Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 11:31 Strandveiðar eru ekki bara kjölfesta í mörgum sjávarbyggðum heldur líka mikil menningarverðmæti sem ber að stórefla fyrir atvinnuöryggi og möguleika komandi kynslóða til að stunda sjósókn á eigin forsendum án þess að gerast leiguliðar stórútgerðarinnar sem hefur yfir að ráða milli 80 til 90% allra aflaheimilda í dag. Treystum Flokki fólksins til góðra verka. Ég hef nú tekið slaginn og er í framboði með Flokki fólksins sem er eini flokkurinn á Alþingi sem hefur á þessu kjörtímabili staðið með eflingu strandveiða og á móti kvótasetningu á grásleppu með framsali og braski sem veikir enn frekar strandveiðikerfið. Það verður að stöðva þessa sífelldu samþjöppun í fiskveiðistjórnunarkerfinu og efla fjölskyldufyrirtæki í smábátaútgerð um land allt. Verðmæti strandveiða. Á þessu ári var verðmæti strandveiðiafla um 5 milljarðar króna sem sýnir mikilvægi framlags þessarar atvinnugreinar til samfélagsins og þeirrar byggðafestu sem henni fylgir. Um 700 fjölskyldur byggja hluta afkomu sinnar af veiðunum og fjöldi afleiddra starfa verða til hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum í formi ýmiss konar verslunar og þjónustu. Þessi atvinnugrein hefur verið mikilvæg lífæð fyrir sjávarbyggðir víðsvegar um land. Sköðum ekki lífríki sjávar. Dragnótaveiðar á grunnslóð eiga ekki rétt á sér. Dragnótaveiðar skaða verulega sjávarbotninn og eyðileggja hrygningar- og uppvaxtarsvæði fiskistofna. Slíkar veiðar hafa verið leyfðar í Faxaflóa sem er viðkvæmt uppvaxtar og hrygningasvæði margra fiskistofna og þær munu skilja eftir sig til lengri tíma auðn, tóm og fiskleysi. Það er ekki hægt að réttlæta stórvirk þung botndræg veiðarfæri á grunnslóð eins og leyft hefur verið. Þetta þarf að stoppa strax. Sjálfbærar umhverfisvænar veiðar. Handfæraveiðar eru vistvænar og geta ekki valdið ofveiði eða raskað sjávarlífríkinu. Þær viðhalda öflugri strandveiðimenningu um land allt og styðja við ferðaþjónustu og skapa verðmæt störf í heimabyggð. Strandveiðar eru umhverfisvænar og hægt er að nota rafdrifin veiðarfæri og verið er að þróa umhverfisvæna orkugjafa fyrir strandveiðibáta. Í dag er olíueyðsla á hvert kíló af veiddum fiski minni vegna strandveiða, en vegna togveiða. Þjóðin styður öflugar strandveiðar. Í könnun Matvælaráðuneytisins sem gerð var í tengslum við verkefnið „Auðlindin okkar“ kom fram að 72% þjóðarinnar styðji eflingu strandveiða og að aflaheimildir til þeirra verði auknar verulega svo hægt sé að stunda að lágmarki 48 daga á sumri eins og alltaf var ætlunin. Undanfarið hafa veiðarnar verið stöðvaðar um mitt sumar sem er óásættanlegt og veldur eðlilega óánægju og togstreitu á milli landshluta þar sem fiskgengd er mismunandi á milli svæða. Það er mikilvægt að þingheimur hlusti á þjóðina og fari að vilja hennar. Flokkur fólksins mun berjast af alefli fyrir eflingu smábátaútgerðar, réttlæti í sjávarútvegi og vernda sjávarbyggðirnar. Höfundur skipar 2. sæti hjá Flokk fólksins í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Sjávarútvegur Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Sjá meira
Strandveiðar eru ekki bara kjölfesta í mörgum sjávarbyggðum heldur líka mikil menningarverðmæti sem ber að stórefla fyrir atvinnuöryggi og möguleika komandi kynslóða til að stunda sjósókn á eigin forsendum án þess að gerast leiguliðar stórútgerðarinnar sem hefur yfir að ráða milli 80 til 90% allra aflaheimilda í dag. Treystum Flokki fólksins til góðra verka. Ég hef nú tekið slaginn og er í framboði með Flokki fólksins sem er eini flokkurinn á Alþingi sem hefur á þessu kjörtímabili staðið með eflingu strandveiða og á móti kvótasetningu á grásleppu með framsali og braski sem veikir enn frekar strandveiðikerfið. Það verður að stöðva þessa sífelldu samþjöppun í fiskveiðistjórnunarkerfinu og efla fjölskyldufyrirtæki í smábátaútgerð um land allt. Verðmæti strandveiða. Á þessu ári var verðmæti strandveiðiafla um 5 milljarðar króna sem sýnir mikilvægi framlags þessarar atvinnugreinar til samfélagsins og þeirrar byggðafestu sem henni fylgir. Um 700 fjölskyldur byggja hluta afkomu sinnar af veiðunum og fjöldi afleiddra starfa verða til hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum í formi ýmiss konar verslunar og þjónustu. Þessi atvinnugrein hefur verið mikilvæg lífæð fyrir sjávarbyggðir víðsvegar um land. Sköðum ekki lífríki sjávar. Dragnótaveiðar á grunnslóð eiga ekki rétt á sér. Dragnótaveiðar skaða verulega sjávarbotninn og eyðileggja hrygningar- og uppvaxtarsvæði fiskistofna. Slíkar veiðar hafa verið leyfðar í Faxaflóa sem er viðkvæmt uppvaxtar og hrygningasvæði margra fiskistofna og þær munu skilja eftir sig til lengri tíma auðn, tóm og fiskleysi. Það er ekki hægt að réttlæta stórvirk þung botndræg veiðarfæri á grunnslóð eins og leyft hefur verið. Þetta þarf að stoppa strax. Sjálfbærar umhverfisvænar veiðar. Handfæraveiðar eru vistvænar og geta ekki valdið ofveiði eða raskað sjávarlífríkinu. Þær viðhalda öflugri strandveiðimenningu um land allt og styðja við ferðaþjónustu og skapa verðmæt störf í heimabyggð. Strandveiðar eru umhverfisvænar og hægt er að nota rafdrifin veiðarfæri og verið er að þróa umhverfisvæna orkugjafa fyrir strandveiðibáta. Í dag er olíueyðsla á hvert kíló af veiddum fiski minni vegna strandveiða, en vegna togveiða. Þjóðin styður öflugar strandveiðar. Í könnun Matvælaráðuneytisins sem gerð var í tengslum við verkefnið „Auðlindin okkar“ kom fram að 72% þjóðarinnar styðji eflingu strandveiða og að aflaheimildir til þeirra verði auknar verulega svo hægt sé að stunda að lágmarki 48 daga á sumri eins og alltaf var ætlunin. Undanfarið hafa veiðarnar verið stöðvaðar um mitt sumar sem er óásættanlegt og veldur eðlilega óánægju og togstreitu á milli landshluta þar sem fiskgengd er mismunandi á milli svæða. Það er mikilvægt að þingheimur hlusti á þjóðina og fari að vilja hennar. Flokkur fólksins mun berjast af alefli fyrir eflingu smábátaútgerðar, réttlæti í sjávarútvegi og vernda sjávarbyggðirnar. Höfundur skipar 2. sæti hjá Flokk fólksins í NV kjördæmi.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun