Nú á lýðræðið næsta leik Sigurður Páll Jónsson skrifar 18. október 2024 07:45 Ég hef skrifað fjölda greina og flutt margar ræður um þá lýðræðislegu misþyrmingu sem átti sér stað haustið 2017 þegar sett var á fót ríkisstjórn sem spannar yfir hinn pólitíska öxul frá hægri yfir miðju til vinstri. Allflestum kosningaloforðum hvers flokks var sópað undir teppið. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Vinstri grænir komu sér saman um að setja saman ríkisstjórn um ekkert af því sem hver og einn lofaði í kosningabaráttunni á undan. Þetta eitt og sér er vanvirðing við lýðræðið. Almenningur sem trúir á lýðræðið og hlustar á frambjóðendur missir trúnna á lýðræðinu þegar þjóðinni er boðið uppá ríkisstjórn eins og hefur verið við völd síðan 2017. Með braki og brestum er þessi ríkissjórn loksins sprungin og framundan eru kosningar 30. nóvember. Verkefnin framundan eru ærin og af nógu að taka. Ríkisfjármálin og staða ríkissjóðs er verkefni sem taka þarf á með festu. Orkumálin eru búin að vera í gíslingu undanfarin ár og við blasir orkuskortur sem bitna mun á öllum framfaramálum og uppbyggingu atvinnutækifæra, svo eitthvað sé nefnt. Afhendingaröryggi raforku er á brauðfótum og hefur sú uppbygging verið á hraða snigilsins. Samgöngur og uppbygging þeirra bæði á vegum landsins og í lofti eru mörgum árum á eftir þörfum nútímans. Heilbrigðisþjónusta, þá ekki síst á landsbyggðinni, er alls ekki í neinu samræmi við þá þörf sem er fyrir hendi. Aldraðir hafa lengi beðið eftir úrbótum sinna mála og hafa stjórnvöld lítið sem ekkert gert í þeim málum undanfarin ár. Lesskilningur barna og ungmenna fer versnandi og hafa rannsóknir sýnt að þau lönd sem bestum árangri ná í því sambandi hafa byggt undir stuðning við kennarastéttina á myndarlegan hátt. Hérlendis er álaginu bætt á þá kennara sem fyrir eru og eru jafnvel ávíttir fyrir aukningu veikindadaga, eins og fréttir síðustu daga hafa dregið fram. Virðing mín fyrir landi og þjóð er gríðarleg og ekki er hún minni fyrir náttúruöflunum til lands og sjávar. Auðlindirnar og þau verðmæti sem af þeim hlýst úr sjó, frá fallvötnum í heitu og köldu vatni, með vindinum, jafnvel norðurljósunum og svo mætti áfram telja, verðum við sem fullvalda þjóð að verja og þar er lýðræði okkar Íslendinga mikilvægt. Ég hef verið viðloðandi í stjórnmálum síðan vorið 2013. Fyrst sem varaþingmaður til ársins 2017 þá þingmaður til 2021 og aftur varaþingmaður síðan 2021 og hef hug á að bjóða mig fram aftur í komandi kosningum. Eftir að ég kynntist Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sem forsætisráðherra 2013-2016 áttaði ég mig á að öflugir, kjarkmiklir og einbeittir stjórnmálamenn eru til, sem láta verkin tala. Þar má nefna t.d stöðuleikasamning við kröfuhafa föllnu bankanna í hans ráðherratíð að núvirði rúmir eitt þúsund miljarðar króna sem runnu í ríkissjóð og komu íslensku efnahagslífi á flot eftir hrunið 2008. Verkin sýna merkin og kjósum Miðflokkinn á kjördag. Þannig eru hagsmunir íslensku þjóðarinnar best tryggir. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég hef skrifað fjölda greina og flutt margar ræður um þá lýðræðislegu misþyrmingu sem átti sér stað haustið 2017 þegar sett var á fót ríkisstjórn sem spannar yfir hinn pólitíska öxul frá hægri yfir miðju til vinstri. Allflestum kosningaloforðum hvers flokks var sópað undir teppið. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Vinstri grænir komu sér saman um að setja saman ríkisstjórn um ekkert af því sem hver og einn lofaði í kosningabaráttunni á undan. Þetta eitt og sér er vanvirðing við lýðræðið. Almenningur sem trúir á lýðræðið og hlustar á frambjóðendur missir trúnna á lýðræðinu þegar þjóðinni er boðið uppá ríkisstjórn eins og hefur verið við völd síðan 2017. Með braki og brestum er þessi ríkissjórn loksins sprungin og framundan eru kosningar 30. nóvember. Verkefnin framundan eru ærin og af nógu að taka. Ríkisfjármálin og staða ríkissjóðs er verkefni sem taka þarf á með festu. Orkumálin eru búin að vera í gíslingu undanfarin ár og við blasir orkuskortur sem bitna mun á öllum framfaramálum og uppbyggingu atvinnutækifæra, svo eitthvað sé nefnt. Afhendingaröryggi raforku er á brauðfótum og hefur sú uppbygging verið á hraða snigilsins. Samgöngur og uppbygging þeirra bæði á vegum landsins og í lofti eru mörgum árum á eftir þörfum nútímans. Heilbrigðisþjónusta, þá ekki síst á landsbyggðinni, er alls ekki í neinu samræmi við þá þörf sem er fyrir hendi. Aldraðir hafa lengi beðið eftir úrbótum sinna mála og hafa stjórnvöld lítið sem ekkert gert í þeim málum undanfarin ár. Lesskilningur barna og ungmenna fer versnandi og hafa rannsóknir sýnt að þau lönd sem bestum árangri ná í því sambandi hafa byggt undir stuðning við kennarastéttina á myndarlegan hátt. Hérlendis er álaginu bætt á þá kennara sem fyrir eru og eru jafnvel ávíttir fyrir aukningu veikindadaga, eins og fréttir síðustu daga hafa dregið fram. Virðing mín fyrir landi og þjóð er gríðarleg og ekki er hún minni fyrir náttúruöflunum til lands og sjávar. Auðlindirnar og þau verðmæti sem af þeim hlýst úr sjó, frá fallvötnum í heitu og köldu vatni, með vindinum, jafnvel norðurljósunum og svo mætti áfram telja, verðum við sem fullvalda þjóð að verja og þar er lýðræði okkar Íslendinga mikilvægt. Ég hef verið viðloðandi í stjórnmálum síðan vorið 2013. Fyrst sem varaþingmaður til ársins 2017 þá þingmaður til 2021 og aftur varaþingmaður síðan 2021 og hef hug á að bjóða mig fram aftur í komandi kosningum. Eftir að ég kynntist Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sem forsætisráðherra 2013-2016 áttaði ég mig á að öflugir, kjarkmiklir og einbeittir stjórnmálamenn eru til, sem láta verkin tala. Þar má nefna t.d stöðuleikasamning við kröfuhafa föllnu bankanna í hans ráðherratíð að núvirði rúmir eitt þúsund miljarðar króna sem runnu í ríkissjóð og komu íslensku efnahagslífi á flot eftir hrunið 2008. Verkin sýna merkin og kjósum Miðflokkinn á kjördag. Þannig eru hagsmunir íslensku þjóðarinnar best tryggir. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun