Er ekki bara best? Reynir Böðvarsson skrifar 8. október 2024 08:02 Kapítalisminn hefur þróast í átt að kerfi sem veldur gífurlegum ójöfnuði, ósjálfbærum vexti og félagslegu óréttlæti. Græðgin sem fylgir nútíma kapítalisma, þar sem áherslan er á hámarksgróða fyrir stórfyrirtæki og fjárfesta, hefur leitt til aukins bils milli hinna ríku og fátæku. Þó að kapítalismi hafi skilað efnahagslegum árangri fyrir suma, hefur kerfið einnig skapað djúpstæðan ójöfnuð í tekjum og lífsgæðum, bæði innan landa og á milli þeirra. Ríku löndin njóta margra auðæfa og ávinnings af hnattvæðingu, á meðan þróunarlönd sitja eftir með skertar auðlindir og vinnuafl sem er notað til að halda uppi lágu verði. Þegar stórfyrirtæki fá stöðugt meiri vald yfir stjórnmálum, hefur lýðræðið veikst og almannahagsmunir víkja fyrir hagsmunum fjármagnseigenda. Þetta sést vel í áformum sem snúa að loftslagsbreytingum, þar sem nauðsynlegum aðgerðum er í raun hafnað og í staðin farið út í gerviátök í formi einhverskonar viðskiptamódels þar sem arður fer til fjármagnseigenda en kostnaður fellur á almenning. Er þetta bara allt vonlaust eða er hægt að gera umbætur á okkar þjóðfélögum til þess að snúa af þessari ömurlegu vegferð. Það er augljóst að það þarf að styrkja lýðræðið á einhvern hátt og tryggja að stjórnmálastofnanir starfi í þágu almennings frekar en stórfyrirtækja. Þetta krefst strangari reglna um fjármögnun stjórnmála og kosninga, auk aukinnar þátttöku almennings í ákvarðanatöku, aukið beint lýðræði er ein af mörgum leiðum í þessa átt. En það er margt annað sem þarf að koma til, skattakerfið eins og það er útformað í flestum löndum í dag ýtir enn frekar á þessa neikvæðu þróun. Hærri skattar á stóreignafólk og alþjóðleg fyrirtæki er nauðsynlegt til þess að dreifa auðnum jafnar. Það þarf að loka skattaskjólum og beita skattlagningu á fjármagnstekjur og fyrirtækjagróða til að fjármagna opinbera þjónustu, menntun og heilbrigðiskerfi sem gagnast öllum. Ef núverandi þróun varðandi ofnýtingu náttúruauðlinda heldur áfram þá horfir ekki vel fyrir komandi kynslóðir, nauðsynlegur kostnaður flyst yfir á þær og þeim mun seinna sem gripið er til aðgerða þeim mun minni möguleiki er á að þjóðfélagið og þess stofnanir ráði við að fara í þær breytingar sem eru nauðsynlegar. Það þarf nú þegar að draga úr mengun og leggja áherslu á hringrásarhagkerfi, þar sem endurnýjanleiki er í fyrirrúmi, og skapa störf sem þjóna samfélagslegum hagsmunum. Til þess að fá samfélagslega sátt um þessar róttæku breytingar sem eru nauðsynlegar þá þarf að styrkja réttindi verkafólks, tryggja sanngjörn laun og bætt vinnuskilyrði, þá þarf að skapa jafnvægi á milli gróða fyrirtækja og hagsmuna almennings. Alþjóðlegar reglur og samningar sem tryggja lágmarkslaun og vinnuvernd gætu spornað gegn misnotkun fyrirtækja í fátækari löndum. Öflug velferðarkerfi geta veitt fólki fjárhagslegt öryggi, tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun og dregið úr ójöfnuði. Að auki hefur hugmyndin um grunnframfærslu (universal basic income) verið rædd sem möguleg lausn til að tryggja að allir hafi lágmarksafkomu og möguleika á að lifa með reisn. Það er ekki eftir neinu að bíða, á Íslandi þarf að koma í veg fyrir að nýfrjálshyggjuflokkar eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn hafi ítök í næstu ríkisstjórn og auðvitað verður að halda íhaldsflokkum eins og Miðflokknum og Flokki fólksins frá áhrifum. Framsóknarflokkinn geta allir notað sem uppfyllingu, þeir hafa enga stefnu aðra en að fá að sitja í ríkisstjórn. Eitt er þó alveg víst að það þarf Sósíalistaflokkinn inn á þing til þess að halda öðrum félagshyggjuflokkum frá freistingum nýfrjálshyggjunnar. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Kapítalisminn hefur þróast í átt að kerfi sem veldur gífurlegum ójöfnuði, ósjálfbærum vexti og félagslegu óréttlæti. Græðgin sem fylgir nútíma kapítalisma, þar sem áherslan er á hámarksgróða fyrir stórfyrirtæki og fjárfesta, hefur leitt til aukins bils milli hinna ríku og fátæku. Þó að kapítalismi hafi skilað efnahagslegum árangri fyrir suma, hefur kerfið einnig skapað djúpstæðan ójöfnuð í tekjum og lífsgæðum, bæði innan landa og á milli þeirra. Ríku löndin njóta margra auðæfa og ávinnings af hnattvæðingu, á meðan þróunarlönd sitja eftir með skertar auðlindir og vinnuafl sem er notað til að halda uppi lágu verði. Þegar stórfyrirtæki fá stöðugt meiri vald yfir stjórnmálum, hefur lýðræðið veikst og almannahagsmunir víkja fyrir hagsmunum fjármagnseigenda. Þetta sést vel í áformum sem snúa að loftslagsbreytingum, þar sem nauðsynlegum aðgerðum er í raun hafnað og í staðin farið út í gerviátök í formi einhverskonar viðskiptamódels þar sem arður fer til fjármagnseigenda en kostnaður fellur á almenning. Er þetta bara allt vonlaust eða er hægt að gera umbætur á okkar þjóðfélögum til þess að snúa af þessari ömurlegu vegferð. Það er augljóst að það þarf að styrkja lýðræðið á einhvern hátt og tryggja að stjórnmálastofnanir starfi í þágu almennings frekar en stórfyrirtækja. Þetta krefst strangari reglna um fjármögnun stjórnmála og kosninga, auk aukinnar þátttöku almennings í ákvarðanatöku, aukið beint lýðræði er ein af mörgum leiðum í þessa átt. En það er margt annað sem þarf að koma til, skattakerfið eins og það er útformað í flestum löndum í dag ýtir enn frekar á þessa neikvæðu þróun. Hærri skattar á stóreignafólk og alþjóðleg fyrirtæki er nauðsynlegt til þess að dreifa auðnum jafnar. Það þarf að loka skattaskjólum og beita skattlagningu á fjármagnstekjur og fyrirtækjagróða til að fjármagna opinbera þjónustu, menntun og heilbrigðiskerfi sem gagnast öllum. Ef núverandi þróun varðandi ofnýtingu náttúruauðlinda heldur áfram þá horfir ekki vel fyrir komandi kynslóðir, nauðsynlegur kostnaður flyst yfir á þær og þeim mun seinna sem gripið er til aðgerða þeim mun minni möguleiki er á að þjóðfélagið og þess stofnanir ráði við að fara í þær breytingar sem eru nauðsynlegar. Það þarf nú þegar að draga úr mengun og leggja áherslu á hringrásarhagkerfi, þar sem endurnýjanleiki er í fyrirrúmi, og skapa störf sem þjóna samfélagslegum hagsmunum. Til þess að fá samfélagslega sátt um þessar róttæku breytingar sem eru nauðsynlegar þá þarf að styrkja réttindi verkafólks, tryggja sanngjörn laun og bætt vinnuskilyrði, þá þarf að skapa jafnvægi á milli gróða fyrirtækja og hagsmuna almennings. Alþjóðlegar reglur og samningar sem tryggja lágmarkslaun og vinnuvernd gætu spornað gegn misnotkun fyrirtækja í fátækari löndum. Öflug velferðarkerfi geta veitt fólki fjárhagslegt öryggi, tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun og dregið úr ójöfnuði. Að auki hefur hugmyndin um grunnframfærslu (universal basic income) verið rædd sem möguleg lausn til að tryggja að allir hafi lágmarksafkomu og möguleika á að lifa með reisn. Það er ekki eftir neinu að bíða, á Íslandi þarf að koma í veg fyrir að nýfrjálshyggjuflokkar eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn hafi ítök í næstu ríkisstjórn og auðvitað verður að halda íhaldsflokkum eins og Miðflokknum og Flokki fólksins frá áhrifum. Framsóknarflokkinn geta allir notað sem uppfyllingu, þeir hafa enga stefnu aðra en að fá að sitja í ríkisstjórn. Eitt er þó alveg víst að það þarf Sósíalistaflokkinn inn á þing til þess að halda öðrum félagshyggjuflokkum frá freistingum nýfrjálshyggjunnar. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun