Höfnum gamaldags aðgreiningu Ásmundur Einar Daðason skrifar 24. október 2024 08:03 Árið 1974 var fyrst talað um í lögum að skólinn væri fyrir öll börn. Allar götur síðan hafa íslenskir stjórnmálamenn, að mestu, sammælst um þá framtíðarsýn. Í umræðum undanfarið hafa verið settar fram hugmyndir um að aðgreina eigi skóla eftir uppruna barna. Jafnframt hefur því verið fleygt fram að skynsamlegt sé að gera slíkt varðandi fleiri hópa barna. Þetta er ekki bara gamaldags hugsunarháttur, þetta eru líka hættulegar hugmyndir sem munu ekki gera neitt annað en að ýta undir ójöfnuð í okkar samfélagi. Rannsóknir á Norðurlöndunum hafa sýnt fram á að börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn ná oft bestum námsárangri í sínum hverfisskóla. Með því að efla stuðning og nám fyrir börn af erlendum uppruna innan hefðbundins skólakerfis og í sínu nærumhverfi næst mun betri árangur, fyrir hvert barn, og þar með fyrir samfélagið í heild. Aðgreining með sérstökum móttökuskólum er ekki endilega sú leið sem skilar mestum árangri. Auk þess er þetta ekki raunhæf af þeim augljósu ástæðum að landið er dreifbýlt. Það er hins vegar hárrétt að við höfum alls ekki stutt nógu vel við kennara og skólasamfélagið í að taka á móti fjölbreyttari hópi barna, ekki síst hvað varðar börn með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn. Í nýrri úttekt OECD, sem var birt í byrjun september, kemur skýrt fram að það sé mikilvægt að forgangsraða fjármunum í inngildingu innflytjenda. Þarna felast tækifæri til framfara. Ekki í aukinni aðgreiningu og stéttaskiptingu. Mikilvægast er að forgangsraða fjármagni þannig að það mæti fjölbreyttum þörfum barna. Þetta hafa kennarar og skólastjórnendur meðal annars bent á og þetta hef ég lagt áherslu á sem menntamálaráðherra. Aðgerðir okkar í menntamálum sýna að við þorum að setja menntun allra barna í forgang - þau eiga það skilið! Í maí var undirritað samkomulag um þróunarverkefnið MEMM. Þar er markmiðið að koma á samræmdu verklagi um móttöku og menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn á landsvísu; í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og frístundastarfi. Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og fleiri sveitarfélög hafa meðal annars þróað fjölbreyttar leiðir til að mæta ólíkum þörfum nýkominna barna, til dæmis með því að setja upp íslenskuver og með því að bjóða upp á markvissan stuðning, bjargir og starfsþróun þegar kemur að vinnu með málaflokkinn í skóla- og frístundastarfi. Með því að þróa lausnir sem mæta íslenskum veruleika og byggja á leiðum sem hafa reynst árangursríkar náum við bestu niðurstöðinni, bæði fyrir börnin og samfélagið. Leiðin fram á við er ekki að boða gamaldags hugmyndafræði aðgreiningar sem lausn á áskoruninni. Þannig stuðlum við ekki að betri samfélagsgerð. Börnin sem hingað koma eru á okkar ábyrgð og okkar verkefni er að þau sem eru með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn verði ekki sjálfkrafa jaðarsett. Að aðgreina börn enn frekar gerir ekkert annað en að ýta þeim lengra út á jaðarinn. Um þetta snúast þær breytingar sem nú er unnið að í íslensku menntakerfi; að ná betur utan um þessi börn. Aflið og hraðinn á breytingunum ræðst hins vegar af því hvort við sem samfélag erum tilbúin að forgangsraða fjármagni í þágu þessara aðgerða. Við þurfum að viðurkenna það sem skólasamfélagið hefur sagt og það sem OECD sagði: Við þurfum að vera tilbúin að fjárfesta í börnunum! Við skuldum þeim sem vinna með börnum í okkar samfélagi betri bjargir, stuðning og ráðgjöf til að mæta þessum hröðu samfélagsbreytingum. Við skuldum þeim líka að störf þeirra séu metin að verðleikum. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Innflytjendamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1974 var fyrst talað um í lögum að skólinn væri fyrir öll börn. Allar götur síðan hafa íslenskir stjórnmálamenn, að mestu, sammælst um þá framtíðarsýn. Í umræðum undanfarið hafa verið settar fram hugmyndir um að aðgreina eigi skóla eftir uppruna barna. Jafnframt hefur því verið fleygt fram að skynsamlegt sé að gera slíkt varðandi fleiri hópa barna. Þetta er ekki bara gamaldags hugsunarháttur, þetta eru líka hættulegar hugmyndir sem munu ekki gera neitt annað en að ýta undir ójöfnuð í okkar samfélagi. Rannsóknir á Norðurlöndunum hafa sýnt fram á að börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn ná oft bestum námsárangri í sínum hverfisskóla. Með því að efla stuðning og nám fyrir börn af erlendum uppruna innan hefðbundins skólakerfis og í sínu nærumhverfi næst mun betri árangur, fyrir hvert barn, og þar með fyrir samfélagið í heild. Aðgreining með sérstökum móttökuskólum er ekki endilega sú leið sem skilar mestum árangri. Auk þess er þetta ekki raunhæf af þeim augljósu ástæðum að landið er dreifbýlt. Það er hins vegar hárrétt að við höfum alls ekki stutt nógu vel við kennara og skólasamfélagið í að taka á móti fjölbreyttari hópi barna, ekki síst hvað varðar börn með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn. Í nýrri úttekt OECD, sem var birt í byrjun september, kemur skýrt fram að það sé mikilvægt að forgangsraða fjármunum í inngildingu innflytjenda. Þarna felast tækifæri til framfara. Ekki í aukinni aðgreiningu og stéttaskiptingu. Mikilvægast er að forgangsraða fjármagni þannig að það mæti fjölbreyttum þörfum barna. Þetta hafa kennarar og skólastjórnendur meðal annars bent á og þetta hef ég lagt áherslu á sem menntamálaráðherra. Aðgerðir okkar í menntamálum sýna að við þorum að setja menntun allra barna í forgang - þau eiga það skilið! Í maí var undirritað samkomulag um þróunarverkefnið MEMM. Þar er markmiðið að koma á samræmdu verklagi um móttöku og menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn á landsvísu; í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og frístundastarfi. Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og fleiri sveitarfélög hafa meðal annars þróað fjölbreyttar leiðir til að mæta ólíkum þörfum nýkominna barna, til dæmis með því að setja upp íslenskuver og með því að bjóða upp á markvissan stuðning, bjargir og starfsþróun þegar kemur að vinnu með málaflokkinn í skóla- og frístundastarfi. Með því að þróa lausnir sem mæta íslenskum veruleika og byggja á leiðum sem hafa reynst árangursríkar náum við bestu niðurstöðinni, bæði fyrir börnin og samfélagið. Leiðin fram á við er ekki að boða gamaldags hugmyndafræði aðgreiningar sem lausn á áskoruninni. Þannig stuðlum við ekki að betri samfélagsgerð. Börnin sem hingað koma eru á okkar ábyrgð og okkar verkefni er að þau sem eru með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn verði ekki sjálfkrafa jaðarsett. Að aðgreina börn enn frekar gerir ekkert annað en að ýta þeim lengra út á jaðarinn. Um þetta snúast þær breytingar sem nú er unnið að í íslensku menntakerfi; að ná betur utan um þessi börn. Aflið og hraðinn á breytingunum ræðst hins vegar af því hvort við sem samfélag erum tilbúin að forgangsraða fjármagni í þágu þessara aðgerða. Við þurfum að viðurkenna það sem skólasamfélagið hefur sagt og það sem OECD sagði: Við þurfum að vera tilbúin að fjárfesta í börnunum! Við skuldum þeim sem vinna með börnum í okkar samfélagi betri bjargir, stuðning og ráðgjöf til að mæta þessum hröðu samfélagsbreytingum. Við skuldum þeim líka að störf þeirra séu metin að verðleikum. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun