Skynsamleg orkunýting Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 10. október 2024 18:00 Umræðan um orkuskort hefur verið hávær að undanförnu, sér í lagi í kjölfar raforkuspár Landsnets sem nýlega kom út. En eins og fram hefur komið í máli forstjóra Landsvirkjunar nýverið þá hefur umræðan verið á villigötum. Það er einfaldlega ekki rétt að tala um orkuskort, þar sem Landsvirkjun hefur aldrei þurft að skerða forgangsorku á sinni 60 ára sögu og munu ekki gera samninga umfram getu, svo slíkt mun ekki raungerast. Það sem við sjáum er hins vegar eftirspurn umfram framboð. Við erum flest fylgjandi grænni orkuöflun – eins og kom fram í reyndar frekar leiðandi könnun á vegum Samtaka atvinnulífsins nýlega, þar sem 97 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust hlynnt „aukinni grænni orkuframleiðslu í landinu“. En græn orkuöflun verður að haldast í hendur við aðra þætti, eins og nærsamfélög og náttúru. Hún verður líka að vera hófsöm og byggja á skynsemi. Það er skynsamlegt að nýta raforku betur en nú er gert. Samkvæmt skýrslu um tækifæri til bættrar orkunýtni á Íslandi er mögulegt að bæta nýtni sem nemur um 8% af núverandi raforkunotkun þjóðarinnar. Til þess að ná árangri í bættri nýtni verður einnig mikilvægt að leggja áherslu á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfa sem tryggja afhendingaröryggi um allt land. Það er skynsamlegt að forgangsraða orku til heimila og smærri notenda. Við eigum að tryggja að orka sé alltaf til staðar fyrir grunnþarfir samfélagsins. Á meðan Landsvirkjun hefur aukið sölu sína til almenns markaðar hafa aðrir framleiðendur dregið úr – úr þessu þarf að bæta. Það er líka skynsamlegt að vera með samninga um skerðanlega orku, þar sem hægt er að selja meira þegar nægileg orka er fyrir hendi en skerða þegar svo er ekki. Þannig getum við hámarkað nýtingu orkunnar, og höfum raunar tryggt 96-99 prósent nýtingu orkuauðlindarinnar einmitt vegna þessa. Vinstri græn eru ekki á móti grænni orkuöflun, en við leggjum áherslu á að allir virkjanakostir fari í gegnum rammaáætlun, að orkan sé nýtt á ábyrgan hátt og henni sé forgangsraðað til heimila, smánotenda og innlendra orkuskipta. Það er svo lykilatriði að virkjanir séu á forsendum samfélagsins alls, í eigu opinberra aðila og þær ógni ekki einstökum náttúruperlum landsins. Það er skynsamleg orkunýting - orkunýting sem þjónar hagsmunum þjóðarinnar og náttúrunnar. Höfundur er þingmaður Vinstri Grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vinstri græn Eva Dögg Davíðsdóttir Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Umræðan um orkuskort hefur verið hávær að undanförnu, sér í lagi í kjölfar raforkuspár Landsnets sem nýlega kom út. En eins og fram hefur komið í máli forstjóra Landsvirkjunar nýverið þá hefur umræðan verið á villigötum. Það er einfaldlega ekki rétt að tala um orkuskort, þar sem Landsvirkjun hefur aldrei þurft að skerða forgangsorku á sinni 60 ára sögu og munu ekki gera samninga umfram getu, svo slíkt mun ekki raungerast. Það sem við sjáum er hins vegar eftirspurn umfram framboð. Við erum flest fylgjandi grænni orkuöflun – eins og kom fram í reyndar frekar leiðandi könnun á vegum Samtaka atvinnulífsins nýlega, þar sem 97 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust hlynnt „aukinni grænni orkuframleiðslu í landinu“. En græn orkuöflun verður að haldast í hendur við aðra þætti, eins og nærsamfélög og náttúru. Hún verður líka að vera hófsöm og byggja á skynsemi. Það er skynsamlegt að nýta raforku betur en nú er gert. Samkvæmt skýrslu um tækifæri til bættrar orkunýtni á Íslandi er mögulegt að bæta nýtni sem nemur um 8% af núverandi raforkunotkun þjóðarinnar. Til þess að ná árangri í bættri nýtni verður einnig mikilvægt að leggja áherslu á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfa sem tryggja afhendingaröryggi um allt land. Það er skynsamlegt að forgangsraða orku til heimila og smærri notenda. Við eigum að tryggja að orka sé alltaf til staðar fyrir grunnþarfir samfélagsins. Á meðan Landsvirkjun hefur aukið sölu sína til almenns markaðar hafa aðrir framleiðendur dregið úr – úr þessu þarf að bæta. Það er líka skynsamlegt að vera með samninga um skerðanlega orku, þar sem hægt er að selja meira þegar nægileg orka er fyrir hendi en skerða þegar svo er ekki. Þannig getum við hámarkað nýtingu orkunnar, og höfum raunar tryggt 96-99 prósent nýtingu orkuauðlindarinnar einmitt vegna þessa. Vinstri græn eru ekki á móti grænni orkuöflun, en við leggjum áherslu á að allir virkjanakostir fari í gegnum rammaáætlun, að orkan sé nýtt á ábyrgan hátt og henni sé forgangsraðað til heimila, smánotenda og innlendra orkuskipta. Það er svo lykilatriði að virkjanir séu á forsendum samfélagsins alls, í eigu opinberra aðila og þær ógni ekki einstökum náttúruperlum landsins. Það er skynsamleg orkunýting - orkunýting sem þjónar hagsmunum þjóðarinnar og náttúrunnar. Höfundur er þingmaður Vinstri Grænna
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar