Kennarar í brennidepli – Vanvirðing, skortur á stuðningi og óviðunandi vinnuaðstæður Arnór Heiðar Benónýsson skrifar 16. október 2024 11:02 Á undanförnum dögum hafa skólamál og enn frekar störf kennara verið mikið til umræðu í samfélaginu. Þessari umræðu fagna ég, því hún er svo sannarlega þörf. Það er einfaldlega kominn tími til að við sem samfélag tökum umræðu um skólakerfið, en ekki einungis frá sjónarhorni Viðskiptaráðs eða annarra aðila sem taka einungis afmarkaða þætti fyrir og virðast oft ekki hafa neinn skilning á hvað fer fram á hverjum degi í skólum landsins. Mig langar því að halda umræðunni á lofti og fjalla í þessari grein um það hvernig staða kennara birtist mér. Það hefur ekki leynst neinum að kennarar tóku ekki vel í nýleg ummæli Borgarstjóra Reykjavíkur og má segja að í miðri kjarabaráttu og með yfirvofandi verkföll hafi það verið kornið sem fyllti mælinn hjá flestum. Þetta er þó ekkert nýtt. Kennarar á Íslandi hafa nefnilega lengi búið við það ástand að upplifa skilnings- og virðingarleysi gagnvart störfum þeirra, þrátt fyrir að bera ábyrgð á menntun og uppeldi framtíðarkynslóða. En það er ekki lengur hægt að líta fram hjá þeirri alvarlegu stöðu sem kennarar eru í, sem einkennast í auknum mæli af óviðunandi vinnuaðstæðum, yfirvofandi kulnun og skort á faglegum stuðningi. Óásættanleg vinnuaðstaða og vaxandi álag Gríðarlegar kröfur eru gerðar til kennara á sama tíma og starfsumhverfi þeirra hefur hrakað umtalsvert á síðustu árum. Skólar glíma við manneklu, bekkjarstærðir fara stækkandi og nemendahópar eru fjölbreyttari en nokkurn tímann áður. Kennarar eru oftar en ekki að takast á við flókin félagsleg og námsleg vandamál án þess að geta sótt sér viðeigandi stuðning innan úr kerfinu. Það eru því kaldar kveðjur sem kennarar fá frá yfirvöldum þegar kjarasamningar þeirra fá að standa lausir til lengri tíma og einungis er hægt að semja til styttri tíma þegar það tekst yfir höfuð. Svo ekki sé talað um myglu og almennt misgóðar aðstæður í skólabyggingum sem hafa heilsufarslegar afleiðingar bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Hvernig getur menntakerfið staðið undir væntingum þegar óheilnæmt umhverfi dregur beinlínis úr starfsgetu kennara og annars starfsfólks? Skortur á stuðningsúrræðum Stuðningur innan sem utan kennslustofunnar er af skornum skammti. Það vantar til að mynda sérhæft starfsfólk til starfa innan skólakerfisins, svo sem sálfræðinga, þroskaþjálfa og atferlisfræðinga. Fagþekking sérfræðistarfsfólks er grundvallaratriði til að aðstoða kennara við þau krefjandi verkefni sem þeir standa frammi fyrir. Kennarar sjá nefnilega um að veita fjölþætta skólaþjónustu til fjölbreyttra hópa barna með margvíslegar náms- og hegðunaráskoranir, að ógleymdum mismunandi bakgrunni nemenda. Það er óraunhæft að öllum þessum nemendum bjóðist sú aðstoð sem þau eiga rétt á, án nægilegra úrræða og breiðari aðstoðar fagaðila. Staðan í dag veldur því ekki aðeins auknu álagi, heldur bitnar það á endanum á gæðum kennslunnar og skólastarfsins alls. Hvernig ætlar samfélagið að tryggja gæði menntunar með þessu móti? Hvernig bætum við úr stöðunni? Við höfum ítrekað heyrt yfirlýsingar um að „menntakerfið verði að vera forgangsmál,“ en í reynd er lítið gert til að bæta vinnuaðstæður kennara. Hver er svo afleiðingin af því? Jú kennarar um allt land eru að brenna út. Það er ekki bara vandamál fyrir stéttina sjálfa, heldur einnig nemendur og samfélagið allt. Við vitum öll hvað þarf til að leysa í það minnsta stóran hluta þessa vanda, fjölgun stuðningsúrræða, betra jafnvægi milli kennslu og faglegs starfs þess utan og fjárfesting í vinnuaðstæðum. En yfirvöld virðast hikandi við að ráðast í nauðsynlegar ákvarðanir. Krafa um virðingu og úrbætur - ekki innantóm loforð Kennarar krefjast því ekki aðeins betri launa, heldur einnig virðingar. Virðingar fyrir því starfi sem þeir inna af hendi á hverjum degi við síbreytilegar og krefjandi aðstæður. Það er kominn tími til að yfirvöld taki af skarið og endurhugsi hvernig þau ætla að styðja við grunnstoðir samfélagsins, sem menntakerfið er svo sannarlega. Það er löngu tímabært að grípa til markvissa aðgerða sem miða raunverulega að því að bæta vinnuaðstæður, tryggja sérhæfðan stuðning og styrkja stéttina þannig hægt sé að koma í veg fyrir að kennarar hverfi frá störfum. Þannig getum við byggt upp menntakerfi sem þjónar samfélaginu. Því það verður ekki gert með tómum loforðum einum saman. Höfundur starfar við umsjónarkennslu í grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum dögum hafa skólamál og enn frekar störf kennara verið mikið til umræðu í samfélaginu. Þessari umræðu fagna ég, því hún er svo sannarlega þörf. Það er einfaldlega kominn tími til að við sem samfélag tökum umræðu um skólakerfið, en ekki einungis frá sjónarhorni Viðskiptaráðs eða annarra aðila sem taka einungis afmarkaða þætti fyrir og virðast oft ekki hafa neinn skilning á hvað fer fram á hverjum degi í skólum landsins. Mig langar því að halda umræðunni á lofti og fjalla í þessari grein um það hvernig staða kennara birtist mér. Það hefur ekki leynst neinum að kennarar tóku ekki vel í nýleg ummæli Borgarstjóra Reykjavíkur og má segja að í miðri kjarabaráttu og með yfirvofandi verkföll hafi það verið kornið sem fyllti mælinn hjá flestum. Þetta er þó ekkert nýtt. Kennarar á Íslandi hafa nefnilega lengi búið við það ástand að upplifa skilnings- og virðingarleysi gagnvart störfum þeirra, þrátt fyrir að bera ábyrgð á menntun og uppeldi framtíðarkynslóða. En það er ekki lengur hægt að líta fram hjá þeirri alvarlegu stöðu sem kennarar eru í, sem einkennast í auknum mæli af óviðunandi vinnuaðstæðum, yfirvofandi kulnun og skort á faglegum stuðningi. Óásættanleg vinnuaðstaða og vaxandi álag Gríðarlegar kröfur eru gerðar til kennara á sama tíma og starfsumhverfi þeirra hefur hrakað umtalsvert á síðustu árum. Skólar glíma við manneklu, bekkjarstærðir fara stækkandi og nemendahópar eru fjölbreyttari en nokkurn tímann áður. Kennarar eru oftar en ekki að takast á við flókin félagsleg og námsleg vandamál án þess að geta sótt sér viðeigandi stuðning innan úr kerfinu. Það eru því kaldar kveðjur sem kennarar fá frá yfirvöldum þegar kjarasamningar þeirra fá að standa lausir til lengri tíma og einungis er hægt að semja til styttri tíma þegar það tekst yfir höfuð. Svo ekki sé talað um myglu og almennt misgóðar aðstæður í skólabyggingum sem hafa heilsufarslegar afleiðingar bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Hvernig getur menntakerfið staðið undir væntingum þegar óheilnæmt umhverfi dregur beinlínis úr starfsgetu kennara og annars starfsfólks? Skortur á stuðningsúrræðum Stuðningur innan sem utan kennslustofunnar er af skornum skammti. Það vantar til að mynda sérhæft starfsfólk til starfa innan skólakerfisins, svo sem sálfræðinga, þroskaþjálfa og atferlisfræðinga. Fagþekking sérfræðistarfsfólks er grundvallaratriði til að aðstoða kennara við þau krefjandi verkefni sem þeir standa frammi fyrir. Kennarar sjá nefnilega um að veita fjölþætta skólaþjónustu til fjölbreyttra hópa barna með margvíslegar náms- og hegðunaráskoranir, að ógleymdum mismunandi bakgrunni nemenda. Það er óraunhæft að öllum þessum nemendum bjóðist sú aðstoð sem þau eiga rétt á, án nægilegra úrræða og breiðari aðstoðar fagaðila. Staðan í dag veldur því ekki aðeins auknu álagi, heldur bitnar það á endanum á gæðum kennslunnar og skólastarfsins alls. Hvernig ætlar samfélagið að tryggja gæði menntunar með þessu móti? Hvernig bætum við úr stöðunni? Við höfum ítrekað heyrt yfirlýsingar um að „menntakerfið verði að vera forgangsmál,“ en í reynd er lítið gert til að bæta vinnuaðstæður kennara. Hver er svo afleiðingin af því? Jú kennarar um allt land eru að brenna út. Það er ekki bara vandamál fyrir stéttina sjálfa, heldur einnig nemendur og samfélagið allt. Við vitum öll hvað þarf til að leysa í það minnsta stóran hluta þessa vanda, fjölgun stuðningsúrræða, betra jafnvægi milli kennslu og faglegs starfs þess utan og fjárfesting í vinnuaðstæðum. En yfirvöld virðast hikandi við að ráðast í nauðsynlegar ákvarðanir. Krafa um virðingu og úrbætur - ekki innantóm loforð Kennarar krefjast því ekki aðeins betri launa, heldur einnig virðingar. Virðingar fyrir því starfi sem þeir inna af hendi á hverjum degi við síbreytilegar og krefjandi aðstæður. Það er kominn tími til að yfirvöld taki af skarið og endurhugsi hvernig þau ætla að styðja við grunnstoðir samfélagsins, sem menntakerfið er svo sannarlega. Það er löngu tímabært að grípa til markvissa aðgerða sem miða raunverulega að því að bæta vinnuaðstæður, tryggja sérhæfðan stuðning og styrkja stéttina þannig hægt sé að koma í veg fyrir að kennarar hverfi frá störfum. Þannig getum við byggt upp menntakerfi sem þjónar samfélaginu. Því það verður ekki gert með tómum loforðum einum saman. Höfundur starfar við umsjónarkennslu í grunnskóla.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun