Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar 6. nóvember 2024 07:01 Morgunblaðið hratt nýlega af stað umræðu um veiðigjaldið en í umfjöllun blaðsins kom fram að gjaldið væri einfaldlega 33% af reiknuðum hagnaði útgerðarinnar. Þegar betur er að gáð þá voru þessir útreikningar hvorki einfaldir né byggðir á raunvirði aflans. Í raun er álagning veiðigjaldsins hálfgerð vitleysa þar sem raunverð á markaði er ekki látið ráða heldur er verðið meira og minna ákvarðað af ríkistofnun sem gefur út verðskrá sem er iðulega langt undir markaðsvirði. Sem dæmi um þetta má nefna að meðalverð á markaði fyrir þorsk er nú 540 kr/kg en ríkisverðið er 333 kr/kg fyrir 4. kg. þorsk. Við nánari athugun þá koma í ljós gríðarlegar sviptingar á álagningu veiðigjaldsins, en veiðigjaldið á grálúðu lækkaði frá 32 kr. á kílóið í fyrra niður í 0 krónur í ár, en þar með er líklegt að ríkissjóður hafi orðið af um 400 milljónum kr. Til að fá skýringar á þessum sviptingum þá hringdi ég í matvælaráðuneytið og fékk þær upplýsingar með hraði að gjaldtakan byggðist á upplýsingum frá útgerðinni frá árinu 2022, á sérstöku eyðublaði þar sem greint var frá því að það hefði verið tap á veiðum á grálúðu það árið! Ekki kannast ég við neinar haldbærar skýringar á tjóni útgerðanna við að veiða fiskinn en þetta var víst niðurstaðan á eyðublaðinu! Launaþjófnaður? Annað sem vakti athygli var tæplega 50% lækkun á veiðigjaldi makríls frá því í fyrra og er gjaldið nú aðeins um tvær krónur á kílóið. Til þess að leita skýringa skoðaði ég m.a. meðalverð makríls á Íslandi og kom þá í ljós að verðið í ár var aðeins um 82 kr/kg á meðan verðið er liðlega 256 kr/kg að meðaltali í Færeyjum á sama tíma. Þessi samanburður lítur verulega illa út. Annaðhvort er makríllinn sem íslensk skip veiða, á sama tíma og sama stað og Færeyingar, verðminni eða þá að verið er að hlunnfara íslenska sjómenn með einhverri furðu verðlagningu langt undir raunvirði og taka í leiðinni laglegan óforsvaranlegan snúning á veiðigjöldunum. Flokkur fólksins mun berjast fyrir því að koma á gagnsærri verðmyndun á fiski með aðskilnaði veiða og vinnslu og frjálsum uppboðsmarkaði á fiski. Það sér hver heilvita maður að þessi leikaraskapur með verðmyndun sem hefur bein áhrif m.a. á laun sjómanna og veiðigjöldin, gengur engan veginn upp. Höfundur er líffræðingur og oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Morgunblaðið hratt nýlega af stað umræðu um veiðigjaldið en í umfjöllun blaðsins kom fram að gjaldið væri einfaldlega 33% af reiknuðum hagnaði útgerðarinnar. Þegar betur er að gáð þá voru þessir útreikningar hvorki einfaldir né byggðir á raunvirði aflans. Í raun er álagning veiðigjaldsins hálfgerð vitleysa þar sem raunverð á markaði er ekki látið ráða heldur er verðið meira og minna ákvarðað af ríkistofnun sem gefur út verðskrá sem er iðulega langt undir markaðsvirði. Sem dæmi um þetta má nefna að meðalverð á markaði fyrir þorsk er nú 540 kr/kg en ríkisverðið er 333 kr/kg fyrir 4. kg. þorsk. Við nánari athugun þá koma í ljós gríðarlegar sviptingar á álagningu veiðigjaldsins, en veiðigjaldið á grálúðu lækkaði frá 32 kr. á kílóið í fyrra niður í 0 krónur í ár, en þar með er líklegt að ríkissjóður hafi orðið af um 400 milljónum kr. Til að fá skýringar á þessum sviptingum þá hringdi ég í matvælaráðuneytið og fékk þær upplýsingar með hraði að gjaldtakan byggðist á upplýsingum frá útgerðinni frá árinu 2022, á sérstöku eyðublaði þar sem greint var frá því að það hefði verið tap á veiðum á grálúðu það árið! Ekki kannast ég við neinar haldbærar skýringar á tjóni útgerðanna við að veiða fiskinn en þetta var víst niðurstaðan á eyðublaðinu! Launaþjófnaður? Annað sem vakti athygli var tæplega 50% lækkun á veiðigjaldi makríls frá því í fyrra og er gjaldið nú aðeins um tvær krónur á kílóið. Til þess að leita skýringa skoðaði ég m.a. meðalverð makríls á Íslandi og kom þá í ljós að verðið í ár var aðeins um 82 kr/kg á meðan verðið er liðlega 256 kr/kg að meðaltali í Færeyjum á sama tíma. Þessi samanburður lítur verulega illa út. Annaðhvort er makríllinn sem íslensk skip veiða, á sama tíma og sama stað og Færeyingar, verðminni eða þá að verið er að hlunnfara íslenska sjómenn með einhverri furðu verðlagningu langt undir raunvirði og taka í leiðinni laglegan óforsvaranlegan snúning á veiðigjöldunum. Flokkur fólksins mun berjast fyrir því að koma á gagnsærri verðmyndun á fiski með aðskilnaði veiða og vinnslu og frjálsum uppboðsmarkaði á fiski. Það sér hver heilvita maður að þessi leikaraskapur með verðmyndun sem hefur bein áhrif m.a. á laun sjómanna og veiðigjöldin, gengur engan veginn upp. Höfundur er líffræðingur og oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun