Er forsvaranlegt að kjósa Framsóknarflokkinn? Reynir Böðvarsson skrifar 21. október 2024 07:15 Ég ætla ekki sjálfur að kjósa Framsóknarflokkinn en hvet þá sem ekki geta hugsað sér að kjósa Sósíalistaflokkinn eða Pírata að gera það, sérstaklega ykkur í mínu kjördæmi, Suðurkjördæmi þar sem Halla Hrund Logadóttir skipar fyrsta sætið. Hugsið ykkur bara möguleikann á því að Halla Hrundi verði umhverfis- orku- og loftlagsráðherra í næstu ríkisstjórn, hvílík trygging það væri að skynsamlega verði farið með þessa málaflokka þar sem almannahagsmunir verða hafðir að leiðarljósi. Aldrei hefur mér dottið í hug að skrifa pistil til stuðnings Framsóknarflokknum en ég geri það nú, vegna þess að hæfari manneskju en Höllu Hrund er ekki hægt að hugsa sér í lagasmíð kringum okkar dýrmætu orkuauðlindir sem og umhverfis og loftlagsmál. Ég vil líka hrósa Sigurði Inga fyrir að láta eftir fyrsta sætið í kjördæminu til Höllu Hrundar, ég held að það sé einstakt drengskapar bragð í íslenskri stjórnmálasögu og á hann heiður skilið fyrir það. Þar setur hann hagsmuni flokksins og jafnvel þjóðarinnar ofar eigin hagsmunum. Við þekkjum öll Höllu Hrund úr kosningabaráttunni til embætti forseta í vor sem leið, og ég studdi hana heilshugar og hefði gjarnan séð hana sem Forseta Íslands. Ég vissi að ráðherra málaflokksins hafði áætlun um að leggja niður embætti orkumálastjóra og sameina ýmsar ríkisstofnanir, mig grunaði að hennar hreinskilni og ákveðni að halda með almannahag gagnvart ásælni auðmanna gæti hafa haft eitthvað með það að gera. Margir bentu þá á að embætti forseta gæti lítið aðhafst í þessum málaflokki annað en að setja umdeild lög í þjóðaratkvæðisgreiðslu og það er líklega rétt. Halla Hrund vill nýta þekkingu sína og reynslu til þess að hafa áhrif á hvernig þessum mikilvægu málum verður hagað í framtíðinni, að almannahagur verði leiðarljós en ekki græðgi auðmanna. Að hún velur að fara fram fyrir Framsóknarflokkinn var óvænt en líklega snjallt þar sem Framsóknarflokkurinn lendir nánast alltaf í ríkisstjórn hvernig sem kosningar fara, og líklegt að forysta flokksins láti ekki frá sér þetta tækifæri að færa fram einstaklega hæfa og réttsýna manneskju í stól umhverfis- orku- og loflagsráðherra. Halla Hrund skrifaði eftirfarandi í pistli sem birtist í Vísi í gær: „Það sem knýr mig til þátttöku á sviði stjórnmálanna eru auðlindamálin. Þar stöndum við á mikilvægum tímamótum, og ég tel það vera skyldu mína að leggja mitt af mörkum til að tryggja að auðlindir okkar séu nýttar á skynsaman og sanngjarnan hátt og að ábati þeirra renni til samfélagsins. Ég vil vera vakin og sofin yfir verðmætunum sem við eigum í einstakri náttúrunni og þeim ólíku nytjum sem hún gefur; fyrir komandi kynslóðir um ókomna tíð. Ég bið um stuðning ykkar til að geta unnið að þessum málum.” Þið sem eruð á kjörskrá í Suðurkjördæmi og getið ekki hugsað ykkur að kjósa Sósíalistaflokkinn eða Pírata hafið þarna góðan valkost. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég ætla ekki sjálfur að kjósa Framsóknarflokkinn en hvet þá sem ekki geta hugsað sér að kjósa Sósíalistaflokkinn eða Pírata að gera það, sérstaklega ykkur í mínu kjördæmi, Suðurkjördæmi þar sem Halla Hrund Logadóttir skipar fyrsta sætið. Hugsið ykkur bara möguleikann á því að Halla Hrundi verði umhverfis- orku- og loftlagsráðherra í næstu ríkisstjórn, hvílík trygging það væri að skynsamlega verði farið með þessa málaflokka þar sem almannahagsmunir verða hafðir að leiðarljósi. Aldrei hefur mér dottið í hug að skrifa pistil til stuðnings Framsóknarflokknum en ég geri það nú, vegna þess að hæfari manneskju en Höllu Hrund er ekki hægt að hugsa sér í lagasmíð kringum okkar dýrmætu orkuauðlindir sem og umhverfis og loftlagsmál. Ég vil líka hrósa Sigurði Inga fyrir að láta eftir fyrsta sætið í kjördæminu til Höllu Hrundar, ég held að það sé einstakt drengskapar bragð í íslenskri stjórnmálasögu og á hann heiður skilið fyrir það. Þar setur hann hagsmuni flokksins og jafnvel þjóðarinnar ofar eigin hagsmunum. Við þekkjum öll Höllu Hrund úr kosningabaráttunni til embætti forseta í vor sem leið, og ég studdi hana heilshugar og hefði gjarnan séð hana sem Forseta Íslands. Ég vissi að ráðherra málaflokksins hafði áætlun um að leggja niður embætti orkumálastjóra og sameina ýmsar ríkisstofnanir, mig grunaði að hennar hreinskilni og ákveðni að halda með almannahag gagnvart ásælni auðmanna gæti hafa haft eitthvað með það að gera. Margir bentu þá á að embætti forseta gæti lítið aðhafst í þessum málaflokki annað en að setja umdeild lög í þjóðaratkvæðisgreiðslu og það er líklega rétt. Halla Hrund vill nýta þekkingu sína og reynslu til þess að hafa áhrif á hvernig þessum mikilvægu málum verður hagað í framtíðinni, að almannahagur verði leiðarljós en ekki græðgi auðmanna. Að hún velur að fara fram fyrir Framsóknarflokkinn var óvænt en líklega snjallt þar sem Framsóknarflokkurinn lendir nánast alltaf í ríkisstjórn hvernig sem kosningar fara, og líklegt að forysta flokksins láti ekki frá sér þetta tækifæri að færa fram einstaklega hæfa og réttsýna manneskju í stól umhverfis- orku- og loflagsráðherra. Halla Hrund skrifaði eftirfarandi í pistli sem birtist í Vísi í gær: „Það sem knýr mig til þátttöku á sviði stjórnmálanna eru auðlindamálin. Þar stöndum við á mikilvægum tímamótum, og ég tel það vera skyldu mína að leggja mitt af mörkum til að tryggja að auðlindir okkar séu nýttar á skynsaman og sanngjarnan hátt og að ábati þeirra renni til samfélagsins. Ég vil vera vakin og sofin yfir verðmætunum sem við eigum í einstakri náttúrunni og þeim ólíku nytjum sem hún gefur; fyrir komandi kynslóðir um ókomna tíð. Ég bið um stuðning ykkar til að geta unnið að þessum málum.” Þið sem eruð á kjörskrá í Suðurkjördæmi og getið ekki hugsað ykkur að kjósa Sósíalistaflokkinn eða Pírata hafið þarna góðan valkost. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun