Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 22. október 2024 13:00 Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, fagnar 20 ára afmæli sínu í janúar á næsta ári. Við höfum öll þessi ár barist fyrir að hlustað sé á raddir frelsissviptra og beittum okkur sérstaklega fyrir því að OPCAT samningur Sameinuðu þjóðanna yrði fullgiltur hér á landi. OPCAT er valfrjáls bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum, og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi refsingu. Bókunin var samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 18. desember 2002 og undirrituð af hálfu Íslands 23. september 2003. [1] Í bókuninni er m.a. kveðið á um að eftirliti með öllum stöðum sem vista frelsissvipta skuli komið á fót innan hvers aðildarríkis. Afstaða þrýsti mikið á að OPCAT bókunin yrði fullgilt sem gerðist þó ekki fyrr en árið 2018, 15 árum eftir að Ísland undirritaði bókunina – sem var undirrituð af forseta Ísland 29. janúar 2019. Umboðsmaður Alþingis annast eftirlit á grundvelli bókunarinnar hér á landi. Sambærilegt fyrirkomulag tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum og víða í Evrópu. Lögum um umboðsmann Alþingis var breytt með lögum sem tóku gildi 8. janúar 2019 og honum falið umrætt eftirlit.[2] Nánar er fjallað um þetta verkefni í lögum nr. 147/2018, um breytingu á lögum nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, með síðari breytingum (OPCAT-eftirlit), sem samþykkt voru á Alþingi 13. desember 2018. Þegar bókunin var fullgilt sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra: „Ég fagna því að nú sé búið sé að fullgilda þessa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum. Þótt dæmi um pyntingar eða aðra grimmilega eða vanvirðandi meðferð séu sem betur fer fá á Íslandi, að minnsta kosti í seinni tíð, er þessi áfangi mikilvægur liður í að tryggja að slíkt viðgangist ekki. Við getum aldrei liðið pyntingar, hvorki hér á landi né erlendis“ Markmið heimsókna OPCAT eftirlitsins er að hindra pyndingar eða aðra grimmilega, ómannlega eða vanvirðandi meðferð, einkum með því að fyrirbyggja að áhættusamar aðstæður skapist. Umboðsmaður getur enn fremur látið í ljós álit sitt á því hvort atriði sem varða starfsemi stofnunar eða heimilis, auk atriða sem varða meðferð og aðbúnað þeirra sem sviptir hafa verið frelsi sínu, séu andstæð sjónarmiðum um mannúð og mannvirðingu. Getur umboðsmaður beint tilmælum til þeirra sem sæta eftirliti hans sem miða að því að bæta meðferð og aðbúnað frelsissviptra einstaklinga og að því að fyrirbyggja pyndingar og aðra grimmilega, ómannúðlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Hverjir eru frelsissviptir? Eðlilegt er að almenningur geri sér ekki almennilega grein fyrir hverjir það eru sem eru frelsissviptir, enda er þar um að ræða fólk í ólíkum aðstæðum; fólk sem vistað er á dvalar- og hjúkrunarheimilum, í barnaverndarúrræðum eins og Stuðlum, geðdeildum (þ.m.t. réttargeðdeildinni á Kleppspítala), í úrræðum fyrir fatlað fólk, á lögreglustöðvum – og auðvitað þeir sem eru í fangelsum. Umboðsmaður Alþingis, Skúli Magnússon, sem lét af embætti um síðustu mánaðamót, hefur sagt að þó umboðsmaður sé ekki réttarskipandi – og standi fyrir utan stjórnkerfið, telji hann engu að síður að heilabilað fólk á lokuðum deildum hafi verið frelsissvipt án laga. Hann tekur reyndar fram að starfsfólk á slíkum deildum ræki starfa sinn af fagmennsku og alúð í góðum tilgangi og sé því ekki að lýsa hræðilegu ástandi, en telur hins vegar að lagalega sé þetta mál ófullkomið. „Og frá lagalegu sjónarhóli er þetta svona, getum við sagt, eiginlega sviðin jörð. [...] Það megi segja að sumt af þessu fari fram í hálfgerðu lagalegu tómarúmi. Inni á lokuðum deildum hjúkrunarheimila.“ Fólk sem sé meira eða minna lögráða – sem sé samt lokað inni á stofnun. „Það sé engin lagaheimild til þess.“ Um þessi tilfelli þurfi að koma einhvers konar regluverk.[3] Samhæfingarleysið lekur niður stjórnkerfið eins og sulta Umboðsmaður Alþingis sagði í viðtalinu við RÚV samhæfingarleysi stjórnvalda vera víða: „Það þarf að koma fanga á Litla-Hrauni, sem er í geðrofsástandandi, inn á bráðamóttöku geðdeildar. Það þarf að koma barni á Stuðlum inn á BUGL. Lögregla situr uppi með mann sem hún telur ekki eiga heima í fangaklefa, heldur eiga heima á heilbrigðisstofnun og svo framvegis“ en þetta væri ekki að gerast, sagði umboðsmaður Alþingis í viðtali við Björn Þór Sigbjörnsson á Morgunvakt Rásar2. Sagði hann að svo virtist sem „kerfin“ væru ekki að tala saman og að einstaklingarnir yrðu því utangarðs. Umboðsmaður Alþingis fór á grundvelli OPCAT í eftirlitsheimsókn í úrræðið Stuðla, sem er neyðarvistun og meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga á aldrinum 13-18 ára, í lok nóvember 2018. Athugun teymis umboðsmanns leiddi í ljós að lagagrundvöllur vistunar barns væri ekki alltaf fyrir hendi með skýrum hætti. Það er væri því m.a. niðurstaða umboðsmanns að beina því til Barnaverndarstofu og neyðarvistunar Stuðla að taka skipulag og framkvæmd vegna vistunar barna til endurskoðunar og gera viðeigandi breytingar til að tryggja að form slíkra umsókna og ákvarðana sé með þeim hætti að ljóst sé á hvaða lagagrundvelli barn er vistað. Að auki þyrfti að bæta upplýsingagjöf til barna, forsjáraðila og starfsmanna neyðarvistunar hvað þetta varðar. Margir eru frelsissviptir Tilgangur greinar þessarar er að vekja athygli á að það eru ekki bara fullorðnir karlar í fangelsi á Litla-Hrauni sem eru frelsisviptir. Sá hópur er miklu stærri. Svo virðist sem lagagrundvöllur frelsissviptingar sé ekki alltaf skýr. Umboðsmaður Alþingis hefur, á grundvelli OPCAT eftirlits, gert alvarlegar athugasemdir við vistun – bæði ungmenna, sem og aldraðra – í lokuðum úrræðum. Frelsissviptir geta verið börn, sem vistuð eru í neyðarvistun, aldraðir með heilabilun á hjúkrunarheimili, fatlaðir, einstaklingar sem eru á geðdeildum – og auðvitað þeir sem eru í fangelsi. Afstaða, sem hefur barist fyrir réttindum frelsissviptra í á annan áratug, hefur allt þetta fólk með í sinni baráttu. Unga sem aldna. Lagalegri óvissu frelsissviptra þarf að taka á – án tafa! Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu [1] https://umbodsmadur.is/opcat/nanar-um-opcat/ [2] https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/02/22/Island-fullgildir-bokun-vid-samning-um-bann-vid-pyntingum/ [3] https://www.ruv.is/utvarp/spila/morgunvaktin/23614/7hhhao Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Málefni Stuðla Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, fagnar 20 ára afmæli sínu í janúar á næsta ári. Við höfum öll þessi ár barist fyrir að hlustað sé á raddir frelsissviptra og beittum okkur sérstaklega fyrir því að OPCAT samningur Sameinuðu þjóðanna yrði fullgiltur hér á landi. OPCAT er valfrjáls bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum, og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi refsingu. Bókunin var samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 18. desember 2002 og undirrituð af hálfu Íslands 23. september 2003. [1] Í bókuninni er m.a. kveðið á um að eftirliti með öllum stöðum sem vista frelsissvipta skuli komið á fót innan hvers aðildarríkis. Afstaða þrýsti mikið á að OPCAT bókunin yrði fullgilt sem gerðist þó ekki fyrr en árið 2018, 15 árum eftir að Ísland undirritaði bókunina – sem var undirrituð af forseta Ísland 29. janúar 2019. Umboðsmaður Alþingis annast eftirlit á grundvelli bókunarinnar hér á landi. Sambærilegt fyrirkomulag tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum og víða í Evrópu. Lögum um umboðsmann Alþingis var breytt með lögum sem tóku gildi 8. janúar 2019 og honum falið umrætt eftirlit.[2] Nánar er fjallað um þetta verkefni í lögum nr. 147/2018, um breytingu á lögum nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, með síðari breytingum (OPCAT-eftirlit), sem samþykkt voru á Alþingi 13. desember 2018. Þegar bókunin var fullgilt sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra: „Ég fagna því að nú sé búið sé að fullgilda þessa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum. Þótt dæmi um pyntingar eða aðra grimmilega eða vanvirðandi meðferð séu sem betur fer fá á Íslandi, að minnsta kosti í seinni tíð, er þessi áfangi mikilvægur liður í að tryggja að slíkt viðgangist ekki. Við getum aldrei liðið pyntingar, hvorki hér á landi né erlendis“ Markmið heimsókna OPCAT eftirlitsins er að hindra pyndingar eða aðra grimmilega, ómannlega eða vanvirðandi meðferð, einkum með því að fyrirbyggja að áhættusamar aðstæður skapist. Umboðsmaður getur enn fremur látið í ljós álit sitt á því hvort atriði sem varða starfsemi stofnunar eða heimilis, auk atriða sem varða meðferð og aðbúnað þeirra sem sviptir hafa verið frelsi sínu, séu andstæð sjónarmiðum um mannúð og mannvirðingu. Getur umboðsmaður beint tilmælum til þeirra sem sæta eftirliti hans sem miða að því að bæta meðferð og aðbúnað frelsissviptra einstaklinga og að því að fyrirbyggja pyndingar og aðra grimmilega, ómannúðlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Hverjir eru frelsissviptir? Eðlilegt er að almenningur geri sér ekki almennilega grein fyrir hverjir það eru sem eru frelsissviptir, enda er þar um að ræða fólk í ólíkum aðstæðum; fólk sem vistað er á dvalar- og hjúkrunarheimilum, í barnaverndarúrræðum eins og Stuðlum, geðdeildum (þ.m.t. réttargeðdeildinni á Kleppspítala), í úrræðum fyrir fatlað fólk, á lögreglustöðvum – og auðvitað þeir sem eru í fangelsum. Umboðsmaður Alþingis, Skúli Magnússon, sem lét af embætti um síðustu mánaðamót, hefur sagt að þó umboðsmaður sé ekki réttarskipandi – og standi fyrir utan stjórnkerfið, telji hann engu að síður að heilabilað fólk á lokuðum deildum hafi verið frelsissvipt án laga. Hann tekur reyndar fram að starfsfólk á slíkum deildum ræki starfa sinn af fagmennsku og alúð í góðum tilgangi og sé því ekki að lýsa hræðilegu ástandi, en telur hins vegar að lagalega sé þetta mál ófullkomið. „Og frá lagalegu sjónarhóli er þetta svona, getum við sagt, eiginlega sviðin jörð. [...] Það megi segja að sumt af þessu fari fram í hálfgerðu lagalegu tómarúmi. Inni á lokuðum deildum hjúkrunarheimila.“ Fólk sem sé meira eða minna lögráða – sem sé samt lokað inni á stofnun. „Það sé engin lagaheimild til þess.“ Um þessi tilfelli þurfi að koma einhvers konar regluverk.[3] Samhæfingarleysið lekur niður stjórnkerfið eins og sulta Umboðsmaður Alþingis sagði í viðtalinu við RÚV samhæfingarleysi stjórnvalda vera víða: „Það þarf að koma fanga á Litla-Hrauni, sem er í geðrofsástandandi, inn á bráðamóttöku geðdeildar. Það þarf að koma barni á Stuðlum inn á BUGL. Lögregla situr uppi með mann sem hún telur ekki eiga heima í fangaklefa, heldur eiga heima á heilbrigðisstofnun og svo framvegis“ en þetta væri ekki að gerast, sagði umboðsmaður Alþingis í viðtali við Björn Þór Sigbjörnsson á Morgunvakt Rásar2. Sagði hann að svo virtist sem „kerfin“ væru ekki að tala saman og að einstaklingarnir yrðu því utangarðs. Umboðsmaður Alþingis fór á grundvelli OPCAT í eftirlitsheimsókn í úrræðið Stuðla, sem er neyðarvistun og meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga á aldrinum 13-18 ára, í lok nóvember 2018. Athugun teymis umboðsmanns leiddi í ljós að lagagrundvöllur vistunar barns væri ekki alltaf fyrir hendi með skýrum hætti. Það er væri því m.a. niðurstaða umboðsmanns að beina því til Barnaverndarstofu og neyðarvistunar Stuðla að taka skipulag og framkvæmd vegna vistunar barna til endurskoðunar og gera viðeigandi breytingar til að tryggja að form slíkra umsókna og ákvarðana sé með þeim hætti að ljóst sé á hvaða lagagrundvelli barn er vistað. Að auki þyrfti að bæta upplýsingagjöf til barna, forsjáraðila og starfsmanna neyðarvistunar hvað þetta varðar. Margir eru frelsissviptir Tilgangur greinar þessarar er að vekja athygli á að það eru ekki bara fullorðnir karlar í fangelsi á Litla-Hrauni sem eru frelsisviptir. Sá hópur er miklu stærri. Svo virðist sem lagagrundvöllur frelsissviptingar sé ekki alltaf skýr. Umboðsmaður Alþingis hefur, á grundvelli OPCAT eftirlits, gert alvarlegar athugasemdir við vistun – bæði ungmenna, sem og aldraðra – í lokuðum úrræðum. Frelsissviptir geta verið börn, sem vistuð eru í neyðarvistun, aldraðir með heilabilun á hjúkrunarheimili, fatlaðir, einstaklingar sem eru á geðdeildum – og auðvitað þeir sem eru í fangelsi. Afstaða, sem hefur barist fyrir réttindum frelsissviptra í á annan áratug, hefur allt þetta fólk með í sinni baráttu. Unga sem aldna. Lagalegri óvissu frelsissviptra þarf að taka á – án tafa! Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu [1] https://umbodsmadur.is/opcat/nanar-um-opcat/ [2] https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/02/22/Island-fullgildir-bokun-vid-samning-um-bann-vid-pyntingum/ [3] https://www.ruv.is/utvarp/spila/morgunvaktin/23614/7hhhao
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun