Kvótakerfi stjórnmálaflokkanna Einar G. Harðarson skrifar 9. október 2024 12:32 Kosningar síðustu ára hafa einkennst af aukningu atkvæða í tapi og sigri en aldrei í þeim mæli sem við sjáum í skoðanakönnunum í dag. Stjórnarflokkarnir eru með 20% fylgi samanlagt, Framsókn með 5%, Vinstri græn með 3% og Sjálfstæðisflokkurinn með 12%. Þeir sem þekkja fleiri en 5-10 síðustu kosningar hafa ekki séð annað eins hvorki í skoðanakönnunum né kosningum. Að þvi undanskildu þegar Píratar mældust með um 30-35% fylgi um mitt kjörtímabil 2015-16 en fengu 14,5% í kosningunum*. Nú mætti ætla að árferði, gegnsæi, málefni og frammistaða í ríkisstjórn eða léleg eða góð stjórnarandstaða skipti þarna máli. Þannig var það áður. Foringjar höfðu mikið að segja í fylgi flokkanna. Þeir voru leiðtogar með málefni og drógu til sín fólk til starfa í flokkunum á þeim grunni. Nú í dag eru pólitískir flokkar ríkisreknir. Fái flokkur yfir 2,5% atkvæða í kosningum fær hann umtalsverða fjármuni frá ríkinu en fari fylgið yfir 5% sem nægir til að koma manni á þing þá aukast greiðslur frá ríkinu til muna. Greiðslur til stjórnmálaflokkana á Íslandi nema hundruðum milljóna á ári og er úthlutað eftir stærð þeirra í kosningum. Greiðslurnar fara fram í byrjun árs. Bara frá þessu atriði var alltaf ljóst að ekki yrði kosið núna í haust því þá fá flokkarnir ekki greiðslu sem kemur eftir áramót. Stór ástæða fyrir því að ekki er löngu búið að kjósa. Nú sitja stjórnir sem lengst til að fá „kvótann”. Með þessu fyrirkomulagi hafa stjórnmálaflokkar byggt sér fílabeinsturn. Niðurstaðan er sú að gamla trygga grasrótin sem byrjaði að bera út dreifirit 16 ára settist svo í hverfastjórnir, nefndir og kjördæmaráð. Með þessum hætti skutu menn rótum í flokkum og færu ekki þaðan nema mikið gengi á. Vinir og félagar úr dreifingum og húsgöngum, stjórnum og nefndum, hittumst síðan á ofangreindum fundum, urðu félagar og sumir vinir. Nú er þessi grasrót flokkana er ekki lengur til staðar. Ekki er lengur þörf á sjálfboðaliðum til að bera út bæklings né þá heldur að menn vinni sig upp í nefndir og stjórnir eftir dugnaði í vinnu fyrir flokka. Ekki þarf að sýna tryggð með því að mæta á hverfafundi og vera verðlaunaður fyrir. Tryggðin er farin. Menn mæta ekki lengur og mjög fámennar klíkur geta valið fólk sem svo velur aftur fólk í stærri nefndir og ráð. Frami í flokkum er ekki að vera tryggur og duglegur í vinnu fyrir flokkinn og mæta á fundi heldur eitthvað allt annað. Að auki gerir þetta nýjum framboðum erfiðara fyrir. Þau fá ekki styrk (kvóta) og þurfa að byrja á að smala saman peningum. Þetta fyrirkomulag er ekkert ólíkt kvótakerfinu í byrjun. Þú færð úthlutun ef þú áttir fylgi (aflamark) fyrir þegar kerfið var sett á. Allir flokkar sem voru með í upphafi „kvótakerfisins” og fengu úthlutaðan „kvóta” eru enn þá á þingi. Samfylking, Vinstri Græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur. Nú kann að draga til tíðinda. Sá tími kann að vera liðinn að flokkar hafa tryggt fylgi. Líklegast er þó að fjórflokkurinn haldi velli áfram í krafti þessa peninga (kvóta) sem þeir fá nú þegar. Fiskkvótaeigendur eru hættir að henda smáfisk því sá fiskur verður aldrei stór. Þetta hafa stjórnmálaflokkar ekki lært. *Píratar höfðu ekki rótgróna áralanga tryggð né nægilegt fjármagn til að verja fylgið. Ætla má að það hafi gerst því peninga (kvóta) skorti. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Kosningar síðustu ára hafa einkennst af aukningu atkvæða í tapi og sigri en aldrei í þeim mæli sem við sjáum í skoðanakönnunum í dag. Stjórnarflokkarnir eru með 20% fylgi samanlagt, Framsókn með 5%, Vinstri græn með 3% og Sjálfstæðisflokkurinn með 12%. Þeir sem þekkja fleiri en 5-10 síðustu kosningar hafa ekki séð annað eins hvorki í skoðanakönnunum né kosningum. Að þvi undanskildu þegar Píratar mældust með um 30-35% fylgi um mitt kjörtímabil 2015-16 en fengu 14,5% í kosningunum*. Nú mætti ætla að árferði, gegnsæi, málefni og frammistaða í ríkisstjórn eða léleg eða góð stjórnarandstaða skipti þarna máli. Þannig var það áður. Foringjar höfðu mikið að segja í fylgi flokkanna. Þeir voru leiðtogar með málefni og drógu til sín fólk til starfa í flokkunum á þeim grunni. Nú í dag eru pólitískir flokkar ríkisreknir. Fái flokkur yfir 2,5% atkvæða í kosningum fær hann umtalsverða fjármuni frá ríkinu en fari fylgið yfir 5% sem nægir til að koma manni á þing þá aukast greiðslur frá ríkinu til muna. Greiðslur til stjórnmálaflokkana á Íslandi nema hundruðum milljóna á ári og er úthlutað eftir stærð þeirra í kosningum. Greiðslurnar fara fram í byrjun árs. Bara frá þessu atriði var alltaf ljóst að ekki yrði kosið núna í haust því þá fá flokkarnir ekki greiðslu sem kemur eftir áramót. Stór ástæða fyrir því að ekki er löngu búið að kjósa. Nú sitja stjórnir sem lengst til að fá „kvótann”. Með þessu fyrirkomulagi hafa stjórnmálaflokkar byggt sér fílabeinsturn. Niðurstaðan er sú að gamla trygga grasrótin sem byrjaði að bera út dreifirit 16 ára settist svo í hverfastjórnir, nefndir og kjördæmaráð. Með þessum hætti skutu menn rótum í flokkum og færu ekki þaðan nema mikið gengi á. Vinir og félagar úr dreifingum og húsgöngum, stjórnum og nefndum, hittumst síðan á ofangreindum fundum, urðu félagar og sumir vinir. Nú er þessi grasrót flokkana er ekki lengur til staðar. Ekki er lengur þörf á sjálfboðaliðum til að bera út bæklings né þá heldur að menn vinni sig upp í nefndir og stjórnir eftir dugnaði í vinnu fyrir flokka. Ekki þarf að sýna tryggð með því að mæta á hverfafundi og vera verðlaunaður fyrir. Tryggðin er farin. Menn mæta ekki lengur og mjög fámennar klíkur geta valið fólk sem svo velur aftur fólk í stærri nefndir og ráð. Frami í flokkum er ekki að vera tryggur og duglegur í vinnu fyrir flokkinn og mæta á fundi heldur eitthvað allt annað. Að auki gerir þetta nýjum framboðum erfiðara fyrir. Þau fá ekki styrk (kvóta) og þurfa að byrja á að smala saman peningum. Þetta fyrirkomulag er ekkert ólíkt kvótakerfinu í byrjun. Þú færð úthlutun ef þú áttir fylgi (aflamark) fyrir þegar kerfið var sett á. Allir flokkar sem voru með í upphafi „kvótakerfisins” og fengu úthlutaðan „kvóta” eru enn þá á þingi. Samfylking, Vinstri Græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur. Nú kann að draga til tíðinda. Sá tími kann að vera liðinn að flokkar hafa tryggt fylgi. Líklegast er þó að fjórflokkurinn haldi velli áfram í krafti þessa peninga (kvóta) sem þeir fá nú þegar. Fiskkvótaeigendur eru hættir að henda smáfisk því sá fiskur verður aldrei stór. Þetta hafa stjórnmálaflokkar ekki lært. *Píratar höfðu ekki rótgróna áralanga tryggð né nægilegt fjármagn til að verja fylgið. Ætla má að það hafi gerst því peninga (kvóta) skorti. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun