„Ég skil vel foreldra sem eru í vandræðum“ Bjarki Sigurðsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 28. október 2024 20:05 Halldóra Guðmundsdóttir er leikskólastjóri á Drafnarsteini. Vísir/Ívar Fannar Vinnustöðvun kennara í níu skólum víða um land hefst á miðnætti. Leikskólastjóri og foreldri barns þar segjast bæði taka einn dag í einu en vonast til þess að hægt verði að semja sem fyrst. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. Fyrstu skólarnir eru á leið í verkfall á morgun.Vísir/Heiðar Pressan eykst á öllum Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að samningaviðræður mjakist áfram í húsi ríkissáttasemjara þrátt fyrir að fundi hafi lokið á sjötta tímanum í dag þar sem ekki var útlit fyrir að komist yrði að neinni niðurstöðu. „Fundi í dag lauk án árangurs. Það er mikið búið að bera á milli og töluvert sem ber á milli enn þá. Við erum auðvitað á þeim stað að við hefðum viljað að verkefnið hefði gengið hraðar fyrir sig. Við teljum okkur hafa verið mjög skýr í langan tíma. Nú er staðan sú að það eru komnar í gang aðgerðir.“ Hann segir að þegar að aðgerðir sem þessar hefjist í breytist takturinn í kjaraviðræðum. „Þá eykst pressan á öllum aðilum. Auðvitað á viðsemjendunum en líka á okkur í Kennarasambandinu að þessar aðgerðir sem hefjast í kvöld í níu skólum verði sem allra stystar. Vonandi eykur það fókusinn á því að við förum áfram.“ Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands.Vísir/Vilhelm Það hefur ekki verið boðaður annar samningafundur en vinnufundir munu standa yfir á morgun og hinn hjá Kennarasambandinu. Magnús kveðst enn vera bjartsýnn að samningar náist. „Verkefni okkar hérna er að við búum til samning þar sem okkar fólk er sambærilegt í launum við sérfræðing á almennum markaði og við fáum samfélagið með okkur í það verkefni sem við höfum verið að benda á að fjárfesting í kennurum skili meiri fagmennsku og stöðugleika í skólanna okkar.“ Lokað á Drafnarsteini á morgun Í dag mættu börnin á Drafnarsteini í Reykjavík í leikskólann í síðasta sinn í bili. Þegar fréttastofu bar að garði voru krakkarnir að njóta sín úti rigningunni. Þau hoppuðu í polla, léku sér í drullusvaðinu og nutu alls annars sem íslenska haustið hefur upp á að bjóða. Leikskólinn verður lokaður næstu daga. „Við erum auðvitað að skoða málin frá alls konar sjónarhornum. En eins og staðan er í dag, þá er lokað hér á morgun. það er alveg ljóst,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri á Drafnarsteini. Drafnarsteinn er í Reykjavík.Reykjavíkurborg Nú sé brýnt, fyrir kennara, börnin og foreldra þeirra að samningar verði kláraðir. „Ég skil vel foreldra sem eru í vandræðum. Við erum burðarstólpi samfélagsins. Það hefur oft sannað sig. En við þurfum að laga kjörin,“ segir Halldóra. Þetta verði dýrmætustu störfin eftir tíu til tuttugu ár Guðjón Már Guðjónsson, foreldri barns á Drafnarsteini, segist taka einn dag í einu. „Þetta er auðvitað verðmætt starf að sjá um börnin okkar. Ég hugsa að eftir tíu til tuttugu ár verði þetta verðmætustu störfin, þar sem það verða komnir róbótar í allt hitt,“ segir Guðjón. Guðjón Már Guðjónsson, foreldri barns á Drafnarsteini.Skjáskot Þannig það er mikilvægt að fjárfesta í kennurum, sérstaklega á leikskólum? „Já, við erum rosalega ánægð með allt það starf sem er á þessum leikskóla. Við getum ekki gert annað sem foreldrar hér en að veita kennurunum stuðning. Líka lítandi í völvuna hvernig framtíðin verður, þá verða þetta dýrmætustu störfin. Að sjá um börnin okkar,“ segir Guðjón. Sérðu fram á að missa eitthvað úr vinnu næstu vikurnar? „Við erum bara að ræða þetta núna á heimilinu. Við erum bara að plana einn dag í einu. En já, pottþétt eitthvað,“ segir Guðjón. Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. Fyrstu skólarnir eru á leið í verkfall á morgun.Vísir/Heiðar Pressan eykst á öllum Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að samningaviðræður mjakist áfram í húsi ríkissáttasemjara þrátt fyrir að fundi hafi lokið á sjötta tímanum í dag þar sem ekki var útlit fyrir að komist yrði að neinni niðurstöðu. „Fundi í dag lauk án árangurs. Það er mikið búið að bera á milli og töluvert sem ber á milli enn þá. Við erum auðvitað á þeim stað að við hefðum viljað að verkefnið hefði gengið hraðar fyrir sig. Við teljum okkur hafa verið mjög skýr í langan tíma. Nú er staðan sú að það eru komnar í gang aðgerðir.“ Hann segir að þegar að aðgerðir sem þessar hefjist í breytist takturinn í kjaraviðræðum. „Þá eykst pressan á öllum aðilum. Auðvitað á viðsemjendunum en líka á okkur í Kennarasambandinu að þessar aðgerðir sem hefjast í kvöld í níu skólum verði sem allra stystar. Vonandi eykur það fókusinn á því að við förum áfram.“ Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands.Vísir/Vilhelm Það hefur ekki verið boðaður annar samningafundur en vinnufundir munu standa yfir á morgun og hinn hjá Kennarasambandinu. Magnús kveðst enn vera bjartsýnn að samningar náist. „Verkefni okkar hérna er að við búum til samning þar sem okkar fólk er sambærilegt í launum við sérfræðing á almennum markaði og við fáum samfélagið með okkur í það verkefni sem við höfum verið að benda á að fjárfesting í kennurum skili meiri fagmennsku og stöðugleika í skólanna okkar.“ Lokað á Drafnarsteini á morgun Í dag mættu börnin á Drafnarsteini í Reykjavík í leikskólann í síðasta sinn í bili. Þegar fréttastofu bar að garði voru krakkarnir að njóta sín úti rigningunni. Þau hoppuðu í polla, léku sér í drullusvaðinu og nutu alls annars sem íslenska haustið hefur upp á að bjóða. Leikskólinn verður lokaður næstu daga. „Við erum auðvitað að skoða málin frá alls konar sjónarhornum. En eins og staðan er í dag, þá er lokað hér á morgun. það er alveg ljóst,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri á Drafnarsteini. Drafnarsteinn er í Reykjavík.Reykjavíkurborg Nú sé brýnt, fyrir kennara, börnin og foreldra þeirra að samningar verði kláraðir. „Ég skil vel foreldra sem eru í vandræðum. Við erum burðarstólpi samfélagsins. Það hefur oft sannað sig. En við þurfum að laga kjörin,“ segir Halldóra. Þetta verði dýrmætustu störfin eftir tíu til tuttugu ár Guðjón Már Guðjónsson, foreldri barns á Drafnarsteini, segist taka einn dag í einu. „Þetta er auðvitað verðmætt starf að sjá um börnin okkar. Ég hugsa að eftir tíu til tuttugu ár verði þetta verðmætustu störfin, þar sem það verða komnir róbótar í allt hitt,“ segir Guðjón. Guðjón Már Guðjónsson, foreldri barns á Drafnarsteini.Skjáskot Þannig það er mikilvægt að fjárfesta í kennurum, sérstaklega á leikskólum? „Já, við erum rosalega ánægð með allt það starf sem er á þessum leikskóla. Við getum ekki gert annað sem foreldrar hér en að veita kennurunum stuðning. Líka lítandi í völvuna hvernig framtíðin verður, þá verða þetta dýrmætustu störfin. Að sjá um börnin okkar,“ segir Guðjón. Sérðu fram á að missa eitthvað úr vinnu næstu vikurnar? „Við erum bara að ræða þetta núna á heimilinu. Við erum bara að plana einn dag í einu. En já, pottþétt eitthvað,“ segir Guðjón.
Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira