Íslenski boltinn

Róbert með þrennu í sigri KR

Valur Páll Eiríksson skrifar
Róbert Elís var öflugur í kuldanum í Vesturbænum í dag. Hér er hann ásamt Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara KR.
Róbert Elís var öflugur í kuldanum í Vesturbænum í dag. Hér er hann ásamt Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara KR. KR

KR vann 5-2 sigur á Fylki í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í Vesturbæ Reykjavíkur í dag.

Um var að ræða fyrsta leik beggja liða í B-riðli mótsins, en í honum eru einnig Þróttur og Valur. Þróttarar unnu 3-1 sigur á Val í fyrsta leik riðilsins á fimmtudaginn var.

KR fer nú að hlið Þróttar á toppi riðilsins með góðum sigri í Vesturbænum í dag. Hinn 18 ára gamli Róbert Elís Hlynsson stóð upp úr hjá svarthvítum en hann skoraði þrennu. Guðmundur Andri Tryggvason og Amin Cosic skoruðu hin tvö mörkin í 5-2 sigri KR.

KR og Þróttur eru því bæði með þrjú stig en Valur og Fylkir án stiga. Næsti leikur er milli KR og Þróttar eftir slétta viku. Fylkir mætir Val þriðjudaginn 20. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×