Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2024 23:19 Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5. AP/Yui Mok Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. Svipaða sögu er að segja af Írönum, sem leggja á ráðin um „ráðabrugg á eftir ráðabruggi“. Þetta sagði Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, í reglulegri ræðu um þær helstu ógnir sem Bretar standa frammi fyrir. Í frétt BBC segir að McCallum hafi farið um víðan völl í ræðu sinni og sagði hann meðal annars að starfsmenn MI5 hefðu brugðist við tuttugu aðgerðum Írana frá 2022. Í heildina hefði ógnum frá óvinveittum ríkjum fjölgað um tæplega helming á einu ári. Að mestu verja starfsmenn MI5 þó tíma sínum í að sporna gegn öfgamönnum, bæði íslamistum og hægri sinnuðum öfgamönnum. McCallum sagði að þessar ógnir, bæði varðandi hryðjuverkaárásir og aðgerðir óvinveittra ríkja, hefðu í för með sér að MI5 hefðu mikið verk að vinna. Börn viðkvæm fyrir öfgavæðingu á netinu Í ræðunni fór McCallum einnig yfir það hve mörg börn væru nú til rannsóknar vegna hryðjuverkaógnar og varaði hann við sífellt aukinni öfgavæðingu barna á netinu. Hann sagði að um þrettán prósent þeirra einstaklinga sem væru rannsakaðir vegna tengsla við hryðjuverkastarfsemi væru undir lögaldri. Í heildina hefði verið komið í veg fyrir 43 hryðjuverk frá árinu 2017, sem sneru meðal annars að notkun skotvopna eða sprengja með því markmiði að valda eins miklu mannfalli og mögulegt væri. Höfuðstöðvar MI5 í Lundúnum.EPA/ANDY RAIN Leita til glæpasamtaka Eins og áður segir tók McCallum fram að aðgerðum óvinveittra ríkja og þá sérstaklega frá Rússlandi og Íran hefði fjölgað mjög. Hann varaði við því að yfirvöld í Rússlandi og Íran væru í auknum mæli að reyna að fá aðra til að fremja myrkraverk þeirra og nefndi hann til að mynda glæpasamtök í því samhengi. Er það að einhverju leyti vegna þess hve mörgum rússneskum erindrekum og þar á meðal njósnurum hefur verið vísað frá Evrópu. Í frétt Sky News segir að þeir séu rúmlega 750 talsins, frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu í febrúar 2022. Hann sagði Rússa leggja sérstaka áherslu á Bretland vegna þeirrar leiðandi stöðu sem Bretar hefðu tekið sér þegar kæmi að því að styðja Úkraínu. McCallum varaði glæpahópa við því að reyna að taka að sér vinnu fyrir Íran, Rússland eða nokkurt annað ríki. Geri þeir það verði ekki tekið á þeim með neinum vettlingatökum. „Þetta er val sem þið munið sjá eftir,“ sagði hann. Bretland Rússland Íran Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Svipaða sögu er að segja af Írönum, sem leggja á ráðin um „ráðabrugg á eftir ráðabruggi“. Þetta sagði Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, í reglulegri ræðu um þær helstu ógnir sem Bretar standa frammi fyrir. Í frétt BBC segir að McCallum hafi farið um víðan völl í ræðu sinni og sagði hann meðal annars að starfsmenn MI5 hefðu brugðist við tuttugu aðgerðum Írana frá 2022. Í heildina hefði ógnum frá óvinveittum ríkjum fjölgað um tæplega helming á einu ári. Að mestu verja starfsmenn MI5 þó tíma sínum í að sporna gegn öfgamönnum, bæði íslamistum og hægri sinnuðum öfgamönnum. McCallum sagði að þessar ógnir, bæði varðandi hryðjuverkaárásir og aðgerðir óvinveittra ríkja, hefðu í för með sér að MI5 hefðu mikið verk að vinna. Börn viðkvæm fyrir öfgavæðingu á netinu Í ræðunni fór McCallum einnig yfir það hve mörg börn væru nú til rannsóknar vegna hryðjuverkaógnar og varaði hann við sífellt aukinni öfgavæðingu barna á netinu. Hann sagði að um þrettán prósent þeirra einstaklinga sem væru rannsakaðir vegna tengsla við hryðjuverkastarfsemi væru undir lögaldri. Í heildina hefði verið komið í veg fyrir 43 hryðjuverk frá árinu 2017, sem sneru meðal annars að notkun skotvopna eða sprengja með því markmiði að valda eins miklu mannfalli og mögulegt væri. Höfuðstöðvar MI5 í Lundúnum.EPA/ANDY RAIN Leita til glæpasamtaka Eins og áður segir tók McCallum fram að aðgerðum óvinveittra ríkja og þá sérstaklega frá Rússlandi og Íran hefði fjölgað mjög. Hann varaði við því að yfirvöld í Rússlandi og Íran væru í auknum mæli að reyna að fá aðra til að fremja myrkraverk þeirra og nefndi hann til að mynda glæpasamtök í því samhengi. Er það að einhverju leyti vegna þess hve mörgum rússneskum erindrekum og þar á meðal njósnurum hefur verið vísað frá Evrópu. Í frétt Sky News segir að þeir séu rúmlega 750 talsins, frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu í febrúar 2022. Hann sagði Rússa leggja sérstaka áherslu á Bretland vegna þeirrar leiðandi stöðu sem Bretar hefðu tekið sér þegar kæmi að því að styðja Úkraínu. McCallum varaði glæpahópa við því að reyna að taka að sér vinnu fyrir Íran, Rússland eða nokkurt annað ríki. Geri þeir það verði ekki tekið á þeim með neinum vettlingatökum. „Þetta er val sem þið munið sjá eftir,“ sagði hann.
Bretland Rússland Íran Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira