Sundlaugasóðar Ámundi Loftsson skrifar 14. október 2024 07:02 Til þeirra sem sjá um rekstur sundstaða Tilefni þessara skrifa er með leiðinlegra móti, en það er sóðaskapur á sundstöðum. Sá plagsiður færist í vöxt að menn koma inní sturturými sundstaða í sundfötum og fyrir kemur líka að það sér í nærbuxnastrengi uppúr sundskýlunum hjá þeim. Þeir rétt bregða sér undir sturtu, svo þeir varla meira en rétt ná að blotna og fara svo útí laug eða pott. Oftar en ekki eru þetta hópar ungmenna undir tvítugu, þá kannski þrír til fimm saman sem allir hafa þá sama háttinn á. Að uppistöðu eru hér á ferð ungir Íslendingar, gjarnan talandi um íþróttir. Þetta gerist ekki bara stundum. Þetta er alveg viðvarandi og gerist án undantekninga og sést í hvert skipti sem farið er í sund. Fyrir kemur líka að menn eru í sundskýlum þegar þeir koma á sundstaðina. Sumir þeirra fara jafnvel fara framhjá sturturýminu og og óþvegnir beint út í laug. Öllu hugsandi fólki er ljóst að svona háttsemi er bæði ferlegur sóðaskapur og fullkomið tillitsleysi við aðra laugargesti. Það verður að taka á þessu. Þetta lagar sig ekki sjálft. Augljóst er að hafa verður baðreglur sundstaðanna mun sýnilegri en þær eru og hafa of lengi verið. Hugsanlega mætti hafa þær, bæði á Íslensku og fleiri tungumálum og hafa á skápahurðum í búningsrýmum og jafnvel við hverja sturtu. Starfsfólk sundstaðanna mætti vera virkara í eftirliti með því að laugargestir virði reglur um hreinlæti, sama hve leiðinlegt það er og óþarft það í raun ætti að vera. Vera kann að sumum þyki ekki þægilegt að fara úr öllum fötum í almannarými eins og venja er. Þá vaknar sú spurning hvort ekki sé hægt að mæta þörfum þeirra með rými sem hægt yrði að loka þannig að þeir geti þrifið sig óséðir af öðrum. Öll hljótum við að vera sammála um að taka verður á þessu ástandi. Það má t.d. gera í skólum, innan íþróttafélaga og ekki síst meðal þeirra sem sjá um rekstur sundstaðanna sjálfra. Við Íslendingar megum vera stoltir af rótgróinni sundstaðamenningu okkar. Látum hana ekki verða sóðaskap að bráð. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sundlaugar Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Til þeirra sem sjá um rekstur sundstaða Tilefni þessara skrifa er með leiðinlegra móti, en það er sóðaskapur á sundstöðum. Sá plagsiður færist í vöxt að menn koma inní sturturými sundstaða í sundfötum og fyrir kemur líka að það sér í nærbuxnastrengi uppúr sundskýlunum hjá þeim. Þeir rétt bregða sér undir sturtu, svo þeir varla meira en rétt ná að blotna og fara svo útí laug eða pott. Oftar en ekki eru þetta hópar ungmenna undir tvítugu, þá kannski þrír til fimm saman sem allir hafa þá sama háttinn á. Að uppistöðu eru hér á ferð ungir Íslendingar, gjarnan talandi um íþróttir. Þetta gerist ekki bara stundum. Þetta er alveg viðvarandi og gerist án undantekninga og sést í hvert skipti sem farið er í sund. Fyrir kemur líka að menn eru í sundskýlum þegar þeir koma á sundstaðina. Sumir þeirra fara jafnvel fara framhjá sturturýminu og og óþvegnir beint út í laug. Öllu hugsandi fólki er ljóst að svona háttsemi er bæði ferlegur sóðaskapur og fullkomið tillitsleysi við aðra laugargesti. Það verður að taka á þessu. Þetta lagar sig ekki sjálft. Augljóst er að hafa verður baðreglur sundstaðanna mun sýnilegri en þær eru og hafa of lengi verið. Hugsanlega mætti hafa þær, bæði á Íslensku og fleiri tungumálum og hafa á skápahurðum í búningsrýmum og jafnvel við hverja sturtu. Starfsfólk sundstaðanna mætti vera virkara í eftirliti með því að laugargestir virði reglur um hreinlæti, sama hve leiðinlegt það er og óþarft það í raun ætti að vera. Vera kann að sumum þyki ekki þægilegt að fara úr öllum fötum í almannarými eins og venja er. Þá vaknar sú spurning hvort ekki sé hægt að mæta þörfum þeirra með rými sem hægt yrði að loka þannig að þeir geti þrifið sig óséðir af öðrum. Öll hljótum við að vera sammála um að taka verður á þessu ástandi. Það má t.d. gera í skólum, innan íþróttafélaga og ekki síst meðal þeirra sem sjá um rekstur sundstaðanna sjálfra. Við Íslendingar megum vera stoltir af rótgróinni sundstaðamenningu okkar. Látum hana ekki verða sóðaskap að bráð. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar