Til borgarstjóra Maríanna S. Bjarnleifsdóttir skrifar 14. október 2024 06:30 Kjarabarátta hinna mörgu stétta sem byggja þetta land getur tekið á hjá atvinnurekendum, launþegum og þeim sem nýta sér vinnu og þjónustu þeirra sem berjast fyrir betri kjörum. Stundum lætur fólk leiðinleg ummæli frá sér í spjalli við fólk vegna pirrings og að mörgu leyti er það skiljanlegt því mannlegt eðli verður til þess að við segjum eitthvað særandi þegar við verðum sár, reið og leið. Í gær þá varð ég sár, reið og leið út í þín ummæli. Þeir nemendur sem ég kenni fengju stórkostlegar athugasemdir frá mér ef þeir töluðu svona niður til annarra í minni skólastofu. Ég kenni unglingum og þarf því að sýna gott fordæmi um hvernig ég kem þessu frá mér og get ekki leyft mér að skrifa það sem mig langar helst að segja. Hér kemur því kurteisa útgáfan af því sem ég vil koma frá mér. Ég skil að þú viljir ekki auka útgjöld vinnustaðar þíns þar sem starf þitt er fólgið í því að láta bókhaldið stemma en tel að fólk menntað í mannauðsmálum myndi seint telja þetta jákvæða leið til þess. Kraftur kennara er mikill og þú temur þá ekki til hlýðni með því að tala þá niður og alhæfa um hluti sem þú greinilega hefur ekki haft fyrir að kynna þér.Að tala um að kennarar nenni ekki að vera með nemendum sínum er að ráðast gegn því sem heldur okkur í starfinu. Ástríðan fyrir nemendum er það sem hélt kennurum gangandi í heimsfaraldri, heldur þeim áfram í starfi og það sem drífur þá áfram. Ekki eru það launin eða önnur fríðindi sem öðrum á almennum vinnumarkaði býðst. Einar þú ert yfirmaður okkar sem vinnum hjá Reykjavíkurborg og ég tel líklegt að á opinberum vinnumarkaði myndir þú þurfa að taka pokann þinn ef þú gerðist sekur um svona ummæli um starfsfólk þitt. Þú potaðir í ranga stétt og ég ráðlegg þér að biðjast opinberlega afsökunar á ummælum þínum. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Kjarabarátta hinna mörgu stétta sem byggja þetta land getur tekið á hjá atvinnurekendum, launþegum og þeim sem nýta sér vinnu og þjónustu þeirra sem berjast fyrir betri kjörum. Stundum lætur fólk leiðinleg ummæli frá sér í spjalli við fólk vegna pirrings og að mörgu leyti er það skiljanlegt því mannlegt eðli verður til þess að við segjum eitthvað særandi þegar við verðum sár, reið og leið. Í gær þá varð ég sár, reið og leið út í þín ummæli. Þeir nemendur sem ég kenni fengju stórkostlegar athugasemdir frá mér ef þeir töluðu svona niður til annarra í minni skólastofu. Ég kenni unglingum og þarf því að sýna gott fordæmi um hvernig ég kem þessu frá mér og get ekki leyft mér að skrifa það sem mig langar helst að segja. Hér kemur því kurteisa útgáfan af því sem ég vil koma frá mér. Ég skil að þú viljir ekki auka útgjöld vinnustaðar þíns þar sem starf þitt er fólgið í því að láta bókhaldið stemma en tel að fólk menntað í mannauðsmálum myndi seint telja þetta jákvæða leið til þess. Kraftur kennara er mikill og þú temur þá ekki til hlýðni með því að tala þá niður og alhæfa um hluti sem þú greinilega hefur ekki haft fyrir að kynna þér.Að tala um að kennarar nenni ekki að vera með nemendum sínum er að ráðast gegn því sem heldur okkur í starfinu. Ástríðan fyrir nemendum er það sem hélt kennurum gangandi í heimsfaraldri, heldur þeim áfram í starfi og það sem drífur þá áfram. Ekki eru það launin eða önnur fríðindi sem öðrum á almennum vinnumarkaði býðst. Einar þú ert yfirmaður okkar sem vinnum hjá Reykjavíkurborg og ég tel líklegt að á opinberum vinnumarkaði myndir þú þurfa að taka pokann þinn ef þú gerðist sekur um svona ummæli um starfsfólk þitt. Þú potaðir í ranga stétt og ég ráðlegg þér að biðjast opinberlega afsökunar á ummælum þínum. Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar