Útlendingar í eigin landi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 29. október 2024 10:15 Undanfarna mánuði hafa málefni útlendinga verið mikið í deiglunni og heilu stjórnmálaflokkarnir blásið þennan heildar málaflokk sem vandamál. Það er nýnæmi í stjórnmálaumræðu á Íslandi að flokkar ætla að keyra kosningabaráttu út frá þessari umræðu. Miðflokkurinn nær þarna nokkru flugi og nýstofnaður Lýðveldisflokkur ætlar sérstaklega að kasta veiðifærum sínum á þessi mið. Það er sama hver beitan er, allt er gert í þeirri von að kjósendur bíti á agnið. Sjálfstæðisflokkurinn sér þarna tækifæri og ekki kemur heldur Flokkur Fólksins á óvart. Við eigum að varast það að frambjóðendur til Alþingis nýta sér upplýsingaóreiðu og afvegaleiða umræðuna til að næla sér í atkvæði, grugga vatnið og henda svo færinu út. Við þurfum átta okkur á að t.d. innflytjendur og hælisleitendur eru tveir ólíkir hópar, þó svo að sumir vilja samsama þá tvo í einn stóran hóp og gera hann tortryggilegan. Að stunda slíka pólitík hefur neikvæð áhrif á alla sem eru af erlendu bergi brotnu. Þar erum við að tala um fólk sem kemur hingað til lands til að vinna, borga skatta og taka virkan þátt í samfélaginu og börn þeirra, sem hafa jafnvel búið hér allt sitt líf. Að ná atkvæðum með upplýsingaóreiðu og að búa til ímyndaðan óvin þjóðar er vafasamur heiður sem fæst á kostnað fólks sem kemur hingað í góðri trú og stuðlar að velmegun samfélags. Vöxtur og velferð Íslenska hagkerfið hefur á undanförnum árum og áratugum sýnt fram á að það þarf á erlendu vinnuafli að halda til að mæta vaxandi þörfum atvinnulífsins. Þetta hefur ekki síst komið fram í greinum eins og ferðaþjónustu, byggingariðnaði, heilbrigðisþjónustu og landbúnaði, þar sem umframeftirspurn eftir vinnuafli hefur verið við líði hér á landi. Við þurfum fjölbreytni og sveigjanleika á vinnumarkaði til að viðhalda hagvexti og efnahagslegum stöðugleika. Ein helsta ástæða þess að Ísland treystir á erlent vinnuafl er að fjölgun landsmanna nær ekki að fylgja hraða vaxandi atvinnugreina. Við búum í litlu landi með takmörkuðum mannfjölda, og vinnuafl innanlands hefur ekki dugað til að fullnægja þörfum margra atvinnugreina. Erlendir starfsmenn hafa því komið til landsins til að fylla þau störf sem annars væru ómönnuð, og þar með stuðlað að áframhaldandi hagvexti og framþróun. Árið 2004 voru erlendir ríkisborgar hér á landi 7% af mannfjölda en í dag eru það 21%. Það var á ofanverðri síðustu öld sem það jókst að fólk fór að flytja hingað til lands til að vinna aðallega við íslenskan sjávarútveg. Alveg síðan hefur hlutfall íbúa sem eru að erlendu bergi brotnir hefur aukist jafn og þétt um landið. Til dæmis á Vestfjörðum er þriðja kynslóð þeirra að vaxa úr grasi og taka virkan þátt í okkar samfélagi og atvinnulífi. Aukin samkeppnishæfni okkar Erlent vinnuafl hefur einnig haft mikil áhrif á samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Það hefur gefið fyrirtækjum tækifæri til að auka framleiðslugetu sína og svara eftirspurn á mörgum sviðum. Án erlends vinnuafls gæti íslenskt hagkerfi staðið frammi fyrir alvarlegri stöðnun, þar sem fyrirtæki myndu ekki geta nýtt tækifærin sem fylgja vaxandi ferðaþjónustu og vexti á öðrum sviðum. Rétt skal vera rétt Við megum ekki láta afvegaleiða okkur í umræðunni. Við verðum að vera vakandi fyrir auknum rasisma og þá eru öll þjóðarbrot undir. Helsta þrætueplið er hælisleitendakerfið, sem hefur vaxið og mikilvægt er að ná jafnvægi í því. Við í ríkisstjórninni höfum náð fram lagabreytingum sem styrkja lagaumhverfið og stuðla að því að innviðir okkar ráði við aukið magn hælisleitenda. Við erum hluti af alþjóðlegum samningum eins og flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna og Ísland gerðist aðili að Dyflinnarsamningnum árið 2001. Fjöldi samþykktra umsókna hælisleitenda hér á landi hefur lengst af verið undir evrópumeðaltali, en sú aukning sem hefur orðið á síðustu árum er að langstærstum hluta frá Úkraínu og Venesúela. Rétt ber að nefna að um er að ræða hópa sem allir flokkar á Alþingi samþykktu að taka skilyrðislaust á móti. Við höfum þó náð talsverðum breytingum á heildarsýn í málefnum útlendinga og síðan þá hefur dregið verulega úr samþykktum á umsóknum hælisleitenda. Rykinu blásið upp Það er ástæða til að óttast að nú í kosningabaráttunni verði rykinu blásið upp og útlendingaandúð muni vaxa. Við horfum hneyksluð til Bandaríkjanna, þar sem umræður um sama málefni fá óhindrað að lifa í kosningabaráttunni um Hvíta Húsið.. Þar er ekki hikað við að beita röngum staðhæfingum eins og gæludýraáti og aukinni glæpatíðni til að sópa til sín atkvæðum á kostnað allra innflytjenda. Slík barátta hugnast okkur í Framsókn ekki. Sýnum skynsemi og lítum okkur nær. Hvar eru útlendingar að þvælast fyrir á þessu landi? Er það í innsta hring fjölskyldna okkar eða á hjúkrunarheimilum þar sem þeir annast foreldra okkar? Kjósum með fjölbreytileikanum og munum að hann ber heilu landsvæðin uppi. Höfundur situr í þriðja sæti á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Innflytjendamál Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa málefni útlendinga verið mikið í deiglunni og heilu stjórnmálaflokkarnir blásið þennan heildar málaflokk sem vandamál. Það er nýnæmi í stjórnmálaumræðu á Íslandi að flokkar ætla að keyra kosningabaráttu út frá þessari umræðu. Miðflokkurinn nær þarna nokkru flugi og nýstofnaður Lýðveldisflokkur ætlar sérstaklega að kasta veiðifærum sínum á þessi mið. Það er sama hver beitan er, allt er gert í þeirri von að kjósendur bíti á agnið. Sjálfstæðisflokkurinn sér þarna tækifæri og ekki kemur heldur Flokkur Fólksins á óvart. Við eigum að varast það að frambjóðendur til Alþingis nýta sér upplýsingaóreiðu og afvegaleiða umræðuna til að næla sér í atkvæði, grugga vatnið og henda svo færinu út. Við þurfum átta okkur á að t.d. innflytjendur og hælisleitendur eru tveir ólíkir hópar, þó svo að sumir vilja samsama þá tvo í einn stóran hóp og gera hann tortryggilegan. Að stunda slíka pólitík hefur neikvæð áhrif á alla sem eru af erlendu bergi brotnu. Þar erum við að tala um fólk sem kemur hingað til lands til að vinna, borga skatta og taka virkan þátt í samfélaginu og börn þeirra, sem hafa jafnvel búið hér allt sitt líf. Að ná atkvæðum með upplýsingaóreiðu og að búa til ímyndaðan óvin þjóðar er vafasamur heiður sem fæst á kostnað fólks sem kemur hingað í góðri trú og stuðlar að velmegun samfélags. Vöxtur og velferð Íslenska hagkerfið hefur á undanförnum árum og áratugum sýnt fram á að það þarf á erlendu vinnuafli að halda til að mæta vaxandi þörfum atvinnulífsins. Þetta hefur ekki síst komið fram í greinum eins og ferðaþjónustu, byggingariðnaði, heilbrigðisþjónustu og landbúnaði, þar sem umframeftirspurn eftir vinnuafli hefur verið við líði hér á landi. Við þurfum fjölbreytni og sveigjanleika á vinnumarkaði til að viðhalda hagvexti og efnahagslegum stöðugleika. Ein helsta ástæða þess að Ísland treystir á erlent vinnuafl er að fjölgun landsmanna nær ekki að fylgja hraða vaxandi atvinnugreina. Við búum í litlu landi með takmörkuðum mannfjölda, og vinnuafl innanlands hefur ekki dugað til að fullnægja þörfum margra atvinnugreina. Erlendir starfsmenn hafa því komið til landsins til að fylla þau störf sem annars væru ómönnuð, og þar með stuðlað að áframhaldandi hagvexti og framþróun. Árið 2004 voru erlendir ríkisborgar hér á landi 7% af mannfjölda en í dag eru það 21%. Það var á ofanverðri síðustu öld sem það jókst að fólk fór að flytja hingað til lands til að vinna aðallega við íslenskan sjávarútveg. Alveg síðan hefur hlutfall íbúa sem eru að erlendu bergi brotnir hefur aukist jafn og þétt um landið. Til dæmis á Vestfjörðum er þriðja kynslóð þeirra að vaxa úr grasi og taka virkan þátt í okkar samfélagi og atvinnulífi. Aukin samkeppnishæfni okkar Erlent vinnuafl hefur einnig haft mikil áhrif á samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Það hefur gefið fyrirtækjum tækifæri til að auka framleiðslugetu sína og svara eftirspurn á mörgum sviðum. Án erlends vinnuafls gæti íslenskt hagkerfi staðið frammi fyrir alvarlegri stöðnun, þar sem fyrirtæki myndu ekki geta nýtt tækifærin sem fylgja vaxandi ferðaþjónustu og vexti á öðrum sviðum. Rétt skal vera rétt Við megum ekki láta afvegaleiða okkur í umræðunni. Við verðum að vera vakandi fyrir auknum rasisma og þá eru öll þjóðarbrot undir. Helsta þrætueplið er hælisleitendakerfið, sem hefur vaxið og mikilvægt er að ná jafnvægi í því. Við í ríkisstjórninni höfum náð fram lagabreytingum sem styrkja lagaumhverfið og stuðla að því að innviðir okkar ráði við aukið magn hælisleitenda. Við erum hluti af alþjóðlegum samningum eins og flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna og Ísland gerðist aðili að Dyflinnarsamningnum árið 2001. Fjöldi samþykktra umsókna hælisleitenda hér á landi hefur lengst af verið undir evrópumeðaltali, en sú aukning sem hefur orðið á síðustu árum er að langstærstum hluta frá Úkraínu og Venesúela. Rétt ber að nefna að um er að ræða hópa sem allir flokkar á Alþingi samþykktu að taka skilyrðislaust á móti. Við höfum þó náð talsverðum breytingum á heildarsýn í málefnum útlendinga og síðan þá hefur dregið verulega úr samþykktum á umsóknum hælisleitenda. Rykinu blásið upp Það er ástæða til að óttast að nú í kosningabaráttunni verði rykinu blásið upp og útlendingaandúð muni vaxa. Við horfum hneyksluð til Bandaríkjanna, þar sem umræður um sama málefni fá óhindrað að lifa í kosningabaráttunni um Hvíta Húsið.. Þar er ekki hikað við að beita röngum staðhæfingum eins og gæludýraáti og aukinni glæpatíðni til að sópa til sín atkvæðum á kostnað allra innflytjenda. Slík barátta hugnast okkur í Framsókn ekki. Sýnum skynsemi og lítum okkur nær. Hvar eru útlendingar að þvælast fyrir á þessu landi? Er það í innsta hring fjölskyldna okkar eða á hjúkrunarheimilum þar sem þeir annast foreldra okkar? Kjósum með fjölbreytileikanum og munum að hann ber heilu landsvæðin uppi. Höfundur situr í þriðja sæti á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun