Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2024 13:22 Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Nox Medical, hefur tekið við sem formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins. Í tilkynningu segir að hugverkaráð SI móti stefnu og sýn í málefnum hugverkaiðnaðar. Ingvar sitji einnig í stjórn Samtaka fyrirtækja í líf- og heilbrigðistækni sem sé meðal starfsgreinahópa Samtaka iðnaðarins. „Auk Ingvars sitja í Hugverkaráði SI þau Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI, Gunnar Zoëga forstjóri Opinna Kerfa, Íris E. Gísladóttir rekstrarstjóri Evolytes, Vigdís Tinna Sigurvaldadóttir lögfræðingur hjá Marel, Halldór Snær Kristjánsson framkvæmdastjóri Myrkur Games, Guðmundur Árnason fjármálastjóri Controlant, Hynur Ólafsson yfirlögfræðingur Kerecis, Bergþóra Halldórsdóttir Chief of Staff hjá Borealis Data Centers og Róbert Helgason framkvæmdastjóri KOT hugbúnaðarlausna og Autoledger. Hugverkaiðnaður hefur verið í stöðugum vexti síðustu ár en Samtök iðnaðarins áætla að útflutningstekjur greinarinnar verði yfir 300 milljarðar króna á þessu ári. Ríflega 18.000 manns starfa í greininni,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ingvari Hjálmarssyni, formanni hugverkaráðs SI, að hann sé feykilega spenntur fyrir verkefninu sem fram undan sé. „Ég trúi því að lífskjör á Íslandi séu fólgin í gróskumiklum og sterkum hugverkaiðnaði. Á síðustu árum hefur mikill árangur náðst með þéttu samstarfi Samtaka iðnaðarins, félagsmanna og stjórnvalda. Útflutningur hugverkafyrirtækja hefur tvöfaldast á aðeins fimm árum þökk sé hagfelldu og hvetjandi starfsumhverfi. Á sama tíma og við megum vera stolt af árangri liðinna ára þá erum við rétt að byrja. Tækifæri hugverkaiðnaðarins eru bókstaflega endalaus. Uppbyggingin og stefnumótunin sem hefur átt sér stað í Hugverkaráði SI skapar sterkan grunn til enn frekari sigra í framtíðinni.“ Þá er haft eftir Sigríði Mogensen, sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs SI, að hugverkaiðnaður sé ein af fjórum útflutningsstoðum Íslands og geti, ef rétt sé haldið á málum , orðið verðmætasta útflutningsstoðin innan nokkurra ára. „Sókn og vöxtur hugverkaiðnaðar undanfarin ár er ekki tilviljun. Hún kemur til vegna öflugra frumkvöðla en ekki síst stórstígra breytinga á skilyrðum til nýsköpunar hér á landi sem stjórnvöld hafa ráðist í. Við bindum vonir við að sú ríkisstjórn sem tekur við eftir alþingiskosningarnar setji málefni hugverkaiðnaðar í forgang, enda mun það hafa mikil áhrif á hagsæld og lífskjör hér á landi til langrar framtíðar.“ Vistaskipti Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Sjá meira
Í tilkynningu segir að hugverkaráð SI móti stefnu og sýn í málefnum hugverkaiðnaðar. Ingvar sitji einnig í stjórn Samtaka fyrirtækja í líf- og heilbrigðistækni sem sé meðal starfsgreinahópa Samtaka iðnaðarins. „Auk Ingvars sitja í Hugverkaráði SI þau Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI, Gunnar Zoëga forstjóri Opinna Kerfa, Íris E. Gísladóttir rekstrarstjóri Evolytes, Vigdís Tinna Sigurvaldadóttir lögfræðingur hjá Marel, Halldór Snær Kristjánsson framkvæmdastjóri Myrkur Games, Guðmundur Árnason fjármálastjóri Controlant, Hynur Ólafsson yfirlögfræðingur Kerecis, Bergþóra Halldórsdóttir Chief of Staff hjá Borealis Data Centers og Róbert Helgason framkvæmdastjóri KOT hugbúnaðarlausna og Autoledger. Hugverkaiðnaður hefur verið í stöðugum vexti síðustu ár en Samtök iðnaðarins áætla að útflutningstekjur greinarinnar verði yfir 300 milljarðar króna á þessu ári. Ríflega 18.000 manns starfa í greininni,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ingvari Hjálmarssyni, formanni hugverkaráðs SI, að hann sé feykilega spenntur fyrir verkefninu sem fram undan sé. „Ég trúi því að lífskjör á Íslandi séu fólgin í gróskumiklum og sterkum hugverkaiðnaði. Á síðustu árum hefur mikill árangur náðst með þéttu samstarfi Samtaka iðnaðarins, félagsmanna og stjórnvalda. Útflutningur hugverkafyrirtækja hefur tvöfaldast á aðeins fimm árum þökk sé hagfelldu og hvetjandi starfsumhverfi. Á sama tíma og við megum vera stolt af árangri liðinna ára þá erum við rétt að byrja. Tækifæri hugverkaiðnaðarins eru bókstaflega endalaus. Uppbyggingin og stefnumótunin sem hefur átt sér stað í Hugverkaráði SI skapar sterkan grunn til enn frekari sigra í framtíðinni.“ Þá er haft eftir Sigríði Mogensen, sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs SI, að hugverkaiðnaður sé ein af fjórum útflutningsstoðum Íslands og geti, ef rétt sé haldið á málum , orðið verðmætasta útflutningsstoðin innan nokkurra ára. „Sókn og vöxtur hugverkaiðnaðar undanfarin ár er ekki tilviljun. Hún kemur til vegna öflugra frumkvöðla en ekki síst stórstígra breytinga á skilyrðum til nýsköpunar hér á landi sem stjórnvöld hafa ráðist í. Við bindum vonir við að sú ríkisstjórn sem tekur við eftir alþingiskosningarnar setji málefni hugverkaiðnaðar í forgang, enda mun það hafa mikil áhrif á hagsæld og lífskjör hér á landi til langrar framtíðar.“
Vistaskipti Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Sjá meira