Lið Adams Inga gæti farið á hausinn í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2024 08:33 Adam Ingi Benediktsson sést hér svekkja sig í leik með íslenska 21 árs landsliðinu. Hann kom til Östersund í sumar frá Gautaborg. Getty/Ross MacDonald/ Sænska knattspyrnufélagið Östersunds FK er í kapphlaupi við klukkuna í dag þar sem stjórnarmenn reyna allt til að forða félaginu frá gjaldþroti. Íslendingafélagið skuldar sænska skattinum þrjár milljónir sænskra króna, tæpar fjörutíu milljónir í íslenskum krónum, og þarf að greiða skuldina í síðasta lagi í dag. @Sportbladet „Við erum ekki búin að gefast upp ennþá,“ sagði stjórnarformaðurinn Anders Cederberg við Aftonbladet. Lifa í voninni Östersunds FK sendi frá sér tilkynningu í gær um að félagið ætti ekki pening fyrir fyrrnefndri skuld. Félagið fékk frest í faraldrinum en nú er tíminn að renna út. „Þetta er auðvitað erfið staða. Við vorum nálægt því að koma þessu í mark á föstudaginn en það gekk síðan ekki eftir. Við erum enn að reyna að finna leiðir og lifum enn í voninni,“ sagði Cederberg. Fresturinn er til miðnættis í kvöld. Lýsi félagið sig gjaldþrota þá er ekki alveg ljóst hvort það fái að klára tímabilið. Það fer eftir ákvörðun fjárhaldsmanns verði félagið tekið til gjaldþrotaskipta. Það eru fjórir leikir eftir og stjórnarformaðurinn telur að það sé öllum í hag að félagið fái að klára tímabilið. „Það er því líklegra en ekki að við fáum að klára tímabilið. Það er í það minnsta mitt mat,“ sagði Cederberg. Kom til félagsins um mitt sumar Íslenski markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson hefur spilað tólf leiki með liðinu í sumar í sænsku b-deildinni í ár. Hann kom til félagsins frá IFK Göteborg um mitt sumar. Hinn 21 árs gamli Adam Ingi er því óvissu með framtíðina hjá sér eins og aðrir leikmenn félagsins. Samningur hans við sænska félagið er til loka desember 2026. Östersund er í 13. sæti sænsku b-deildarinnar af sextán liðum. Tvö neðstu liðin falla beint en næstu tvö fara í umspil. Sænski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga Sjá meira
Íslendingafélagið skuldar sænska skattinum þrjár milljónir sænskra króna, tæpar fjörutíu milljónir í íslenskum krónum, og þarf að greiða skuldina í síðasta lagi í dag. @Sportbladet „Við erum ekki búin að gefast upp ennþá,“ sagði stjórnarformaðurinn Anders Cederberg við Aftonbladet. Lifa í voninni Östersunds FK sendi frá sér tilkynningu í gær um að félagið ætti ekki pening fyrir fyrrnefndri skuld. Félagið fékk frest í faraldrinum en nú er tíminn að renna út. „Þetta er auðvitað erfið staða. Við vorum nálægt því að koma þessu í mark á föstudaginn en það gekk síðan ekki eftir. Við erum enn að reyna að finna leiðir og lifum enn í voninni,“ sagði Cederberg. Fresturinn er til miðnættis í kvöld. Lýsi félagið sig gjaldþrota þá er ekki alveg ljóst hvort það fái að klára tímabilið. Það fer eftir ákvörðun fjárhaldsmanns verði félagið tekið til gjaldþrotaskipta. Það eru fjórir leikir eftir og stjórnarformaðurinn telur að það sé öllum í hag að félagið fái að klára tímabilið. „Það er því líklegra en ekki að við fáum að klára tímabilið. Það er í það minnsta mitt mat,“ sagði Cederberg. Kom til félagsins um mitt sumar Íslenski markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson hefur spilað tólf leiki með liðinu í sumar í sænsku b-deildinni í ár. Hann kom til félagsins frá IFK Göteborg um mitt sumar. Hinn 21 árs gamli Adam Ingi er því óvissu með framtíðina hjá sér eins og aðrir leikmenn félagsins. Samningur hans við sænska félagið er til loka desember 2026. Östersund er í 13. sæti sænsku b-deildarinnar af sextán liðum. Tvö neðstu liðin falla beint en næstu tvö fara í umspil.
Sænski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga Sjá meira