Einokun að eilífu, amen Álfhildur Leifsdóttir skrifar 24. október 2024 14:15 Fákeppni á markaði hækkar verð á nauðsynjum og eykur stéttaskiptingu. Það er óhjákvæmilegt og þetta vitum við. Ég er ekki að mæla óheftum markaðslausnum bót, en heilbrigð samkeppni á smásölumarkaði er grundvallarþáttur í bættum lífskjörum landsbyggðarfólks, þar sem fákeppni og einokun ráða víða ríkjum. Samfélög sem glíma við þau vandamál fyrir skorti á vöruúrvali, samdrætti í þjónustu og hærra vöruverði sem hefur bein áhrif á lífsgæði. Víða hafa neytendur landsbyggðarinnar ekkert raunverulegt val. Það leiðir oft til þess að fólk neyðist til að sækja vörur í nærliggjandi sveitarfélög og þannig flæða peningarnir úr heimabyggð. Þá fer af stað keðjuverkun sem skaðar atvinnulíf, verslun og vöxt samfélagsins í heild. Heilt yfir einkennist íslenskur neytendamarkaður af samþjöppun þar sem fá fyrirtæki ráða mestu um verðlag og vöruúrval. Þetta skapar aðstæður sem eru óhagstæðar fyrir neytendur, ekki aðeins á landsbyggðinni heldur um allt land. Samþjöppunin hefur einnig þau áhrif að okrað er á minni söluaðilum, kaupmanninum á horninu á meðan verslunarkeðjur sem reka tugi verslanna á landsbyggðinni njóta bestu kjara í nafni krafta sinna og stærðar, sem þó virðist ekki skila sér í sanngjörnu vöruverði. Þetta er þekkt vandamál, ekki síst í mínu annars góða kjördæmi, Norðvestur. En hvað er hægt að gera? Ein leið til að koma í veg fyrir einokun úti á landi eru lágvöruverðsverslanir. Þær byggja á minni framlegð, lægra verði og minnka kröfuna um að ferðast langan veg til að sækja sér salt í grautinn. Þetta skiptir miklu máli fyrir samfélög sem hafa þurft að þola háan ferðakostnað og tímaeyðslu við að sækja nauðsynjar í næsta hrepp. Þrátt fyrir að markaðsöflin hafi sín áhrif á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar, þá bera sveitarfélög og ríkisvaldið ábyrgð á því að greiða leið fyrir betri samkeppni. Á sveitarstjórnarfundi Skagafjarðar í vikunni, 23. október, var tekin fyrir tillaga sem undirrituð lagði fram í nafni VG og óháðra. Tillagan miðar að því að bregðast við háu vöruverði og fákeppni í verslun í Skagafirði, og skapa þannig aðstæður fyrir fjölbreytt úrval og lægra matvöruverð fyrir íbúa Skagafjarðar og nágrennis. Tillagan var felld og með henni gullið tækifæri til að bæta lífskjör Skagfirðinga og gera svæðið að eftirsóknarverðari búsetukosti. Leiðin fram á við Það er þó ljóst að vandamálið er mun víðtækara en mín heimabyggð og á sér ólíkar birtingamyndum um allt land. Sveitarfélög á landsbyggðinni mættu að taka þetta óspart upp, ekki síst til þess að brýna fyrir söluaðilum í sínu nágrenni að láta af okrinu og mismuna ekki neytendum eftir búsetu. Með því að nýta skipulagsvald sitt og gera ívilnanir að raunhæfum valkosti, geta sveitarfélögin laðað að ný fyrirtæki sem geta brotið upp fákeppnina. Með einskiptis aðgerðum eins og afslætti á gatnagerðagjöldum má nýta þau verkfæri sem er að finna í lögum til að stýra uppbyggingu, efla samkeppni, bæta þjónustu og hag fjölskyldna út um land allt. Þegar við horfum fram á við, er ljóst að baráttan gegn fákeppni snýst ekki aðeins um lægra vöruverð. Hún snýst um réttindi neytenda, sanngirni í viðskiptum og jafnt aðgengi að grunnþjónustu. Aðgerðir gegn fákeppni þurfa að byggja á fjölþættri nálgun þar sem áhersla er lögð á vernd neytenda og hvata fyrir fyrirtæki til að taka þátt í sjálfbærari viðskiptaháttum, hvar sem þau eru í sveit sett. Höfundur er oddviti VG í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Norðvesturkjördæmi Samkeppnismál Verslun Skagafjörður Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Fákeppni á markaði hækkar verð á nauðsynjum og eykur stéttaskiptingu. Það er óhjákvæmilegt og þetta vitum við. Ég er ekki að mæla óheftum markaðslausnum bót, en heilbrigð samkeppni á smásölumarkaði er grundvallarþáttur í bættum lífskjörum landsbyggðarfólks, þar sem fákeppni og einokun ráða víða ríkjum. Samfélög sem glíma við þau vandamál fyrir skorti á vöruúrvali, samdrætti í þjónustu og hærra vöruverði sem hefur bein áhrif á lífsgæði. Víða hafa neytendur landsbyggðarinnar ekkert raunverulegt val. Það leiðir oft til þess að fólk neyðist til að sækja vörur í nærliggjandi sveitarfélög og þannig flæða peningarnir úr heimabyggð. Þá fer af stað keðjuverkun sem skaðar atvinnulíf, verslun og vöxt samfélagsins í heild. Heilt yfir einkennist íslenskur neytendamarkaður af samþjöppun þar sem fá fyrirtæki ráða mestu um verðlag og vöruúrval. Þetta skapar aðstæður sem eru óhagstæðar fyrir neytendur, ekki aðeins á landsbyggðinni heldur um allt land. Samþjöppunin hefur einnig þau áhrif að okrað er á minni söluaðilum, kaupmanninum á horninu á meðan verslunarkeðjur sem reka tugi verslanna á landsbyggðinni njóta bestu kjara í nafni krafta sinna og stærðar, sem þó virðist ekki skila sér í sanngjörnu vöruverði. Þetta er þekkt vandamál, ekki síst í mínu annars góða kjördæmi, Norðvestur. En hvað er hægt að gera? Ein leið til að koma í veg fyrir einokun úti á landi eru lágvöruverðsverslanir. Þær byggja á minni framlegð, lægra verði og minnka kröfuna um að ferðast langan veg til að sækja sér salt í grautinn. Þetta skiptir miklu máli fyrir samfélög sem hafa þurft að þola háan ferðakostnað og tímaeyðslu við að sækja nauðsynjar í næsta hrepp. Þrátt fyrir að markaðsöflin hafi sín áhrif á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar, þá bera sveitarfélög og ríkisvaldið ábyrgð á því að greiða leið fyrir betri samkeppni. Á sveitarstjórnarfundi Skagafjarðar í vikunni, 23. október, var tekin fyrir tillaga sem undirrituð lagði fram í nafni VG og óháðra. Tillagan miðar að því að bregðast við háu vöruverði og fákeppni í verslun í Skagafirði, og skapa þannig aðstæður fyrir fjölbreytt úrval og lægra matvöruverð fyrir íbúa Skagafjarðar og nágrennis. Tillagan var felld og með henni gullið tækifæri til að bæta lífskjör Skagfirðinga og gera svæðið að eftirsóknarverðari búsetukosti. Leiðin fram á við Það er þó ljóst að vandamálið er mun víðtækara en mín heimabyggð og á sér ólíkar birtingamyndum um allt land. Sveitarfélög á landsbyggðinni mættu að taka þetta óspart upp, ekki síst til þess að brýna fyrir söluaðilum í sínu nágrenni að láta af okrinu og mismuna ekki neytendum eftir búsetu. Með því að nýta skipulagsvald sitt og gera ívilnanir að raunhæfum valkosti, geta sveitarfélögin laðað að ný fyrirtæki sem geta brotið upp fákeppnina. Með einskiptis aðgerðum eins og afslætti á gatnagerðagjöldum má nýta þau verkfæri sem er að finna í lögum til að stýra uppbyggingu, efla samkeppni, bæta þjónustu og hag fjölskyldna út um land allt. Þegar við horfum fram á við, er ljóst að baráttan gegn fákeppni snýst ekki aðeins um lægra vöruverð. Hún snýst um réttindi neytenda, sanngirni í viðskiptum og jafnt aðgengi að grunnþjónustu. Aðgerðir gegn fákeppni þurfa að byggja á fjölþættri nálgun þar sem áhersla er lögð á vernd neytenda og hvata fyrir fyrirtæki til að taka þátt í sjálfbærari viðskiptaháttum, hvar sem þau eru í sveit sett. Höfundur er oddviti VG í Norðvesturkjördæmi.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun