Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar 6. nóvember 2024 23:45 Þann 29. október sýndi RÚV Kveiksþátt um dánaraðstoð, sem vakti viðbrögð úr heilbrigðisstéttum. Fyrst má nefna viðtal við Steinunni Þórðardóttur, formann Læknafélagsins, í Speglinum. Þá var einnig rætt við Katrínu Eddu Snjólaugsdóttur, sérfræðing í líknandi hjúkrunarmeðferð, í þættinum Samfélagið. Ég vil bregðast við nokkrum mikilvægum atriðum í málflutningi þeirra. Steinunn lýsir áhyggjum af því að ef dánaraðstoð verði leyfð verði ekki aftur snúið, sem getur leitt til þess að allskonar hópar fái aðgengi að dánaraðstoð. Hún nefnir meðal annars fólk með heilabilun, börn, fólk með geðræn vandamál og einstaklinga með einhverfu. Einnig fullyrðir hún að lögleiðing dánaraðstoðar geti leitt til víðtækrar misnotkunar og stjórnleysis. Sjálfsákvörðunarrétturinn Þegar rétturinn til sjálfsákvörðunar er virtur með því að leyfa fólki að ráða eigin lífslokum, er í raun verið að styrkja mannréttindi. Því er eðlilegt að ekki verði aftur snúið þegar slíkur réttur hefur verið innleiddur. Í löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleidd eru í gildi ströng skilyrði og ýmsar öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir misnotkun. Lögin krefjast þess að beiðni um dánaraðstoð sé sjálfviljug og án þrýstings frá öðrum. Enginn annar en einstaklingurinn sjálfur getur óskað eftir dánaraðstoð. Hann þarf að vera hæfur til að slíka ákvörðun og fleiri en einn læknir þarf að leggja mat á líkamlegt og andlegt ástand hans. Rannsóknir frá löndum eins og Belgíu, Hollandi og Kanada sýna engin merki um misnotkun eða þvingun og staðfesta að dánaraðstoð er framkvæmd með virðingu fyrir sjálfræði einstaklingsins. Það munu bara allir fá dánaraðstoð! Undirritaður birti grein 1. október síðastliðinn þar sem fjallað var um þá hópa sem áhyggjurnar beinast að í umræðunni um dánaraðstoð. Í hollensku lögunum er sérstök áhersla lögð á réttindi viðkvæmra hópa eins og fatlaðra og aldraðra. Í lögunum er skýrt tekið fram að dánaraðstoð er einungis veitt þegar einstaklingurinn hefur sjálfur tekið sjálfstæða og upplýsta ákvörðun, án nokkurs þrýstings frá aðstandendum eða öðrum. Í Kanada eiga einstaklingar með geðræn vandamál þess ekki kost að fá dánaraðstoð þar sem þingið hefur ályktað að geðsjúkdómar séu ekki sjúkdómur í sama skilningi og líkamlegir sjúkdómar. Þessi ákvörðun hefur verið umdeild og er nú fyrir dómstólum, þar sem hún er sögð stuðla að mismunun og því að viðhalda fordómum gagnvart geðsjúkdómum. Jafnframt er bent á að útilokunin brjóti gegn stjórnarskránni, sem tryggir rétt á jafnri vernd og meðferð án mismununar, auk þess að vernda líf, frelsi og öryggi einstaklinga. Það er því ekki svo að allir muni fá dánaraðstoð! Börn og dánaraðstoð Því miður fá börn líka illvíga sjúkdóma, svo sem krabbamein. Árið 2023 voru lögin í Hollandi útvíkkuð til að veita börnum undir 12 ára með lífsógnandi sjúkdóma og sem upplifa óbærilegar þjáningar, rétt á dánaraðstoð ef líknarmeðferð getur ekki linað þjáningar þeirra. Breytingin var gerð með það fyrir augum að virða sjálfræði og mannréttindi ungra sjúklinga í erfiðustu aðstæðum. Áætlað er að lögin nái til um 5-10 barna í Hollandi á ári. Í yfirlýsingu hollensku ríkisstjórnarinnar var þetta skýrt á eftirfarandi hátt: „Að enda lífið er eini skynsamlegi kosturinn gegn óbærilegum og vonlausum þjáningum barnsins.“ Sjálfsvíg og dánaraðstoð “Eigum við að aðstoða ákveðna sjúklingahópa við sjálfsvíg á meðan við reynum að koma í veg fyrir það hjá öðrum hópum?” var spurt í viðtölunum, og jafnframt var bent á að fyrst þurfi að gera betur í að lina þjáningar fólks þannig að fólk sjái ekki dánaraðstoð sem einu leiðina út úr þjáningum. Sjúklingur með ólæknandi sjúkdóm vill ekki endilega deyja, hann treystir sér einfaldlega ekki til að lifa áfram vegna óbærilegra þjáninga eða verulega skertra lífsgæða. Dánaraðstoð er ekki einföld lausn sem stendur öllum til boða. Það er ekki nægilegt að einstaklingur vilji deyja; hann þarf að uppfylla mjög ströng skilyrði. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru strangar reglur og virkt eftirlit til að tryggja að aðeins þeir sem uppfylla þessi skilyrði fái aðgang að úrræðinu. Þetta er því ekki „auðveld leið út úr lífinu“, eins og fullyrt er. Sjálfsvíg, á hinn bóginn, stafar oft af sálrænum sársauka og örvæntingu. Einstaklingurinn nær ekki að njóta lífsins eða sér enga von um betri framtíð. Dánaraðstoð og sjálfsvíg eru því í grundvallaratriðum ólík fyrirbæri, bæði hugfræðilega, læknisfræðilega, siðferðilega og lagalega. Flestir þeirra sem fá dánaraðstoð eru langveikir af ólæknandi sjúkdómum og hafa upplifað þjáningar sem líknarmeðferð hefur ekki getað linað. Á málþingi Lífsvirðingar þann 18. október síðastliðinn benti Sylvan Luley frá samtökunum Dignitas í Sviss á að fjöldi sjálfsvíga hafi fækkað úr 1.500 tilvikum niður í um 1.000 á árunum 1995-2014, á sama tíma og fjöldi þeirra sem fengu dánaraðstoð jókst. Þetta gefur til kynna að dánaraðstoð geti dregið úr sjálfsvígum með því að bjóða úrræði fyrir þá sem þjást óbærilega af sjúkdómum. Eitt af fjórum yfirlýstum markmiðum Dignitas er einmitt að sporna gegn sjálfsvígum. Heilbrigðiskerfið er svo illa statt að við getum ekki leyft dánaraðstoð Steinunn og Katrín Edda benda báðar á að heilbrigðiskerfi sé ekki nógu öflugt til að geta bætt við sig þjónustu við dánaraðstoð. Þær segja að góð þjónusta fyrir alla sé ekki fyrir hendi. Líknandi meðferð sé fjársvelt og nái ekki til allra. Geðheilbrigðisþjónustan sé óburðug og skortur sé á sjúkrarúmum. Ég tek undir þessa gagnrýni á heilbrigðiskerfið og er sammála því að við þurfum að styrkja og bæta úr kerfinu til að tryggja öllum þá þjónustu sem þeir þurfa. En þó að heilbrigðiskerfið sé veikburða í núverandi ástandi, útilokar það ekki möguleikann á að veita dánaraðstoð þeim sem þjást óbærilega. Endurvekja lífsskrána Ég styð heilshugar málflutning Steinunnar og Katrínar Eddu um að endurvekja lífsskrána. Gott væri að gera hana rafræna, til dæmis í gegnum Heilsuveruna, þar sem einstaklingar gætu sjálfir breytt skráningu sinni á einfaldan hátt, svipað og þegar kemur að líffæragjöf. Þetta myndi gera þeim kleift að gefa skýr og ótvíræð fyrirmæli um hvernig skuli bregðast við í tilteknum aðstæðum varðandi líf þeirra og heilsu. Slík rafræn lífsskrá myndi auðvelda aðstandendum og heilbrigðisstarfsfólki að virða vilja einstaklingsins. Lífslokameðferð og dánaraðstoð Við lífslokameðferð hér á landi er oft beitt þeirri aðferð að sjúklingurinn fær ekki mat né vökva og engin lyf önnur en róandi lyf og verkjalyf. Það getur tekið frá nokkrum klukkutímum og upp í nokkra daga fyrir sjúklinginn að deyja en okkur hafa þó borist frásagnir af aðstæðum þar sem dauðastríðið stóð yfir í marga daga og jafnvel vikur. Lífsvirðingu hafa borist tugir frásagna þar sem aðstandendur lýsa afar neikvæðri reynslu af lífslokameðferð. Formaður Læknafélagsins leggur áherslu á að þetta sé ekki líknardráp heldur sé fólki leyft að „deyja með reisn án þjáninga“. Lífsvirðing telur að dánaraðstoð ætti að vera hluti af lífslokameðferð, þannig að einstaklingar hafi raunverulegan möguleika á að velja lífslok sín sjálfir þegar þjáningarnar verða óbærilegar og önnur úrræði bjóða ekki upp á fullnægjandi líkn. Það eru mannréttindi að hafa þann valkost að óska eftir dánaraðstoð í slíkum aðstæðum. Höfundur er stofnandi Lífsvirðingar og situr í stjórn félagsins. Greinar tengdar málefninu: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-30-danaradstod-eg-tel-thetta-bara-vera-mannrettindamal-425986 https://www.visir.is/g/20242628581d/allt-sem-thu-vilt-vita-um-danaradstod https://www.visir.is/g/20242580317d/afstada-folks-med-fotlun-til-danaradstodar https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/05/15/77_prosent_vilja_leyfa_danaradstod/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 29. október sýndi RÚV Kveiksþátt um dánaraðstoð, sem vakti viðbrögð úr heilbrigðisstéttum. Fyrst má nefna viðtal við Steinunni Þórðardóttur, formann Læknafélagsins, í Speglinum. Þá var einnig rætt við Katrínu Eddu Snjólaugsdóttur, sérfræðing í líknandi hjúkrunarmeðferð, í þættinum Samfélagið. Ég vil bregðast við nokkrum mikilvægum atriðum í málflutningi þeirra. Steinunn lýsir áhyggjum af því að ef dánaraðstoð verði leyfð verði ekki aftur snúið, sem getur leitt til þess að allskonar hópar fái aðgengi að dánaraðstoð. Hún nefnir meðal annars fólk með heilabilun, börn, fólk með geðræn vandamál og einstaklinga með einhverfu. Einnig fullyrðir hún að lögleiðing dánaraðstoðar geti leitt til víðtækrar misnotkunar og stjórnleysis. Sjálfsákvörðunarrétturinn Þegar rétturinn til sjálfsákvörðunar er virtur með því að leyfa fólki að ráða eigin lífslokum, er í raun verið að styrkja mannréttindi. Því er eðlilegt að ekki verði aftur snúið þegar slíkur réttur hefur verið innleiddur. Í löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleidd eru í gildi ströng skilyrði og ýmsar öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir misnotkun. Lögin krefjast þess að beiðni um dánaraðstoð sé sjálfviljug og án þrýstings frá öðrum. Enginn annar en einstaklingurinn sjálfur getur óskað eftir dánaraðstoð. Hann þarf að vera hæfur til að slíka ákvörðun og fleiri en einn læknir þarf að leggja mat á líkamlegt og andlegt ástand hans. Rannsóknir frá löndum eins og Belgíu, Hollandi og Kanada sýna engin merki um misnotkun eða þvingun og staðfesta að dánaraðstoð er framkvæmd með virðingu fyrir sjálfræði einstaklingsins. Það munu bara allir fá dánaraðstoð! Undirritaður birti grein 1. október síðastliðinn þar sem fjallað var um þá hópa sem áhyggjurnar beinast að í umræðunni um dánaraðstoð. Í hollensku lögunum er sérstök áhersla lögð á réttindi viðkvæmra hópa eins og fatlaðra og aldraðra. Í lögunum er skýrt tekið fram að dánaraðstoð er einungis veitt þegar einstaklingurinn hefur sjálfur tekið sjálfstæða og upplýsta ákvörðun, án nokkurs þrýstings frá aðstandendum eða öðrum. Í Kanada eiga einstaklingar með geðræn vandamál þess ekki kost að fá dánaraðstoð þar sem þingið hefur ályktað að geðsjúkdómar séu ekki sjúkdómur í sama skilningi og líkamlegir sjúkdómar. Þessi ákvörðun hefur verið umdeild og er nú fyrir dómstólum, þar sem hún er sögð stuðla að mismunun og því að viðhalda fordómum gagnvart geðsjúkdómum. Jafnframt er bent á að útilokunin brjóti gegn stjórnarskránni, sem tryggir rétt á jafnri vernd og meðferð án mismununar, auk þess að vernda líf, frelsi og öryggi einstaklinga. Það er því ekki svo að allir muni fá dánaraðstoð! Börn og dánaraðstoð Því miður fá börn líka illvíga sjúkdóma, svo sem krabbamein. Árið 2023 voru lögin í Hollandi útvíkkuð til að veita börnum undir 12 ára með lífsógnandi sjúkdóma og sem upplifa óbærilegar þjáningar, rétt á dánaraðstoð ef líknarmeðferð getur ekki linað þjáningar þeirra. Breytingin var gerð með það fyrir augum að virða sjálfræði og mannréttindi ungra sjúklinga í erfiðustu aðstæðum. Áætlað er að lögin nái til um 5-10 barna í Hollandi á ári. Í yfirlýsingu hollensku ríkisstjórnarinnar var þetta skýrt á eftirfarandi hátt: „Að enda lífið er eini skynsamlegi kosturinn gegn óbærilegum og vonlausum þjáningum barnsins.“ Sjálfsvíg og dánaraðstoð “Eigum við að aðstoða ákveðna sjúklingahópa við sjálfsvíg á meðan við reynum að koma í veg fyrir það hjá öðrum hópum?” var spurt í viðtölunum, og jafnframt var bent á að fyrst þurfi að gera betur í að lina þjáningar fólks þannig að fólk sjái ekki dánaraðstoð sem einu leiðina út úr þjáningum. Sjúklingur með ólæknandi sjúkdóm vill ekki endilega deyja, hann treystir sér einfaldlega ekki til að lifa áfram vegna óbærilegra þjáninga eða verulega skertra lífsgæða. Dánaraðstoð er ekki einföld lausn sem stendur öllum til boða. Það er ekki nægilegt að einstaklingur vilji deyja; hann þarf að uppfylla mjög ströng skilyrði. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru strangar reglur og virkt eftirlit til að tryggja að aðeins þeir sem uppfylla þessi skilyrði fái aðgang að úrræðinu. Þetta er því ekki „auðveld leið út úr lífinu“, eins og fullyrt er. Sjálfsvíg, á hinn bóginn, stafar oft af sálrænum sársauka og örvæntingu. Einstaklingurinn nær ekki að njóta lífsins eða sér enga von um betri framtíð. Dánaraðstoð og sjálfsvíg eru því í grundvallaratriðum ólík fyrirbæri, bæði hugfræðilega, læknisfræðilega, siðferðilega og lagalega. Flestir þeirra sem fá dánaraðstoð eru langveikir af ólæknandi sjúkdómum og hafa upplifað þjáningar sem líknarmeðferð hefur ekki getað linað. Á málþingi Lífsvirðingar þann 18. október síðastliðinn benti Sylvan Luley frá samtökunum Dignitas í Sviss á að fjöldi sjálfsvíga hafi fækkað úr 1.500 tilvikum niður í um 1.000 á árunum 1995-2014, á sama tíma og fjöldi þeirra sem fengu dánaraðstoð jókst. Þetta gefur til kynna að dánaraðstoð geti dregið úr sjálfsvígum með því að bjóða úrræði fyrir þá sem þjást óbærilega af sjúkdómum. Eitt af fjórum yfirlýstum markmiðum Dignitas er einmitt að sporna gegn sjálfsvígum. Heilbrigðiskerfið er svo illa statt að við getum ekki leyft dánaraðstoð Steinunn og Katrín Edda benda báðar á að heilbrigðiskerfi sé ekki nógu öflugt til að geta bætt við sig þjónustu við dánaraðstoð. Þær segja að góð þjónusta fyrir alla sé ekki fyrir hendi. Líknandi meðferð sé fjársvelt og nái ekki til allra. Geðheilbrigðisþjónustan sé óburðug og skortur sé á sjúkrarúmum. Ég tek undir þessa gagnrýni á heilbrigðiskerfið og er sammála því að við þurfum að styrkja og bæta úr kerfinu til að tryggja öllum þá þjónustu sem þeir þurfa. En þó að heilbrigðiskerfið sé veikburða í núverandi ástandi, útilokar það ekki möguleikann á að veita dánaraðstoð þeim sem þjást óbærilega. Endurvekja lífsskrána Ég styð heilshugar málflutning Steinunnar og Katrínar Eddu um að endurvekja lífsskrána. Gott væri að gera hana rafræna, til dæmis í gegnum Heilsuveruna, þar sem einstaklingar gætu sjálfir breytt skráningu sinni á einfaldan hátt, svipað og þegar kemur að líffæragjöf. Þetta myndi gera þeim kleift að gefa skýr og ótvíræð fyrirmæli um hvernig skuli bregðast við í tilteknum aðstæðum varðandi líf þeirra og heilsu. Slík rafræn lífsskrá myndi auðvelda aðstandendum og heilbrigðisstarfsfólki að virða vilja einstaklingsins. Lífslokameðferð og dánaraðstoð Við lífslokameðferð hér á landi er oft beitt þeirri aðferð að sjúklingurinn fær ekki mat né vökva og engin lyf önnur en róandi lyf og verkjalyf. Það getur tekið frá nokkrum klukkutímum og upp í nokkra daga fyrir sjúklinginn að deyja en okkur hafa þó borist frásagnir af aðstæðum þar sem dauðastríðið stóð yfir í marga daga og jafnvel vikur. Lífsvirðingu hafa borist tugir frásagna þar sem aðstandendur lýsa afar neikvæðri reynslu af lífslokameðferð. Formaður Læknafélagsins leggur áherslu á að þetta sé ekki líknardráp heldur sé fólki leyft að „deyja með reisn án þjáninga“. Lífsvirðing telur að dánaraðstoð ætti að vera hluti af lífslokameðferð, þannig að einstaklingar hafi raunverulegan möguleika á að velja lífslok sín sjálfir þegar þjáningarnar verða óbærilegar og önnur úrræði bjóða ekki upp á fullnægjandi líkn. Það eru mannréttindi að hafa þann valkost að óska eftir dánaraðstoð í slíkum aðstæðum. Höfundur er stofnandi Lífsvirðingar og situr í stjórn félagsins. Greinar tengdar málefninu: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-30-danaradstod-eg-tel-thetta-bara-vera-mannrettindamal-425986 https://www.visir.is/g/20242628581d/allt-sem-thu-vilt-vita-um-danaradstod https://www.visir.is/g/20242580317d/afstada-folks-med-fotlun-til-danaradstodar https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/05/15/77_prosent_vilja_leyfa_danaradstod/
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun