Fjölmörg hlutverk skólafólks! Gróa Arndal Axelsdóttir skrifar 24. október 2024 13:46 Nú erum við skólafólk á öllum skólastigum og skólagerðum að ganga í gegnum ólgusjó þar sem því miður margir í samfélaginu eru að kasta rýrð á allt það frábæra skólastarf sem á sér stað innan veggja skólanna! Við á gólfinu sinnum mörgum hlutverkum til að vera til staðar fyrir nemendur okkar. Kennarinn er ekki eingöngu að miðla þekkingu, leggja fyrir fjölbreytt verkefni og sinna leiðsagnarmati, heldur er hann einnig að sinna líðan nemenda, aðstoða þá við að setja hvert öðru mörk, aðstoða heimili við að setja mörk og hvatningarkerfi, grípa inn í ágreining á milli nemenda, standa undir kröfum foreldra við að ná markmiðum námskrárinnar og um leið að vera til staðar fyrir börnin. Skólastofnunin í dag er svo miklu meira en var hér áður, þá var hún menntastofnun en er í dag að miklu leyti uppeldisstofnun. Þessi fjölbreyttu hlutverk íþyngja mörgum kennurum og gera skóladaginn oft á tíðum mjög flókinn. Eftir stendur kennarinn með sína kennsluáætlun og námskrá og sér oft ekki fram úr því. Sem betur fer eru margir skólar í dag teymisskólar sem styrkja kennara á margan hátt, þeir geta deilt ábyrgð, þeir geta speglað saman kennsluaðferðir, leiðir og lausnir í skólastarfinu o.s.frv. Þó svo að við eigum góða teymisfélaga er starfið oft á tíðum flókið og erfitt sem gerir það að verkum að margir hverfa frá störfum og fara annað. Í dag fjölgar leiðbeinendum um allt land og margir skólar ná ekki að manna skólana af kennurum eða leiðbeinendum. Við vitum samt sem áður að réttinda kennarar eru úti í samfélaginu að sinna öðrum störfum sem gefur meira í vasann! Til að verða kennari með réttindi krefst fimm ára háskólanáms! Er þá nokkuð óeðlilegt að við kennarastéttin gerum kröfur að fá laun sem samsamar því sem fólk í fræðslugeiranum á almenna markaðinum fær? Ég held að við séum öll á þeim stað að vilja gæðamenntun fyrir börnin okkar, að vilja réttinda kennara og fjölbreyttar kennsluaðferðir til að koma til móts við ólíkar þarfir þeirra. Við viljum að börnin okkar fái tækifæri til að blómstra á sínum eigin forsendum og geti borið höfuð hátt á leið út í lífið. Ef þið eruð enn að hugsa um hvernig skólakerfið var á ykkar grunnskólaaldri, gefið ykkur þá tíma til að kynnast skólakerfinu í næsta skóla. Í öllum skólum landsins fer fram gæða skólastarf, fjölbreytt og skapandi þar sem hver einstaklingur fær nám við hæfi. Þar finnið þið fólkið með hjartað og ástríðuna fyrir starfinu sínu. Þar sjáið þið og heyrið gleðina og lífið blómstra. Áfram skólafólk! Höfundur er formaður Félags skólastjórnenda á Reykjanesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nú erum við skólafólk á öllum skólastigum og skólagerðum að ganga í gegnum ólgusjó þar sem því miður margir í samfélaginu eru að kasta rýrð á allt það frábæra skólastarf sem á sér stað innan veggja skólanna! Við á gólfinu sinnum mörgum hlutverkum til að vera til staðar fyrir nemendur okkar. Kennarinn er ekki eingöngu að miðla þekkingu, leggja fyrir fjölbreytt verkefni og sinna leiðsagnarmati, heldur er hann einnig að sinna líðan nemenda, aðstoða þá við að setja hvert öðru mörk, aðstoða heimili við að setja mörk og hvatningarkerfi, grípa inn í ágreining á milli nemenda, standa undir kröfum foreldra við að ná markmiðum námskrárinnar og um leið að vera til staðar fyrir börnin. Skólastofnunin í dag er svo miklu meira en var hér áður, þá var hún menntastofnun en er í dag að miklu leyti uppeldisstofnun. Þessi fjölbreyttu hlutverk íþyngja mörgum kennurum og gera skóladaginn oft á tíðum mjög flókinn. Eftir stendur kennarinn með sína kennsluáætlun og námskrá og sér oft ekki fram úr því. Sem betur fer eru margir skólar í dag teymisskólar sem styrkja kennara á margan hátt, þeir geta deilt ábyrgð, þeir geta speglað saman kennsluaðferðir, leiðir og lausnir í skólastarfinu o.s.frv. Þó svo að við eigum góða teymisfélaga er starfið oft á tíðum flókið og erfitt sem gerir það að verkum að margir hverfa frá störfum og fara annað. Í dag fjölgar leiðbeinendum um allt land og margir skólar ná ekki að manna skólana af kennurum eða leiðbeinendum. Við vitum samt sem áður að réttinda kennarar eru úti í samfélaginu að sinna öðrum störfum sem gefur meira í vasann! Til að verða kennari með réttindi krefst fimm ára háskólanáms! Er þá nokkuð óeðlilegt að við kennarastéttin gerum kröfur að fá laun sem samsamar því sem fólk í fræðslugeiranum á almenna markaðinum fær? Ég held að við séum öll á þeim stað að vilja gæðamenntun fyrir börnin okkar, að vilja réttinda kennara og fjölbreyttar kennsluaðferðir til að koma til móts við ólíkar þarfir þeirra. Við viljum að börnin okkar fái tækifæri til að blómstra á sínum eigin forsendum og geti borið höfuð hátt á leið út í lífið. Ef þið eruð enn að hugsa um hvernig skólakerfið var á ykkar grunnskólaaldri, gefið ykkur þá tíma til að kynnast skólakerfinu í næsta skóla. Í öllum skólum landsins fer fram gæða skólastarf, fjölbreytt og skapandi þar sem hver einstaklingur fær nám við hæfi. Þar finnið þið fólkið með hjartað og ástríðuna fyrir starfinu sínu. Þar sjáið þið og heyrið gleðina og lífið blómstra. Áfram skólafólk! Höfundur er formaður Félags skólastjórnenda á Reykjanesi.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun