Icelandair í samstarf við þjóðarflugfélag Portúgals Árni Sæberg skrifar 14. október 2024 15:07 Frá undirritun samningsins í morgun. Frá vinstri: John Lysebjerg Rasmusen, sölustjóri suður- Evrópu hjá Icelandair, Henri-Charles Ozarovsky, yfirmaður alþjóðamála hjá TAP, Mário Chaves, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs TAP, Luís Rodrigues, forstjóri TAP, Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair, Helgi Már Björgvinsson, yfirmaður alþjóðamála hjá Icelandair og Mahesbin Samssudin yfirmaður samstarfs hjá TAP. Icelandair Icelandair og portúgalska þjóðarflugfélagið TAP hafa undirritað samstarfssamning um sammerkt flug. Undirritunin fór fram á skrifstofum TAP á Lissabon flugvelli fyrr í dag. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að flugfélögin hafi unnið saman um árabil en með sammerktu flugi sé samstarfið aukið enn frekar. Þannig muni viðskiptavinir geta nýtt tengingar á milli leiðakerfa flugfélaganna og úrval tengimöguleika aukist. Tengingar við Brasilíu og Grænhöfðaeyjar TAP fljúgi til um níutíu áfangastaða víða um heim, meðal annars í Evrópu, Afríku og Suður-Ameríku. Á meðal áhugaverðra staða í leiðakerfi TAP séu Rio de Janeiro, São Paulo, Porto og Grænhöfðaeyjar. Leiðakerfi Icelandair spanni um sextíu áfangastaði í Evrópu og Norður-Ameríku. Bæði flugfélög séu þekkt fyrir að bjóða upp á svokallað stopover, sem geri farþegum kleift að hafa viðdvöl í heimalöndum félaganna þegar ferðast er á milli áfangastaða. Gert sé ráð fyrir að tvíhliða samningur TAP og Icelandair um sammerkt flug taki gildi á næstu vikum og þá muni viðskiptavinir geta tengt á milli leiðakerfa flugfélaganna í einum miða með farangurinn innritaðan alla leið á lokaáfangastað. Íslands sé einn af mest spennandi áfangastöðunum í dag „Það er mjög spennandi að bæta TAP við öflugan hóp samstarfsflugfélaga okkar. Við hófum nýverið flug til Lissabon og með því að bjóða einnig upp á sammerkt flug með TAP getum við stóraukið úrval áfangastaða í tengiflugi. Þannig munu farþegar sem hefja flugið á Íslandi geta haft viðdvöl í Lissabon á leið sinni til spennandi áfangastaða í leiðakerfi TAP. Viðskiptavinir TAP geta sömuleiðis nýtt sér að fljúga frá fjölda áfangastaða TAP, í gegnum Lissabon til Íslands og jafnvel áfram til fjölda áfangastaða í okkar öfluga leiðakerfi,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. „Samstarfið við Icelandair mun auka úrval ferðamöguleika og áfangastaða sem viðskiptavinir okkar geta valið úr. Þannig munu opnast þægilegar tengingar til Íslands, sem er einn af mest spennandi áfangastöðunum í dag, og fjölmargar tengingar fyrir viðskiptavini Icelandair um öflugt leiðakerfi okkar frá Lissabon. Við hlökkum til að starfa með Icelandair að því að auðvelda fólki að ferðast um heiminn,“ er haft eftir Luís Rodrigues, forstjóra TAP. Icelandair Portúgal Fréttir af flugi Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að flugfélögin hafi unnið saman um árabil en með sammerktu flugi sé samstarfið aukið enn frekar. Þannig muni viðskiptavinir geta nýtt tengingar á milli leiðakerfa flugfélaganna og úrval tengimöguleika aukist. Tengingar við Brasilíu og Grænhöfðaeyjar TAP fljúgi til um níutíu áfangastaða víða um heim, meðal annars í Evrópu, Afríku og Suður-Ameríku. Á meðal áhugaverðra staða í leiðakerfi TAP séu Rio de Janeiro, São Paulo, Porto og Grænhöfðaeyjar. Leiðakerfi Icelandair spanni um sextíu áfangastaði í Evrópu og Norður-Ameríku. Bæði flugfélög séu þekkt fyrir að bjóða upp á svokallað stopover, sem geri farþegum kleift að hafa viðdvöl í heimalöndum félaganna þegar ferðast er á milli áfangastaða. Gert sé ráð fyrir að tvíhliða samningur TAP og Icelandair um sammerkt flug taki gildi á næstu vikum og þá muni viðskiptavinir geta tengt á milli leiðakerfa flugfélaganna í einum miða með farangurinn innritaðan alla leið á lokaáfangastað. Íslands sé einn af mest spennandi áfangastöðunum í dag „Það er mjög spennandi að bæta TAP við öflugan hóp samstarfsflugfélaga okkar. Við hófum nýverið flug til Lissabon og með því að bjóða einnig upp á sammerkt flug með TAP getum við stóraukið úrval áfangastaða í tengiflugi. Þannig munu farþegar sem hefja flugið á Íslandi geta haft viðdvöl í Lissabon á leið sinni til spennandi áfangastaða í leiðakerfi TAP. Viðskiptavinir TAP geta sömuleiðis nýtt sér að fljúga frá fjölda áfangastaða TAP, í gegnum Lissabon til Íslands og jafnvel áfram til fjölda áfangastaða í okkar öfluga leiðakerfi,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. „Samstarfið við Icelandair mun auka úrval ferðamöguleika og áfangastaða sem viðskiptavinir okkar geta valið úr. Þannig munu opnast þægilegar tengingar til Íslands, sem er einn af mest spennandi áfangastöðunum í dag, og fjölmargar tengingar fyrir viðskiptavini Icelandair um öflugt leiðakerfi okkar frá Lissabon. Við hlökkum til að starfa með Icelandair að því að auðvelda fólki að ferðast um heiminn,“ er haft eftir Luís Rodrigues, forstjóra TAP.
Icelandair Portúgal Fréttir af flugi Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira