Ert þú ég eða verð ég þú Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar 18. október 2024 13:02 Þessa dagana stendur fyrirtækið Hopp fyrir söfnun fyrir hjálpartækjum handa Sjónstöðinni sem nýtast munu í umferliskennslu með hvítastafnum. Hvíti stafurinn er blindum og sjónskertum nauðsynlegt hjálpartæki. Þróun í hjálpartækjum er hröð einsog í öllu öðru en þau kosta mikla peninga. Síðastliðin tvö ár hefur Hopp verið í samvinnu við sjónstöðina í ýmsum verkefnum þar sem áhersla beggja aðila er að gera samfélagslega vitundar vakningu í umgengni við hjólin, umgengnin getur haft áhrif á líf annara ef hún sé ekki rétt. Það er Hopp mikið til hrós að sýna það frumkvæði sem þau gera í þessari samvinnu og þora að fara í samstarf við sjónstöðina. Sjónstöðin þjónustar eingöngu blinda, sjónskerta og daufblinda og er viðbúið að þeirra vara gæti truflað þá notendur sem mest. Hopp hefur ekki hlaupist undan þeirra samfélagslegu ábyrgð sem þeir bera. Hopp gaf öllum leiðsöguhundum á íslandi ný vesti og voru vestin hönnuð í samvinnu við notendur, á vestin voru settar merkingar sem tóku á því helsta sem notendur voru í vandræðum með gagnvart hegðun almennings við leiðsöguhundana. Mikilvægt er fyrir notendur að þeirra hjálpartæki skili þeim sem mestum árangri og á þau sé hægt að treysta. Hér sjáum við einka fyrirtæki sýna mjög jákvætt framtak í samfélagsmálum og getur verið öðrum til fyrirmyndar bæði fyrirtækjum sem einstaklingum en til þess þarf að sýna málefninu áhuga og fjalla um það. Við megum ekki gleyma því að við búum öll í sama samfélagi og hegðun okkar getur haft áhrif á næsta mann hvort sem hún sé jákvæð eða neikvæð. Þá spyr ég sjálfan mig hvað gerir gott fyrirtæki að góðu fyrirtæki, eru það bara gróðasjónarmiðin og skila sem mestum arði, fara ekki krónu yfir of litla úthlutaða fjárheimild frá ríkinu eða verður fyrirtæki betra ef það vinnur í samvinnu við samfélagið? Þessi sjónarmið sjáum við í allt of mörgu í dag, sama hvort það sé 4 af hverjum 10!!! Öryrkjum sem hafa ekki efni á að gefa jólagjafir í ár eða að landsbankinn spáir hækkandi húsnæðisverði á komandi árum. Þurfum við íslendingar ekki að endurskoða okkar samfélagslegu sýn og spyrja okkur hvort að okkur finnst þetta allt saman í lagi? Finnst okkur í lagi að taka ekki ábyrgð á eigin hegðun, benda jafnvel á rekstraraðila vöru og segja að það sé þeim að kenna að skútunni eða farartækinu sé ekki rétt lagt. Berð þú ábyrgð á því að leggja skútunni þvert á gangveg svo nýbakaðir foreldrar með nýja barnið verða að hætta sér út á götu til að komast framhjá hjóli sem einhver sleppti bara takinu á þar sem hann stoppaði. Er það viðkomandi bílaumboði að kenna ef að ökumaður er tekinn drukkinn undir stýri? Þetta samfélagssjónarmið og frumkvæði sem Hopp sýnir er eitthvað sem við getum öll tekið okkur til fyrirmyndar í daglegu lífi hvort sem við erum einstaklingar/fyrirtæki eða ríkið. Við eigum að sýna það í verki en ekki bara orði og vera fordæmi en ekki fórnarlömb. Orðið “Samfélag” stendur í alvöru fyrir eitthvað en eru ekki bara einhverjir 8 tilviljanakenndir stafir settir saman. Til að leggja söfnuninni lið þá er hægt að velja hvíta skútu í appinu þeirra þegar þú leigir þér hjól og þá rennur startgjaldið óskert til málefnisins. Höfundur er bæði daufblindur notandi og starfsmaður sjónstöðvarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana stendur fyrirtækið Hopp fyrir söfnun fyrir hjálpartækjum handa Sjónstöðinni sem nýtast munu í umferliskennslu með hvítastafnum. Hvíti stafurinn er blindum og sjónskertum nauðsynlegt hjálpartæki. Þróun í hjálpartækjum er hröð einsog í öllu öðru en þau kosta mikla peninga. Síðastliðin tvö ár hefur Hopp verið í samvinnu við sjónstöðina í ýmsum verkefnum þar sem áhersla beggja aðila er að gera samfélagslega vitundar vakningu í umgengni við hjólin, umgengnin getur haft áhrif á líf annara ef hún sé ekki rétt. Það er Hopp mikið til hrós að sýna það frumkvæði sem þau gera í þessari samvinnu og þora að fara í samstarf við sjónstöðina. Sjónstöðin þjónustar eingöngu blinda, sjónskerta og daufblinda og er viðbúið að þeirra vara gæti truflað þá notendur sem mest. Hopp hefur ekki hlaupist undan þeirra samfélagslegu ábyrgð sem þeir bera. Hopp gaf öllum leiðsöguhundum á íslandi ný vesti og voru vestin hönnuð í samvinnu við notendur, á vestin voru settar merkingar sem tóku á því helsta sem notendur voru í vandræðum með gagnvart hegðun almennings við leiðsöguhundana. Mikilvægt er fyrir notendur að þeirra hjálpartæki skili þeim sem mestum árangri og á þau sé hægt að treysta. Hér sjáum við einka fyrirtæki sýna mjög jákvætt framtak í samfélagsmálum og getur verið öðrum til fyrirmyndar bæði fyrirtækjum sem einstaklingum en til þess þarf að sýna málefninu áhuga og fjalla um það. Við megum ekki gleyma því að við búum öll í sama samfélagi og hegðun okkar getur haft áhrif á næsta mann hvort sem hún sé jákvæð eða neikvæð. Þá spyr ég sjálfan mig hvað gerir gott fyrirtæki að góðu fyrirtæki, eru það bara gróðasjónarmiðin og skila sem mestum arði, fara ekki krónu yfir of litla úthlutaða fjárheimild frá ríkinu eða verður fyrirtæki betra ef það vinnur í samvinnu við samfélagið? Þessi sjónarmið sjáum við í allt of mörgu í dag, sama hvort það sé 4 af hverjum 10!!! Öryrkjum sem hafa ekki efni á að gefa jólagjafir í ár eða að landsbankinn spáir hækkandi húsnæðisverði á komandi árum. Þurfum við íslendingar ekki að endurskoða okkar samfélagslegu sýn og spyrja okkur hvort að okkur finnst þetta allt saman í lagi? Finnst okkur í lagi að taka ekki ábyrgð á eigin hegðun, benda jafnvel á rekstraraðila vöru og segja að það sé þeim að kenna að skútunni eða farartækinu sé ekki rétt lagt. Berð þú ábyrgð á því að leggja skútunni þvert á gangveg svo nýbakaðir foreldrar með nýja barnið verða að hætta sér út á götu til að komast framhjá hjóli sem einhver sleppti bara takinu á þar sem hann stoppaði. Er það viðkomandi bílaumboði að kenna ef að ökumaður er tekinn drukkinn undir stýri? Þetta samfélagssjónarmið og frumkvæði sem Hopp sýnir er eitthvað sem við getum öll tekið okkur til fyrirmyndar í daglegu lífi hvort sem við erum einstaklingar/fyrirtæki eða ríkið. Við eigum að sýna það í verki en ekki bara orði og vera fordæmi en ekki fórnarlömb. Orðið “Samfélag” stendur í alvöru fyrir eitthvað en eru ekki bara einhverjir 8 tilviljanakenndir stafir settir saman. Til að leggja söfnuninni lið þá er hægt að velja hvíta skútu í appinu þeirra þegar þú leigir þér hjól og þá rennur startgjaldið óskert til málefnisins. Höfundur er bæði daufblindur notandi og starfsmaður sjónstöðvarinnar.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar