Fullveldi Þorsteinn Sæmundsson skrifar 18. október 2024 19:02 Það er táknrænt að talning atkvæða í fyrirhuguðum alþingiskosningum mun fara fram aðfaranótt fullveldisdagsins 1. desember. Alþingiskosningarnar eru nefnilega þær mikilvægustu sem haldnar hafa verið í langan tíma.og munu að miklu leyti snúast um fullveldi Íslands. Í kosningunum verður tekist á um nýtingu innlendrar orku, öryggi á landamærum Íslands, ráðdeild í ríkisrekstri og ekki síst um fullveldi Íslands. Sótt hefur verið að fullveldinu á hverju ári frá undirritun EES samningsins fyrir rúmum þrjátíu árum. Sneið fyrir sneið hefur verið skorið af forræði Íslendinga í stórum sem smáum málum. Full ástæða er til að endurskoða EES samninginn. Ísland er ekki það sama og 1993 og þá ekki Evrópa. EES samningurinn hefur enda tekið eðlisbreytingum sem vinda þarf ofan af. Örlagaríkastir hafa orkupakkarnir verið en mismunur á afstöðu Íslands og Evrópu til orkumála var lengstum sú að við Íslendingar litum á orku sem auðlind en Evrópusambandið sem markaðsvöru. Samþykkt á orkupakka 3 hefur valdið því að raforka til heimila hefur stórhækkað undanfarin misseri og enginn virðist hafa eftirlit með þeim fákeppnismarkaði sem nú hefur verið reistur um raforkusölu til almennings. Samkeppniseftirlitið sem er reyndar með sérfræðiþekkingu á verslun með mayones á að hafa eftirlit með samkeppnismarkaði á raforku en ekki verður séð að virkt eftirlit eigi sér stað. Á meðan hækkar orkureikningur heimilanna daglega. Sömu aðilar og ráða fákeppnismarkaði neysluvara og eldsneytis hafa haslað sér völl á raforkumarkaðnum . Neytendur geta breytt neysluvenjum sínum og reynt að spara við sig með því að kaupa ódýrara til heimilisrekstursins en enginn getur verið án rafmagns. Heimilin eru varnarlaus gegn orkuverðshækkunum. Nýjustu vendingar í stjórnmálum hafa í för með sér að framlagning þingmáls vegna Bókunar 35 frestast. Verði bókunin samþykkt verður enn hnykkt á því að Evrópugerðir gangi framar íslenskum lögum. Það kemur í hlut nýs löggjafaþings að afstýra innleiðingu bókunarinnar í íslenskan rétt. Eftir sjö ára tíma hringlanda stöðnunar og óráðsíu kemur í hlut nýrrar ríkisstjórnar að taka til hendinni við endurreisn. Verkefnin blasa hvarvetna við en það mikilvægasta er að standa vörð um fullveldi Íslands. Aðeins einn stjórnmálaflokkur hefur tekið einarða afstöðu með fullveldi Íslands. Flokkurinn sem kennir sig við sjálfstæði virðist hafa gleymt og týnt upprunalegu hlutverki sínu. Það er aðeins einn kostur fyrir þá sem verja vilja fullveldi Íslands, að greiða Miðflokknum atkvæði sitt. Það munar öllu um Miðflokkinn. Höfundur er um sinn fyrrum þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er táknrænt að talning atkvæða í fyrirhuguðum alþingiskosningum mun fara fram aðfaranótt fullveldisdagsins 1. desember. Alþingiskosningarnar eru nefnilega þær mikilvægustu sem haldnar hafa verið í langan tíma.og munu að miklu leyti snúast um fullveldi Íslands. Í kosningunum verður tekist á um nýtingu innlendrar orku, öryggi á landamærum Íslands, ráðdeild í ríkisrekstri og ekki síst um fullveldi Íslands. Sótt hefur verið að fullveldinu á hverju ári frá undirritun EES samningsins fyrir rúmum þrjátíu árum. Sneið fyrir sneið hefur verið skorið af forræði Íslendinga í stórum sem smáum málum. Full ástæða er til að endurskoða EES samninginn. Ísland er ekki það sama og 1993 og þá ekki Evrópa. EES samningurinn hefur enda tekið eðlisbreytingum sem vinda þarf ofan af. Örlagaríkastir hafa orkupakkarnir verið en mismunur á afstöðu Íslands og Evrópu til orkumála var lengstum sú að við Íslendingar litum á orku sem auðlind en Evrópusambandið sem markaðsvöru. Samþykkt á orkupakka 3 hefur valdið því að raforka til heimila hefur stórhækkað undanfarin misseri og enginn virðist hafa eftirlit með þeim fákeppnismarkaði sem nú hefur verið reistur um raforkusölu til almennings. Samkeppniseftirlitið sem er reyndar með sérfræðiþekkingu á verslun með mayones á að hafa eftirlit með samkeppnismarkaði á raforku en ekki verður séð að virkt eftirlit eigi sér stað. Á meðan hækkar orkureikningur heimilanna daglega. Sömu aðilar og ráða fákeppnismarkaði neysluvara og eldsneytis hafa haslað sér völl á raforkumarkaðnum . Neytendur geta breytt neysluvenjum sínum og reynt að spara við sig með því að kaupa ódýrara til heimilisrekstursins en enginn getur verið án rafmagns. Heimilin eru varnarlaus gegn orkuverðshækkunum. Nýjustu vendingar í stjórnmálum hafa í för með sér að framlagning þingmáls vegna Bókunar 35 frestast. Verði bókunin samþykkt verður enn hnykkt á því að Evrópugerðir gangi framar íslenskum lögum. Það kemur í hlut nýs löggjafaþings að afstýra innleiðingu bókunarinnar í íslenskan rétt. Eftir sjö ára tíma hringlanda stöðnunar og óráðsíu kemur í hlut nýrrar ríkisstjórnar að taka til hendinni við endurreisn. Verkefnin blasa hvarvetna við en það mikilvægasta er að standa vörð um fullveldi Íslands. Aðeins einn stjórnmálaflokkur hefur tekið einarða afstöðu með fullveldi Íslands. Flokkurinn sem kennir sig við sjálfstæði virðist hafa gleymt og týnt upprunalegu hlutverki sínu. Það er aðeins einn kostur fyrir þá sem verja vilja fullveldi Íslands, að greiða Miðflokknum atkvæði sitt. Það munar öllu um Miðflokkinn. Höfundur er um sinn fyrrum þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn flokksins.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun