Er Landsvirkjun til sölu? Reynir Böðvarsson skrifar 18. október 2024 08:31 Í síðasta pistli talaði ég meðal annars um tvær gjörólíkar sviðsmyndir sen væru sýnilegar í íslenskum stjórnmálum eftir kosningarnar 30. nóvember. Einsvegar að hægriflokkarnir með Sjálfstæðisflokk, Miðflokk og Viðreisn væru leiðandi öflin og hinsvegar vinstristjórn með Samfylkingu Pírötum og Sósíalistum. Ég benti á að Sósíalistaflokkurinn yrði að ná góðri kosningu til þess að halda slíkri stjórn almennilega til vinstri svo að raunverulegar umbætur geti átt sér stað, að leigjendur, ungt fólk komist í sína fyrstu íbúð og að fólk á lágum launum hafi mannsæmandi afkomu fyrir sig og vörnin sín. Þetta næst nefnilega ekki með neinu hálfkáki eða yfirdrifinni varfærslu í nauðsynlegum breytingum, það tæki marga áratugi sem er óásættanlegt. Það er þó hættan sem við sjáum ef ekki fæst afgerandi úrskurður frá þjóðinni í þessum kosningum hvernig hún vill sjá þróun þjóðfélagsins á komandi árum. Ég ætla því að reyna að draga upp mynd hér sem varpar ljósi á það hvaða afleiðingar þessar tvær sviðsmyndir mundu hafa verði þær að veruleika. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir því að minnka ríkisafskipti og auka einkavæðingu og Miðflokkurinn ásakar flokkinn fyrir að ganga ekki nógu langt í því og jafnvel fara í þveröfuga átt og þenja út báknið eins og þeir segja. Viðreisn er þarna alveg með á nótunum. Augljóst er að bankarnir, Íslandsbanki og Landsbankinn muni ekki lengur skila tug milljarða arði til ríkissjóðs ár eftir ár verði þessi sviðsmynd að veruleika heldur fara þessir milljarðar til nýrra eigenda, á Íslandi eða í útlöndum. Það verður ekki látið staðar numið við bankana heldur eru þar Landsvirkjun og RARIK næst á dagskrá. Vissulega fær ríkissjóður fullt af peningum en bara einu sinni, bara árið sem þessar stofnanir eru seldar, en ekki á hverju ári sem góð búbót við samfélagsreksturinn og samfélagið allt. Það er ekki af hagsýni og umhyggju fyrir almannahag sem þessi gjörningur er þeim svo hugleikinn heldur af hugmyndafræðilegum ástæðum, hugmyndafræði hægrisins heldur því beinlínis fram að sameiginlega getum við ekki rekið nokkurn skapaðan hlut svo vel sé en að einkaaðilar sem hafi von um að græða fyrir eigin reikning geri það svo vel. Jafnvel svo vel að það verði brauðmolar handa okkur hinum og þar með samfélaginu öllu. Þó þessir flokkar tali ekki opinberlega um að einkavæða allt heilbrigðiskerfið, styðja flokkarnir aukið samstarf milli opinberra aðila og einkaaðila í heilbrigðisþjónustu. Einkarekstur hefur verið aukinn á sviðum eins og sjúkraþjónustu og sérfræðiþjónustu og ekkert bendir til annars en þeir vilji halda áfram á sömu braut. Sama má segja um skólastofnanir, það er ekkert heilagt í þessum efnum hjá þessum flokkum, þeir hafa fyrirmyndina frá systurflokkur sínum í Svíþjóð sem eru á góðri leið með að brjóta niður sænska velferðarkerfið endanlega. Seinni sviðsmyndin á sér fyrirmynd í Sænska velferðarþjóðfélaginu sem náði hápunkti sínum á tímabilinu eftir seinni heimsstyrjöldina fram að nýfrjálshyggju um 1980. þegar Svíþjóð var heimsþekkt fyrir sitt víðtæka velferðarkerfi og sína háværu rödd um frið og afvopnun alþjóðlega. Velferðarkerfið byggðist á hugmyndafræðinni um „folkhemmet” eða „fólksheimilið”, sem var hugmynd um samfélag þar sem allir íbúar ættu rétt á félagslegu öryggi og jafnrétti. Velferðarkerfið var hluti af og að mörgu leiti fyrirmynd að hinu svo kallaða „norræna velferðarlíkani,“ sem lagði áherslu á ríkisafskipti af samfélagslegri þjónustu og jöfnuð. Afvopnunar og friðarstarfið var aðalatriðið í sænskri utanríkispólitík ásamt stuðningi við lönd sem voru að brjótast undan yfirráðum nýlenduherrana. Á þessum tíma var samfélagsleg þjónusta eins og menntun, heilbrigðisþjónusta, húsnæðismál og félagsleg tryggingarkerfi að mestu leyti rekin af ríkinu. Menntun var ókeypis fyrir alla og heilbrigðisþjónusta var mjög aðgengileg. Sjúkratrygging sem tryggði öllum borgurum ókeypis eða niðurgreidda heilbrigðisþjónustu. Sterkur atvinnumarkaður og háir skattar fjármögnuðu kerfið. Sænska velferðarkerfið lagði mikla áherslu á vinnumarkaðinn, þar sem mikil atvinnuþátttaka og réttindi verkafólks voru tryggð með lögum og samningum á milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda. Velferðarkerfið var byggt á hugmyndinni um að það væri hlutverk ríkisins að tryggja fulla atvinnu og koma í veg fyrir fátækt. Verkalýðsfélögin voru ásamt vinstri flokkunum þau öfl í samfélaginu sem mótuðu stefnuna og börðust sameiginlega gegn hægri öflunum, oft með verkföllum, og tókst þannig sameiginlega að mynda fyrirmyndar þjóðfélag. Á þessum tíma var sænska velferðarkerfið talið eitt hið fullkomnasta í heimi, og það skapaði fordæmi sem önnur lönd reyndu að fylgja. Ef Sósíalistaflokkurinn fær góða kosningu í þessum kosningum og vinstrið nær völdum þá er von um að hægt verði að byrja að feta þessa leið og gefa gróða og spillingaröflunum á Íslandi frí frá áhrifum, vonandi um alla framtíð. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í síðasta pistli talaði ég meðal annars um tvær gjörólíkar sviðsmyndir sen væru sýnilegar í íslenskum stjórnmálum eftir kosningarnar 30. nóvember. Einsvegar að hægriflokkarnir með Sjálfstæðisflokk, Miðflokk og Viðreisn væru leiðandi öflin og hinsvegar vinstristjórn með Samfylkingu Pírötum og Sósíalistum. Ég benti á að Sósíalistaflokkurinn yrði að ná góðri kosningu til þess að halda slíkri stjórn almennilega til vinstri svo að raunverulegar umbætur geti átt sér stað, að leigjendur, ungt fólk komist í sína fyrstu íbúð og að fólk á lágum launum hafi mannsæmandi afkomu fyrir sig og vörnin sín. Þetta næst nefnilega ekki með neinu hálfkáki eða yfirdrifinni varfærslu í nauðsynlegum breytingum, það tæki marga áratugi sem er óásættanlegt. Það er þó hættan sem við sjáum ef ekki fæst afgerandi úrskurður frá þjóðinni í þessum kosningum hvernig hún vill sjá þróun þjóðfélagsins á komandi árum. Ég ætla því að reyna að draga upp mynd hér sem varpar ljósi á það hvaða afleiðingar þessar tvær sviðsmyndir mundu hafa verði þær að veruleika. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir því að minnka ríkisafskipti og auka einkavæðingu og Miðflokkurinn ásakar flokkinn fyrir að ganga ekki nógu langt í því og jafnvel fara í þveröfuga átt og þenja út báknið eins og þeir segja. Viðreisn er þarna alveg með á nótunum. Augljóst er að bankarnir, Íslandsbanki og Landsbankinn muni ekki lengur skila tug milljarða arði til ríkissjóðs ár eftir ár verði þessi sviðsmynd að veruleika heldur fara þessir milljarðar til nýrra eigenda, á Íslandi eða í útlöndum. Það verður ekki látið staðar numið við bankana heldur eru þar Landsvirkjun og RARIK næst á dagskrá. Vissulega fær ríkissjóður fullt af peningum en bara einu sinni, bara árið sem þessar stofnanir eru seldar, en ekki á hverju ári sem góð búbót við samfélagsreksturinn og samfélagið allt. Það er ekki af hagsýni og umhyggju fyrir almannahag sem þessi gjörningur er þeim svo hugleikinn heldur af hugmyndafræðilegum ástæðum, hugmyndafræði hægrisins heldur því beinlínis fram að sameiginlega getum við ekki rekið nokkurn skapaðan hlut svo vel sé en að einkaaðilar sem hafi von um að græða fyrir eigin reikning geri það svo vel. Jafnvel svo vel að það verði brauðmolar handa okkur hinum og þar með samfélaginu öllu. Þó þessir flokkar tali ekki opinberlega um að einkavæða allt heilbrigðiskerfið, styðja flokkarnir aukið samstarf milli opinberra aðila og einkaaðila í heilbrigðisþjónustu. Einkarekstur hefur verið aukinn á sviðum eins og sjúkraþjónustu og sérfræðiþjónustu og ekkert bendir til annars en þeir vilji halda áfram á sömu braut. Sama má segja um skólastofnanir, það er ekkert heilagt í þessum efnum hjá þessum flokkum, þeir hafa fyrirmyndina frá systurflokkur sínum í Svíþjóð sem eru á góðri leið með að brjóta niður sænska velferðarkerfið endanlega. Seinni sviðsmyndin á sér fyrirmynd í Sænska velferðarþjóðfélaginu sem náði hápunkti sínum á tímabilinu eftir seinni heimsstyrjöldina fram að nýfrjálshyggju um 1980. þegar Svíþjóð var heimsþekkt fyrir sitt víðtæka velferðarkerfi og sína háværu rödd um frið og afvopnun alþjóðlega. Velferðarkerfið byggðist á hugmyndafræðinni um „folkhemmet” eða „fólksheimilið”, sem var hugmynd um samfélag þar sem allir íbúar ættu rétt á félagslegu öryggi og jafnrétti. Velferðarkerfið var hluti af og að mörgu leiti fyrirmynd að hinu svo kallaða „norræna velferðarlíkani,“ sem lagði áherslu á ríkisafskipti af samfélagslegri þjónustu og jöfnuð. Afvopnunar og friðarstarfið var aðalatriðið í sænskri utanríkispólitík ásamt stuðningi við lönd sem voru að brjótast undan yfirráðum nýlenduherrana. Á þessum tíma var samfélagsleg þjónusta eins og menntun, heilbrigðisþjónusta, húsnæðismál og félagsleg tryggingarkerfi að mestu leyti rekin af ríkinu. Menntun var ókeypis fyrir alla og heilbrigðisþjónusta var mjög aðgengileg. Sjúkratrygging sem tryggði öllum borgurum ókeypis eða niðurgreidda heilbrigðisþjónustu. Sterkur atvinnumarkaður og háir skattar fjármögnuðu kerfið. Sænska velferðarkerfið lagði mikla áherslu á vinnumarkaðinn, þar sem mikil atvinnuþátttaka og réttindi verkafólks voru tryggð með lögum og samningum á milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda. Velferðarkerfið var byggt á hugmyndinni um að það væri hlutverk ríkisins að tryggja fulla atvinnu og koma í veg fyrir fátækt. Verkalýðsfélögin voru ásamt vinstri flokkunum þau öfl í samfélaginu sem mótuðu stefnuna og börðust sameiginlega gegn hægri öflunum, oft með verkföllum, og tókst þannig sameiginlega að mynda fyrirmyndar þjóðfélag. Á þessum tíma var sænska velferðarkerfið talið eitt hið fullkomnasta í heimi, og það skapaði fordæmi sem önnur lönd reyndu að fylgja. Ef Sósíalistaflokkurinn fær góða kosningu í þessum kosningum og vinstrið nær völdum þá er von um að hægt verði að byrja að feta þessa leið og gefa gróða og spillingaröflunum á Íslandi frí frá áhrifum, vonandi um alla framtíð. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun