Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar 7. nóvember 2024 19:01 Á næstu vikum fara fjölmiðlar á fyllerí með hópi fólks sem ætlar að æsa sig hvert gegn öðru, ætlar að fara fram með ásakanir, svívirðingar, afhjúpanir, vandlætingar, upphrópanir og áfellsidóma – og margt, margt fleira, um leið og þetta fólk lofar okkur kjósendum öllu fögru, einmitt öllu því sem okkur hefur svo lengi langað til að heyra, svo lengi óskað að komið yrði í framkvæmd – já, einmitt núna lofa þau okkur að þetta muni allt verða að veruleika. Samt vitum við öll að þetta er þvættingur – vegna þess að það er sama hvað flokkur X segist ætla að gera; honum mun aldrei takast það nema mögulega í stjórnarsamstarfi með flokki Y. En í ríkjandi rugl-fyrirkomulagi geta allir lofað öllu fögru, einmitt vegna þess að þeir vita að þeir muni aldrei þurfa að standa við stóru orðin. Þetta heitir víst „lýðræðisleg umræða“ á milli fólks í ólíkum stjórnmálaflokkum, ellefu talsins, sem allt telur sig eiga erindi í næstu ríkisstjórn, en alls ekki neinn hinna. Og allt mun snúast um keppnina um efstu sætin í skoðanakönnunum og fyrirtæki sem gera slíkar kannanir halda fylleríshátíð á meðan líkt og fjölmiðlar. En fólkið í landinu vill eitthvað annað en þetta fjölmiðlafyllerí. Því eftir öskrin fara fram kosningar; eftir talningu atkvæða fær sá flokkur, sem mest hefur fylgið, stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands. Og þá byrjar baktjaldamakkið (sem auðvitað var löngu byrjað), hrossakaup og vílíngar og dílingar, „ef þú færð kvef skal ég hnerra fyrir þig“ og „ef þú hnerrar fyrir mig skal ég gefa þér snýtibréf“ o.sv.fr. o.sv.fr. Síðan er mynduð ríkisstjórn, í minnsta lagi stjórn tveggja flokka, mögulega stjórn þriggja flokka, fjögurra flokka gæti líka orðið raunin - og þessi stjórn kynnir stjórnarsáttmála – sem engin veit neitt um hvernig verður – hann er verkefnaskrá næstu ríkisstjórnar út næsta kjörtímabil. Gjöriðisvovel! Almenningur starir á plaggið og hugsar: Þetta var nú ekki það sem ég kaus. Og þar liggur hundurinn grafinn, þar stendur hnífurinn í kúnni - að almenningur fær sjaldan, ef nokkurn tímann, það sem hann kaus – vegna þess að almenningur hefur ekki val um að kjósa sér ríkisstjórn með verkefnaskrá. Stjórnmálaflokkar eru áhugamannafélög, þau einu hér á landi sem fá ríkulegt rekstrarfé úr ríkissjóði, sem þau skömmtuðu sér sjálf – nokkurs konar listamannalaun. Kjósendur eiga því beinharða kröfu á flokkana að þeir stígi fram af þeirri alvöru sem samfélagið þarf á að halda og hætti með þetta fáránlega hopp og hí í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, eins og einhverjir fjandans áhrifavaldar. Ef leiðtogar stjórnmálaflokka hefðu hins vegar manndóm og nægilega sannfæringu fyrir málstað sínum, til þess að hætta að vera trúðar fyrir kosningar, en gengju hreint og heiðarlega til verks, semdu sín á milli um kosningabandalög og settu niður verkefnaskrá til næstu fjögurra ára – þá hefði almenningur um eitthvað raunverulegt að kjósa. Þá hefði almenningur raunverulegt val um hver næsta ríkisstjórn yrði. Og þá hefðu stjórnmálamenn um eitthvað raunverulegt og málefnalegt að ræða fyrir kosningar, í stað þess að stökkva á milli þess að svívirða hver annan um eitthvað sem er löngu liðið og skiptir ekki máli, og kvaka þess á milli fagurgala til kjósenda um framtíðaráform sem útilokað er að einn flokkur geti komið í framkvæmd. Að kjósa á milli þriggja til fjögurra trúverðugra kosningabandalaga, hvert með sína niðurnegldu verkefnaskrá og fyrirfram ákveðnu ríkisstjórn, er ólíkt lýðræðislegri staða fyrir hinn almenna kjósanda, heldur en sú stjórn og sá stjórnarsáttmáli sem settur er saman eftir á, í þessum svokölluðu stjórnarmyndunarviðræðum, sem eru víðs fjarri augum og eyrum kjósenda. Þess í stað gæti flokkur X og flokkur Y kynnt í sameiningu sína ríkisstjórn og verkefnaskrá fyrir næsta kjörtímabil, og sagt: Svona verður ríkisstjórnin skipuð, þetta ætlum við að gera á kjörtímabilinu og svona ætlum við að gera það. Það væri ekki eingöngu gagnsærra, trúverðugra og heiðvirðara gagnvart kjósendum ef stjórnmálaflokkar gengju til kosninga bundnir kosningabandalögum, með ákveðna ríkisstjórn og tilbúinn stjórnarsáttmála/verkefnaskrá - það væri líka í lýðræðislegum þungavigtarflokki á móti ruglinu, sirkusnum og tvískinnungnum sem núverandi fyrirkomulag er og hefur ætíð verið. Höfundur er kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Friðrik Erlingsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á næstu vikum fara fjölmiðlar á fyllerí með hópi fólks sem ætlar að æsa sig hvert gegn öðru, ætlar að fara fram með ásakanir, svívirðingar, afhjúpanir, vandlætingar, upphrópanir og áfellsidóma – og margt, margt fleira, um leið og þetta fólk lofar okkur kjósendum öllu fögru, einmitt öllu því sem okkur hefur svo lengi langað til að heyra, svo lengi óskað að komið yrði í framkvæmd – já, einmitt núna lofa þau okkur að þetta muni allt verða að veruleika. Samt vitum við öll að þetta er þvættingur – vegna þess að það er sama hvað flokkur X segist ætla að gera; honum mun aldrei takast það nema mögulega í stjórnarsamstarfi með flokki Y. En í ríkjandi rugl-fyrirkomulagi geta allir lofað öllu fögru, einmitt vegna þess að þeir vita að þeir muni aldrei þurfa að standa við stóru orðin. Þetta heitir víst „lýðræðisleg umræða“ á milli fólks í ólíkum stjórnmálaflokkum, ellefu talsins, sem allt telur sig eiga erindi í næstu ríkisstjórn, en alls ekki neinn hinna. Og allt mun snúast um keppnina um efstu sætin í skoðanakönnunum og fyrirtæki sem gera slíkar kannanir halda fylleríshátíð á meðan líkt og fjölmiðlar. En fólkið í landinu vill eitthvað annað en þetta fjölmiðlafyllerí. Því eftir öskrin fara fram kosningar; eftir talningu atkvæða fær sá flokkur, sem mest hefur fylgið, stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands. Og þá byrjar baktjaldamakkið (sem auðvitað var löngu byrjað), hrossakaup og vílíngar og dílingar, „ef þú færð kvef skal ég hnerra fyrir þig“ og „ef þú hnerrar fyrir mig skal ég gefa þér snýtibréf“ o.sv.fr. o.sv.fr. Síðan er mynduð ríkisstjórn, í minnsta lagi stjórn tveggja flokka, mögulega stjórn þriggja flokka, fjögurra flokka gæti líka orðið raunin - og þessi stjórn kynnir stjórnarsáttmála – sem engin veit neitt um hvernig verður – hann er verkefnaskrá næstu ríkisstjórnar út næsta kjörtímabil. Gjöriðisvovel! Almenningur starir á plaggið og hugsar: Þetta var nú ekki það sem ég kaus. Og þar liggur hundurinn grafinn, þar stendur hnífurinn í kúnni - að almenningur fær sjaldan, ef nokkurn tímann, það sem hann kaus – vegna þess að almenningur hefur ekki val um að kjósa sér ríkisstjórn með verkefnaskrá. Stjórnmálaflokkar eru áhugamannafélög, þau einu hér á landi sem fá ríkulegt rekstrarfé úr ríkissjóði, sem þau skömmtuðu sér sjálf – nokkurs konar listamannalaun. Kjósendur eiga því beinharða kröfu á flokkana að þeir stígi fram af þeirri alvöru sem samfélagið þarf á að halda og hætti með þetta fáránlega hopp og hí í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, eins og einhverjir fjandans áhrifavaldar. Ef leiðtogar stjórnmálaflokka hefðu hins vegar manndóm og nægilega sannfæringu fyrir málstað sínum, til þess að hætta að vera trúðar fyrir kosningar, en gengju hreint og heiðarlega til verks, semdu sín á milli um kosningabandalög og settu niður verkefnaskrá til næstu fjögurra ára – þá hefði almenningur um eitthvað raunverulegt að kjósa. Þá hefði almenningur raunverulegt val um hver næsta ríkisstjórn yrði. Og þá hefðu stjórnmálamenn um eitthvað raunverulegt og málefnalegt að ræða fyrir kosningar, í stað þess að stökkva á milli þess að svívirða hver annan um eitthvað sem er löngu liðið og skiptir ekki máli, og kvaka þess á milli fagurgala til kjósenda um framtíðaráform sem útilokað er að einn flokkur geti komið í framkvæmd. Að kjósa á milli þriggja til fjögurra trúverðugra kosningabandalaga, hvert með sína niðurnegldu verkefnaskrá og fyrirfram ákveðnu ríkisstjórn, er ólíkt lýðræðislegri staða fyrir hinn almenna kjósanda, heldur en sú stjórn og sá stjórnarsáttmáli sem settur er saman eftir á, í þessum svokölluðu stjórnarmyndunarviðræðum, sem eru víðs fjarri augum og eyrum kjósenda. Þess í stað gæti flokkur X og flokkur Y kynnt í sameiningu sína ríkisstjórn og verkefnaskrá fyrir næsta kjörtímabil, og sagt: Svona verður ríkisstjórnin skipuð, þetta ætlum við að gera á kjörtímabilinu og svona ætlum við að gera það. Það væri ekki eingöngu gagnsærra, trúverðugra og heiðvirðara gagnvart kjósendum ef stjórnmálaflokkar gengju til kosninga bundnir kosningabandalögum, með ákveðna ríkisstjórn og tilbúinn stjórnarsáttmála/verkefnaskrá - það væri líka í lýðræðislegum þungavigtarflokki á móti ruglinu, sirkusnum og tvískinnungnum sem núverandi fyrirkomulag er og hefur ætíð verið. Höfundur er kjósandi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun