Ó nei, ekki aftur! Leyfisveitingar fyrir Hvammsvirkjun Margrét Erlendsdóttir skrifar 26. október 2024 20:02 Meiri hluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti á ný framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun á sveitarstjórnarfundi 24. október síðastliðinn. Áður hafði meiri hlutinn veitt leyfi fyrir framkvæmdinni 14. júní 2023 en degi síðar voru forsendur þess brostnar þegar úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi leyfi Orkustofnunar fyrir sömu framkvæmd (mál 3/2023). Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar afhjúpaði slæleg vinnubrögð, þekkingarleysi og veikburða stjórnsýslu sem varð til þess að grundvallarþættir vatnalöggjafarinnar til verndar náttúrunni voru hunsaðir. Þetta var áfellisdómur sem á sér ekki fordæmi hér á landi. Nú hefur Orkustofnun á ný veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun en líkt og áður virðist sú ákvörðun byggð á ótraustum grunni. Um leið og ákvörðunin lá fyrir og áður en að hún hafði verið birt, beið sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ekki boðanna (nema hún hafi kannski verið komin með boð frá Landsvirkjun), nú skyldi halda sveitarstjórnarfund með hraði til að veita framkvæmdaleyfi fyrir virkjuninni. Sorglegur sveitarstjórnarfundur Sveitarstjórnarfundir skulu vera opnir og borgurunum heimil áheyrn að umræðu og ákvörðunum sem þar fara fram. Þetta nýtti ég mér ásamt nokkrum öðrum sem urðum þar með vitni að þessum sorglega fundi. Sá eini fulltrúi íbúa í sveitarstjórn sem horfist í augu við hve skelfileg, röng og afdrifarík ákvörðun það er að heimila byggingu Hvammsvirkjunar í Þjórsá dró það vel fram á fundinum. Ekki varð annað séð en að aðrir sveitarstjórnarfulltrúar leggðu við hlustir, væri sumum nokkuð órótt og liði illa. Það er skiljanlegt því flestu vel meinandi fólki hlýtur að finnast óþægilegt að standa að baki stórum ákvörðunum sem það í hjarta sínu veit að eru rangar, skaðlegar og óafturkræfar. En þannig var það á þessum fundi og atkvæðin féllu eins og vitað var fyrir, fjórir kusu með og einn á móti. Hvaða afl það er sem lyftir höndum fólks til samþykkis við svona aðstæður get ég auðvitað ekki vitað. Mig grunar þó að hræðsla vegi þar þungt. Landsvirkjun býr yfir mikilli orku og beitir því afli á ýmsa lund, að því er virðist m.a. til að lyfta höndum sveitarstjórnarmanna þegar taka þarf vondar ákvarðanir. Aðkoma og íhlutun stjórnmálamanna í tíð þeirra fjölmörgu ríkisstjórna sem setið hafa frá því að harmsagan um Hvammsvirkjun hófst fyrir rúmum tuttugu árum er svo kapítuli út af fyrir sig. Að óttast sinn eigin málflutning Á sveitarstjórnarfundinum í Árnesi var það fyrst og fremst oddvitinn sem reyndi að andæfa rökum sveitarstjórnarfulltrúans sem mælti gegn leyfisveitingunni. Aðrir mæltu fátt, jafnvel ekkert. Við áheyrendur sátum hljóð, enda réttur okkar einungis að hlusta en sá réttur er skýr. Það kom mér hins vegar á óvart þegar oddvitinn beindi máli sínu til mín og spurði ásakandi hvor ég væri að taka fundinn upp. Ég svaraði sem satt var að svo væri ekki en þá krafðist hann þess að ég afhenti honum síma minn svo hann gæti gengið úr skugga um hið sanna í málinu. Ekki þarf mörg orð um lyktir málsins en mér gafst tækifæri til að benda oddvitanum á að sveitarstjórnin hefði átt að sjá sóma sinn í því að útvarpa frá fundinum um þetta afdrifaríka mál sem er svo sannarlega ekki einkamál þeirra sem þar sátu. Þetta furðulega atvik hefur leitt huga minn að því hvers vegna oddvitinn óttaðist svo mjög að fundurinn hefði verið tekinn upp. Eftir á að hyggja skil ég það núna. Hann óttast líklega sinn eigin málflutning og vill því skiljanlega að orð hans varðveitist ekki, heldur hverfi í tímans þunga nið. Hvað sem því líður mun sagan engu að síður dæma hann og aðra þá sem berjast með oddi og egg fyrir eyðileggingunni sem áformuð er í anddyri Þjórsárdals í Gnúpverjahreppi. Höfundur er fædd og uppalin í Gnúpverjahreppi með sterk tengsl við sveitina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Meiri hluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti á ný framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun á sveitarstjórnarfundi 24. október síðastliðinn. Áður hafði meiri hlutinn veitt leyfi fyrir framkvæmdinni 14. júní 2023 en degi síðar voru forsendur þess brostnar þegar úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi leyfi Orkustofnunar fyrir sömu framkvæmd (mál 3/2023). Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar afhjúpaði slæleg vinnubrögð, þekkingarleysi og veikburða stjórnsýslu sem varð til þess að grundvallarþættir vatnalöggjafarinnar til verndar náttúrunni voru hunsaðir. Þetta var áfellisdómur sem á sér ekki fordæmi hér á landi. Nú hefur Orkustofnun á ný veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun en líkt og áður virðist sú ákvörðun byggð á ótraustum grunni. Um leið og ákvörðunin lá fyrir og áður en að hún hafði verið birt, beið sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ekki boðanna (nema hún hafi kannski verið komin með boð frá Landsvirkjun), nú skyldi halda sveitarstjórnarfund með hraði til að veita framkvæmdaleyfi fyrir virkjuninni. Sorglegur sveitarstjórnarfundur Sveitarstjórnarfundir skulu vera opnir og borgurunum heimil áheyrn að umræðu og ákvörðunum sem þar fara fram. Þetta nýtti ég mér ásamt nokkrum öðrum sem urðum þar með vitni að þessum sorglega fundi. Sá eini fulltrúi íbúa í sveitarstjórn sem horfist í augu við hve skelfileg, röng og afdrifarík ákvörðun það er að heimila byggingu Hvammsvirkjunar í Þjórsá dró það vel fram á fundinum. Ekki varð annað séð en að aðrir sveitarstjórnarfulltrúar leggðu við hlustir, væri sumum nokkuð órótt og liði illa. Það er skiljanlegt því flestu vel meinandi fólki hlýtur að finnast óþægilegt að standa að baki stórum ákvörðunum sem það í hjarta sínu veit að eru rangar, skaðlegar og óafturkræfar. En þannig var það á þessum fundi og atkvæðin féllu eins og vitað var fyrir, fjórir kusu með og einn á móti. Hvaða afl það er sem lyftir höndum fólks til samþykkis við svona aðstæður get ég auðvitað ekki vitað. Mig grunar þó að hræðsla vegi þar þungt. Landsvirkjun býr yfir mikilli orku og beitir því afli á ýmsa lund, að því er virðist m.a. til að lyfta höndum sveitarstjórnarmanna þegar taka þarf vondar ákvarðanir. Aðkoma og íhlutun stjórnmálamanna í tíð þeirra fjölmörgu ríkisstjórna sem setið hafa frá því að harmsagan um Hvammsvirkjun hófst fyrir rúmum tuttugu árum er svo kapítuli út af fyrir sig. Að óttast sinn eigin málflutning Á sveitarstjórnarfundinum í Árnesi var það fyrst og fremst oddvitinn sem reyndi að andæfa rökum sveitarstjórnarfulltrúans sem mælti gegn leyfisveitingunni. Aðrir mæltu fátt, jafnvel ekkert. Við áheyrendur sátum hljóð, enda réttur okkar einungis að hlusta en sá réttur er skýr. Það kom mér hins vegar á óvart þegar oddvitinn beindi máli sínu til mín og spurði ásakandi hvor ég væri að taka fundinn upp. Ég svaraði sem satt var að svo væri ekki en þá krafðist hann þess að ég afhenti honum síma minn svo hann gæti gengið úr skugga um hið sanna í málinu. Ekki þarf mörg orð um lyktir málsins en mér gafst tækifæri til að benda oddvitanum á að sveitarstjórnin hefði átt að sjá sóma sinn í því að útvarpa frá fundinum um þetta afdrifaríka mál sem er svo sannarlega ekki einkamál þeirra sem þar sátu. Þetta furðulega atvik hefur leitt huga minn að því hvers vegna oddvitinn óttaðist svo mjög að fundurinn hefði verið tekinn upp. Eftir á að hyggja skil ég það núna. Hann óttast líklega sinn eigin málflutning og vill því skiljanlega að orð hans varðveitist ekki, heldur hverfi í tímans þunga nið. Hvað sem því líður mun sagan engu að síður dæma hann og aðra þá sem berjast með oddi og egg fyrir eyðileggingunni sem áformuð er í anddyri Þjórsárdals í Gnúpverjahreppi. Höfundur er fædd og uppalin í Gnúpverjahreppi með sterk tengsl við sveitina.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun