Fjölgun lóða, hér er leiðin! Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 8. október 2024 07:31 Þann 23. febrúar 2022 flutti ég eftirfarandi tillögu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrir sitt leyti að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verði tekið til endurskoðunar með það að markmiði að fjölga byggingarsvæðum.“ Greinargerð: Ljóst er að fyrirsjáanlegur skortur er á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og engin nýbyggingarsvæði til staðar í einhverjum sveitarfélögum samkvæmt svæðisskipulaginu. Svæðisskipulagið gerir bæði ráð fyrir þéttingu byggðar, sem oft er flókin og gengur hægt, og nýbyggingarsvæðum þar sem byggja má hratt og hagkvæmt. Mikilvægt er að slík svæði séu til staðar til framtíðar.“ Óskað var eftir minnisblaði frá umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðarbæjar um tillöguna sem svo var tekið fyrir á fundi þann 12. apríl sama ár og gefur góða mynd af stöðunni. Þeirri stöðu hef ég oft og ítrekað haldið á lofti í umræðunni um húsnæðismál á síðustu árum. Umrætt minnisblað fylgir hér greininni. Allt þetta hefur svo verið staðfest margoft og nú síðast á stórum fundi sem ég hélt um húsnæðismál og áhrif þeirri á efnahagsmálin til lengri og skemmri tíma í Bæjarbíói þann 14. ágúst síðastliðinn. Þar komu til mín fulltrúar frá iðnaðinum, stjórnsýslunni, fjármálakerfinu og verkalýðshreyfingunni. Niðurstaðan: okkur fjölgar meira en áætlanir gerðu ráð fyrir, það þarf að byggja meira og það þarf að fjölga lóðum til að ná því markmiði. Þrátt fyrir að aldrei í sögunni hafi verið byggt meira af íbúðum en á árunum 2019-2024, þá þarf að byggja meira. Það er því ánægjulegt, fyrir mig alveg sérstaklega, að stöðugt sé að fjölga í þeim hópi sem áttar sig á þeirri stöðu. Hún er vond til framtíðar og það sýna okkur allar tölur. Í mínum huga má alveg segja með réttu að Seðlabankinn hafi hlaðið í snjóhengju kynslóða sem ekki komast út á markaðinn með sinni vaxtastefnu og hertum lánþegaskilyrðum. Sú stefna hefur haft gríðarlega neikvæð áhrif á bæði húsbyggjendur og væntanlega kaupendur. Frumvarp lagt fyrir Alþingi Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 er um margt mjög gott. Það sameinar sveitarfélögin hér á höfuðborgarsvæðinu í þeirri sýn og því markmiði að tryggja náið samstarf um skipulagsmál og hagkvæman vöxt svæðisins til ársins 2040. Það er mikilvægt, enda er höfuðborgarsvæðið eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir og náttúru. En forsendur hafa breyst og nægir þar að nefna fólksfjölgun. Slíkt kallar á endurskoðun. Best væri ef sveitarfélögin hættu að tala og kæmu sér strax saman um endurskoðun vaxtamarka svæðisskipulagsins. Eins og staðan er í dag, þá er nóg að eitt sveitarfélag komi í veg fyrir slíka skynsamlega útvíkkun vaxtamarka svo hægt sé að bregðast við þeirri þróun sem hér hefur átt sér stað á síðustu árum. Þrátt fyrir að vona það besta, þá tel ég erfitt að treysta á slíka samstöðu og hef því lagt fram frumvarp þess efnis að sveitarfélag eins og t.d. Hafnarfjörður, sem er í þeirri stöðu sem blasað hefur við frá árinu 2022 að allt byggingarland innan vaxtamarka til ársins 2040 er að klárast (sjá meðfylgjandi minnisblað), geti sótt um undanþágu á svæðisskipulaginu til þess að byggja húsnæði í ástandi þar sem m.a. ríkir húsnæðisskortur. Þetta mál hefur verið lengi í vinnslu og óskað var eftir meðflutningi úr öllum flokkum á þingi í fyrri hluta septembermánaðar. Ég hef því bæði flutt tillögu sem bæjarstjórnarfulltrúi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, þar sem mér gafst ekki nægur tími til að fylgja henni þar eftir og kem nú fram með frumvarp sem þingmaður til að leysa þessi mál til framtíðar. Ég tel að frumvarpið sé mjög gott og brýnt, sérstaklega við núverandi aðstæður, en ekki er loku fyrir það skotið að í meðförum þingsins verði gerðar breytingar á frumvarpinu komi fram tillögur til hins betra, enda er markmið þess eitt og er alveg skýrt. Það þarf að byggja meira, við þurfum að byggja fyrir venjulegt fólk og tryggja það að við, til framtíðar, komumst úr vítahring hárrar verðbólgu og vaxta vegna áskorana á húsnæðismarkaði. Þar þurfa öll sveitarfélög að hafa svigrúm og getu til að taka þátt. Húsnæðismál eru risavaxið efnahagsmál sem þola enga bið. Frumvarpið læt ég fylgja hér með til frekari skoðunar, en flutningsmenn þess eru auk mín aðrir þingmenn Framsóknar og þingmenn Miðflokksins. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Hér má sjá frumvarpið. Tengd skjöl Minnisblaðhfj2022PDF921KBSækja skjal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Hafnarfjörður Jarða- og lóðamál Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Þann 23. febrúar 2022 flutti ég eftirfarandi tillögu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrir sitt leyti að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verði tekið til endurskoðunar með það að markmiði að fjölga byggingarsvæðum.“ Greinargerð: Ljóst er að fyrirsjáanlegur skortur er á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og engin nýbyggingarsvæði til staðar í einhverjum sveitarfélögum samkvæmt svæðisskipulaginu. Svæðisskipulagið gerir bæði ráð fyrir þéttingu byggðar, sem oft er flókin og gengur hægt, og nýbyggingarsvæðum þar sem byggja má hratt og hagkvæmt. Mikilvægt er að slík svæði séu til staðar til framtíðar.“ Óskað var eftir minnisblaði frá umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðarbæjar um tillöguna sem svo var tekið fyrir á fundi þann 12. apríl sama ár og gefur góða mynd af stöðunni. Þeirri stöðu hef ég oft og ítrekað haldið á lofti í umræðunni um húsnæðismál á síðustu árum. Umrætt minnisblað fylgir hér greininni. Allt þetta hefur svo verið staðfest margoft og nú síðast á stórum fundi sem ég hélt um húsnæðismál og áhrif þeirri á efnahagsmálin til lengri og skemmri tíma í Bæjarbíói þann 14. ágúst síðastliðinn. Þar komu til mín fulltrúar frá iðnaðinum, stjórnsýslunni, fjármálakerfinu og verkalýðshreyfingunni. Niðurstaðan: okkur fjölgar meira en áætlanir gerðu ráð fyrir, það þarf að byggja meira og það þarf að fjölga lóðum til að ná því markmiði. Þrátt fyrir að aldrei í sögunni hafi verið byggt meira af íbúðum en á árunum 2019-2024, þá þarf að byggja meira. Það er því ánægjulegt, fyrir mig alveg sérstaklega, að stöðugt sé að fjölga í þeim hópi sem áttar sig á þeirri stöðu. Hún er vond til framtíðar og það sýna okkur allar tölur. Í mínum huga má alveg segja með réttu að Seðlabankinn hafi hlaðið í snjóhengju kynslóða sem ekki komast út á markaðinn með sinni vaxtastefnu og hertum lánþegaskilyrðum. Sú stefna hefur haft gríðarlega neikvæð áhrif á bæði húsbyggjendur og væntanlega kaupendur. Frumvarp lagt fyrir Alþingi Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 er um margt mjög gott. Það sameinar sveitarfélögin hér á höfuðborgarsvæðinu í þeirri sýn og því markmiði að tryggja náið samstarf um skipulagsmál og hagkvæman vöxt svæðisins til ársins 2040. Það er mikilvægt, enda er höfuðborgarsvæðið eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir og náttúru. En forsendur hafa breyst og nægir þar að nefna fólksfjölgun. Slíkt kallar á endurskoðun. Best væri ef sveitarfélögin hættu að tala og kæmu sér strax saman um endurskoðun vaxtamarka svæðisskipulagsins. Eins og staðan er í dag, þá er nóg að eitt sveitarfélag komi í veg fyrir slíka skynsamlega útvíkkun vaxtamarka svo hægt sé að bregðast við þeirri þróun sem hér hefur átt sér stað á síðustu árum. Þrátt fyrir að vona það besta, þá tel ég erfitt að treysta á slíka samstöðu og hef því lagt fram frumvarp þess efnis að sveitarfélag eins og t.d. Hafnarfjörður, sem er í þeirri stöðu sem blasað hefur við frá árinu 2022 að allt byggingarland innan vaxtamarka til ársins 2040 er að klárast (sjá meðfylgjandi minnisblað), geti sótt um undanþágu á svæðisskipulaginu til þess að byggja húsnæði í ástandi þar sem m.a. ríkir húsnæðisskortur. Þetta mál hefur verið lengi í vinnslu og óskað var eftir meðflutningi úr öllum flokkum á þingi í fyrri hluta septembermánaðar. Ég hef því bæði flutt tillögu sem bæjarstjórnarfulltrúi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, þar sem mér gafst ekki nægur tími til að fylgja henni þar eftir og kem nú fram með frumvarp sem þingmaður til að leysa þessi mál til framtíðar. Ég tel að frumvarpið sé mjög gott og brýnt, sérstaklega við núverandi aðstæður, en ekki er loku fyrir það skotið að í meðförum þingsins verði gerðar breytingar á frumvarpinu komi fram tillögur til hins betra, enda er markmið þess eitt og er alveg skýrt. Það þarf að byggja meira, við þurfum að byggja fyrir venjulegt fólk og tryggja það að við, til framtíðar, komumst úr vítahring hárrar verðbólgu og vaxta vegna áskorana á húsnæðismarkaði. Þar þurfa öll sveitarfélög að hafa svigrúm og getu til að taka þátt. Húsnæðismál eru risavaxið efnahagsmál sem þola enga bið. Frumvarpið læt ég fylgja hér með til frekari skoðunar, en flutningsmenn þess eru auk mín aðrir þingmenn Framsóknar og þingmenn Miðflokksins. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Hér má sjá frumvarpið. Tengd skjöl Minnisblaðhfj2022PDF921KBSækja skjal
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun