Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar 31. október 2024 15:17 Það er svo augljóst að það er útlendingavandamál á Íslandi. Ég segi það ekki af því að ég er haldinn einhverri útlendingaandúð, ég er það alls ekki. Konan mín, mágkona, amma mín heitin, maður móður minnar og kona föður míns eru öll útlendingar. En að sjá ekki vandann er ekkert annað en að stinga höfðinu ofan í sandinn. Vandamálið snýr að því hve hræðilega illa gengur að fá innflytjendur til þess að tileinka sér tungu heimamanna, raunar svo mjög að samkvæmt nýrri skýrslu frá OECD þá gengur það hvergi verr í heiminum en hér. Stöðugt er verið að ýta íslenskunni út út um allt. Sífellt fleiri vinnustaðir vinna ekki lengur á íslensku og mjög víða er þjónusta ekki lengur aðgengileg á íslensku. Ég hef kynnst og vingast við fjöldann allan af innflytjendum í hinum ýmsu störfum sem ég hef sinnt í ferðaþjónustu og í byggingariðnaði. Mín reynsla hefur verið sú að mikill meirihluti innflytjenda sem ég hef kynnst hefur lítinn áhuga á að læra íslensku. Viðhorfið ,,til hvers að læra og tala íslensku þegar að allir hér kunna ensku" er verulega útbreitt. Nú er svo komið að þetta ömurlega viðhorf er einnig orðið algengt hjá fjöldann allan af fyrirtækjum í landinu og meira að segja hjá sumum sveitarfélögum. Þessi þróun er að eiga sér stað á ógnarhraða. Breytingar á íbúasamsetningu þessa lands eru einnig að breytast með ógnarhraða, hraðar en í nokkru öðru landi samkvæmt OECD. Ef fram fer sem horfir þá verða Íslendingar komnir í minnihluta árið 2039 ef miðað er við fjölgun útlendinga á síðustu tveimur árum. Hvað verður um íslenskuna þá? Það stefnir í að íslensk tunga verður aðeins til heimabrúks hjá litlum frumbyggjaminnihlutahópi. Er það ekki vandamál? Höfundur er leiðsögumaður, skógfræðingur og húsasmíðanemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það er svo augljóst að það er útlendingavandamál á Íslandi. Ég segi það ekki af því að ég er haldinn einhverri útlendingaandúð, ég er það alls ekki. Konan mín, mágkona, amma mín heitin, maður móður minnar og kona föður míns eru öll útlendingar. En að sjá ekki vandann er ekkert annað en að stinga höfðinu ofan í sandinn. Vandamálið snýr að því hve hræðilega illa gengur að fá innflytjendur til þess að tileinka sér tungu heimamanna, raunar svo mjög að samkvæmt nýrri skýrslu frá OECD þá gengur það hvergi verr í heiminum en hér. Stöðugt er verið að ýta íslenskunni út út um allt. Sífellt fleiri vinnustaðir vinna ekki lengur á íslensku og mjög víða er þjónusta ekki lengur aðgengileg á íslensku. Ég hef kynnst og vingast við fjöldann allan af innflytjendum í hinum ýmsu störfum sem ég hef sinnt í ferðaþjónustu og í byggingariðnaði. Mín reynsla hefur verið sú að mikill meirihluti innflytjenda sem ég hef kynnst hefur lítinn áhuga á að læra íslensku. Viðhorfið ,,til hvers að læra og tala íslensku þegar að allir hér kunna ensku" er verulega útbreitt. Nú er svo komið að þetta ömurlega viðhorf er einnig orðið algengt hjá fjöldann allan af fyrirtækjum í landinu og meira að segja hjá sumum sveitarfélögum. Þessi þróun er að eiga sér stað á ógnarhraða. Breytingar á íbúasamsetningu þessa lands eru einnig að breytast með ógnarhraða, hraðar en í nokkru öðru landi samkvæmt OECD. Ef fram fer sem horfir þá verða Íslendingar komnir í minnihluta árið 2039 ef miðað er við fjölgun útlendinga á síðustu tveimur árum. Hvað verður um íslenskuna þá? Það stefnir í að íslensk tunga verður aðeins til heimabrúks hjá litlum frumbyggjaminnihlutahópi. Er það ekki vandamál? Höfundur er leiðsögumaður, skógfræðingur og húsasmíðanemi
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar