„Ég skil vel foreldra sem eru í vandræðum“ Bjarki Sigurðsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 28. október 2024 20:05 Halldóra Guðmundsdóttir er leikskólastjóri á Drafnarsteini. Vísir/Ívar Fannar Vinnustöðvun kennara í níu skólum víða um land hefst á miðnætti. Leikskólastjóri og foreldri barns þar segjast bæði taka einn dag í einu en vonast til þess að hægt verði að semja sem fyrst. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. Fyrstu skólarnir eru á leið í verkfall á morgun.Vísir/Heiðar Pressan eykst á öllum Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að samningaviðræður mjakist áfram í húsi ríkissáttasemjara þrátt fyrir að fundi hafi lokið á sjötta tímanum í dag þar sem ekki var útlit fyrir að komist yrði að neinni niðurstöðu. „Fundi í dag lauk án árangurs. Það er mikið búið að bera á milli og töluvert sem ber á milli enn þá. Við erum auðvitað á þeim stað að við hefðum viljað að verkefnið hefði gengið hraðar fyrir sig. Við teljum okkur hafa verið mjög skýr í langan tíma. Nú er staðan sú að það eru komnar í gang aðgerðir.“ Hann segir að þegar að aðgerðir sem þessar hefjist í breytist takturinn í kjaraviðræðum. „Þá eykst pressan á öllum aðilum. Auðvitað á viðsemjendunum en líka á okkur í Kennarasambandinu að þessar aðgerðir sem hefjast í kvöld í níu skólum verði sem allra stystar. Vonandi eykur það fókusinn á því að við förum áfram.“ Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands.Vísir/Vilhelm Það hefur ekki verið boðaður annar samningafundur en vinnufundir munu standa yfir á morgun og hinn hjá Kennarasambandinu. Magnús kveðst enn vera bjartsýnn að samningar náist. „Verkefni okkar hérna er að við búum til samning þar sem okkar fólk er sambærilegt í launum við sérfræðing á almennum markaði og við fáum samfélagið með okkur í það verkefni sem við höfum verið að benda á að fjárfesting í kennurum skili meiri fagmennsku og stöðugleika í skólanna okkar.“ Lokað á Drafnarsteini á morgun Í dag mættu börnin á Drafnarsteini í Reykjavík í leikskólann í síðasta sinn í bili. Þegar fréttastofu bar að garði voru krakkarnir að njóta sín úti rigningunni. Þau hoppuðu í polla, léku sér í drullusvaðinu og nutu alls annars sem íslenska haustið hefur upp á að bjóða. Leikskólinn verður lokaður næstu daga. „Við erum auðvitað að skoða málin frá alls konar sjónarhornum. En eins og staðan er í dag, þá er lokað hér á morgun. það er alveg ljóst,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri á Drafnarsteini. Drafnarsteinn er í Reykjavík.Reykjavíkurborg Nú sé brýnt, fyrir kennara, börnin og foreldra þeirra að samningar verði kláraðir. „Ég skil vel foreldra sem eru í vandræðum. Við erum burðarstólpi samfélagsins. Það hefur oft sannað sig. En við þurfum að laga kjörin,“ segir Halldóra. Þetta verði dýrmætustu störfin eftir tíu til tuttugu ár Guðjón Már Guðjónsson, foreldri barns á Drafnarsteini, segist taka einn dag í einu. „Þetta er auðvitað verðmætt starf að sjá um börnin okkar. Ég hugsa að eftir tíu til tuttugu ár verði þetta verðmætustu störfin, þar sem það verða komnir róbótar í allt hitt,“ segir Guðjón. Guðjón Már Guðjónsson, foreldri barns á Drafnarsteini.Skjáskot Þannig það er mikilvægt að fjárfesta í kennurum, sérstaklega á leikskólum? „Já, við erum rosalega ánægð með allt það starf sem er á þessum leikskóla. Við getum ekki gert annað sem foreldrar hér en að veita kennurunum stuðning. Líka lítandi í völvuna hvernig framtíðin verður, þá verða þetta dýrmætustu störfin. Að sjá um börnin okkar,“ segir Guðjón. Sérðu fram á að missa eitthvað úr vinnu næstu vikurnar? „Við erum bara að ræða þetta núna á heimilinu. Við erum bara að plana einn dag í einu. En já, pottþétt eitthvað,“ segir Guðjón. Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. Fyrstu skólarnir eru á leið í verkfall á morgun.Vísir/Heiðar Pressan eykst á öllum Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að samningaviðræður mjakist áfram í húsi ríkissáttasemjara þrátt fyrir að fundi hafi lokið á sjötta tímanum í dag þar sem ekki var útlit fyrir að komist yrði að neinni niðurstöðu. „Fundi í dag lauk án árangurs. Það er mikið búið að bera á milli og töluvert sem ber á milli enn þá. Við erum auðvitað á þeim stað að við hefðum viljað að verkefnið hefði gengið hraðar fyrir sig. Við teljum okkur hafa verið mjög skýr í langan tíma. Nú er staðan sú að það eru komnar í gang aðgerðir.“ Hann segir að þegar að aðgerðir sem þessar hefjist í breytist takturinn í kjaraviðræðum. „Þá eykst pressan á öllum aðilum. Auðvitað á viðsemjendunum en líka á okkur í Kennarasambandinu að þessar aðgerðir sem hefjast í kvöld í níu skólum verði sem allra stystar. Vonandi eykur það fókusinn á því að við förum áfram.“ Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands.Vísir/Vilhelm Það hefur ekki verið boðaður annar samningafundur en vinnufundir munu standa yfir á morgun og hinn hjá Kennarasambandinu. Magnús kveðst enn vera bjartsýnn að samningar náist. „Verkefni okkar hérna er að við búum til samning þar sem okkar fólk er sambærilegt í launum við sérfræðing á almennum markaði og við fáum samfélagið með okkur í það verkefni sem við höfum verið að benda á að fjárfesting í kennurum skili meiri fagmennsku og stöðugleika í skólanna okkar.“ Lokað á Drafnarsteini á morgun Í dag mættu börnin á Drafnarsteini í Reykjavík í leikskólann í síðasta sinn í bili. Þegar fréttastofu bar að garði voru krakkarnir að njóta sín úti rigningunni. Þau hoppuðu í polla, léku sér í drullusvaðinu og nutu alls annars sem íslenska haustið hefur upp á að bjóða. Leikskólinn verður lokaður næstu daga. „Við erum auðvitað að skoða málin frá alls konar sjónarhornum. En eins og staðan er í dag, þá er lokað hér á morgun. það er alveg ljóst,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri á Drafnarsteini. Drafnarsteinn er í Reykjavík.Reykjavíkurborg Nú sé brýnt, fyrir kennara, börnin og foreldra þeirra að samningar verði kláraðir. „Ég skil vel foreldra sem eru í vandræðum. Við erum burðarstólpi samfélagsins. Það hefur oft sannað sig. En við þurfum að laga kjörin,“ segir Halldóra. Þetta verði dýrmætustu störfin eftir tíu til tuttugu ár Guðjón Már Guðjónsson, foreldri barns á Drafnarsteini, segist taka einn dag í einu. „Þetta er auðvitað verðmætt starf að sjá um börnin okkar. Ég hugsa að eftir tíu til tuttugu ár verði þetta verðmætustu störfin, þar sem það verða komnir róbótar í allt hitt,“ segir Guðjón. Guðjón Már Guðjónsson, foreldri barns á Drafnarsteini.Skjáskot Þannig það er mikilvægt að fjárfesta í kennurum, sérstaklega á leikskólum? „Já, við erum rosalega ánægð með allt það starf sem er á þessum leikskóla. Við getum ekki gert annað sem foreldrar hér en að veita kennurunum stuðning. Líka lítandi í völvuna hvernig framtíðin verður, þá verða þetta dýrmætustu störfin. Að sjá um börnin okkar,“ segir Guðjón. Sérðu fram á að missa eitthvað úr vinnu næstu vikurnar? „Við erum bara að ræða þetta núna á heimilinu. Við erum bara að plana einn dag í einu. En já, pottþétt eitthvað,“ segir Guðjón.
Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira