Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar 4. nóvember 2024 11:02 Í hverjum mánuði vinnum við stóran hluta af okkar tíma fyrir aðra. Fyrstu 10 daga mánaðarins vinnur meðal Íslendingur einungis til þess að greiða sína skatta – ríkið tekur sinn skerf af ávöxtum erfiðisins. Næstu 5 daga vinnur hann fyrir bankann sem tekur sína vexti af húsnæðisláninu. Síðan fara að meðaltali 2 dagar í að greiða bílalánið. Þá fara 2 dagar til bæjarfélagsins eða borgarinnar í fasteignagjöld. Eftir það greiðir Íslendingurinn fyrir aðgang að auðlindum landsins, hita og rafmagni, í 2 daga. Að lokum eru aðeins um 9 dagar eftir þar sem Íslendingurinn vinnur fyrir sjálfan sig. En þá á eftir að skoða hversu margir dagar tapast þegar við eyðum þeim fjármunum sem eftir standa. Þessi skipting vekur spurningar um frelsi einstaklingsins til að njóta ávaxta vinnu sinnar. Skattheimta og skyldugreiðslur eru nauðsynlegar til að viðhalda samfélagslegum innviðum, en það er mikilvægt að íhuga hvort jafnvægið sé rétt. Miðflokkurinn berst gegn því sem hann telur óhóflega og ósanngjarna skattheimtu, þar sem alvarlegar brotalamir í kerfinu valda mismunun milli þjóðfélagshópa og landshluta. Til dæmis verða eldri borgarar oft fyrir barðinu á ósanngjörnu skattkerfi. Það er ekkert eðlilegt við það að einstaklingar sem hafa lagt hvað mest til samfélagsins alla sína starfsævi, nái ekki endum saman þegar komið er að efri árum. Þeir ættu að njóta ávaxta ævistarfs síns í stað þess að lifa við fjárhagslegt óöryggi. Það er grundvallaratriði að skattkerfið hvetji til sparnaðar og verðmætasköpunar. Með því að hækka frítekjumark atvinnutekna eldri borgara í 500.000 kr. á mánuði og frítekjumark lífeyrissjóðsgreiðslna í 125.000 kr. á mánuði, eykst frelsi einstaklinga til að nýta fjárhagslegt afl sitt og gera betur við sig og fjölskyldur sínar. Þetta stuðlar að auknu vinnuframlagi þeirra sem hafa vilja og getu, en bætir jafnframt fjárhag lífeyrissjóða og eykur þjóðarframleiðslu og skatttekjur. Miðflokkurinn leggur einnig til að lífeyrir og hliðstæðar bætur frá Tryggingastofnun verði miðaðar við umsamin lágmarkslaun og hækki í takt við launavísitölu. Þetta tryggir að eldri borgarar og öryrkjar, haldi kaupmætti sínum og komi í veg fyrir mismunun á þeim grundvelli. Aukin skattlagning er oft eins og að setja plástur á sár; hún dregur úr verknum til skamms tíma, en læknar ekki sárið sjálft. Á meðan rót vandans; óskilvirk kerfi og flókin verkferli eru látin óáreitt, halda vandamálin áfram að grassera. Þess í stað ættum við að líta á skattkerfið eins og ósamstilltan vélbúnað. Ef eitt tannhjól virkar ekki rétt, þá er lausnin ekki að keyra vélina hraðar (með aukinni skattheimtu), heldur að laga og hagræða í kerfinu þannig að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Með því að bæta skilvirkni innan opinbera kerfisins, einfalda verkferla og nýta fjármagn betur er hægt að skapa samfélag þar sem minni þörf er fyrir aukna skattheimtu. Við þurfum að sjá stóru myndina – Kerfið sjálft þarf að virka betur til þess að einstaklingar og fyrirtæki geti þrifist. Með réttlátara skattkerfi, markvissari nýtingu fjármuna og hvata til sparnaðar getum við tryggt efnahagslegt frelsi sem virkar fyrir alla, ekki bara bráðabirgðalausnir sem sjúga enn meira úr pyngju fólksins. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur og skipar 18. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í hverjum mánuði vinnum við stóran hluta af okkar tíma fyrir aðra. Fyrstu 10 daga mánaðarins vinnur meðal Íslendingur einungis til þess að greiða sína skatta – ríkið tekur sinn skerf af ávöxtum erfiðisins. Næstu 5 daga vinnur hann fyrir bankann sem tekur sína vexti af húsnæðisláninu. Síðan fara að meðaltali 2 dagar í að greiða bílalánið. Þá fara 2 dagar til bæjarfélagsins eða borgarinnar í fasteignagjöld. Eftir það greiðir Íslendingurinn fyrir aðgang að auðlindum landsins, hita og rafmagni, í 2 daga. Að lokum eru aðeins um 9 dagar eftir þar sem Íslendingurinn vinnur fyrir sjálfan sig. En þá á eftir að skoða hversu margir dagar tapast þegar við eyðum þeim fjármunum sem eftir standa. Þessi skipting vekur spurningar um frelsi einstaklingsins til að njóta ávaxta vinnu sinnar. Skattheimta og skyldugreiðslur eru nauðsynlegar til að viðhalda samfélagslegum innviðum, en það er mikilvægt að íhuga hvort jafnvægið sé rétt. Miðflokkurinn berst gegn því sem hann telur óhóflega og ósanngjarna skattheimtu, þar sem alvarlegar brotalamir í kerfinu valda mismunun milli þjóðfélagshópa og landshluta. Til dæmis verða eldri borgarar oft fyrir barðinu á ósanngjörnu skattkerfi. Það er ekkert eðlilegt við það að einstaklingar sem hafa lagt hvað mest til samfélagsins alla sína starfsævi, nái ekki endum saman þegar komið er að efri árum. Þeir ættu að njóta ávaxta ævistarfs síns í stað þess að lifa við fjárhagslegt óöryggi. Það er grundvallaratriði að skattkerfið hvetji til sparnaðar og verðmætasköpunar. Með því að hækka frítekjumark atvinnutekna eldri borgara í 500.000 kr. á mánuði og frítekjumark lífeyrissjóðsgreiðslna í 125.000 kr. á mánuði, eykst frelsi einstaklinga til að nýta fjárhagslegt afl sitt og gera betur við sig og fjölskyldur sínar. Þetta stuðlar að auknu vinnuframlagi þeirra sem hafa vilja og getu, en bætir jafnframt fjárhag lífeyrissjóða og eykur þjóðarframleiðslu og skatttekjur. Miðflokkurinn leggur einnig til að lífeyrir og hliðstæðar bætur frá Tryggingastofnun verði miðaðar við umsamin lágmarkslaun og hækki í takt við launavísitölu. Þetta tryggir að eldri borgarar og öryrkjar, haldi kaupmætti sínum og komi í veg fyrir mismunun á þeim grundvelli. Aukin skattlagning er oft eins og að setja plástur á sár; hún dregur úr verknum til skamms tíma, en læknar ekki sárið sjálft. Á meðan rót vandans; óskilvirk kerfi og flókin verkferli eru látin óáreitt, halda vandamálin áfram að grassera. Þess í stað ættum við að líta á skattkerfið eins og ósamstilltan vélbúnað. Ef eitt tannhjól virkar ekki rétt, þá er lausnin ekki að keyra vélina hraðar (með aukinni skattheimtu), heldur að laga og hagræða í kerfinu þannig að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Með því að bæta skilvirkni innan opinbera kerfisins, einfalda verkferla og nýta fjármagn betur er hægt að skapa samfélag þar sem minni þörf er fyrir aukna skattheimtu. Við þurfum að sjá stóru myndina – Kerfið sjálft þarf að virka betur til þess að einstaklingar og fyrirtæki geti þrifist. Með réttlátara skattkerfi, markvissari nýtingu fjármuna og hvata til sparnaðar getum við tryggt efnahagslegt frelsi sem virkar fyrir alla, ekki bara bráðabirgðalausnir sem sjúga enn meira úr pyngju fólksins. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur og skipar 18. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar