Dropinn sem fyllti mælinn Melkorka Kjartansdóttir skrifar 16. október 2024 14:01 Ég get alla vega sagt það fyrir mína parta að ummæli borgarstjóra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga um kennarastéttina var dropinn sem fyllti minn mæli. Ég hef lengi vitað það að virðing fyrir kennarastarfinu í samfélaginu okkar og fagmennsku kennara hefur í gegnum tíðina mátt vera meiri en ég hélt í alvörunni að við værum komin lengra sem samfélag. Það er allavega alveg á hreinu að kröfurnar sem settar eru á kennara eru miklar og komnar langt fram yfir það að vera bara krafa um að mennta börn. Nú standa kennarar í kjarabaráttu og berjast fyrir jöfnun launa á markaði. En það sem er mikilvægast í þessari kjarabaráttu er það að fjölga kennurum. Í raun er staðan orðin mjög alvarleg - sérstaklegar í leikskólum, þar eru rétt yfir 20% starfsmanna með leyfisbréf kennara. Hvað er það sem veldur, af hverju fer fólk ekki í kennaranám og kemur að vinna í leikskóla? Mín tilgáta eru launin. Ég hef upplifað það á eigin skinni hversu óréttlát laun í leikskóla eru. Þegar ég var deildarstjóri í leikskóla með kennaramenntun og leyfisbréf til þess að starfa sem slíkur var maðurinn minn einnig deildarstjóri í leikskóla en með aðra háskólamenntun. Það munaði nokkrum þúsundköllum á útborguðum launum hjá okkur. Þetta upplifði ég mánaðarmót eftir mánaðarmót og get alveg sagt að þetta var eitthvað sem nýsti fagmanninn í mér inn að beini. Ég velti þá fyrir mér hvaða hvati er þá fyrir fólk að fara að mennta sig sem kennari ef aðeins bætast nokkrir þúsundkallar í budduna? Önnur barátta hjá kennurum í leikskólum er að snúa því viðhorfi að hver sem er geti unnið starf kennara í leikskóla. Sannarlega eru flestir færir um það að fylgjast með börnum og passa uppá að þau fari sér ekki að voða. En leikskólakennarar gerir svo miklu, miklu meira en það. Þeir skapa börnum námsumhverfi þar sem hver og einn fær að vaxa og dafna og er mætt á þeim stað sem hann er. Þeir þekkja leiðir til þess að mæta hverjum og einum en þó á sama tíma hópnum sem heild. Þeir kunna að takast á við erfiða hegðun með viðurkenndum aðferðum. Þeir eiga í góðum og uppbyggilegum samskiptum við foreldra um velferð barna þeirra og geta veitt hjálparhönd í málum sem reynast erfið í uppeldinu. Þeir kenna börnum samskipti í hópi og félagsfærni og undirbúa þau fyrir áframhaldandi nám. Svona væri lengi hægt að telja. Af hverju þarf maður þá að læra að vera leikskólakennari? Starfsumhverfið hefur breyst töluvert síðan ég byrjaði að vinna í leikskóla. Barnahópurinn er orðinn fjölbreyttari og starfsmannahópurinn líka. Vinnuvika starfsmanna hefur verið stytt í 36 klukkustundir á viku á meðan barn getur verið með vistunartíma í 42,5 klukkustundir og samt sem áður sami starfsmannafjöldi og áður. Starfsfólk á að afkasta meira í vinnunni því það er svo úthvílt, því það vinnur minna – en það er bara meira álag í vinnunni því það er færra fólk. Það eru gríðalegar kröfur á að leikskólar veiti góða þjónustu. Að þar sé unnið faglegt og gott starf þar sem börn njóti sín og þroskist. Svo á líka að vera nóg af plássum fyrir öll börn þrátt fyrir að yfirbygginguna vanti. Til þess að geta boðið upp á faglegt og gott leikskólastarf á Íslandi þurfum við kennara. Í leikskólum landsins er fullt af frábæru ófaglærðu starfsfólki sem sinnir starfinu eftir bestu getu. En það er staðreynd að ef þú hefur lært um það sem þú ert að gera – hvað sem það er, þá gengur það yfirleitt betur. Þá hefur þú verkfæri til þess að takast á við starfið og tekur ígundaðri ákvarðarnir. Það þarf kennara til þess að leiða starf í leikskólum og það þarf að fjölga þeim. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Þar eru yngstu borgarar landsins við leik og starf og því gríðalega mikilvægt að þau fái gott veganesti með þeim áfram veginn. Starf í leikskóla er krefjandi og það tekur á. En það gefur líka alveg rosalega mikið, það er frábært, skemmtilegt og afar fjölbreytt. Það er samt bara ekki nóg. Að vinna í skóla útaf hugsjón einni saman er ekki nóg. Starf kennara verður að vera metið að verðleikum. Það er bara ekki nóg að starfið sé „gefandi”. Höfundur er leikskólastjóri. Með B.Ed. í grunnskólakennarafræðum og M.Ed. í menntunarfræðum leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason Skoðun Skoðun Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Ég get alla vega sagt það fyrir mína parta að ummæli borgarstjóra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga um kennarastéttina var dropinn sem fyllti minn mæli. Ég hef lengi vitað það að virðing fyrir kennarastarfinu í samfélaginu okkar og fagmennsku kennara hefur í gegnum tíðina mátt vera meiri en ég hélt í alvörunni að við værum komin lengra sem samfélag. Það er allavega alveg á hreinu að kröfurnar sem settar eru á kennara eru miklar og komnar langt fram yfir það að vera bara krafa um að mennta börn. Nú standa kennarar í kjarabaráttu og berjast fyrir jöfnun launa á markaði. En það sem er mikilvægast í þessari kjarabaráttu er það að fjölga kennurum. Í raun er staðan orðin mjög alvarleg - sérstaklegar í leikskólum, þar eru rétt yfir 20% starfsmanna með leyfisbréf kennara. Hvað er það sem veldur, af hverju fer fólk ekki í kennaranám og kemur að vinna í leikskóla? Mín tilgáta eru launin. Ég hef upplifað það á eigin skinni hversu óréttlát laun í leikskóla eru. Þegar ég var deildarstjóri í leikskóla með kennaramenntun og leyfisbréf til þess að starfa sem slíkur var maðurinn minn einnig deildarstjóri í leikskóla en með aðra háskólamenntun. Það munaði nokkrum þúsundköllum á útborguðum launum hjá okkur. Þetta upplifði ég mánaðarmót eftir mánaðarmót og get alveg sagt að þetta var eitthvað sem nýsti fagmanninn í mér inn að beini. Ég velti þá fyrir mér hvaða hvati er þá fyrir fólk að fara að mennta sig sem kennari ef aðeins bætast nokkrir þúsundkallar í budduna? Önnur barátta hjá kennurum í leikskólum er að snúa því viðhorfi að hver sem er geti unnið starf kennara í leikskóla. Sannarlega eru flestir færir um það að fylgjast með börnum og passa uppá að þau fari sér ekki að voða. En leikskólakennarar gerir svo miklu, miklu meira en það. Þeir skapa börnum námsumhverfi þar sem hver og einn fær að vaxa og dafna og er mætt á þeim stað sem hann er. Þeir þekkja leiðir til þess að mæta hverjum og einum en þó á sama tíma hópnum sem heild. Þeir kunna að takast á við erfiða hegðun með viðurkenndum aðferðum. Þeir eiga í góðum og uppbyggilegum samskiptum við foreldra um velferð barna þeirra og geta veitt hjálparhönd í málum sem reynast erfið í uppeldinu. Þeir kenna börnum samskipti í hópi og félagsfærni og undirbúa þau fyrir áframhaldandi nám. Svona væri lengi hægt að telja. Af hverju þarf maður þá að læra að vera leikskólakennari? Starfsumhverfið hefur breyst töluvert síðan ég byrjaði að vinna í leikskóla. Barnahópurinn er orðinn fjölbreyttari og starfsmannahópurinn líka. Vinnuvika starfsmanna hefur verið stytt í 36 klukkustundir á viku á meðan barn getur verið með vistunartíma í 42,5 klukkustundir og samt sem áður sami starfsmannafjöldi og áður. Starfsfólk á að afkasta meira í vinnunni því það er svo úthvílt, því það vinnur minna – en það er bara meira álag í vinnunni því það er færra fólk. Það eru gríðalegar kröfur á að leikskólar veiti góða þjónustu. Að þar sé unnið faglegt og gott starf þar sem börn njóti sín og þroskist. Svo á líka að vera nóg af plássum fyrir öll börn þrátt fyrir að yfirbygginguna vanti. Til þess að geta boðið upp á faglegt og gott leikskólastarf á Íslandi þurfum við kennara. Í leikskólum landsins er fullt af frábæru ófaglærðu starfsfólki sem sinnir starfinu eftir bestu getu. En það er staðreynd að ef þú hefur lært um það sem þú ert að gera – hvað sem það er, þá gengur það yfirleitt betur. Þá hefur þú verkfæri til þess að takast á við starfið og tekur ígundaðri ákvarðarnir. Það þarf kennara til þess að leiða starf í leikskólum og það þarf að fjölga þeim. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Þar eru yngstu borgarar landsins við leik og starf og því gríðalega mikilvægt að þau fái gott veganesti með þeim áfram veginn. Starf í leikskóla er krefjandi og það tekur á. En það gefur líka alveg rosalega mikið, það er frábært, skemmtilegt og afar fjölbreytt. Það er samt bara ekki nóg. Að vinna í skóla útaf hugsjón einni saman er ekki nóg. Starf kennara verður að vera metið að verðleikum. Það er bara ekki nóg að starfið sé „gefandi”. Höfundur er leikskólastjóri. Með B.Ed. í grunnskólakennarafræðum og M.Ed. í menntunarfræðum leikskóla.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun