Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 31. október 2024 07:03 Um áramót eiga heimili að fara að greiða fullt sorphirðugjald samkvæmt nýjum lögum sem þá taka gildi. Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir íbúa sveitarfélagsins hins vegar fara sjálfir með úrganginn á grenndarstöðvar og þannig séu allir að spara pening til að borga minna. „Ég er sjálfur alinn upp í Breiðholtinu. Þar sem á ganginum var bara eitt rör sem maður henti öllu ruslinu í og ekkert var flokkað. Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt,“ segir Haraldur Þór Jónsson oddviti hjá Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Og hálf brosir af minningunni. Því svona fyrirkomulag fyrir sorpið er eitthvað svo fjarlægt í dag. En við vorum alin svona upp í áratugi. Og enn erum við að fara út í búð jafnvel oft á dag og kaupa alls konar vörur. Mat, sælgæti, skyndibita, heimilistæki og svo framvegis. Úrgangurinn heima hjá okkur er meira að segja svo mikill að við erum með miklu meiri mat en við þurfum. Þess vegna er verið að henda svona miklum mat.“ En svo sannarlega eru breytingar framundan. Og hjá sumum eru þessar breytingar þegar orðnar að veruleika. „Núna fara okkar íbúar sjálfir með lífræna úrganginn sinn á safnstöðvarnar okkar. Í fötum með loki, skila þeim og fá nýjar. Og það má segja að þetta hafi gengið framar vonum því íbúarnir eru mjög ánægðir með fyrirkomulagið,“ segir Haraldur.Þann 1.janúar næstkomandi taka í gildi lög sem skylda sveitarfélög til að innheimta raunkostnað af íbúum fyrir sorphirðu. Af því tilefni, rýnir Atvinnulífið í sorphirðumálin í gær og í dag. Gamla kerfið úrelt Haraldur segir auðvitað ekki sömu áskoranir fyrir þéttbýli og dreifbýli. Það breytir því þó ekki að sú leið sem Skeiða og Gnúpverjahreppur er að fara er mjög áhugaverð. Ekki síst með tilliti til þess að frá næstu áramótum, eiga heimili að bera fullan raunkostnað af sorphirðu. „Það er ekki gott þegar fólk engan veginn skilur hvernig sorphirðumálin fúnkera. Því þetta er dýr málaflokkur og mikilvægt að fólk setji hlutina í samhengi. Því þótt við séum alin upp við það að bíll komi bara og sæki ruslið okkar, er það staðreynd að þegar það kemur að umræðum um fasteignagjöld eða sorpgjald og svo framvegis, verða allir brjálaðir yfir því hvað hlutirnir kosta.“ Til að mæta þessu, ákvað hreppurinn að fara nýjar leiðir. En við skulum byrja á því að skilja hvers vegna. „Í okkar tilfelli felst stærsta áskorunin í því að 80% af okkar íbúum eru í dreifbýlisbúsetu,“ útskýrir Haraldur en nefnir um leið að sumarhúsabyggðin sé töluverð í hreppnum en þar er hefur sveitarfélagið ekki skyldur til að sækja sorp. „Við erum með samning við Íslenska gámafélagið sem kemur reglulega til að losa úr tunnum. Enda sama munstur hér lengst af og almennt hefur gilt,“ segir Haraldur en útskýrir að ef fólk vill forðast að greiða hækkandi verð fyrir sorphirðu, þurfa heimilin einfaldlega að brjótast út úr þessu munstri. „Því staðreyndin er sú að þótt flestir vilji gera hlutina vel, er fólk að flokka misvel. Sumir gera það mjög vel og sjá jafnvel um hlutina sjálfir. Á meðan aðrir flokka ekki eins vel og meira og minna allt endar í blandaða úrganginum.“ Gallinn við þetta er þó þessi: „Sem þýðir að þeir sem eru að gera hlutina vel niðurgreiða sorpið fyrir hina sem eru ekki að gera það.“ Annað sem Haraldur segir ekki gott við gamla kerfið er að kostnaðurinn er ekki að endurspegla hvers konar rusl verið er að henda. Ef við horfum á pappír og plast, sem í dag er sótt sjaldnar hjá okkur en almennt rusl, er rosalega dýrt að vera að senda margra tonna bíla til að sækja örfá kíló af plasti og pappír. Því þetta eru þungavigtarbifreiðar sem sækja ruslið og í okkar tillfelli er um 85% af kostnaðinum við pappa og plast að sækja það, einungis 15% er kostnaðurinn við að endurvinna pappann og plastið.“ Í tilfelli Skeiða- og Gnúpverjahrepps var síðan önnur staða sem blasti við: „Við vorum að keyra lífræna úrganginn til Selfoss. Sem er auðvitað ákveðin bilun líka fyrir landbúnaðarsveitarfélag. Því lífrænn úrgangur eru verðmæti og algjör synd að vera ekki að nýta úrganginn fyrir sveitina sjálfa.“ Jarðgerður í áhaldahúsinu sér um að búa til áburð úr lífræna úrganginn sem íbúar skila sjálfir á grenndarstöðina. Flest allar matarleifar og lífræn efni geta farið í vélina. Til dæmis kjöt, fiskur, mjólkurvörur, bjór, ávextir, grænmeti, brauð og kökur, grjón, eggjaskurn, smá bein, rækjuskeljar og fleira. En ekki til dæmis matarolía, maíspokar, stór kjötbein og úrgangur dýra og manna. Jarðgerður Haraldur segir að fyrsta skrefið til umbóta hafi því verið að greina kostnaðarliðina. Þegar því var lokið, var ákveðið að ráðast í tilraunaverkefni. „Sem felur það í sér að nú fer fólk með lífræna úrganginn sjálft í safnstöðvarnar okkar og úrgangurinn er síðan notaður sem áburður fyrir sveitina.“ Það næsta var að tilkynna íbúum um nýjan starfsmann í áhaldahúsinu. Enda segir á vefsíðu sveitarfélagsins: Jarðgerður er nýr starfsmaður í áhaldahúsi, hún er vél og kemur til með að sjá um að breyta lífræna úrganginum okkar í moltu. Í algjöru lykilhlutverki eru fötur fyrir lífrænan úrgang. „Þetta eru bara venjulegar hvítar fötur með loki. Ekkert ósvipaðar málningafötum. En fötur sem rúmast vel undir eldhúsvaskinum eða á eldhúsborðinu. Fólk fyllir þessar fötur og þar sem það er lok á þeim, fylgir engin lykt.“ Þegar fötunum er skilað, sækir fólk sér nýjar og hreinar fötur. „Og það er nóg til af þeim,“ útskýrir Haraldur. Þannig að ef fólk vill taka fleiri en eina fötu þá er það ekkert mál og eins eru þær til í mismunandi stærðum. Þær stærstu 20 lítra. „Þessar fötur kosta sveitafélagið um 110-120 krónur, sem er ekki neitt miðað við kostnaðinn sem felst í því að sækja úrganginn í tunnurnar heim til fólks. Að endurnýja tunnur sem fara að eyðileggjast og svo framvegis, er því ekki dýrt heldur.“ Á safnstöðvunum eru föturnar skolaðar og þrifnar. „Við erum núna að skoða að kaupa einhverjar iðnaðarþvottavélar til að sjá um þann hluta.“ Til að breyta úrganginum í lífrænan áburð fyrir sveitina, nýtir hreppurinn sér vélbúnað frá Pure North Recycling. Haraldur segir íbúana strax hafa tekið vel í breytingarnar. „Þegar nýju lögin taka gildi, virka þau þannig að sveitarfélögin verða að innheimta raunkostnað sorphirðu, en þó ekki meira en það. Sorphirðuinnheimtan má því ekki vera í hagnaðarskyni,“ segir Haraldur en bætir við: „En með því að gera þetta svona, er ákveðinn gjaldahluti fallinn niður að verulegu leyti því fólk sér um þetta sjálft.“ Takk fyrir að bjarga næringarefnum í heimabyggð segir á fötunum sem fólk fer með á grenndarstöðvarnar. Enda segir Haraldur íbúa ánægða með fyrirkomulagið, sem er mun ódýrara fyrir alla en að senda dýra þungavigtarbíla heim að hverju húsi til að sækja lífrænan úrgang og keyra hann síðan langt í burtu. Blæs á gagnrýnisraddir Haraldur segir alla hugsun miðast við það að sorphirðan verði sem sjálfbærust og að sveitarfélagið þarfnist sem minnst af utanaðkomandi þjónustuaðilum. „Það sem er svolítið erfitt eru fyrirtæki því flokkun á rusli frá þeim er almennt ekki nógu góð.“ En eru ekki stundum að slæðast hlutir í lífrænu föturnar sem ekki eiga að gera það? „Jú auðvitað kemur það fyrir. En þá birtum við bara áminningu inn á Facebooksíðu hreppsins um hvað eigi að vera í fötunum og hvað ekki,“ svarar Haraldur og vísar þar til skemmtilegs myndefnis á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem flokkunin og fyrirkomulagið er útskýrt í máli og myndum. Talið berst aftur af fötunum. „Þær skipta svo miklu máli. Því þótt þú myndir gleyma fötu í bílnum þá kemur engin lykt. Þess vegna völdum við fötur frekar en til dæmis bréfpoka. Sem fólk er tilbúið til að greiða dýrum dómi fyrir en geta síðan verið algjört vesen.“ En finnst fólki ekkert vesen að þurfa að sjá um þetta sjálft? „Nei fólk er mjög jákvætt með þetta. Enda horfum bara á hlutina í réttu ljósi: Á hverjum degi erum við flest að keyra frá heimilunum okkar í bílum og keyrum hingað og þangað. Eina breytingin er því að nú tökum við fötu með okkur í bílnum og komum við á næstu grenndarstöð.“ En hvað með gagnrýnisraddir sem eru líklegar til að heyrast. Til dæmis í Reykjavík þar sem ekki allir eru á bílum eða fólk tekur vanalega strætó? Já það er einmitt svo merkilegt við þetta. Því þetta sama fólk getur samt verið að kaupa alls konar hluti til að fara með heim til sín daglega. Alls kyns vörur og jafnvel heimilistæki. Þessa hluti getur það farið með heim til sín en segir það erfiðara að fara með þá þaðan?“ Haraldur bendir á að fólk kaupir alls kyns hluti í búðinni daglega, jafnvel oft á dag. Mat, heimilistæki og alls konar. Það geti ekki verið erfiðara að koma úrganginum frá sér á grenndarstöðvar, fyrst að allir komist nú heim með allar þessar vörur. Málið snúist um gamalt munstur sem við vorum alin upp við en er orðið úrelt. Að þessu sögðu segir Haraldur áskoranirnar auðvitað ekki þær sömu í þéttbýli eða dreifbýli. Miklu máli skipti hins vegar að búa til fyrirkomulag þar sem fólk hefur þann valkost að sjá um hlutina sjálft. Enda sér Haraldur fyrir sér að það verði framtíðin. „Það sem við sjáum fyrir okkur að verði hluti af ávinningi íbúa sem hér búa, er að hér verður sorphirðukostnaðurinn verulega lægri eða helst enginn vegna þess að okkur tekst að útrýma stærstu kostnaðarliðunum. En gerum það með því að brjótast út úr því gamla munstri sem allir hafa verið aldir upp í.“ Annað sem Haraldur bendir á eru verðmætin. „Þetta er vegferð sem íbúarnir okkar eru að taka þátt í. Og ég held að verkefnið hafi nú þegar aukið á núvitund fólks um úrganginn sinn. Því þegar við erum í ábyrgð fyrir úrganginum okkar sjálf, erum við líklegri til að hugsa: Hvaða úrgangur fylgir mér? Annað sem gerist líka í svona vegferð er viðhorfið gagnvart rusli almennt. Því í raun erum við ekki að tala um rusl heldur verðmæti.“ Sjálfbærni Umhverfismál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sorphirða Nýsköpun Tengdar fréttir Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Við setjum plast í tunnuna sem nánast fyllist strax. Þannig að þegar tunnan er full fer fólk að stíga í tunnuna og hoppa á plastinu til að þjappa því niður. Ég þar á meðal,“ segir Börkur Smári Kristinsson, rekstrarstjóri Pure North Recycling. 30. október 2024 07:02 „Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“ „Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU. 7. desember 2022 07:01 Ný tækifæri: Til dæmis skór úr endurunnu sjávarplasti Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans í Opna háskólanum, segir nýsköpun einn af lykilþáttum sjálfbærni, sem um leið þýðir að fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum, geta fyrir víst skapað sér ýmiss ný tækifæri til framtíðar. 9. ágúst 2024 07:01 Bruggað úr úrgangi og nóg að sækja lífrænt sorp á sex vikna fresti Að flokka ruslið rétt getur verið hægara sagt en gert. Margir telja sig gera þetta rétt en tvíeykið í sprotafyrirtækinu Melta veit af eigin raun að svo er ekki. Því Melta er að þróa nýtt, skilvirkt og þægilegt flokkunar- og söfnunarkerfi á lífrænu sorpi. 4. maí 2023 07:00 Jákvæð þróun: Hnattræn losun í hámarki „Við fylgjumst eðilega mest með fréttum um það sem er að gerast hverju sinni. Núna erum við með augun á hamförunum í Grindavík og reglulega sjáum við fréttir á forsíðum um skógarelda erlendis og fleira. Fyrir vikið falla í skuggann upplýsingar um ýmislegt sem þó er að sýna okkur jákvæða þróun,“ segir Halldór Björnsson fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni. 24. janúar 2024 07:01 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Og hálf brosir af minningunni. Því svona fyrirkomulag fyrir sorpið er eitthvað svo fjarlægt í dag. En við vorum alin svona upp í áratugi. Og enn erum við að fara út í búð jafnvel oft á dag og kaupa alls konar vörur. Mat, sælgæti, skyndibita, heimilistæki og svo framvegis. Úrgangurinn heima hjá okkur er meira að segja svo mikill að við erum með miklu meiri mat en við þurfum. Þess vegna er verið að henda svona miklum mat.“ En svo sannarlega eru breytingar framundan. Og hjá sumum eru þessar breytingar þegar orðnar að veruleika. „Núna fara okkar íbúar sjálfir með lífræna úrganginn sinn á safnstöðvarnar okkar. Í fötum með loki, skila þeim og fá nýjar. Og það má segja að þetta hafi gengið framar vonum því íbúarnir eru mjög ánægðir með fyrirkomulagið,“ segir Haraldur.Þann 1.janúar næstkomandi taka í gildi lög sem skylda sveitarfélög til að innheimta raunkostnað af íbúum fyrir sorphirðu. Af því tilefni, rýnir Atvinnulífið í sorphirðumálin í gær og í dag. Gamla kerfið úrelt Haraldur segir auðvitað ekki sömu áskoranir fyrir þéttbýli og dreifbýli. Það breytir því þó ekki að sú leið sem Skeiða og Gnúpverjahreppur er að fara er mjög áhugaverð. Ekki síst með tilliti til þess að frá næstu áramótum, eiga heimili að bera fullan raunkostnað af sorphirðu. „Það er ekki gott þegar fólk engan veginn skilur hvernig sorphirðumálin fúnkera. Því þetta er dýr málaflokkur og mikilvægt að fólk setji hlutina í samhengi. Því þótt við séum alin upp við það að bíll komi bara og sæki ruslið okkar, er það staðreynd að þegar það kemur að umræðum um fasteignagjöld eða sorpgjald og svo framvegis, verða allir brjálaðir yfir því hvað hlutirnir kosta.“ Til að mæta þessu, ákvað hreppurinn að fara nýjar leiðir. En við skulum byrja á því að skilja hvers vegna. „Í okkar tilfelli felst stærsta áskorunin í því að 80% af okkar íbúum eru í dreifbýlisbúsetu,“ útskýrir Haraldur en nefnir um leið að sumarhúsabyggðin sé töluverð í hreppnum en þar er hefur sveitarfélagið ekki skyldur til að sækja sorp. „Við erum með samning við Íslenska gámafélagið sem kemur reglulega til að losa úr tunnum. Enda sama munstur hér lengst af og almennt hefur gilt,“ segir Haraldur en útskýrir að ef fólk vill forðast að greiða hækkandi verð fyrir sorphirðu, þurfa heimilin einfaldlega að brjótast út úr þessu munstri. „Því staðreyndin er sú að þótt flestir vilji gera hlutina vel, er fólk að flokka misvel. Sumir gera það mjög vel og sjá jafnvel um hlutina sjálfir. Á meðan aðrir flokka ekki eins vel og meira og minna allt endar í blandaða úrganginum.“ Gallinn við þetta er þó þessi: „Sem þýðir að þeir sem eru að gera hlutina vel niðurgreiða sorpið fyrir hina sem eru ekki að gera það.“ Annað sem Haraldur segir ekki gott við gamla kerfið er að kostnaðurinn er ekki að endurspegla hvers konar rusl verið er að henda. Ef við horfum á pappír og plast, sem í dag er sótt sjaldnar hjá okkur en almennt rusl, er rosalega dýrt að vera að senda margra tonna bíla til að sækja örfá kíló af plasti og pappír. Því þetta eru þungavigtarbifreiðar sem sækja ruslið og í okkar tillfelli er um 85% af kostnaðinum við pappa og plast að sækja það, einungis 15% er kostnaðurinn við að endurvinna pappann og plastið.“ Í tilfelli Skeiða- og Gnúpverjahrepps var síðan önnur staða sem blasti við: „Við vorum að keyra lífræna úrganginn til Selfoss. Sem er auðvitað ákveðin bilun líka fyrir landbúnaðarsveitarfélag. Því lífrænn úrgangur eru verðmæti og algjör synd að vera ekki að nýta úrganginn fyrir sveitina sjálfa.“ Jarðgerður í áhaldahúsinu sér um að búa til áburð úr lífræna úrganginn sem íbúar skila sjálfir á grenndarstöðina. Flest allar matarleifar og lífræn efni geta farið í vélina. Til dæmis kjöt, fiskur, mjólkurvörur, bjór, ávextir, grænmeti, brauð og kökur, grjón, eggjaskurn, smá bein, rækjuskeljar og fleira. En ekki til dæmis matarolía, maíspokar, stór kjötbein og úrgangur dýra og manna. Jarðgerður Haraldur segir að fyrsta skrefið til umbóta hafi því verið að greina kostnaðarliðina. Þegar því var lokið, var ákveðið að ráðast í tilraunaverkefni. „Sem felur það í sér að nú fer fólk með lífræna úrganginn sjálft í safnstöðvarnar okkar og úrgangurinn er síðan notaður sem áburður fyrir sveitina.“ Það næsta var að tilkynna íbúum um nýjan starfsmann í áhaldahúsinu. Enda segir á vefsíðu sveitarfélagsins: Jarðgerður er nýr starfsmaður í áhaldahúsi, hún er vél og kemur til með að sjá um að breyta lífræna úrganginum okkar í moltu. Í algjöru lykilhlutverki eru fötur fyrir lífrænan úrgang. „Þetta eru bara venjulegar hvítar fötur með loki. Ekkert ósvipaðar málningafötum. En fötur sem rúmast vel undir eldhúsvaskinum eða á eldhúsborðinu. Fólk fyllir þessar fötur og þar sem það er lok á þeim, fylgir engin lykt.“ Þegar fötunum er skilað, sækir fólk sér nýjar og hreinar fötur. „Og það er nóg til af þeim,“ útskýrir Haraldur. Þannig að ef fólk vill taka fleiri en eina fötu þá er það ekkert mál og eins eru þær til í mismunandi stærðum. Þær stærstu 20 lítra. „Þessar fötur kosta sveitafélagið um 110-120 krónur, sem er ekki neitt miðað við kostnaðinn sem felst í því að sækja úrganginn í tunnurnar heim til fólks. Að endurnýja tunnur sem fara að eyðileggjast og svo framvegis, er því ekki dýrt heldur.“ Á safnstöðvunum eru föturnar skolaðar og þrifnar. „Við erum núna að skoða að kaupa einhverjar iðnaðarþvottavélar til að sjá um þann hluta.“ Til að breyta úrganginum í lífrænan áburð fyrir sveitina, nýtir hreppurinn sér vélbúnað frá Pure North Recycling. Haraldur segir íbúana strax hafa tekið vel í breytingarnar. „Þegar nýju lögin taka gildi, virka þau þannig að sveitarfélögin verða að innheimta raunkostnað sorphirðu, en þó ekki meira en það. Sorphirðuinnheimtan má því ekki vera í hagnaðarskyni,“ segir Haraldur en bætir við: „En með því að gera þetta svona, er ákveðinn gjaldahluti fallinn niður að verulegu leyti því fólk sér um þetta sjálft.“ Takk fyrir að bjarga næringarefnum í heimabyggð segir á fötunum sem fólk fer með á grenndarstöðvarnar. Enda segir Haraldur íbúa ánægða með fyrirkomulagið, sem er mun ódýrara fyrir alla en að senda dýra þungavigtarbíla heim að hverju húsi til að sækja lífrænan úrgang og keyra hann síðan langt í burtu. Blæs á gagnrýnisraddir Haraldur segir alla hugsun miðast við það að sorphirðan verði sem sjálfbærust og að sveitarfélagið þarfnist sem minnst af utanaðkomandi þjónustuaðilum. „Það sem er svolítið erfitt eru fyrirtæki því flokkun á rusli frá þeim er almennt ekki nógu góð.“ En eru ekki stundum að slæðast hlutir í lífrænu föturnar sem ekki eiga að gera það? „Jú auðvitað kemur það fyrir. En þá birtum við bara áminningu inn á Facebooksíðu hreppsins um hvað eigi að vera í fötunum og hvað ekki,“ svarar Haraldur og vísar þar til skemmtilegs myndefnis á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem flokkunin og fyrirkomulagið er útskýrt í máli og myndum. Talið berst aftur af fötunum. „Þær skipta svo miklu máli. Því þótt þú myndir gleyma fötu í bílnum þá kemur engin lykt. Þess vegna völdum við fötur frekar en til dæmis bréfpoka. Sem fólk er tilbúið til að greiða dýrum dómi fyrir en geta síðan verið algjört vesen.“ En finnst fólki ekkert vesen að þurfa að sjá um þetta sjálft? „Nei fólk er mjög jákvætt með þetta. Enda horfum bara á hlutina í réttu ljósi: Á hverjum degi erum við flest að keyra frá heimilunum okkar í bílum og keyrum hingað og þangað. Eina breytingin er því að nú tökum við fötu með okkur í bílnum og komum við á næstu grenndarstöð.“ En hvað með gagnrýnisraddir sem eru líklegar til að heyrast. Til dæmis í Reykjavík þar sem ekki allir eru á bílum eða fólk tekur vanalega strætó? Já það er einmitt svo merkilegt við þetta. Því þetta sama fólk getur samt verið að kaupa alls konar hluti til að fara með heim til sín daglega. Alls kyns vörur og jafnvel heimilistæki. Þessa hluti getur það farið með heim til sín en segir það erfiðara að fara með þá þaðan?“ Haraldur bendir á að fólk kaupir alls kyns hluti í búðinni daglega, jafnvel oft á dag. Mat, heimilistæki og alls konar. Það geti ekki verið erfiðara að koma úrganginum frá sér á grenndarstöðvar, fyrst að allir komist nú heim með allar þessar vörur. Málið snúist um gamalt munstur sem við vorum alin upp við en er orðið úrelt. Að þessu sögðu segir Haraldur áskoranirnar auðvitað ekki þær sömu í þéttbýli eða dreifbýli. Miklu máli skipti hins vegar að búa til fyrirkomulag þar sem fólk hefur þann valkost að sjá um hlutina sjálft. Enda sér Haraldur fyrir sér að það verði framtíðin. „Það sem við sjáum fyrir okkur að verði hluti af ávinningi íbúa sem hér búa, er að hér verður sorphirðukostnaðurinn verulega lægri eða helst enginn vegna þess að okkur tekst að útrýma stærstu kostnaðarliðunum. En gerum það með því að brjótast út úr því gamla munstri sem allir hafa verið aldir upp í.“ Annað sem Haraldur bendir á eru verðmætin. „Þetta er vegferð sem íbúarnir okkar eru að taka þátt í. Og ég held að verkefnið hafi nú þegar aukið á núvitund fólks um úrganginn sinn. Því þegar við erum í ábyrgð fyrir úrganginum okkar sjálf, erum við líklegri til að hugsa: Hvaða úrgangur fylgir mér? Annað sem gerist líka í svona vegferð er viðhorfið gagnvart rusli almennt. Því í raun erum við ekki að tala um rusl heldur verðmæti.“
Sjálfbærni Umhverfismál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sorphirða Nýsköpun Tengdar fréttir Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Við setjum plast í tunnuna sem nánast fyllist strax. Þannig að þegar tunnan er full fer fólk að stíga í tunnuna og hoppa á plastinu til að þjappa því niður. Ég þar á meðal,“ segir Börkur Smári Kristinsson, rekstrarstjóri Pure North Recycling. 30. október 2024 07:02 „Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“ „Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU. 7. desember 2022 07:01 Ný tækifæri: Til dæmis skór úr endurunnu sjávarplasti Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans í Opna háskólanum, segir nýsköpun einn af lykilþáttum sjálfbærni, sem um leið þýðir að fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum, geta fyrir víst skapað sér ýmiss ný tækifæri til framtíðar. 9. ágúst 2024 07:01 Bruggað úr úrgangi og nóg að sækja lífrænt sorp á sex vikna fresti Að flokka ruslið rétt getur verið hægara sagt en gert. Margir telja sig gera þetta rétt en tvíeykið í sprotafyrirtækinu Melta veit af eigin raun að svo er ekki. Því Melta er að þróa nýtt, skilvirkt og þægilegt flokkunar- og söfnunarkerfi á lífrænu sorpi. 4. maí 2023 07:00 Jákvæð þróun: Hnattræn losun í hámarki „Við fylgjumst eðilega mest með fréttum um það sem er að gerast hverju sinni. Núna erum við með augun á hamförunum í Grindavík og reglulega sjáum við fréttir á forsíðum um skógarelda erlendis og fleira. Fyrir vikið falla í skuggann upplýsingar um ýmislegt sem þó er að sýna okkur jákvæða þróun,“ segir Halldór Björnsson fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni. 24. janúar 2024 07:01 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Við setjum plast í tunnuna sem nánast fyllist strax. Þannig að þegar tunnan er full fer fólk að stíga í tunnuna og hoppa á plastinu til að þjappa því niður. Ég þar á meðal,“ segir Börkur Smári Kristinsson, rekstrarstjóri Pure North Recycling. 30. október 2024 07:02
„Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“ „Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU. 7. desember 2022 07:01
Ný tækifæri: Til dæmis skór úr endurunnu sjávarplasti Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans í Opna háskólanum, segir nýsköpun einn af lykilþáttum sjálfbærni, sem um leið þýðir að fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum, geta fyrir víst skapað sér ýmiss ný tækifæri til framtíðar. 9. ágúst 2024 07:01
Bruggað úr úrgangi og nóg að sækja lífrænt sorp á sex vikna fresti Að flokka ruslið rétt getur verið hægara sagt en gert. Margir telja sig gera þetta rétt en tvíeykið í sprotafyrirtækinu Melta veit af eigin raun að svo er ekki. Því Melta er að þróa nýtt, skilvirkt og þægilegt flokkunar- og söfnunarkerfi á lífrænu sorpi. 4. maí 2023 07:00
Jákvæð þróun: Hnattræn losun í hámarki „Við fylgjumst eðilega mest með fréttum um það sem er að gerast hverju sinni. Núna erum við með augun á hamförunum í Grindavík og reglulega sjáum við fréttir á forsíðum um skógarelda erlendis og fleira. Fyrir vikið falla í skuggann upplýsingar um ýmislegt sem þó er að sýna okkur jákvæða þróun,“ segir Halldór Björnsson fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni. 24. janúar 2024 07:01