef við ræðum sanngirni þá spyr ég: er sanngjarnt að sum börn fái fagmenntaðan kennara og jafnvel marga sem taka þátt í menntun og kennslu þeirra í leikskólum meðan önnur eru á leikskóla þar sem kennarar eru færri og jafnvel engir nema þá leikskólastjórinn? Árið 2022 voru 24% þeirra sem sinntu uppeldi og kennslu í leikskólum lokið kennaramenntun. Þetta eru tæplega 1 af hverjum 4. Er þetta það sem börnunum er fyrir bestu? Ef allir leikskólakennarar fara í verkfall þá er því miður staðan sú að sum börn komast ekki í leikskólann meðan önnur geta það. Er það sanngjarnt? Mér fannst það gott sem Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, sagði í viðtali í gær við Vísi að við viljum jafna þetta frekar og fá fleiri fagmenntaða kennara í leikskólana. Við erum að hugsa um börnin og þá menntun sem við viljum veita. Við viljum að öll börn á öllum skólastigum fái viðeigandi menntun og faglærða kennara óháð búsetu og aldri. Lögum samkvæmt eiga börn rétt á því að lágmark 67% starfsmanna á leikskólum séu fagmenntaðir kennarar. Ég trúi því virkilega að ef laun kennara verði jöfnuð við laun annarra sérfræðinga eins og lofað var árið 2016 þá muni launahækkunin draga að sér bæði fleiri kennaranema sem og við fáum aftur kennara sem hafa farið í önnur störf. Ég þekki marga leiðbeinendur og starfsmenn á leikskólum sem eru frábærir í sínum störfum en þeir telja það ekki taka því að fara í námið þar sem launamunurinn sé svo lítill. Breytum þessu og fjárfestum í kennurum. Fjárfestum í menntun og fjárfestum í framtíðinni. Börnin okkar eiga það svo sannarlega skilið. Höfundur er leikskólakennari og tveggja barna móðir.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun