Fótbolti

Salah sendi Egypta á­fram í undan­úr­slit

Sindri Sverrisson skrifar
Mohamed Salah með boltann í slagnum við Fílabeinsströndina í kvöld.
Mohamed Salah með boltann í slagnum við Fílabeinsströndina í kvöld. GEtty/Ulrik Pedersen

Mohamed Salah er skrefi nær því að vinna sinn fyrsta meistaratitil með Egyptalandi, eftir að liðið sló Fílabeinsströndina út í spennuleik á Afríkumótinu í kvöld.

Egyptar unnu 3-2 sigur og komust þar með áfram í undanúrslitin þar sem þeir mæta Senegal á miðvikudagskvöld.

Manchester City-maðurinn Omar Marmoush kom Egyptum yfir strax á fjórðu mínútu, eftir stungusendingu, og eftir hornspyrnu Mohamed Salah jók Rami Rabia muninn með hörkuskalla á 32. mínútu. 

Fílabeinsströndin náði þó að minnka muninn fyrir hálfleik með sjálfsmarki. 

Salah skoraði svo sjálfur á 52. mínútu og jók muninn í tvö mörk á nýjan leik, og það dugði því skammt að Guéla Doué næði að skora annað mark Fílabeinsstrandarinnar á 73. mínútu.

Í undanúrslitunum á miðvikudag mætast Senegal og Egyptaland, og svo Nígería og Marokkó sem er á heimavelli á mótinu. Leikurinn um brons verður svo 17. janúar og úrslitaleikurinn degi síðar, svo leikmenn þessara fjögurra liða eru ekki á heimleið til sinna félagsliða fyrr en eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×