Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar 6. nóvember 2024 10:32 Ekkert rennir stoðum undir þær fullyrðingar að orkuvinnsla vinni gegn hagsmunum ferðaþjónustunnar. Öðru nær, yfirgnæfandi meirihluti ferðafólks hefur ekkert á móti því að sjá mannvirki og önnur ummerki um græna orkuvinnslu Íslendinga. Það er óumdeilanleg staðreynd, staðfest í ótal könnunum, að ferðafólk sem kemur til landsins gerir það til að njóta fegurðar íslenskrar náttúru. Svo heyrist oft, að þetta sama ferðafólk vilji ekki koma til landsins ef það eigi á hættu að sjá virkjanamannvirki. Gengið er út frá því að ef fólk hafi áhuga á náttúru Íslands sé það sjálfkrafa á móti endurnýjanlegri orkuvinnslu. Yfirgnæfandi jákvæðni Við hjá Landsvirkjun höfum aldrei verið sátt við fullyrðingar af þessu tagi, enda höfum við ekki enn hitt ferðafólk nærri aflstöðvum okkar sem segir Íslandsferðina ónýta vegna orkumannvirkja. Til þess að leiða hið sanna í ljós höfum við því ráðist í að kanna hug ferðafólks. Niðurstöður eru allar á einn veg: Langflest þeirra sem spurð eru segjast jákvæð í garð endurnýjanlegrar orkuvinnslu, hluti hópsins hefur að vísu enga skoðun til eða frá, en neikvæðir eru oftast á bilinu 1-5%. Nýjasta dæmið er könnun sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála vann fyrir okkur á Þjórsársvæðinu í sumar. Ferðafólk var spurt hversu ánægt það væri með náttúru svæðisins. 90% voru mjög eða frekar ánægð. 6% sögðu hvorki af né á og aðeins 4% voru ekki ánægð. Spurning um hversu ánægð þau væru með dvöl sína á svæðinu leiddi í ljós að 95% voru ánægð, 5% hvorki/né. Þetta er nú öll óánægja ferðafólks á svæði þar sem eru 7 vatnsaflsvirkjanir með öllum tilheyrandi stíflum, lónum og öðrum mannvirkjum, auk tveggja vindmylla. 1% neikvæðni Niðurstaðan í könnuninni í sumar er í fullu samræmi við könnun sem Gallup vann fyrir okkur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir 2 árum. Ferðafólk var spurt hvort orkuframleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum hafi haft jákvæð, neikvæð eða engin áhrif á upplifun þess af íslenskri náttúru. Rúm 70% sögðu áhrifin hafa verið jákvæð og aðeins 1% lýsti neikvæðri upplifun, aðrir voru í hvorki/né hópnum. Þetta er nú öll andstaðan og kemur okkur hjá Landsvirkjun ekkert á óvart enda höfum við alltaf fundið fyrir miklum áhuga ferðafólks að fá að vita meira um einstaka, græna orkuvinnsluna hér á landi. Margir af vinsælustu ferðamannastöðum landsins hafa líka mjög sterka tengingu við orkuvinnslu. Bláa lónið og Jarðböðin við Mývatn tengjast bæði jarðhitavirkjunum, Stuðlagil varð aðgengilegt vegna orkuvinnslunnar á Kárahnjúkum og Sigöldugljúfur er orðið skyldustopp fyrir alla ferðamenn sem fara um Þjórsársvæðið, svo örfá dæmi séu nefnd. Orkutengd ferðaþjónusta Við eigum að hætta að tönnlast á þjóðsögunni um að orkuvinnsla sé ekki samrýmanleg ferðaþjónustu og horfa þess í stað til orkutengdrar ferðaþjónustu. Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, er hluti af samfélaginu og líka hluti af upplifun ferðafólks sem nýtir vegina sem fyrirtækið hefur lagt til að komast að orkumannvirkjum og inn á hálendið. Orkuvinnslan og innviðir í kringum hana eru styrkur fyrir ferðaþjónustuna, ekki veikleiki. Ferðafólki á starfssvæðum Landsvirkjunar hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Við viljum að það geti ferðast þar um. Við hjá Landsvirkjun verðum auðvitað að gæta að öryggi orkuvinnslunnar og öryggi starfsfólksins okkar, en jafnframt að öryggi ferðafólksins sjálfs. Við tókum þann pól í hæðina að fræða og upplýsa. Við rekum tvær gestastofur, í Ljósafossstöð við Sogið og við Kröflu sem eru opnar öllum, án endurgjalds. Í þessar gestastofur komu um 20 þúsund manns sl. sumar. Fjölmörg ferðafyrirtæki nýta sér gestastofurnar og taka þannig þátt í orkutengdri ferðaþjónustu. Velkomin á Orkuslóð! Þessu til viðbótar ákváðum við að ráðast í verkefnið „Orkuslóð“ þar sem ferðafólk á Þjórsársvæðinu getur rakið sig áfram eftir skiltum með ýmsum fróðleik og mikilvægum öryggisupplýsingum. Vonandi sjá ferðaþjónustufyrirtæki sér hag í að nýta þessi skilti og segja sögu grænu orkuvinnslunnar okkar, sem er einstök á heimsvísu. Við hlökkum til að sjá ferðafólk á Orkuslóð og vonumst eftir góðu samstarfi við ferðaþjónustuna, hér eftir sem hingað til. Höfundur er verkefnastjóri nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Ekkert rennir stoðum undir þær fullyrðingar að orkuvinnsla vinni gegn hagsmunum ferðaþjónustunnar. Öðru nær, yfirgnæfandi meirihluti ferðafólks hefur ekkert á móti því að sjá mannvirki og önnur ummerki um græna orkuvinnslu Íslendinga. Það er óumdeilanleg staðreynd, staðfest í ótal könnunum, að ferðafólk sem kemur til landsins gerir það til að njóta fegurðar íslenskrar náttúru. Svo heyrist oft, að þetta sama ferðafólk vilji ekki koma til landsins ef það eigi á hættu að sjá virkjanamannvirki. Gengið er út frá því að ef fólk hafi áhuga á náttúru Íslands sé það sjálfkrafa á móti endurnýjanlegri orkuvinnslu. Yfirgnæfandi jákvæðni Við hjá Landsvirkjun höfum aldrei verið sátt við fullyrðingar af þessu tagi, enda höfum við ekki enn hitt ferðafólk nærri aflstöðvum okkar sem segir Íslandsferðina ónýta vegna orkumannvirkja. Til þess að leiða hið sanna í ljós höfum við því ráðist í að kanna hug ferðafólks. Niðurstöður eru allar á einn veg: Langflest þeirra sem spurð eru segjast jákvæð í garð endurnýjanlegrar orkuvinnslu, hluti hópsins hefur að vísu enga skoðun til eða frá, en neikvæðir eru oftast á bilinu 1-5%. Nýjasta dæmið er könnun sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála vann fyrir okkur á Þjórsársvæðinu í sumar. Ferðafólk var spurt hversu ánægt það væri með náttúru svæðisins. 90% voru mjög eða frekar ánægð. 6% sögðu hvorki af né á og aðeins 4% voru ekki ánægð. Spurning um hversu ánægð þau væru með dvöl sína á svæðinu leiddi í ljós að 95% voru ánægð, 5% hvorki/né. Þetta er nú öll óánægja ferðafólks á svæði þar sem eru 7 vatnsaflsvirkjanir með öllum tilheyrandi stíflum, lónum og öðrum mannvirkjum, auk tveggja vindmylla. 1% neikvæðni Niðurstaðan í könnuninni í sumar er í fullu samræmi við könnun sem Gallup vann fyrir okkur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir 2 árum. Ferðafólk var spurt hvort orkuframleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum hafi haft jákvæð, neikvæð eða engin áhrif á upplifun þess af íslenskri náttúru. Rúm 70% sögðu áhrifin hafa verið jákvæð og aðeins 1% lýsti neikvæðri upplifun, aðrir voru í hvorki/né hópnum. Þetta er nú öll andstaðan og kemur okkur hjá Landsvirkjun ekkert á óvart enda höfum við alltaf fundið fyrir miklum áhuga ferðafólks að fá að vita meira um einstaka, græna orkuvinnsluna hér á landi. Margir af vinsælustu ferðamannastöðum landsins hafa líka mjög sterka tengingu við orkuvinnslu. Bláa lónið og Jarðböðin við Mývatn tengjast bæði jarðhitavirkjunum, Stuðlagil varð aðgengilegt vegna orkuvinnslunnar á Kárahnjúkum og Sigöldugljúfur er orðið skyldustopp fyrir alla ferðamenn sem fara um Þjórsársvæðið, svo örfá dæmi séu nefnd. Orkutengd ferðaþjónusta Við eigum að hætta að tönnlast á þjóðsögunni um að orkuvinnsla sé ekki samrýmanleg ferðaþjónustu og horfa þess í stað til orkutengdrar ferðaþjónustu. Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, er hluti af samfélaginu og líka hluti af upplifun ferðafólks sem nýtir vegina sem fyrirtækið hefur lagt til að komast að orkumannvirkjum og inn á hálendið. Orkuvinnslan og innviðir í kringum hana eru styrkur fyrir ferðaþjónustuna, ekki veikleiki. Ferðafólki á starfssvæðum Landsvirkjunar hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Við viljum að það geti ferðast þar um. Við hjá Landsvirkjun verðum auðvitað að gæta að öryggi orkuvinnslunnar og öryggi starfsfólksins okkar, en jafnframt að öryggi ferðafólksins sjálfs. Við tókum þann pól í hæðina að fræða og upplýsa. Við rekum tvær gestastofur, í Ljósafossstöð við Sogið og við Kröflu sem eru opnar öllum, án endurgjalds. Í þessar gestastofur komu um 20 þúsund manns sl. sumar. Fjölmörg ferðafyrirtæki nýta sér gestastofurnar og taka þannig þátt í orkutengdri ferðaþjónustu. Velkomin á Orkuslóð! Þessu til viðbótar ákváðum við að ráðast í verkefnið „Orkuslóð“ þar sem ferðafólk á Þjórsársvæðinu getur rakið sig áfram eftir skiltum með ýmsum fróðleik og mikilvægum öryggisupplýsingum. Vonandi sjá ferðaþjónustufyrirtæki sér hag í að nýta þessi skilti og segja sögu grænu orkuvinnslunnar okkar, sem er einstök á heimsvísu. Við hlökkum til að sjá ferðafólk á Orkuslóð og vonumst eftir góðu samstarfi við ferðaþjónustuna, hér eftir sem hingað til. Höfundur er verkefnastjóri nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun