#TakkEinar Ólöf Elefsen skrifar 15. október 2024 08:01 Það má alltaf finna eitthvað jákvætt við öll mál svo ég skal taka að mér að sýna ykkur það jákvæða við ræðu borgarstjórans og klappið sem hann uppskar í kjölfar hennar. Ég vil byrja á því að segja #TakkEinar fyrir falleg orð um helgina. Þessi orð urðu til þess að ég tók ákvörðun um að segja upp starfi mínu og leita nýrra tækifæra á öðrum starfsvettvangi. Starfinu sem ég varði 5 árum í að mennta mig fyrir. Starfinu sem mér hefur alltaf fundist ég vera fædd til að starfa við og hef séð fyrir mér að vinna við svo lengi sem ég lifi. Starfinu sem ég var svo spennt fyrir eftir sumarfríið að ég gat ekki beðið eftir að starfsdögunum lyki svo ég gæti hafið störf með nemendum mínum. #TakkEinar því ef það hefði ekki verið fyrir þín orð og klappinu sem fylgdi þeim, þá hefði ég sennilega haldið áfram að starfa sem kennari. Ég hefði haldið áfram að koma gjörsamlega örmagna heim eftir vinnudaginn og haft litla sem enga orku til að sinna börnunum mínum. Ég hefði haldið áfram að vinna miklu meira en 42,86 klukkustundir á viku. Ég hefði haldið áfram að gráta um mánaðamót þegar ég sæi hversu lítið ég fengi útborgað miðað við það mikla álag sem fylgir starfinu. Ég hefði haldið áfram að mæta í aukavinnuna mína, nýtt lausar stundir þar til að skipuleggja einstaklingsmiðað nám fyrir nemendur mína, en bráðum þarf ég ekki að gera neitt af þessu því ég neyðist til að finna mér nýjan starfsvettvang. #TakkEinar fyrir að benda á veikindafjarvistir starfsmanna skóla. Í dag fór ég hins vegar ekki heim vegna veikinda, heldur fór ég bara heim. Ég er því ekki viss um hvort það teljist veikindi þegar maður getur ekki sinnt starfi sínu vegna þess að tárin streyma stjórnlaust. Þau streymdu stjórnlaust eftir að ég brotnaði saman þegar ég sagði yfirmanni mínum að ég ætlaði að finna mér annan starfsvettvang. Enn og aftur, #TakkEinar. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Borgarstjórn Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það má alltaf finna eitthvað jákvætt við öll mál svo ég skal taka að mér að sýna ykkur það jákvæða við ræðu borgarstjórans og klappið sem hann uppskar í kjölfar hennar. Ég vil byrja á því að segja #TakkEinar fyrir falleg orð um helgina. Þessi orð urðu til þess að ég tók ákvörðun um að segja upp starfi mínu og leita nýrra tækifæra á öðrum starfsvettvangi. Starfinu sem ég varði 5 árum í að mennta mig fyrir. Starfinu sem mér hefur alltaf fundist ég vera fædd til að starfa við og hef séð fyrir mér að vinna við svo lengi sem ég lifi. Starfinu sem ég var svo spennt fyrir eftir sumarfríið að ég gat ekki beðið eftir að starfsdögunum lyki svo ég gæti hafið störf með nemendum mínum. #TakkEinar því ef það hefði ekki verið fyrir þín orð og klappinu sem fylgdi þeim, þá hefði ég sennilega haldið áfram að starfa sem kennari. Ég hefði haldið áfram að koma gjörsamlega örmagna heim eftir vinnudaginn og haft litla sem enga orku til að sinna börnunum mínum. Ég hefði haldið áfram að vinna miklu meira en 42,86 klukkustundir á viku. Ég hefði haldið áfram að gráta um mánaðamót þegar ég sæi hversu lítið ég fengi útborgað miðað við það mikla álag sem fylgir starfinu. Ég hefði haldið áfram að mæta í aukavinnuna mína, nýtt lausar stundir þar til að skipuleggja einstaklingsmiðað nám fyrir nemendur mína, en bráðum þarf ég ekki að gera neitt af þessu því ég neyðist til að finna mér nýjan starfsvettvang. #TakkEinar fyrir að benda á veikindafjarvistir starfsmanna skóla. Í dag fór ég hins vegar ekki heim vegna veikinda, heldur fór ég bara heim. Ég er því ekki viss um hvort það teljist veikindi þegar maður getur ekki sinnt starfi sínu vegna þess að tárin streyma stjórnlaust. Þau streymdu stjórnlaust eftir að ég brotnaði saman þegar ég sagði yfirmanni mínum að ég ætlaði að finna mér annan starfsvettvang. Enn og aftur, #TakkEinar. Höfundur er kennari.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar