Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar 6. nóvember 2024 14:47 Það er virkilega ánægjulegt að þrumuræða Sigurðar Inga í leiðtogaumræðum á RÚV hafi vakið fólk til umhugsunar um hvert umræðan um útlendingamál er komin, þar sem öllu er blandað saman. Framsóknarfólk um land allt hefur haft miklar áhyggjur af vaxandi kröfum Sjálfstæðismanna er snýr að þessum málaflokki, aðgreiningu barna í skólum og flóttamannabúðir. Það er eins og það sé komin einhver keppni við Miðflokkinn, sem toppaði vitleysuna einmitt í tíðræddum þætti með orðunum um að við „ættum ekki að hjálpa Rússum að tæma Úkraínu“, ég skil vel að langlundargeð Sigurðar Inga hafi sprungið. Að auki höfum við horft upp á það að Flokkur fólksins hefur ýjað að því að skella í lás á landamærunum og að við hverfum algjörlega frá því að taka á móti fólki í neyð. Sömuleiðis hefur daður Samfylkingar og Kristrúnar Frostadóttur við auknar kröfur komið okkur á óvart. Lítið vandamál í stóra samhenginu Svo því sé haldið til haga þá er Framsóknarfólk ekki að tala um að galopna landamærin eða gefa einhvern afslátt af öryggi og löggæslu í landinu, nú eða leggja ekki áherslu á íslenskukennslu og menningu þjóðar. Því fer fjarri. Það er brýnna nú en oft áður að auka löggæslu og efla gæslu á landamærum. Í því verkefni megum við engan tíma missa. 25% þjóðarinnar eru annað hvort innflytjendur eða íslenskir ríkisborgarar sem eru afkomendur innflytjenda að öllu eða sumu leyti. Það er nú bara þannig að 98% þeirra sem hafa komið til landsins á undanförnum árum er fólk frá Evrópu sem kemur hingað að vinna í gegnum EES samninginn og síðan eru það 2% sem koma frá stríðshrjáðum svæðum. Staðreyndin er sú að einungis 0,24% er að koma annars staðar frá. Hluti þeirra sem koma ekki frá Evrópu gegnum EES eða frá Úkraínu er síðan fólk sem t.d. giftist hingað til lands og kemur frá löndum eins og Bandaríkjunum, Argentínu, Filipseyjum og Ástralíu bara svo eitthvað sé nefnt. Þurfum að bregðast við, þegar þörf er á Alvarleiki umræðunnar, sem hefur fengið að vaxa óáreitt, felst í því að setja alla undir sama hatt og tala um eitthvað stórkostlegt útlendingavandamál. Við sættum okkur ekki lengur við að þessi stóri hópur sé gerður hornreka í íslensku samfélagi og talað um sem eitthvert vandamál . Við þurfum að aðgreina umræðuna. Við þurfum að bregðast við, þar sem þörf er á. Það á ekki við um þau 98% sem hingað hafa komið á undanförnum árum, eru í vinnu og borga til samfélagsins skatta og gjöld. Það á ekki við um þá sem hingað hafa komið frá stríðshrjáðum svæðum og Alþingi Íslendinga samþykkti samróma að opna landamærin fyrir, eins og nágranna þjóðir okkar gerðu. Við þurfum að bregðast við þeim áskorunum sem eru í hælisleitendakerfinu okkar en í kjölfar nýrrar lagasetningar hefur kostnaður í þeim málaflokki farið úr 28 ma.kr. á ári í 14 ma.kr., fer hratt lækkandi og umsóknum hefur fækkað verulega. Við eigum að hafa stjórn á landamærunum en ekki loka þeim. Við eigum að taka við fólki frá stríðshrjáðum löndum, sérstaklega börnum og þeirra foreldrum sem þrá frið. Við eigum að gefa öllum börnum tækifæri á að læra tungumálið, eignast vini og verða hluti af samfélaginu en ekki aðskilja þau frá „okkar“ börnum eins og þau séu ekki þess verðug að vera með „okkar“ börnum. Aðrir menningarheimar Þrumuræða Sigurðar Inga féll ekki af himnum ofan, heldur endurspeglar hún vaxandi áhyggjur meðal Framsóknarfólks með umræðuna í samfélaginu. Meðan aðrir flokkar hafa ekki viljað styðja okkur í að leggja meira fjármagn til menningar og tungu íslensku þjóðarinnar þá hafa þeir haft miklar áhyggjur af „blöndun menningarheima“, hvað sem það á nú að vera. Munum að við erum jú þjóð innflytjenda frá Norðurlöndum, Bretlandi og Írlandi. Samvinnuhjarta Framsóknarfólks slær með menningu þjóðarinnar, en rétt eins og við eigum okkar jólasveina, Grýlu og Leppalúða, þá höfum við líka tekið á móti rauða jólasveininum. Í raun er það þannig að rétt eins og menningarstraumar fljóta um heiminn og auðga líf okkar, þá kemur fólk líka til Íslands sem auðgar menningu okkar og líf. Rétt eins og okkur dettur ekki í hug að banna rauða jólasveininn þá á okkur ekki að detta í hug að banna fólki af erlendum uppruna að koma og njóta þess að búa á Íslandi. Er ekki bara best að búa á Íslandi? Síðustu ár hafa Íslendingar líka snúið aftur heim í meira mæli en frá landinu og eitthvað hlýtur það að segja okkur. Það er ekki útlendingavandamál á Íslandi, heldur tækifæri til að vaxa sem þjóð í auðlegð og menningu. Höfundur er þingmaður og oddviti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Stefán Vagn Stefánsson Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er virkilega ánægjulegt að þrumuræða Sigurðar Inga í leiðtogaumræðum á RÚV hafi vakið fólk til umhugsunar um hvert umræðan um útlendingamál er komin, þar sem öllu er blandað saman. Framsóknarfólk um land allt hefur haft miklar áhyggjur af vaxandi kröfum Sjálfstæðismanna er snýr að þessum málaflokki, aðgreiningu barna í skólum og flóttamannabúðir. Það er eins og það sé komin einhver keppni við Miðflokkinn, sem toppaði vitleysuna einmitt í tíðræddum þætti með orðunum um að við „ættum ekki að hjálpa Rússum að tæma Úkraínu“, ég skil vel að langlundargeð Sigurðar Inga hafi sprungið. Að auki höfum við horft upp á það að Flokkur fólksins hefur ýjað að því að skella í lás á landamærunum og að við hverfum algjörlega frá því að taka á móti fólki í neyð. Sömuleiðis hefur daður Samfylkingar og Kristrúnar Frostadóttur við auknar kröfur komið okkur á óvart. Lítið vandamál í stóra samhenginu Svo því sé haldið til haga þá er Framsóknarfólk ekki að tala um að galopna landamærin eða gefa einhvern afslátt af öryggi og löggæslu í landinu, nú eða leggja ekki áherslu á íslenskukennslu og menningu þjóðar. Því fer fjarri. Það er brýnna nú en oft áður að auka löggæslu og efla gæslu á landamærum. Í því verkefni megum við engan tíma missa. 25% þjóðarinnar eru annað hvort innflytjendur eða íslenskir ríkisborgarar sem eru afkomendur innflytjenda að öllu eða sumu leyti. Það er nú bara þannig að 98% þeirra sem hafa komið til landsins á undanförnum árum er fólk frá Evrópu sem kemur hingað að vinna í gegnum EES samninginn og síðan eru það 2% sem koma frá stríðshrjáðum svæðum. Staðreyndin er sú að einungis 0,24% er að koma annars staðar frá. Hluti þeirra sem koma ekki frá Evrópu gegnum EES eða frá Úkraínu er síðan fólk sem t.d. giftist hingað til lands og kemur frá löndum eins og Bandaríkjunum, Argentínu, Filipseyjum og Ástralíu bara svo eitthvað sé nefnt. Þurfum að bregðast við, þegar þörf er á Alvarleiki umræðunnar, sem hefur fengið að vaxa óáreitt, felst í því að setja alla undir sama hatt og tala um eitthvað stórkostlegt útlendingavandamál. Við sættum okkur ekki lengur við að þessi stóri hópur sé gerður hornreka í íslensku samfélagi og talað um sem eitthvert vandamál . Við þurfum að aðgreina umræðuna. Við þurfum að bregðast við, þar sem þörf er á. Það á ekki við um þau 98% sem hingað hafa komið á undanförnum árum, eru í vinnu og borga til samfélagsins skatta og gjöld. Það á ekki við um þá sem hingað hafa komið frá stríðshrjáðum svæðum og Alþingi Íslendinga samþykkti samróma að opna landamærin fyrir, eins og nágranna þjóðir okkar gerðu. Við þurfum að bregðast við þeim áskorunum sem eru í hælisleitendakerfinu okkar en í kjölfar nýrrar lagasetningar hefur kostnaður í þeim málaflokki farið úr 28 ma.kr. á ári í 14 ma.kr., fer hratt lækkandi og umsóknum hefur fækkað verulega. Við eigum að hafa stjórn á landamærunum en ekki loka þeim. Við eigum að taka við fólki frá stríðshrjáðum löndum, sérstaklega börnum og þeirra foreldrum sem þrá frið. Við eigum að gefa öllum börnum tækifæri á að læra tungumálið, eignast vini og verða hluti af samfélaginu en ekki aðskilja þau frá „okkar“ börnum eins og þau séu ekki þess verðug að vera með „okkar“ börnum. Aðrir menningarheimar Þrumuræða Sigurðar Inga féll ekki af himnum ofan, heldur endurspeglar hún vaxandi áhyggjur meðal Framsóknarfólks með umræðuna í samfélaginu. Meðan aðrir flokkar hafa ekki viljað styðja okkur í að leggja meira fjármagn til menningar og tungu íslensku þjóðarinnar þá hafa þeir haft miklar áhyggjur af „blöndun menningarheima“, hvað sem það á nú að vera. Munum að við erum jú þjóð innflytjenda frá Norðurlöndum, Bretlandi og Írlandi. Samvinnuhjarta Framsóknarfólks slær með menningu þjóðarinnar, en rétt eins og við eigum okkar jólasveina, Grýlu og Leppalúða, þá höfum við líka tekið á móti rauða jólasveininum. Í raun er það þannig að rétt eins og menningarstraumar fljóta um heiminn og auðga líf okkar, þá kemur fólk líka til Íslands sem auðgar menningu okkar og líf. Rétt eins og okkur dettur ekki í hug að banna rauða jólasveininn þá á okkur ekki að detta í hug að banna fólki af erlendum uppruna að koma og njóta þess að búa á Íslandi. Er ekki bara best að búa á Íslandi? Síðustu ár hafa Íslendingar líka snúið aftur heim í meira mæli en frá landinu og eitthvað hlýtur það að segja okkur. Það er ekki útlendingavandamál á Íslandi, heldur tækifæri til að vaxa sem þjóð í auðlegð og menningu. Höfundur er þingmaður og oddviti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun