Hættum þessu bulli – enga strúta hér á landi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 20. október 2024 10:31 Þetta er ekki flókið. Náum sátt um menntakerfið og málið er dautt. Eldgamalt vandamál sem þarf að leysa. Kjör á pari við viðmiðunarstéttir miðað við fimm ára háskólanám. Kjarasamningur þar sem kennarar þurfa ekki að selja sálu sína til að koma út í plús. Viðunandi starfsaðstæður sem veikja ekki einstaklinga vegna álags og myglu. Skýr framtíðarsýn svo allir séu að slá taktinn saman. Börn eiga rétt á menntakerfi sem er ekki á virku sprengjusvæði. Kennarar eiga rétt á kjörum og starfsskilyrðum sem hægt er að lifa á eins og aðrir háskólamenntaðir og valda ekki veikindum. Foreldrar eiga rétt á menntakerfi sem virkar fyrir börnin þeirra. Hvað er málið ? Ætlum við virkilega að halda þessari vitleysu áfram ? Það breytist ekkert ef við breytum ekki neinu. Það er ekki nóg að slökkva elda hér og þar. Það þarf róttækar breytingar og allt samfélagið þarf að koma inn í þá jöfnu. Það sér það hver heilvita maður að sveitarfélögin eru ekki að ráða við það verkefni að reka grunnskólana. Ríkið þarf að stíga fast inn. Á meðan við höldum þessu bulli áfram þá erum við að viðhalda menntakerfi sem dansar á brúninni. Girðum okkur í brók. Það er til haugur af skýrslum og rannsóknum sem styðja það sem ég er að segja. Það mun taka tíma að lagfæra það menntakerfi sem við búum við í dag en á meðan stjórnvöld stinga hausnum í sandinn þá munum við halda áfram að búa við það sama. Strútar eru ekki góðir viðsemjendur. Höfundur er grunnskólakennari og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Réttindi barna Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Þetta er ekki flókið. Náum sátt um menntakerfið og málið er dautt. Eldgamalt vandamál sem þarf að leysa. Kjör á pari við viðmiðunarstéttir miðað við fimm ára háskólanám. Kjarasamningur þar sem kennarar þurfa ekki að selja sálu sína til að koma út í plús. Viðunandi starfsaðstæður sem veikja ekki einstaklinga vegna álags og myglu. Skýr framtíðarsýn svo allir séu að slá taktinn saman. Börn eiga rétt á menntakerfi sem er ekki á virku sprengjusvæði. Kennarar eiga rétt á kjörum og starfsskilyrðum sem hægt er að lifa á eins og aðrir háskólamenntaðir og valda ekki veikindum. Foreldrar eiga rétt á menntakerfi sem virkar fyrir börnin þeirra. Hvað er málið ? Ætlum við virkilega að halda þessari vitleysu áfram ? Það breytist ekkert ef við breytum ekki neinu. Það er ekki nóg að slökkva elda hér og þar. Það þarf róttækar breytingar og allt samfélagið þarf að koma inn í þá jöfnu. Það sér það hver heilvita maður að sveitarfélögin eru ekki að ráða við það verkefni að reka grunnskólana. Ríkið þarf að stíga fast inn. Á meðan við höldum þessu bulli áfram þá erum við að viðhalda menntakerfi sem dansar á brúninni. Girðum okkur í brók. Það er til haugur af skýrslum og rannsóknum sem styðja það sem ég er að segja. Það mun taka tíma að lagfæra það menntakerfi sem við búum við í dag en á meðan stjórnvöld stinga hausnum í sandinn þá munum við halda áfram að búa við það sama. Strútar eru ekki góðir viðsemjendur. Höfundur er grunnskólakennari og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun