Kveðja frá „lata“ kennaranum sem er „alltaf í fríi“ Elva Björk Ágústsdóttir skrifar 26. október 2024 07:32 Kennarastarfið hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga og er umræðan oft og tíðum mjög ósanngjörn. Þegar aðrar stéttir berjast fyrir bættum kjörum, eins og læknar, hjúkrunarfræðingar eða flugumferðastjórar verður umræðan ekki eins og hún er núna. Ég tek allavega ekki eftir því að þær stéttir þurfi að eyða öllu púðri í að sannfæra fólk um að það sé raunverulega að vinna þegar þær krefjast hærri launa eða fara í verkfall. Ég var nýbyrjuð að starfa sem framhaldsskólakennari þegar við fórum í verkfall árið 2014. Þá fór mikil orka í það að útskýra fyrir fólki að kennarar væru nú í alvöru að vinna eitthvað en ekki alltaf í fríi eða búnir klukkan tvö á daginn. Margir sem ekki hafa unnið við kennslu og hafa einungis setið hinum megin við borðið halda að stundatafla nemenda sé sú sama og stundatafla kennarans. Þannig ef barnið þitt er búið í skólanum klukkan tvö á daginn þá hlýtur kennarinn að vera búinn líka. Mín reynsla af kennarastarfinu er sú að kennslan sjálf þ.e. tíminn þar sem nemendur eru fyrir framan mig er einungis brot af starfinu sjálfu. Líkt og arkitekt sem þarf að fá tíma til að hanna bygginguna eftir fund með viðskiptavini eða lögfræðingur sem þarf að hefja gagnasöfnun og aðra rannsóknarvinnu eftir að hafa hitt skjólstæðing sinn, þurfa kennarar að undirbúa hverja kennslustund með ólíkar þarfir nemenda í huga, fara yfir verkefni, eiga samstarf við aðra kennara og foreldra og margt fleira eftir að nemendur ganga út úr skólanum. Núna erum við aftur komin á þennan stað, að reyna að sannfæra fólk um að við séum raunverulega að vinna. Borgarstjóri heldur til að mynda að við séum alltaf í fríi eða þykjast vera veik heima og nennum ekki að sinna nemendum. Þetta skrifa ég á fimmtudagskvöldi, klukkan að ganga 10 og ég er að fara yfir skýrslur nemenda minna. En nei nei kennarar eru bara aldrei að vinna! Höfundur er sálfræðikennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Sjá meira
Kennarastarfið hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga og er umræðan oft og tíðum mjög ósanngjörn. Þegar aðrar stéttir berjast fyrir bættum kjörum, eins og læknar, hjúkrunarfræðingar eða flugumferðastjórar verður umræðan ekki eins og hún er núna. Ég tek allavega ekki eftir því að þær stéttir þurfi að eyða öllu púðri í að sannfæra fólk um að það sé raunverulega að vinna þegar þær krefjast hærri launa eða fara í verkfall. Ég var nýbyrjuð að starfa sem framhaldsskólakennari þegar við fórum í verkfall árið 2014. Þá fór mikil orka í það að útskýra fyrir fólki að kennarar væru nú í alvöru að vinna eitthvað en ekki alltaf í fríi eða búnir klukkan tvö á daginn. Margir sem ekki hafa unnið við kennslu og hafa einungis setið hinum megin við borðið halda að stundatafla nemenda sé sú sama og stundatafla kennarans. Þannig ef barnið þitt er búið í skólanum klukkan tvö á daginn þá hlýtur kennarinn að vera búinn líka. Mín reynsla af kennarastarfinu er sú að kennslan sjálf þ.e. tíminn þar sem nemendur eru fyrir framan mig er einungis brot af starfinu sjálfu. Líkt og arkitekt sem þarf að fá tíma til að hanna bygginguna eftir fund með viðskiptavini eða lögfræðingur sem þarf að hefja gagnasöfnun og aðra rannsóknarvinnu eftir að hafa hitt skjólstæðing sinn, þurfa kennarar að undirbúa hverja kennslustund með ólíkar þarfir nemenda í huga, fara yfir verkefni, eiga samstarf við aðra kennara og foreldra og margt fleira eftir að nemendur ganga út úr skólanum. Núna erum við aftur komin á þennan stað, að reyna að sannfæra fólk um að við séum raunverulega að vinna. Borgarstjóri heldur til að mynda að við séum alltaf í fríi eða þykjast vera veik heima og nennum ekki að sinna nemendum. Þetta skrifa ég á fimmtudagskvöldi, klukkan að ganga 10 og ég er að fara yfir skýrslur nemenda minna. En nei nei kennarar eru bara aldrei að vinna! Höfundur er sálfræðikennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun