Fjölmörg hlutverk skólafólks! Gróa Arndal Axelsdóttir skrifar 24. október 2024 13:46 Nú erum við skólafólk á öllum skólastigum og skólagerðum að ganga í gegnum ólgusjó þar sem því miður margir í samfélaginu eru að kasta rýrð á allt það frábæra skólastarf sem á sér stað innan veggja skólanna! Við á gólfinu sinnum mörgum hlutverkum til að vera til staðar fyrir nemendur okkar. Kennarinn er ekki eingöngu að miðla þekkingu, leggja fyrir fjölbreytt verkefni og sinna leiðsagnarmati, heldur er hann einnig að sinna líðan nemenda, aðstoða þá við að setja hvert öðru mörk, aðstoða heimili við að setja mörk og hvatningarkerfi, grípa inn í ágreining á milli nemenda, standa undir kröfum foreldra við að ná markmiðum námskrárinnar og um leið að vera til staðar fyrir börnin. Skólastofnunin í dag er svo miklu meira en var hér áður, þá var hún menntastofnun en er í dag að miklu leyti uppeldisstofnun. Þessi fjölbreyttu hlutverk íþyngja mörgum kennurum og gera skóladaginn oft á tíðum mjög flókinn. Eftir stendur kennarinn með sína kennsluáætlun og námskrá og sér oft ekki fram úr því. Sem betur fer eru margir skólar í dag teymisskólar sem styrkja kennara á margan hátt, þeir geta deilt ábyrgð, þeir geta speglað saman kennsluaðferðir, leiðir og lausnir í skólastarfinu o.s.frv. Þó svo að við eigum góða teymisfélaga er starfið oft á tíðum flókið og erfitt sem gerir það að verkum að margir hverfa frá störfum og fara annað. Í dag fjölgar leiðbeinendum um allt land og margir skólar ná ekki að manna skólana af kennurum eða leiðbeinendum. Við vitum samt sem áður að réttinda kennarar eru úti í samfélaginu að sinna öðrum störfum sem gefur meira í vasann! Til að verða kennari með réttindi krefst fimm ára háskólanáms! Er þá nokkuð óeðlilegt að við kennarastéttin gerum kröfur að fá laun sem samsamar því sem fólk í fræðslugeiranum á almenna markaðinum fær? Ég held að við séum öll á þeim stað að vilja gæðamenntun fyrir börnin okkar, að vilja réttinda kennara og fjölbreyttar kennsluaðferðir til að koma til móts við ólíkar þarfir þeirra. Við viljum að börnin okkar fái tækifæri til að blómstra á sínum eigin forsendum og geti borið höfuð hátt á leið út í lífið. Ef þið eruð enn að hugsa um hvernig skólakerfið var á ykkar grunnskólaaldri, gefið ykkur þá tíma til að kynnast skólakerfinu í næsta skóla. Í öllum skólum landsins fer fram gæða skólastarf, fjölbreytt og skapandi þar sem hver einstaklingur fær nám við hæfi. Þar finnið þið fólkið með hjartað og ástríðuna fyrir starfinu sínu. Þar sjáið þið og heyrið gleðina og lífið blómstra. Áfram skólafólk! Höfundur er formaður Félags skólastjórnenda á Reykjanesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nú erum við skólafólk á öllum skólastigum og skólagerðum að ganga í gegnum ólgusjó þar sem því miður margir í samfélaginu eru að kasta rýrð á allt það frábæra skólastarf sem á sér stað innan veggja skólanna! Við á gólfinu sinnum mörgum hlutverkum til að vera til staðar fyrir nemendur okkar. Kennarinn er ekki eingöngu að miðla þekkingu, leggja fyrir fjölbreytt verkefni og sinna leiðsagnarmati, heldur er hann einnig að sinna líðan nemenda, aðstoða þá við að setja hvert öðru mörk, aðstoða heimili við að setja mörk og hvatningarkerfi, grípa inn í ágreining á milli nemenda, standa undir kröfum foreldra við að ná markmiðum námskrárinnar og um leið að vera til staðar fyrir börnin. Skólastofnunin í dag er svo miklu meira en var hér áður, þá var hún menntastofnun en er í dag að miklu leyti uppeldisstofnun. Þessi fjölbreyttu hlutverk íþyngja mörgum kennurum og gera skóladaginn oft á tíðum mjög flókinn. Eftir stendur kennarinn með sína kennsluáætlun og námskrá og sér oft ekki fram úr því. Sem betur fer eru margir skólar í dag teymisskólar sem styrkja kennara á margan hátt, þeir geta deilt ábyrgð, þeir geta speglað saman kennsluaðferðir, leiðir og lausnir í skólastarfinu o.s.frv. Þó svo að við eigum góða teymisfélaga er starfið oft á tíðum flókið og erfitt sem gerir það að verkum að margir hverfa frá störfum og fara annað. Í dag fjölgar leiðbeinendum um allt land og margir skólar ná ekki að manna skólana af kennurum eða leiðbeinendum. Við vitum samt sem áður að réttinda kennarar eru úti í samfélaginu að sinna öðrum störfum sem gefur meira í vasann! Til að verða kennari með réttindi krefst fimm ára háskólanáms! Er þá nokkuð óeðlilegt að við kennarastéttin gerum kröfur að fá laun sem samsamar því sem fólk í fræðslugeiranum á almenna markaðinum fær? Ég held að við séum öll á þeim stað að vilja gæðamenntun fyrir börnin okkar, að vilja réttinda kennara og fjölbreyttar kennsluaðferðir til að koma til móts við ólíkar þarfir þeirra. Við viljum að börnin okkar fái tækifæri til að blómstra á sínum eigin forsendum og geti borið höfuð hátt á leið út í lífið. Ef þið eruð enn að hugsa um hvernig skólakerfið var á ykkar grunnskólaaldri, gefið ykkur þá tíma til að kynnast skólakerfinu í næsta skóla. Í öllum skólum landsins fer fram gæða skólastarf, fjölbreytt og skapandi þar sem hver einstaklingur fær nám við hæfi. Þar finnið þið fólkið með hjartað og ástríðuna fyrir starfinu sínu. Þar sjáið þið og heyrið gleðina og lífið blómstra. Áfram skólafólk! Höfundur er formaður Félags skólastjórnenda á Reykjanesi.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun