Verjum húsnæðismarkaðinn frá frekari einkavæðingu Arnlaugur Samúel Arnþórsson skrifar 22. október 2024 12:32 Sem dæmi um hvernig óheftur kapítalismi hefur farið með húsnæðismarkaðinn má rýna í tölfræðina frá Hagstofu Íslands. Á milli 2011 og 2021 stækkaði heildarfjöldi venjulegra íbúða á íslenskum húsnæðismarkaði um 11.8% Á þessum sama tíma hækkaði heildarfjöldi íbúða í eigu einstaklinga um 12.58% Íbúðir í eigu Húsnæðissamvinnufélaga fóru upp um 9.4% í heildarfjölda.Íbúðir í eigu Sveitarfélaga fóru niður um 52.77% í heildarfjölda.Íbúðir í eigu Félagasamtaka fóru niður um 83.07% í heildarfjölda.Íbúðir í eigu Ríkisins fóru niður um 86.07% í heildarfjölda. Á þessum sama tíma stendur einn liður sérstaklega út í sinni útþenslu í samanburð við þennan samdrátt, og það eru venjulegar íbúðir í eigu fyrirtækja. Íbúðir í eigu fyrirtækja fóru upp um 105.91% í heildarfjölda á þessum 10 árum. Á meðan hafa félagslegir húsnæðiskostir dregist saman í heildina um 59.30% Hættum að einkavæða byrjum að félagsvæða! Ef við á vinstrinu höldum áfram að spila í vörn frekar en sókn munu fyrirtæki fá að kæfa alla félagslega húsnæðiskosti út úr markaðnum. Til að spyrna á móti þessari gríðarlegu einkavæðingu sem hefur orðið á seinustu árum er Sósíalistaflokkur Íslands meðal annars með það í sinni stefnu: Að byggðar verði 30 þúsund félagslegar íbúðir á næstu tíu árum Að tryggt sé fjármagn í að félagslega rekin leigufélög verði að lágmarki 25% af húsnæðismarkaðnum eftir 20 ár. Að námsmönnum í háskóla- eða framhaldsskólanámi svo sem iðn- og eða sérskólanámi og námsmönnum af landsbyggðinni verði tryggt húsnæði á nemendagörðum í gegnum félagslega rekin og óhagnaðardrifin húsnæðisfélög. Að lög um samvinnufélög verði endurskoðuð með það að markmiði að hægt sé að stofna leigufélög og annarskonar samvinnufélög á gerlegan máta. Og þetta er bara lítill hluti af stórri stefnu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Sem dæmi um hvernig óheftur kapítalismi hefur farið með húsnæðismarkaðinn má rýna í tölfræðina frá Hagstofu Íslands. Á milli 2011 og 2021 stækkaði heildarfjöldi venjulegra íbúða á íslenskum húsnæðismarkaði um 11.8% Á þessum sama tíma hækkaði heildarfjöldi íbúða í eigu einstaklinga um 12.58% Íbúðir í eigu Húsnæðissamvinnufélaga fóru upp um 9.4% í heildarfjölda.Íbúðir í eigu Sveitarfélaga fóru niður um 52.77% í heildarfjölda.Íbúðir í eigu Félagasamtaka fóru niður um 83.07% í heildarfjölda.Íbúðir í eigu Ríkisins fóru niður um 86.07% í heildarfjölda. Á þessum sama tíma stendur einn liður sérstaklega út í sinni útþenslu í samanburð við þennan samdrátt, og það eru venjulegar íbúðir í eigu fyrirtækja. Íbúðir í eigu fyrirtækja fóru upp um 105.91% í heildarfjölda á þessum 10 árum. Á meðan hafa félagslegir húsnæðiskostir dregist saman í heildina um 59.30% Hættum að einkavæða byrjum að félagsvæða! Ef við á vinstrinu höldum áfram að spila í vörn frekar en sókn munu fyrirtæki fá að kæfa alla félagslega húsnæðiskosti út úr markaðnum. Til að spyrna á móti þessari gríðarlegu einkavæðingu sem hefur orðið á seinustu árum er Sósíalistaflokkur Íslands meðal annars með það í sinni stefnu: Að byggðar verði 30 þúsund félagslegar íbúðir á næstu tíu árum Að tryggt sé fjármagn í að félagslega rekin leigufélög verði að lágmarki 25% af húsnæðismarkaðnum eftir 20 ár. Að námsmönnum í háskóla- eða framhaldsskólanámi svo sem iðn- og eða sérskólanámi og námsmönnum af landsbyggðinni verði tryggt húsnæði á nemendagörðum í gegnum félagslega rekin og óhagnaðardrifin húsnæðisfélög. Að lög um samvinnufélög verði endurskoðuð með það að markmiði að hægt sé að stofna leigufélög og annarskonar samvinnufélög á gerlegan máta. Og þetta er bara lítill hluti af stórri stefnu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar