Sömu rök og styðja rétt kvenna til þungunarrofs eiga við um dánaraðstoð Ingrid Kuhlman og Steinar Harðarson skrifa 28. október 2024 08:02 Árið 2019 tók Alþingi mikilvægt skref í átt að auknum réttindum kvenna með samþykkt nýrra laga um þungunarrof, lög nr. 43/2019. Lögin, sem staðfesta sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama, voru að áliti margra veruleg réttarbót. Í greinargerð og rökstuðningi með lögunum voru færð sterk rök fyrir mikilvægi þess að viðurkenna og vernda sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Í umsögnum um frumvarpið sem bárust í gegnum samráðsgátt má sjá jákvæð viðbrögð heilbrigðisstofnana. Embætti landlæknis lýsti sem dæmi yfir stuðningi við lögin og taldi þau vera mikilvægt skref í átt að auknu sjálfsforræði kvenna. Þá kom fram i umsögn Landspítala að engin kona tæki ákvörðun um að enda meðgöngu á bilinu 18–22 vikur án vandlegrar íhugunar að teknu tilliti til allra aðstæðna. Konum væri best treystandi til að taka slíka ákvörðun um eigin framtíð, líf og líkama. Í dag myndu fáir andmæla þeim sjálfsákvörðunarrétti sem konur öðluðust með lögunum frá 2019. En ættu ekki sömu rök, sem samfélagið hefur almennt fallist á, að eiga við um dánaraðstoð? Er ekki rétt að líta á dánaraðstoð sem „mikilvægt skref í átt að auknu sjálfsforræði einstaklinga“? Og er ekki ljóst að „enginn einstaklingur tæki ákvörðun um að binda enda á eigið líf án vandlegrar íhugunar að teknu tilliti til allra aðstæðna? Honum væri best treystandi til að taka ákvörðun um eigin framtíð, líf og líkama?“ Hægt að heimfæra greinargerðina um þungunarrof yfir á dánaraðstoð Ef við heimfærum 2. kafla greinargerðarinnar með frumvarpinu um þungunarrof yfir á löggjöf um dánaraðstoð, með því að skipta út orðinu þungunarrof fyrir dánaraðstoð og konur fyrir einstaklinga, myndi greinargerðin í stórum dráttum hljóða svona: Mikilvægt væri að Ísland sýndi umheiminum að einstaklingar hér á landi nytu virðingar, ákvörðun þeirra um að fá að deyja á eigin forsendum væri virt sem og sjálfsforræði þeirra og þeir studdir með faglegri fræðslu og ráðgjöf sem byggist á gagnreyndri þekkingu. Er þetta í takt við þróun á sviði mannréttinda sem hefur verið í þá átt að auka sjálfsforræði einstaklingsins. Má í því samhengi nefna fjölmarga alþjóðlega samninga og þróun í dómaframkvæmd á sviði þeirra, svo sem mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjónanna, mannréttindasáttmála Evrópu, samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum, samning Evrópuráðsins um vernd mannréttinda og mannlegrar reisnar með hliðsjón af starfsemi á sviði líffræði og læknisfræði: samningur um mannréttindi og líflæknisfræði. Þá er í 3. gr. mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna kveðið á um að allir eigi rétt til lífs, frelsis og mannhelgi… Nefndin var einhuga um nauðsyn þess setja lög sem heimila dánaraðstoð með það fyrir augum að tryggja og undirstrika réttinn til sjálfsforræðis einstaklinga yfir líkama sínum og rétt hvers einstaklings til þess að taka ákvörðun um eigin dauða. Þessi sjónarmið leggja grunninn að markmiði frumvarpsins um að tryggja að sjálfsforræði einstaklinga sé virt með öruggum aðgangi að heilbrigðisþjónustu fyrir þá einstaklinga sem óska eftir dánaraðstoð. Hér má sjá að bæði þungunarrof og dánaraðstoð byggja á siðferðisviðmiðum sem viðurkenna sjálfstæði og grundvallarrétt hvers einstaklings til að ráða yfir eigin lífi og líkama. Með setningu laga um dánaraðstoð yrði tryggður réttur allra til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um eigin líkama og líf, óháð kyni. Hver á að taka ákvörðun um okkar hinstu stund? Það má ekki gleymast að í þeim löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleidd eru strangar lagalegar kröfur sem einstaklingar þurfa að uppfylla. Þeir sem fá dánaraðstoð eru oft með mjög langt genginn sjúkdóm, eiga enga von um bata og upplifa óbærilegar þjáningar. Ákvörðunin um dánaraðstoð er auk þess tekin af einstaklingnum sjálfum, sem þarf að vera hæfur til að taka slíka ákvörðun. Sterk rök þurfa að liggja fyrir til að segja að réttur einstaklings til að sækja sjálfviljugur um dánarstoð sé ekki jafn mikils metinn og réttur kvenna til þungunarrofs. Í báðum tilfellum snýst málið um sjálfsforræði, virðingu fyrir persónulegum ákvörðunum og rétt til að ráða yfir eigin líkama og lífi. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Árið 2019 tók Alþingi mikilvægt skref í átt að auknum réttindum kvenna með samþykkt nýrra laga um þungunarrof, lög nr. 43/2019. Lögin, sem staðfesta sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama, voru að áliti margra veruleg réttarbót. Í greinargerð og rökstuðningi með lögunum voru færð sterk rök fyrir mikilvægi þess að viðurkenna og vernda sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Í umsögnum um frumvarpið sem bárust í gegnum samráðsgátt má sjá jákvæð viðbrögð heilbrigðisstofnana. Embætti landlæknis lýsti sem dæmi yfir stuðningi við lögin og taldi þau vera mikilvægt skref í átt að auknu sjálfsforræði kvenna. Þá kom fram i umsögn Landspítala að engin kona tæki ákvörðun um að enda meðgöngu á bilinu 18–22 vikur án vandlegrar íhugunar að teknu tilliti til allra aðstæðna. Konum væri best treystandi til að taka slíka ákvörðun um eigin framtíð, líf og líkama. Í dag myndu fáir andmæla þeim sjálfsákvörðunarrétti sem konur öðluðust með lögunum frá 2019. En ættu ekki sömu rök, sem samfélagið hefur almennt fallist á, að eiga við um dánaraðstoð? Er ekki rétt að líta á dánaraðstoð sem „mikilvægt skref í átt að auknu sjálfsforræði einstaklinga“? Og er ekki ljóst að „enginn einstaklingur tæki ákvörðun um að binda enda á eigið líf án vandlegrar íhugunar að teknu tilliti til allra aðstæðna? Honum væri best treystandi til að taka ákvörðun um eigin framtíð, líf og líkama?“ Hægt að heimfæra greinargerðina um þungunarrof yfir á dánaraðstoð Ef við heimfærum 2. kafla greinargerðarinnar með frumvarpinu um þungunarrof yfir á löggjöf um dánaraðstoð, með því að skipta út orðinu þungunarrof fyrir dánaraðstoð og konur fyrir einstaklinga, myndi greinargerðin í stórum dráttum hljóða svona: Mikilvægt væri að Ísland sýndi umheiminum að einstaklingar hér á landi nytu virðingar, ákvörðun þeirra um að fá að deyja á eigin forsendum væri virt sem og sjálfsforræði þeirra og þeir studdir með faglegri fræðslu og ráðgjöf sem byggist á gagnreyndri þekkingu. Er þetta í takt við þróun á sviði mannréttinda sem hefur verið í þá átt að auka sjálfsforræði einstaklingsins. Má í því samhengi nefna fjölmarga alþjóðlega samninga og þróun í dómaframkvæmd á sviði þeirra, svo sem mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjónanna, mannréttindasáttmála Evrópu, samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum, samning Evrópuráðsins um vernd mannréttinda og mannlegrar reisnar með hliðsjón af starfsemi á sviði líffræði og læknisfræði: samningur um mannréttindi og líflæknisfræði. Þá er í 3. gr. mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna kveðið á um að allir eigi rétt til lífs, frelsis og mannhelgi… Nefndin var einhuga um nauðsyn þess setja lög sem heimila dánaraðstoð með það fyrir augum að tryggja og undirstrika réttinn til sjálfsforræðis einstaklinga yfir líkama sínum og rétt hvers einstaklings til þess að taka ákvörðun um eigin dauða. Þessi sjónarmið leggja grunninn að markmiði frumvarpsins um að tryggja að sjálfsforræði einstaklinga sé virt með öruggum aðgangi að heilbrigðisþjónustu fyrir þá einstaklinga sem óska eftir dánaraðstoð. Hér má sjá að bæði þungunarrof og dánaraðstoð byggja á siðferðisviðmiðum sem viðurkenna sjálfstæði og grundvallarrétt hvers einstaklings til að ráða yfir eigin lífi og líkama. Með setningu laga um dánaraðstoð yrði tryggður réttur allra til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um eigin líkama og líf, óháð kyni. Hver á að taka ákvörðun um okkar hinstu stund? Það má ekki gleymast að í þeim löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleidd eru strangar lagalegar kröfur sem einstaklingar þurfa að uppfylla. Þeir sem fá dánaraðstoð eru oft með mjög langt genginn sjúkdóm, eiga enga von um bata og upplifa óbærilegar þjáningar. Ákvörðunin um dánaraðstoð er auk þess tekin af einstaklingnum sjálfum, sem þarf að vera hæfur til að taka slíka ákvörðun. Sterk rök þurfa að liggja fyrir til að segja að réttur einstaklings til að sækja sjálfviljugur um dánarstoð sé ekki jafn mikils metinn og réttur kvenna til þungunarrofs. Í báðum tilfellum snýst málið um sjálfsforræði, virðingu fyrir persónulegum ákvörðunum og rétt til að ráða yfir eigin líkama og lífi. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun